Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Page 23
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993. 23 - Smáauglýsingar Benz 190E, árg. 1992, til sölu, keyrður 22 þús. km, sjálfskiptur, topplúga, ABS, loftpúði o.fl. Til sýnis og sölu á Bílasölunni Braut, símar 91-681510 og 91-681502. ■ Jeppai Finn i ófærðina. Benz Unimog ’57, hús- bíll, skoðaður ’93, ek. 22 þ. í heildina, er með MB 280, 2 ása fólksbílavélinni og aflúrtaki f. spil. Góður bíll. S. 670063, 650438, 985-24642. Ásmundur. Ford F-150, árgerð 1986, bensín, til sölu, ekinn 90 þús. km. Verð 1.100.000 kr. Uppl. í síma 91-814060 og 91-681200. ■ Ymislegt Almennur félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 16.2 kl. 20.30 að Bílds- höfða 14. Fundarstörf: félagsferð helg- ina 19.-21. febrúar, kaffihlé, önnur mál. Mætum hress. Stjóm Jeppaklúbbs Reykjavíkur. ■ Þjónusta Slipið sjálf og gerið upp parketgólf ykkar með Woodboy parketslípivél- um. Fagmaðurinn tekur þrefalt meira. A & B, Skeifunni 11B, S. 681570. Ertu að byggja, breyta eða lagfæra? Gifs pússning á einangrunar-, steypu- og hleðsluveggi. Miklir möguleikar, þaulvanir menn með langa reynslu. Tökum einnig að okkur flísalagnir. Tilboð eða tímavinna. Sími 91-642569. heimurl íáskrifl Fréttir Uppsögn kaupaukakerfis hjá Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar: Löglegt en siðlaust - segirformaðurverkalýðsfélagsinsEiningar Gyffi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Við höfum óskað eftir viðræðum við fyrirtækið vegna þessa máls. Samkvæmt þeim samningi, sem gerður var, þá var hann uppsegjan- legur með hálfs mánaðar fyrirvara þannig að þetta er löglegt en auðvitað siðlaust," segir Björn Snæbjömsson, formaður verkalýðsfélagsins Eining- ar í Eyjafirði, um þá ákvörðun Nið- ursuðuverksmiðju K. Jónssonar og Co að segja upp kaupaukakerfi sem starfsfólk þar hefur unnið eftir. Uppsögn kaupaukakerfisins hefur þegar tekið gildi, en um 70 manns, sem unnu á þessu kaupaukakerfi, lækka í launum sem nemur að með- altah um 20 þúsund krónum á mán- uði, eða 30-35%, að sögn Bjöms og hafa því ekki nema taxtakaupið sem er á bilinu 43-47 þúsund krónur eftir starfsaldri. „Þetta er rothögg fyrir fólkið og við höfum ekki kynnst því áður að fyrirtæki segi upp „premíu- kerfi“. Þama em færibönd sem stjóma vinnunni og þetta er þvi ákvæðisvinna og ekkert annað. En ég trúi ekki öðm en að við náum samningum við fyrirtækið,“ segir Bjöm. „Við erum að lækka kostnað í rekstri fyrirtækisins, ekki bara með þessari aðgerð heldur á ýmsan ann- an hátt. Ég hef ekkert meira að segja um þessa ákvörðun,“ segir Aðal- steixm Helgason, framkvæmdasljóri K. Jónssonar. Um það hvort viðræð- ur við verkalýðsfélagið Einingu gætu hugsanlega breytt einhveiju sagðisú~ hann ekki vilja ræða við fiölmiðla. Guðrún Káradóttir, trúnaðarmaður starfsfólksins, vildi heldur ekkert tjá sig um málið á þessu stigi. Efnahagshrunið í Færeyjum: Jarðganga- gerðsem gekk út í öf gar - boruð hafa verið 14jarðgöng sem eru 21 kílómetri að lengd Eitt af því sem hefur gert Færey- inga gjaldþrota er vega- og jarö- gangagerð. Tugir milljarða hafa farið til þessara framkvæmda og pening- amir allir teknir að láni erlendis. Allt til að þjóna byggöastefnunni. Vegagerð í Færeyjum er afskaplega dýr. Ástæðan er sú að á eyjunum er ekkert undirlendi aö kalla. Þær em flestar snarbrattar í sjó fram. Þess vegna verður víða að sprengja inn í bergið til að leggja þar veg, eins kon- ar Múlavegir. Vegna þessa var það ódýrara að bora jarðgöng en leggja vegi. En Færeyingar gerðu bara hvort tveggja. Jarðgangagerð hófst í Færeyjum 1963, þá vom ein göng bomð. Bomð vom alls 7 jarðgöng fram til 1980. En níunda áratugnum vom svo bomð 7 jarðgöng. Nýjustu jarðgöngin vom opnuð í fyrra og hafin bomn á tveim- ur göngum og fyrirhuguð ein til við- bótar. Ákveðiö hefur verið að hætta við þá gangagerð og framkvæmdir við hin tvö hafa verið stöðvaðar. Samtals em jarðgöngin í Færeyjum 20.825 kílómetra löng. Þegar spurt er hvers vegna allur þessi fiöldi jarðganga hefur verið boraður segja lögþingsmenn að þau hafi verið nauðsynleg til að halda uppi samgöngum á eyjunum. Álmenningm- hefur aðra skýringu. Bent er á að fyrri landstjórn, og líka sú sem nú hefur verið mynduð, hafa aðeins eins atkvæðis meirihluta á lögþinginu. Þess vegna gat hver stjórnarþingmaður heimtað hvað sem var fyrir sitt byggðarlag. Á eyjunni Kalsey hafa veriö bomð fem jarðgöng. Hún er af gárangum ýmist kölluð flautan eða klarínettan. Menn segja aö í hvassviðri heyrist flaut úr göngunum allt að 25 sjómílur á haf út. Þar hafa meira að segja verið bomð göng sem eingöngu em ætluð kindum. Þau vom gerð til þess að bóndinn á Tröllanesi geti komið kindum sínum í grænni haga í Nes- dal. Kindagöngin em 300 metra löng. Við þetta er því að bæta að frá Kals- ey em tveir lögþingsmenn. Þeir höfðu þetta í gegn. Almenningur í Færeyjum segir að jarðgangagerðin og vegagerðin, allt Jarðgangagerð í Færeyjum — frá 1963-1992 — NORÐUREYJAR 1979-85 Tröllanesberg, Mil Villíi Norðskái Stra unds- föngin Mykjunes 62° FÆREYJAR 0 20 km Skýringar I---1 Jarðgöng 1969 Framkvæmdaár Skufey H Stóra-Dímon Sandvikarbergs- ' göngin : Hvalbiarbergs- i göngin 1980 'itudalsbergsgöngin 7° fr. v. Gr. O Munkurinn varanlegir vegir, hafi verið liður í byggðastefnunni, byggð skal vera í öllum eyjunum, sögöu lögþings- menn, hvað sem það kostar. Nú sjá menn árangur þeirrar stefnu. -S.dór Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræöingur um loönugönguna: Kæmi méráóvartef ekki koma fleiri loðnugöngur - fyrstaganganeroftaststærst „Vegna óveðurs í janúar fengum við aldrei tækifæri til að mæla loðnu- gönguna sem nú er verið að veiða úr. Þess vegna get ég ekki lagt mat á hve mikið magn er þarna á ferð- inni. En það kæmi mér í sjálfu sér ekkert á óvart þótt mikið væri af loðnu á miðimum. Ég á líka von á því að fleiri göngur fylgi í kjölfarið. Það kæmi mér mjög á óvart ef það gerðist ekki. Ég held að megnið af þeirri loðnu sem nú er verið að veiða hafi verið komin suður í hlýja sjóinn þegar við loks komumst austur fyrir til að mæla í janúar. Á sama tíma mældist töluvert af loðnu út af sunn- anverðum Vestfiörðum, upp við kantinn, og líka djúpt úti, sömuleiðis norður með landgrunnsbrúninni allt að Langanesi. Hins vegar er það oft- ast svo að langmesti krafturinn er í fyrstu loðnugöngunni," sagði Hjálm- ar Vilhjálmsson fiskifræðingur í samtah við DV. Hann benti líka á að ef ætti aö veiða upp'í leyfilegan loðnukvóta og veið- arnar ættu að standa eitthvað fram í mars gæfi augaleið að það yrðu að koma fleiri göngur en sú sem nú er verið að veiða úr. Hjálmar var spurður álits á þeirri kenningu að vegna þess hve lítil loðna var fyrir tveimur til þremur ámm hefði þorskurinn farið annað í ætisleit. Hann muni svo elta loðnu- gönguna nú og meiri þorskur verða á núðunum en áður? „Ég hef ekki trú á því að þorskur- inn fari eitthvað annað vegna þess að engin loðna er á miðunum. Þetta var svo sem ekki í fyrsta skipti sem lítið er um loðnu. Þorskurinn hefði því átt að stinga af áður. Loðnuleysi á miðunum upp úr 1980 kom fyrst og fremst fram í því að þorskurinn óx miklu hægar en hann fór ekkert. Þegar loðnan kom aftur lagaðist ástandið. Mikil loðnugengd nú eykur vöxt þess fisks sem fyrir er en ég hef ekki trú á því að það elti hana neinn þorskur," sagði Hjálmar Vilhjálms- son. -S.dór Tveir líkf undir í ísafjarðardjúpi Tvö hk hafa undanfarna daga komið í veiðafæri báta í ísafiarð- ardjúpi. Báturinn Guðbjöm ÍS 302 frá Bolungarvík fékk lík í trolhö þegar hann var viö veiðar síðasthðinn föstudag og í gær fékk Donna frá ísafirði lík í troh- ið innarlega í ísafiarðardjúpi. Ekki hafa enn verið borin kennsl á líkin en Rannsóknarlög- regla ríkisins hefur máhn til rannsóknar. Tahð er sennilegt að um lík sjómanna sé að ræða en lík fimm sjómanna, sem farist hafa á undanfómum árum í ísa- Qarðardjúpi, hafa enn ekki fund- ist. -ból Óshlíð: Festust milii snjóflóða Fólk á nokkrum bfium festist á milli snjóílóða í Óshhð milh Bol- ungarvíkur og Hnífsdals skömmu fyrir miðnætti í gær. Fólkið var með bílasíma og þar sem það hafði ekki mikla trú á því að Vegagerðin myndi bregð- ast fljótt við og losa það úr prí- sundinni var fremur haft sam- band við einstakling sem kom straxog mokaði í gegnum flóöið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.