Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR13. FEBRÚAR1993 I r Skák Judit yfir gegn skák- þyrstum Spasskíj Judit Polgar og Boris Spasskíj ræða málin eftir fyrstu skákina í einvígi þeirra sem nú stendur yfir í Budapest. Ungverska stúlkan Judit Polgar var aðeins 15 ára gömul er hún hlaut stórmeistaranafnbót. Nú er hún orð- in 16 ára og engum blandast hugur um að hún sé einn efnilegasti skák- maður heims. Einvigi hennar við Boris Spasskíj, sem nú stendur yfir í Budapest, hefur vakið talsverða at- hygh. Er tefldar höfðu verið sex skákir af tíu hafði Judit vinningsfor- skot, 3,5 v. gegn 2,5 v. Spasskíjs. Upphaflega var ætlunin að Judit tefldi við sjálfan Fischer en fregnir Umsjón Jón L. Árnason herma að Fischer hafi snarlega hætt við þá fyrirætlan er hann fór aö kynna sér skákir stúlkunnar! Spasskíj var hins vegar tilbúinn í slaginn. Hann segir einvígið viö Fisc- her í fyrra hafa tendrað skákbálið að nýju í hjarta sínu. Hann ætli nú að tefla hvassar en áður og fyrir ánægjuna einvörðungu. Síðustu árin hefur Spasskíj einkum verið þekktur fyrir stuttar jafnteflisskákir. Judit er sérlega hættuleg er hún stýrir hvítu mönnunum, eins og við sjáum hér á eftir. Hún vann 2. og 4. skákina en Spasskíj náði höggi á hana í 3. skákinni. Þremur skákum hefur lyktað með jafntefli. 2. einvígisskákin: Hvítt: Judit Polgar Svart: Boris Spasskíj Spænskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 0-0 8. c3 d6 9. h3 Rb8 Breyer-afbrigði spænska leiksins hefur ævinlega verið eftirlætisvopn Spasskíjs. 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. Rfl Bf8 14. Rg3 g6 15. b3 Algengast er 15. a4 c5 16. d5 c4 o.s.frv. eins og tefldist m.a. í einvígi Fischers við Spasskíj í fyrra. 15. - Bg7 16. d5!? Bf8 Svartur býr sig undir að sækja fram á miðborðinu með c7-c6 en fyrst þarf hann að valda d-peðið. 17. Bg5 h6 18. Be3 c6 19. c4 a5 20. Dd2 Kh7 21. Rh2 b4 Áhorfendur í Budapest töldu 21. - a4 betri kost en eftir t.d. 22. Bd3 er hæpið að svörtum sé í hag að opna línur á drottningarvæng. 22. Rg4 Rxg4? Þessi og næsti leikur svarts virðast upphafið aö ógæfu hans. f stað þessa hefði 22. - Rg8 gefið svörtum trausta stöðu en þrönga. 23. hxg4 Dh4?! 24. g5 c5 Spasskíj kýs að læsa stöðunni og nú hótar hann 24. - hxg5 25. Bxg5 Bh6! er erfiðleikamir eru að baki. En hann kemur ekki auga á snjaUt svar Juditar. Ef strax 24. - hxg5 25. Bxg5 (25. dxc6 Bxc6 26. Bxg5 Dg4 og drottning- in á skjól á e6) Bh6 verður Spasskíj að reikna með 26. dxc6! Bxg5 27. Dxd6. T.d. 27. - Rf6 28. cxb7 Had8 29. Db6 Rg4 30. Hadl og svo virðist sem svartur hafi ekki nægilegt mótvægi. Einnig er 24. - cxd5 25. exd5 hæg- stætt hvítum - riddarinn fær óska- reit á e4. 25. Rfl! Góður leikur sem setur Spasskíj i mikinn vanda. Nú er hvíta drottning- in völduð og 25. - hxg5 26. Bxg5 Bh6? gengur því ekki vegna 27. Bxh4 og hvítur vinnur maim. Um leið undir- býr stúikan að angra drottningu svarts með peðum sínum. 25. - fB Reynir að losa um kellu. Ef 25. - Rb6 26. f3! og skelfilegt er að eiga við 27. He2, 28. g4 og 29. Hh2. 26. g3! Nú væri 26. f3? hxg5 27. g3 Dh6 28. He2 Dg7 misráðið. 26. - Dh3 27. f3! fxg5 28. He2 Rf6 29. g4! Dxf3 30. Rh2 Dh3 31. Hfl Rxg4 111 nauðsyn því að annars flækir 32. Hf3 Dh4 33. Bf2 drottninguna í netinu. 32. Hf7+ Bg7(?) Skárra er 32. - Kg8 33. Hxb7 Rxe3 34. Dxe3 Dc8 en eftir 35. Hb5 ætti hvítur að vinna þótt hrókurinn verði utangátta um tíma. 33. Rxg4 Dxg4 34. Hg2 Dh3 Ef 34. - Dc8 35. Bxg5! með vinnings- stöðu. T.d. 35. - Hf8 (35. - hxg5 36. Dxg5 og g6 fellur) 36. Hxg7+ Kxg7 37. Bxh6+ Kh7 38. Dg5 Hg8 38. Hh2 og tjaldið fellur. 35. Hxb7 Hf8 ABCDEFGH 36. Bxg5! hxg5 37. Dxg5 Hugmyndin var auðvitað ekki 37. Hh2? Hfl + ! 37. - Dh6 38. Dxh6+! Kxh6 39. Hh2+ Kg5 40. Hxg7 Og í þessari vonlausu stöðu féll Spasskíj á tíma. Brídge Bridgehátíð 1993: Hátíðin hófst á tvímenningi S/A-V ♦ K10875 V D ♦ ÁD% + 965 Frá opnun Bridgehátíðar i fyrra: Fjármálaráðherra segir þrjá spaða fyrir Zia. Það reyndist afleit sögn en ekki var samt við Friðrik aö sakast. Tólfta bridgehátíð Bridgesam- bands íslands, Flugleiða og Bridgefé- lags Reykjavíkur hófst í gær á Hótel Loftleiðum með tvímenningskeppni 48 para. Áætlað er að tvímennings- keppninni ljúki um kvöldmatarleyt- ið. Fjöldi erlendra bridgemeistara tek- ur að venju þátt í bridgehátíð með Pakistanann Zia og gömlu ítölsku sljömumar Belladonna og Forquet í broddi fylkingar. íslensku heims- meistaramir em einnig allir meðal þátttakenda þótt fylking þeirra hafi riðlast nokkuð síðan þeir unnu Bermudaskálina 1991. Makker Zia í tvímenningskeppn- Bridge Stefán Guðjohnsen inni er einn sigursælasti bridge- meistari Bandaríkjamanna á seinni árum, Larry Cohen og sveitarfélagar þeirra em Bretinn Andy Robson og Pakistaninn Munir Ata-Ullah. Það kæmi mér ekki á óvart þótt sveit Zia stæði á verðlaunapallinum annað árið í röð þegar upp er staðið. Önnur sterk sveit er hoUenska sveitin sem skipuð er bronssveitinni frá ólymp- íumótinu 1992. Leufkens-Westra-De Bauer-MuUer munu áreiðanlega blanda sér í toppbaráttuna. Norska sveitin er einnig geysisterk og tveir úr henni munu spila í sveit með Sverri Ármannssyni og Matthíasi Þorvaldssyni, núverandi Norður- landameist-urum. Þá er ótalin sveit „gömlu meistaranna" sem áreiöan- lega mun láta að sér kveða. Þar á ég við ítalina BeUadonna og Forquet sem tíl samans hafa unnið tíl Ueiri verðlauna en aUur skarinn sem þeir keppa við. Sveitarfélagar þeirra em Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson sem tíl samans hafa unnið til fleiri verðlauna en nokkurt annað par hér- lendis. Enginn skyldi afskrifa ís- lensku heimsmeistarana þótt þeir mæti ekki sameinaðir til leiks og áreiðanlega blanda þeir sér í topp- baráttuna. En sjón er sögu ríkari og ég hvet áhorfendur tíl þess að flykkjast á Hótel Loftleiðir og sjá marga af bestu spUurum heimsins sýna Ustir sínar og jafnvel mistök líka. Við skulum að lokum skoða fyrsta spUið á bridgehátíð í fyrra. Fjármála- ráðherrann, Friðrik Sophusson, setti bridgehátíð þá og sagði síðan fyrstu sagnimar fýrir Zia. * K742 f Á876432 ♦ G32 + ÁD Með Zia og fjármálaráðherrann í norður, RodweU í suður, Guðmund Hermannsson í austur og Helga Jó- hannsson, forseta Bridgesambands íslands, í vestur gengu sagnir á þessa leið: Suður Vestur Norður Austur lhjarta 2spaðar! pass pass 3 hjörtu pass 3spaðar pass 4hjörtu pass pass dobl Ailir pass Zia og Friðrik höfðu vonast eftir dobU frá RodweU við tveimur spöð- um en sú varð skUjanlega ekki raun- in. Áframhaldið hjá Zia var hins veg- ar vafasamt og þeir fengu hér um bU núU fyrir spiUð. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir að þeir ynnu tví- menningskeppnina með miklum yf- irburðum. Stefán Guðjohnsen * áZ V K ♦ 108 m AQQ DV Þröstur hrað- * skak- meistari Þröstur Þórhallsson sigfaði a ; hraðskákmóti Reykjavíkur sem fram fór sL sunnudag. Þröstur hlaut 16,5 v. af 18 mögulegum. Næstur varð Hannes IBífar Stef- ánsson meö 15 v. og Guðmundur Gíslason varð í 3. sæti með 12,5 v. Keppendur voru aUs 44 og mótsstjórar voru Ólafur Ás- grímsson og Ríkharður Sveins- son.. . Jóhann til Múnchen Jóhann Hjartarson stórmeist- ari hefur þekkst boð um að tefla á stórmóti í Munchén i vor. Mót- ið, sem hefst 15. maí, verður með sterkustu mótum ársins, af 16. styrkleikaflokki alþjóðaskák- sambaidsms. AUir tólf keppendur mótsins eru stórmeistarar. Þeir eru auk Jólianns, Indverjinn Anand, Rússinn Jusupov, Hvít-Rússinn Gelfand, íættinn Sirov, Frakkinn Lautier, Mikhail Gurevits, sem teflir undir fána Belga, Þjóðveij- arnir Hubner, Hertneck, Lobron og Wahls að ógleymdri Judit Polgar. Margeir Pétursson stórmeistari tekur nú jþátt í alþjóölegu skák- móti í Arósum sem lýkur á sunnudag. Er tefldar höfðu verið fimm umferðir af niu var Mar- geir efstur ásamt ungverska stór- meistaranum Guyla Sax og Svianum Johnny Hector með 4 v. Aðrir þátttakendur eru Rúss- inn Sjer, Sofía PoJgar (miösystir- in) og Danirnir Erling Mortens- en, Klaus Berg, Jens Ove Fries- Nielsen, Jens Kjeldsen og Erik Pedersen. Margeír stendur vel að vígiá mótinu. Hann vann Sofiu i funmtu umferö og hefur að baki vinning gegn Hector og jafntefli við Sax í 4. umferð. Að loknu mótinu í Danmörku heldur Margeir á opið mót í Cap- elle de Grande í Frakklandi en þar tefla einnig Helgi og Andri Áss Grétarssynir, Björgvin Jóns- son og Þröstur Þórhallsson. Skóla- skákin Tíu islensk ungmenni héldu utan til Asker í Noregi á fimmtu- dag þar sem fi-am fer einstakl- ingskeppni í norrænni skólaskák. Mótið hófst í gær, fóstudag, og lýkur á sunudag. Tefldar eru sex umferðir eftír Monrad-kerfi í öll- um flokkum. íslensku keppendumir eru Kristján Eðvarðsson og Sigur- bjöm Bjömsson (keppendur fæddir 1973-75), Magnús Öm Úlf- arsson og Hlíðar Þór Hreinsson (f. 1976-77), Matthías Kjeld og Amar E. Gunnarsson (f. 1978-79), Bragi Þorfinnsson og Jón Viktor Gunnarsson (f. 1980—‘81) og Davlð Kjartansson og Sigurður Páfl Steindórsson (f. Ólafur H, Ólafsson og Ríkliarönr Sveinsson. Á mótinu í fyrra, sem fram fór í Skövde í Svíþjóö, eignuðust ís- lendingar þijá Norðurlanda- meistara, Braga Þorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson og Helga Áss Grétarsson en í eldri flokkunum var róðurinn þyngri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.