Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1993, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1993, Blaðsíða 32
LOKI Hann nærekki einu sinni ívinnukonuútsvar, blessaður! Ríkið sparar ástöðvun Herjólfs „Þaö er ljóst að ríkissjóður þarf allavega ekki að borga eins mikið með skipinu meðan það liggur við bryggju. Hann sem sagt tapar minna. Ég veit hins vegar ekki hvað það er mikið. Ríkissjóður þarf samkvæmt áætlun að borga 95 milljónir með rekstri skipsins á þessu ári,“ segir Þórhallur Jósepsson, aðstoðarmaöur samgönguráðherra, en nú eru hðnar tvær vikur síöan rekstur Heijólfs stöðvaðist. Þórhahur sagðist ekki geta séð hversu mikið ríkið þyrfti að borga með skipinu í framtíðinni og það hlyti að vera breytilegt frá ári th árs, forsendur rekstrarins hlytu að breyt- ast. Upphæðin gæti þó hækkað nema rekstrartekjur skipsins ykjust. Þórhahur sagði það nokkuð aug- ljóst að meðan skipið væri bundið við bryggju væri kostnaður eitthvað minni fyrst það væri rekiö með tapi. Hann sagðist hins vegar ekki þekkja það hvort einhverjar framtíðartekjur kynnu að tapast vegna stöðvunar- innar. -Ari Hagvirki-Klettur: Starfsmenn styðja for- svarsmenn „Það er ósk stjórnar Starfsmanna- félags Hagvirkis að fjármálaráðherra skoði betur afleiðingar þessara að- gerða fjármálaráðuneytis og bú- stjóra Fómarlambsins áöur en okkur verður fómað líka,“ segir meða) ann- ars í bréfi sem starfsmannafélag Hagvirkis-Kletts hefur sent íjármála- ráðherra vegna riftunarkröfu á samningum Hagvirkis og Hagvirkis- Kletts, áður Hagtölu, frá 1990 og kyrrsetningar á eignum Hagvirkis- Kietts nú fyrir 370 mihjónir. í álykfim frá fundi starfsmannafé- lagsins segir aö starfsmenn standi einhuga að baki forsvarsmönnum Hagvirkis-Kletts og Fómarlambsins. -hlh Vatnsflóðí Fósturskóla Vatn flóði um Fósturskólann í gær- kvöld þegar samskeyti á heitavatns- leiðslu fóm í sundur við vask í skóla- stofu. Heitt vatn flóði um skólastof- una, fram á gang og niður á næstu hæð fyrir neðan. Kahað var á slökkvúiðið til að hreinsa vatnið upp ogvarðljónekkiverulegt. -ból Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - DreifingrSími 63 27 00 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRUAR 1993. Með 11-121 vinnu en er á atvinnuleysisbótum „Ég er í forsvari hjá fyrirtækinu en er ekki á launum hjá þvi. Ég er bara vörubílstjóri. Það eina sem ég hef eru tekjur af mínum bíl þjá Bílastöð Dalvíkur. Jarðverk er hins vegar með verktakaviðskipti sem eru rekin hér - vöruflutningar hér á milli, snjómokstur og alls kyns vélaútgerð. En ég fæ engin laun þar. Ég borga í alla mína sjóöi í gegnúm bflstjórafélagið og er þar á launum þó ég fái hvergi föst mán- aðarfaun," sagði Hallgrímur Hreinsson, Dalvíkingur á atvinnu- leysisbótum en jafnframt eigandi og framkvæmdasfjóri Jarðverks sem hefur 11-12 manns á launa- skrá. : Þrátt fyrir að vera með á annan tug manna í vinnu í fyrirtæki sem gengur nokkuð vel segist Hallgrím- ur þiggja atvinnuleysisbætur í nær ailan vetur - hann sé bara bílstjóri - vinna við slikt glaeðist fyrst í vor. - Nýtur þú ekki góðs af vinnunni í þínu eigin fyiirtæki? „Nei, ekki nema ánægjunnar af þvi að vera hluthafi í fyrirtækinu. Ég er lika hluthafi og í stjóm Sæ- plasts og hjá Isstöðinni og fæ held- ur engin laun þar nema fyrir aö sitja fundi. Ég þigg því ekki iaun af neinu nema því sem ég vinn viö - ég er bíistjóri." Aðspuröur um horfur í rekstri vörabíls hans, iífsviðurværisins, sagði Haligrímur: „Það era engar breytingar fyrirsjáanlegar á því. Þetta er svona á hverju einasta ári. Við bílstjórarnir förum yfirleitt á atvinnuleysísbæturnar í október eða nóvember og erum á þeim fram í maí. Þá glæðist smávegis. Æth tekjumar hjá okkur á mann séu ekki örfáar mihjónir brúttó. Þetta er enginn dans á rósum enda sýnir það sig að við höfum aldrei borgað neina skatta. Ég borgaði reyndar skatta á síðasta ári því ég seldi hlutabréf í Sæplasti. Það er eina árið sem ég hef borgað skatta." - En þú ert sem sagt titlaður fram- kvæmdastjóri og ert eigandi Jarð- verks og átt.í því meirihluta: „Já, það er ég. Við eigum þetta tveir bræður en við erum báöir böstjórai'. En þetta er bara okkar vinna að vera hér. Við höfum aidr- ei verið á launum hiá fyrirtækinu en við erum meö 11-12 manns á launum." Hailgrímur segir Jarðverk ganga ágætlega. Aðspurður um hverrng gengið hafi að framfleytafjölskyldu sinni kvað hann það hafa tekist „með vörubíinum". „Með því að iifa ákaflega spart hefur það tekist. Með því að konan vinni alian dag- inn rétt merjum við þetta,“ sagði HaUgrímur. -ÓTT Fimmþúsund- Eldur kom upp í garðskúr við Álfhólsveg 30 í gærkvöldi. Kallað var á slökkvilið sem gekk greiðlega að ráða niður- lögum eldsins. Eitthvað af verkfærum mun hafa eyðilagst en tjón varð annars minni háttar. -ból/DV-mynd S „Það komu tveir drengir, 13 eða 14 ára, hérna inn í búðina og stóðu svo- htla stund. Þegar ég spurði hvað ég gæti gert fyrir þá rétti annar þeirra fram samanbrotinn fimm þúsund króna seðU og spurði hvort ég gæti skipt honum. Ég fór og sótti handa honum þúsund króna seðla en um leið og ég fletti sundur hinum seðhn- um sá ég að hann var öðruvísi en hann á að vera. Ég tók því mína pen- inga til baka, fór í símann og sagðist ætla að hringja á lögregluna. Þá þutu þeir eins og skot út og létu sig hverfa,“ segir Bára Þórarinsdóttir, eigandi verslunarinnar Lflju í Kringlunni. Þegar farið var að athuga nánar seðilinn, sem drengimir voru með, kom í ljós að um leikmun frá Þjóð- leikhúsinu var að ræða. Shkir seðlar eru notaðir í sýningum og eru merkt- ir leikhúsinu. „Það er nauðsynlegt að fólk vari sig á þessu. Ég áttaði mig strax en ef verið er að borga með svona seðh, til dæmis aö kvöldlagi eða þegar skuggsýnt er, þá er vel hægt að ruglast. Þetta er nákvæmlega sama stærð og vepjulega en liturinn er blárri,“ segir Bára. Ekki er vitað hvemig drengimir fengupeningaseðihnn. -ból Veðriðámorgun: Frostum allt land Á morgun verður norðvestan- átt á landinu, stormur eða rok um norðvestan og vestanvert landið en annars mun hægari. Sfijókoma eða éljagangur norðan- og vestanlands en þurrt og víða bjart veður suðaustanlands. Frost um aht land. Veðrið í dag er á bls. 54 Péffters GUFULOKAR SuAuriandsbraut 10. S. 686409.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.