Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1993, Qupperneq 12
12
MIÐVIKUDAGUR 17. UEBRÚAR1993.
Spumingin
Heldur þú upp á Valentín-
usardaginn?
Björn Árnason biókall: Nei, þaö geri
ég ekki.
Símon Símonarson þjónanemi: Já, ég
bæði sendi og fékk blóm.
Haukur Hilmarsson iðnnemi: Nei,
ekki núna.
Gottskálk Friðgeirsson deildarstjóri:
Nei, ekki venjulega en ég hef gert
það.
Eygló Ástvalds ræstitæknir: Nei,
aldrei.
Þór Þorsteinsson nemi: Nei, ég hef
ekki haldið upp á hann.
Lesendur
Styðjum við bak-
ið á strákunum
Sigríður Stefánsdóttir skrifar:
I flölmiðlum hefur að undanfömu
mátt lesa um vandræði sem hijá
Handknattleikssamband íslands,
HSÍ. Fjárhagsvandræði sambandsins
eru ekkert nýtt fyrirbæri en það er
ekki til að bæta ástandið þegar
stjómarmenn þess em komnir í hár
saman. Nú hefur framkvæmdasflór-
anum verið vísað úr starfi en sam-
kvæmt fréttum var ekki éinhugur í
stjóminni þó síðar kæmi fram yfir-
lýsing sem allir skrifuðu undir.
Ekki skal ég leggja mat á störf
framkvæmdasflórans en það er deg-
inum ljósara aö hvorki HSÍ né þjóðin
hafa efni á upplausn núna. Heims-
meistarakeppnin í Svíþjóð er á næstu
grösum og allt þetta flaðrafok gerir
illt verra fyrir Þorberg landsliðs-
þjálfara og strákana hans. Það er nú
einu sínni svo að þjóðin heimtar helst
fyrsta sæti og heldur að það sé ekk-
ert mál.
Allt tal um slíkan árangur er
reyndar út í hött að mínu mati. Kröf-
ur okkur verða að vera raunhæfar
og t.a.m. er óhjákvæmilegt að taka
mið af þeim meiðslum sem hafa hijáð
landsliðsmennina en frá handbolta-
keppni ólympíuleikanna hefur
meirihluti okkar Uðsmanna átt við
meiðsli að stríða. Með hliðsjón af því
væri þaö meiriháttar árangur að
komast í hóp sex efstu þjóða í Sví-
þjóö. Takist það ekki er enginn
heimsendir í nánd enda ætlum við
íslendingar að halda næstu heims-
meistarakeppni sem verður þar á
eftir, 1995. Það er ekki síst hennar
vegna sem mikilvægt er að einhugur
ríki og sú keppni verði haldin með
reisn.
Bréfritari segir að það kosti stórfé að reka landslið á heimsmælikvarða.
Til þess að svo megi verða þurfa
landsmenn að styðja HSÍ með ráðum
og dáð og þrátt fyrir kreppuna er
nauösynlegt að leggja eittiivað af
mörkum. Fjárhagur sambandsins er
þannig að ekkert nema sameiginlegt
átak getur leitt handboltann frá þess-
ari braut. Við verðum því að taka
HSÍ vel næst þegar sambandið fer
af stað með fláröflun, hvort heldur
gullbolti eða eitthvað annað verður
boðið til sölu. Það kostar stórfé að
reka landslið á heimsmælikvarða og
þrátt fyrir að HSÍ eigi ýmsa sterka
bakhjarla að verður hinn almenni
handboltaáhugamaður í landinu líka
að taka þátt í uppbyggingunni. Ég
skora því á aila handboltaáhuga-
menn að taka höndum saman og
styðja við bakið á strákunum.
Ófremdarástand í Bolungarvík
Ingólfur Guðmundsson skrifar:
Hvaö ætia sflórnarherrar þessa
lands eiginiega að gera í málefnum
Bolvíkinga? Þessi spuming brennur
ekki bara á vörum Bolvíkinga heldur
líka annarra landsmanna. Það er
hrikalegt að horfa upp á heilt byggð-
arlag lamast og að mínu viti duga
ekkert nema sértækar aðgerðir til
að bjarga því sem bjargað verður.
Um slíkar aðgerðir hefur verið talað
um fyrir Suðumesin og nú er Bol-
ungarvík líka komin í þennan hóp.
Jafnframt því að finna lausn á
vandanum hlýtur að þurfa skoða
hveijir beri ábyrgð í þessum málum.
Það hlýtur t.d. að vera ábyrgðarhlut-
ur aö vera við sflóm fyrirtækis sem
hleður upp gegndarlausum skuldum.
Þó ýmis ytri skilyrði ráði mjög miklu
er ekki endalaust hægt að kenna
þeim um ófarir í rekstrinum. Þeir
sem taka ákvarðanir bera líka
ábyrgð og mér sýnist það liggja ljóst
fyrir að þeir sem þama sflómuðu
hafi ekki alltaf brugðist rétt viö.
Aðalatriðið er samt að leysa þenn-
an vanda með öllum tiltækum ráðum
og nú þegar Landsbankinn er búinn
að segja nei verður ríkissflórin að
láta til sín taka.
Léleg Söngvakeppni í Sjónvarpinu
Páll Gunnarsson hringdi:
Ég get nú ekki orða bundist yfir
Söngvakeppni Sjónvarpsins sem enn
eitt árið ríður yfir landsmenn og mér
er alveg fyrirmunað að skilja af
hveiju í ósköpunum er verið að eyða
stórfé í svona uppákoma. Lögin í
þessari keppni hafa langflest verið
misheppnuð og aðeins eitt sigurlag-
anna hér heima hefur látið eitthvað
að sér kveða í lokakeppninni í út-
löndum og manni liggur við að halda
að útiendingamir hafa greitt því lagi
atkvæði fyrir einhvem misskilning.
Keppnin í ár er þó sú versta og ég
hef ekki fundið einn einasta mann
sem kann að meta lögin tíu sem leik-
in hafa verið tvö undanfarin laugar-
dagskvöld. Mér skilst að yfir hundr-
að lagasmíðar hafi verið sendar til
Sjónvarpsins og það vekur ýmsar
spumingar um þau lög sem ekki
heyrast - sem betur fer mætti
kannski segja. Þó ég finni þessari
keppni flestallt til foráttu vil ég á
engan hátt kenna um því fólki sem
syngur lögin og hefur spilað á hljóð-
DV áskilur sér rétt
til að stytta aðsend
lesendabréf
færin 1 þessum þáttum síðustu laug-
ardagskvöld. Höfundum laganna er
um að kenna en þó fyrst og fremst
forráðamönnum Sjónvarpsins sem
bera ábyrgö á þeim flármunum sem
í þetta fara. Við þá er að sakast og
þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég er
óánægður með hvemig peningum
stofnunarinnar er varið. Eitt af fræg-
ustu dæmunum er vitaskuld sú ár-
átta að vera sífellt að kaupa einhveij-
iar skandinavískar vandamálamynd-
ir sem enginn nennir að horfa á. Það
væri reyndar efni í aðra hringingu
sem bíður betri tíma.
Jafnframt því sem ég lýsi yfir
óánægju minni með þessa keppni vil
ég óska eftir því að forráðamenn
Sjónvarpsins geri grein fyrir þeim
kostnaði sem fylgir Söngvakeppn-
inni en ég hef heyrt að höfundur sig-
urlagsins hér heima fái hálfa milljón
til ráðstöfunar fyrir sigurinn. Þessar
upplýsingar um kostnaöarhliðina
hljóta að liggja fyrir enda eigum við
greiðendur afnotagjaldanna fullan
rétt á að vita hvað gert er við pening-
ana okkar.
Hemmi
Aðalbjörg hringdi:
í flölmiðlapistli DV í síðustu
viku þótti mér gagnrýni á þátt
Hemma Gunn, A tali hjá Hemm
Gunn, nokkuð harkaleg. Ég og
vinkonur minar í saumaklúbbn-
um, en við eru átta, horfutn afltaf
á þáttinn og finnst hann mjög
góður. Okkur finnst líka allt í lagi
að Hemmi taki lagið með gestum
sínum enda er stjómandinn svo
léttur og iiress að það lífgar bara
upp á okkur hin í skammdeginu.
Mér fmnst blaðamenn vera alltof
gagnrýnir í þessum pistli og þeir
ættu að reyna að vera svolítið
jákvæðari.
Óli hringdi:
Ég vil vekja athygli á góðri
þjónustu sem ég fékk á bensín-
stöð Esso við Hafnarflarðarveg
nú ura daginn. Ég og frúin fórum
þangaö til að taka bensín og í leið-
inni spurði ég afgreiðslumanninn
hvort hann gæti hreinsað hjá mér
rúöuþurrkurnar. Afgreiöslu-
mamúnum þótti það nú alveg
sjálfsagt mál og gerði þaö alveg
dæmalaust vel og gott betur.
Hann nefnilega hreinsaði hjá mér
afla framrúöuna án þess aö ég
bæði um Það. Mér þótti þetta svo
sérstakt að ég vildi endilega vekja
athygli á þessum iipra starfs-
manni Esso á stöðinni við Hafii-
arflarðarveg.
BBC á
Aðalstöðinni
Eyjólfur hringdi:
Aðalstöðin hefur um nokkurt
skeið útvarpað beint lýsingu
bresku útvarpsstöðvarinnar BBC
á knattspyrnuleikjura dagsins á
laugardögum. Ég held reyndar
að stöðin útvarpi ýmsu fleiru af
erlendu efni en ég kann ekki nán-
ari skil á því. Það er hins vegar
þessi útsending á laugardögum
sem er í uppáhaldi hjá mér og ég
veit að svo er um fleiri fótbolta-
fíkla. Eini gallinn er reyndar sá
að Aðalstöðin útvarpar einungis
síðustu 20-25 mínútunum af lýs-
ingunni en vonandi lengist þessi
útsending til muna. Með fullri
virðingu fyrir Bjarna Fel og kol-
legum hans þá kemst enginn með
tærnar þar sem þessir bresku
útvarpsmenn hafa hælana.
Hvaðvarðum
einvígið?
Björgvin Sigurðsson skrifar:
Á síðasta ári mættust Fischer
og Spasskí í miklu skákeinvígi
sem blöðin hér heima fylgdust
með af áhuga og í kjölfarið var
fariö aö tala um annaö einvígi
þessara snillinga hér i Reykjavík
í tilefni af 20 ára afmælí einvigis
þeirra 1972. En hvað varð um
þessa aðila sem töluðu hvað hæst
ura að fá Fischer og Spasskí hing-
að aftur á nýjan leik? Má skilja
það sem svo að enginn áhugi sé
lenpr fyrir hendi á að sjá tvo af
snjöllustu skákmönnum heims
efla saman kappi. Varla getur
þetta verið spuming um peninga
fyrst hægt er kosta hér alþjóðleg
mót í brídge án þess að nokkrum
finnist það tiltökumál.
Ásdís skrifar:
Mgjör hundaplága er nú í
Reykjavík og mér finnst að borg-
aryfirvöld verði aö grípa í taum-
ana. Mér er ekkert illa \ió hunda
en þeir eiga heiina i sveitum enda
afskaplega óduglegir við að þrífa
eftir þá skítinn.