Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1993, Page 2
2
MIÐVIKUDAGUR17. FEBRÚAR1993
Fréttir
Búist við vaxtalækkun innan tíðar:
Markaðstæk aðgerð í
gegnum Seðlabankann
- segir JónSigurðssonviðskiptaráðherra
Samkvæmt heimildum DV er
stutt í raunvaxtalækkun. Ríkis-
stjómin mun beita Seðlabankanum
í þessu máli með þeim hætti að
hann kaupi umtalsvert magn ríkis-
verðbréfa með lægri vöxtum en nú
eru á markaðnum. Þar sem ekki
er víst að þetta eitt nægi til þess
að fá bankana til að lækka vexti
verða lífeyrissjóðimir með í ráð-
um. Þar með gætu bankamir ekki
lengur streist á móti. Næsti vaxta-
breytingardagur bankanna er 21.
febrúar. Mikið hefur verið unnið í
þessu máb á bak við tjöldin að
undanfömu og er það í fullum
tengslum við þá kjarasamninga
sem hafnir em.
„Ég get ekkert sagt til um hvenær
vaxtalækkun á sér stað né hve mik-
il hún verður. Forsendur vaxta-
lækkunar eru að skýrast. Lífeyris-
sjóðimir hafa óskaö eftir viðræð-
um um vextina. Ríkisstjómin mun
stuðla að vaxtalækkun með mark-
aðstækum aðgerðum í gegnum
Seðlabanka íslands,“ sagði Jón Sig-
urðsson viðskiptaráðherra.
Samkvæmt þvi sem stjómarþing-
menn sögðu er DV ræddi við þá
um málið bera bankamir það íyrir
sig við ríkisstjómina að þeir geti
ekki lækkað vexti vegna óvissu á
vinnumarkaði. Þeir segjast vilja fá
tryggingu fyrir því að ekki verði
samið um miklar launahækkanir
og verðbólgan fari af stað aftur.
Þess vegna vinnur ríkisstjómin nú
að þessu máh á bak við tjöldin, í
samvinnu við aðila vinnumarkað-
arins og Seðlabankann.
Eftir að ríkissjóður hætti að vera
með yfirdrátt í Seðlabankanum, en
fór með öll sín bréf á markað, segja
stjómmálamenn að skyldur Seðla-
bankans hafi breyst. í stað þess að
lána ríkissjóði verði Seðlabankinn
að spila sitt hlutverk á verðbréfa-
markaðnum en þaö hefur hann
ekki gert. Erlendis em millibanka-
vextir notaðir til að stýra vaxta-
málum. Markaðurinn hér er svo
lítill og vanþróaður að ekki em til
hin skjótu viðbrögð Seðlabanka
eins og tíðkast í öðmm löndum.
Með því að fá Seðlabankann inn
í dæmið nú er hægt að knýja fram
vaxtalækkun, hvort sem menn
kalla það markaðstækar eða sér-
tækaraðgerðir. -S.dór
Stuttar fréttir
Þessar vösku konur fá loðnuna i beitu. DV-mynd Ægir Már
Vaktavinna í loðnunni í Grindavík
Ægir Már Káiasan, DV, Suðumesjum:
„Við erum nýbyrjaðir að vinna á
vöktum og erum með 70 tonn af
loðnu sem fryst er á Japansmarkað.
Það em 20 manns sem vinna á vakt
og vaktimar em tvær,“ sagði Halldór
Sigurðsson, verkstjóri hjá Fiskanesi
í Grindavík, í samtaii við DV.
Það var mikið líf í kringum Há-
bergið, sem kom með stóra og góða
loðnu til Grindavíkur. Nóg var af
loðnunni á miðunum - Hábergiö fékk
500 tonn í einu kasti.
Bolvlkingar vilja stofna nýtt útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki:
Létta þyrfti hehningi
skulda af togurunum
„Við leitum allra leiða sem leitt
geta til þess að hjól atvinnulífsins í
Bolungarvík geti farið að snúast á
nýjan leik. Viö höfum að leiðarljósi
að um framtíðarlausn sé að ræða. í
þessari stöðu verður bæjarsjóður að
vera leiðandi afl. Við stefnum hins
vegar ekki að því að koma á fót bæj-
arútgerð til framtíðar. Frá upphafi
höfum hins vegar stefnt að því að fá
togarana og fiskvinnsluna leigða þar
til nýir aðilar geti tekið við rekstrin-
um,“ segir Olafur Benediktsson,
formaður bæjarráðs Bolungarvíkur.
Bæjarráð Bolungarvíkur gekk á
fund Byggðastofnunar í gærmorgun
til að ræða aðgerðir til bjargar at-
vinnulífi á staðnum. Á fundinum var
farið yfir hugmyndir Bolvikinga um
yfirtöku á togurum Einars Guðfinns-
sonar, Heiðrúnu og Dagrúnu, og
leigu eða yfirtöku á eignum EG og
dótturfyrirtækisins Hóla í landi til
fiskvinnslu. Áætlað söluverðmæti
togaranna með kvóta er á bilinu 700
til 800 milljónir.
Eftir hádegi í dag mun bæjarráð
Bolungarvíkur eiga fund með Jó-
hönnu Sigurðardóttur félagsmála-
ráðherra, Friörik Sophusson fjár-
málaráðherra og Davíð Oddsson for-
sætisráðherra. Aður ætla Bolvíking-
ar að hitta bankastjóra Landsbank-
ans. Upphaflega stóð til að hitta
Sverri Hermannsson í gær en af því
gat ekki orðið þar sem hann vildi
hafa samráð við aðra bankastjóra
fyrir fundinn.
Ólafur Benediktsson segir það
trúnaöarmál hvaða hugmyndir sé nú
verið að kynna Byggðastofnun,
Landsbankanum og ráðherrum.
DV hefur hins vegar heimildir fyrir
því að þær feli í sér að helmingur af
skuldum togaranna verði felldur nið-
ur eða lækkaður með hlutafé sem
hugsanlegir eigendur að nýju fyrir-
tæki um útgerðina og fiskvinnsluna
kynnu að leggja til. Talið er að út-
gerð togaranna geti ekki staðið undir
meira en 400 milljóna króna skuld.
Ákvílandi á togurunum eru hins veg-
ar 900 milljónir, þar af um 400 millj-
óna króna lán frá Landsbankanum.
Báðir togarar EG eru nú á veiðum
en Heiðrún kemur væntanleg til
hafnar í vikunni. Þá mun áhöfnin
ganga atvinnulaus í land og aflinn
verður seldur á fiskmarkaöi því öll
vinnsla liggur nú niðri í Bolungar-
vík. Dagrún mun hins vegar sigla
með sinn afla til Þýskalands og er
áhöfnin ekki væntanleg í land fyrr
en í lok mánaðarins.
Allt að 200 manns hafa eða munu
missa vinnuna í Bolungarvík vegna
gjaldþrots EG og Hóla. Skuldir fyrir-
tækjanna eru hátt í tveir milljarðar.
Eignir á landi eru hins vart taldar
söluvara en á þeim hvíla þó veð-
skuldir upp á hundruð milljóna.
-kaa
K. Jónsson á Akureyri:
Skoraðá
stjóminaað
endurskoða
ákvörðun um
uppsögn
kaupauka-
samnings
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Starfsfólk Niðursuðuverk-
smiðju K. Jónssonar á Akureyri
hefur samþykkt að skora á stjóm
fyrirtækisins að endurskoða þá
ákvörðun sína að segja upp kaup-
aukasamningi við starfsfólkið. Sú
ákvörðun, sem kom til fram-
kvæmda um síðustu helgi, hefur
í för með sér yfir 20 þúsund króna
launalækkun starfsfólksins sem
fær þá aðeins greitt taxtakaup á
bilinu 43-47 þúsund krónur á
mánuði.
Starfsfólk fyrirtækisins, sem
DV hefur rætt við, hefur ekki
veriö tilbúið að tjá sig um máhö,
og ber m.a. við að slíkt sé hættu-
spil sem gæti e.t.v. kostað upp-
sögn. „Mér virðist vera næg ólga
innan veggja fyrirtækisins og ég
þori hreinlega ekki að blanda mér
í málið. Ég er ekki að segja að það
gæti kostað mig vinnuna en ég
er ekki tilbúin að taka þá
áhættu," sagði starfsmaöur fyrir-
tækisins sem DV ræddi við.
Sömnu sögu var að segja þegar
DV leitaði til Guðrúnar Káradótt-
ur, trúnaðarmanns starfsfólks.
„Ég vil bara vísa þessu til verka-
lýðsfélagsins, ég hef engar upp-
lýsingar. Það er legið ámanni en
ég er ekki til viðræðu,“ sagði
Guðrún.
Bjöm Snæbjömsson, formaður
Verkalýðsfélagsins Einingar, seg-
ir að mikil reiði sé meðal starfs-
fólksins, en á fundi hans með
starfsfólkinu vora málin rædd.
„Við höfum óskað formlega eftir
viðræðum við forsvarsmenn fyr-
irtækisins og það hefur veriö
skorað á sljóm þess að endur-
skoða þessa ákvörðun," sagði
Bjöm eftir fund með starfsfólk-
inu.
Á þeim fundi var samkvæmt
heiroild DV rætt um að gripa til
aðgerða yrði ákvörðunin um
uppsögn kaupaukakerfisins ekki
endurskoðuð. Þar var m.a.
minnst á að minnka afköst, en
þetta var heldur ekki hægt að fá
neinn til að tjá sig um undir nafni.
Féiagsiegir vextir hækka
Ríkisstjómin hefur samþykkt
að vextir í félagslega íbúöakerf-
inu hækki úr 1 prósenti i 2,4 pró-
sent frá og með l. mars. Hækkun-
in nær til lána frá 1. júli 1984.
Formannafundw BSRB
Formannafundur hefur verið
boðaður hjá BSRB í dag til að
ákveöa framhald samningamála.
I gær hafnaði samninganefnd rík-
is kröfum um kauphækkun.
Dómsmálaráðherra hefur gert
lögreglustjóra að endurráöa íjóra
lögregluþjóna sem sagt var upp í
hausL Umboðsmaður Alþingis
telur að brotið hafi verið á þeim.
Ýmis kvennasamtök efna í dag
til mótmælaaðgerða á Austur-
vellí.klukkan 17.17. Aðgerðunum
er béint gegn mannréttindabrot-
um og ofbeldi gegn konum og
börnum í stríðshijáðum löndum
fyrram Júgóslavíu.
Guðríður Sigurðardóttir, ráðu-
nautur menntamálaráðherra,
verður skipuð næsti ráðuneytis-
stjóri i menntamálaráðuneytinu.
Hún tekur við af Knúti Hallssyni.
Eistneskt
ákveðið að hefja reglubund^
ieiguflug milli Eistlands og Norð-
ur-Ameríku meö millilendingu á
íslandi. Stöð tvö skýrði frá þessu.
Deiiuríborgarráði
Borgarráð samþykkti í gær að
veita Tómasi A. Tómassyni leyfi
fyrir 20 milljóna króna veðsetn-
ingu á Hótel Borg. Víð kaup á
hótelinu fékk Tómas veðlevfi fyr-
if' 15 milljón króna láni. Agrein-
ingur varð um máhð í borgarráöi.
Borgarráö samþykkti á fun
sínum í gær að semja við Stofi
lánadeild landbúnaöarins u
leigu á Reiöhöllinni i Víðidal 1
áramóta.
Fóstrar í Hafnarfirði hafa sam-
þykkt miðlunartillögu ríkissátta-
semjara frá því i vor. Boðaö verk-
fall í dag kom því ekki til fram-