Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1993, Síða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR .1993.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11. 105 RVlK, SÍMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Gjaldþrot á gjaldþrot ofan
Áföllin dynja yfir og viröist lítið lát á. Gjaldþrot SH-
verktaka og gjaldþrot Hagvirkis, tveggja af stærstu
verktakafyrirtækjum landsins, eru reiöarslag þar sem
hundruð manna missa atvinnu og gífurlegir fjármunir
tapast.
Gjaldþrot Einars Guöfinnssonar hf. er ekki minna
áfall en þar er heilt byggöarlag í rúst. Hætt er við að
gamh maðurinn hafi snúið sér við í gröfinni við þessi
tíðindi, enda af sem áður var þegar þetta mikla fyrir-
tæki í Bolungarvík var rekið af myndarskap og fyrir-
hyggju.
Munurinn á gjaldþrotum verktakafyrirtækjanna og
EG er sá að verktakar lifa í áhættusömum heimi. Þeir
rísa og falla með verkefnum, útboðum og tilboðum. EG
.í Bolungarvík hefur og lifað á svipulum sjávarafla, en
fyrirtækið er gamalgróið og átti að hafa traustar undir-
stöður. Útgerð frá Bolungarvík á að geta lifað, ef útgerð
er á annað borð möguleg á íslandi.
Greinilegt er að forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ekki
gáð að sér. Hér virðist sannast kenningin um að þriðja
kynslóð ráði ekki við verkefnin. Meðal afkomenda Ein-
ars Guðfmnssonar er margt og mikið ágætis fólk en
sennilega hefur yfirbyggingin verið of stór og of lengi
dregist að grípa til ráðstafana. Boltinn hlóð utan á sig
og varð að lokum óviðráðanlegur.
En hér er það ekki ein fjölskylda sem bíður ósigur.
Heilt byggðarlag er í hættu. Afkoma hundraða manna
og kvenna er háð þeim rekstri sem EG hefur staðið fyr-
ir. Bæjarstjómin rær nú lífróður en hætt er við að ríkis-
stjóm, Landsbanki og Byggðastofnun hafi ekki bolmagn
til að skera Bolungarvík niður úr snörunni. Vonin er
bundin við að halda megi skipunum og kvótanum í
plássinu, enda em fiskvinnsluhúsin og fjárfestingar til
staðar fyrir nýja eigendur og nýja áhöfn.
Það sama má segja um verktakafyrirtækin. Gjaldþrot
þeirra em skipbrot þeirra sem eiga fyrirtækin í dag en
verkefnin em enn til staðar, tækin og verkkunnáttan
og hér má aftur fá annað skip og annað föruneyti.
Þessir atburðir opna augu okkar fyrir því að allt er
í heiminum hverfult og menn lifa ekki á goðsögnum eða
fomri frægð. Samband íslenskra samvinnufélaga er
nánast horfið af sjónarsviðinu, kommúnisminn er dauð-
ur og máttarstólpar einkaframtaksins eru líka forgengi-
legir.
En það þýðir ekki að gráta Bjöm bónda. Á rústum
þeirra fyrirtækja, sem nú hafa orðið gjaldþrota, þarf að
reisa ný við. Við þurfum áfram stór verktakafyrirtæki
og við þurfum áfram öflug sjávarútvegsfyrirtæki. Bol-
víkingar munu ekki leggja árar í bát og þeir fullhugar
og frumherjar, sem nú eiga í erfiðleikum í verktakaiðn-
aðinum, munu aftur rísa á fætur.
Gjaldþrotin virka því miður lamandi á allan almenn-
ing og draga enn úr viðnámsþreki. Gjaldþrot á gjaldþrot
ofan em eins og naglar í líkkistu. En þau era hluti af
harðnandi samkeppni, lögmálum peninganna og mark-
aðarins og afsprengi þeirrar breyttu en réttu stefnu, að
láta eitt yfir alla ganga. Einhvem tímann hefði stjóm-
málamönnum dottið í hug að bjarga sínum skjólstæðing-
um og raunar á sá hugsunarháttur einhverja sök á skip-
broti EG. Það hefur sífellt verið lengt í hengingaróhnni
og sá bjamargreiði er nú dým verði keyptur.
Gjaldþrot em víti til að varast. Þau em enn eitt dæm-
ið um að hvorki einstaklingar, fyrirtæki né þjóð geta
lifað um efni fram. Það kemur að skuldadögunum.
EUert B. Schram
„Hjá stjórnvöldum er sú sóun, sem langmestu máli skiptir, timasóun, bæði á þeirra eigin tima og á tíma
annarra", segir Snjólfur m.a.
Fjárlagahalli
og atvinnuleysi
Stjórnvöld standa nú í erfiöri
baráttu viö viðvarandi íjárlaga-
halla og meira atvinnuleysi en
menn sætta sig viö. Ula gengur að
finna lausn á þessum vanda og
flestir gera sér grein fyrir því aö
ekki er nein „patentlausn“ á
vandamálunum.
Um sumar nauðsynlegar breyt-
ingar ríkir almenn samstaða. Til
dæmis viðurkenna nær allir að við
höfum varið allt of litlu fé og tíma
til rannsókna á hðnum árum. Næg-
ir að nefna fiskeldisævintýrið sem
dæmi en ljóst er að með meiri
áherslu á rannsóknir hefði mátt
koma í veg fyrir sóun á milljörðum
króna.
í grein í Vísbendingu þann 18.
febrúar útskýri ég þá skoðun mína
að í vissum skilningi sé einföld
„lausn“ á viðvarandi fjárlagahalla
og atvinnuleysi. Hún felst í því að
stjómvöld taki upp gæðastjómun í
vinnu sinni. Gæðastjórnun snýst
, um viðhorf og vinnubrögð og skoð-
un mín er sú að með breyttum
vinnubrögðum'. _ri mun auðveld-
ara fyrir stjómvöld að leysa þessi
viðfangsefni.
Ekki er með því sagt að gjörbylta
þurfi öhu í stjórnsýslunni, því Uta
má á gæöastjómun sem skipulegt
safn af góðum vinnubrögöum og
sem betur fer er margt gott í vinnu-
brögðum hjá stjómvöldum. En bet-
ur má ef duga skal. í þessari og
næstu greinum verður þessi skoð-
un útskýrö betur og hún rökstudd.
Ákvarðanir stjórnvalda
Alþingismenn, ráðherrar og und-
irmenn þeirra vinna við að taka
ákvarðanir. Mörg af grundvaUar-
atriðum í gæðastjómun hjá fram-
leiðslufyrirtækjum gUda einnig um
„framleiðslu" ákvarðana. Gæða-
stjómun felur meðal annars í sér
tvennt: Hún færir stjómendum í
hendur aðferðir til að virkja aUa
KjaUaiinn
Snjólfur Ólafsson
dósent við Háskóla íslands
starfsmenn og hún dregur úr tvi-
verknaði og sóun í rekstri. Hjá
stjórnvöldum er sú sóun, sem lang-
mestu máU skiptir, tímasóun, bæði
á þeirra eigin tíma og á tíma ann-
arra. Ég læt lesendum eftir að rifja
upp dæmi um sUkt, en af nógu er
að taka.
Virkjun starfsmanna
Stjómvöld þurfa að Uta á alla
landsmenn sem starfsmenn. Að
virkja starfsmennina felur í sér
betri nýtingu á tíma og atorku
þeirra. Augljóst er að starfsmenn,
sem ganga atvinnulausir, em ekki
vel nýttir og því ætti gæðastjómun
hjá stjómvöldum að leiða til þess
að atvinnuleysi minnki.
En hvemig getur þetta gerst?
Stjórnvöld geta notað flölmargar
af þeim aðferðum sem fyrirtæki
nota og fjaUað er um í bókum um
gæðastjómun. Hér verður aöeins
nefnt eitt atriði sem er afar mikil-
vægt. Stjómvöld þurfa að móta
skýra stefnu og útskýra hana vel
og tímanlega fyrir landsmönnum.
MikiU misbrestur er á að svo sé og
hvað eftir annað verður maður
vitni aö stórfeUdu tapi þjóðarinnar
vegna þess.
Dæmi um þetta eru (1) hring-
landaháttur í húsnæðiskerfinu
undanfarin ár, (2) skyndUegar
breytingar á reglum um hvaða vör-
ur og þjónusta beri virðisaukaskatt
og (3) fjárframlag tU hafnargerðar
á Blönduósi.
Gæöastjórnun felur í sér sífeUdar
endurbætur og framfarir. Því er
ekki ástæða til að gera úttekt og
skrifa skýrslu áður en hafist er
handa við að innleiða (enn frekari)
gæðastjómun í stjómsýslunni.
Fjölmargir einstakUngar eru tU-
búnir tU að benda á atriði s_em
hægt er að bæta strax en spuming-
in er hvort stjómvöld þiggja þá
aðstoð sem þeim býðst.
Snjólfur Ólafsson
„Stjórnvöld þurfa að móta skýra stefnu
og útskýra hana vel og tímanlega fyrir
landsmönnum. Mikill misbrestur er á
að svo sé og hvað eftir annað verður
maður vitni að stórfelldu tapi þjóðar-
innar vegna þess.“
Skoðanir annarra
Að skipta vegafé
„Það verður alltaf viðkvæmt að skipta vegafé og
þar em margar skoðanir á lofti... Það á að vera
hlutverk þingmanna kjördæmanna og þeir eiga að
hafa samráð við sveitarstjómarmenn og aðra... TU
þess að sinna þessu hlutverki hefur Samband sveit-
arfélaga á Austurlandi sett sérstaka nefnd sem hefur
haldið reglulega fundi um máUð... Á næstunni mun
á þaö reyna hvort þaö er tíl einhvers að vinna að
vönduðum undirbúningi þegar ráðherrar ems og
heUbrigðisráðherra og samgönguráðherra virðast
geta gert þaö sem þeim sýnist á grundvelh eigin
skapgerðar á hveijum tíma.“
Halldór Ásgrimsson í leiöara Austra 11. febr.
Hluti þróunar
„Það er hins vegar ekki hægt að horfa fram hjá
því að fyrirtæki sigla stundum í strand. Þótt slíku
fylgi ávallt sárindi og margvíslegir erfiðleikar, er
fyrir öUu að ný atvinnustarfsemi verði byggð upp í
staðinn. Það er eðU markaðarins að fyrirtæki Uða
undir lok og önnur ný koma í þeirra stað. Það er
hluti af þróuninni en víða um heim hafa stjómvöld
haldið of lengi í vonlaus fyrirtæki sem tíl lengri tíma
hafa sUgað efnahagsþróun og athafnalíf viðkomandi
þjÓða.“ Úr leiðara Abl. 16. febr.
Landlæg tregða
„Gjaldþrotahrina gengur nú yfir í þjóðfélag-
inu... Þrátt fyrir þessar staðreymUr eru hér hærri
raunvextir en í nokkru nágrannalandi. Ástandið eins
og það er nú krefst skjótra aðgerða, en ekki þeirrar
tregðu sem virðist landlæg í þessum málum. Ef þær
stjórnunaraðferöir, sem gUt hafa varðandi vaxta-
mál, þarfnast endurskoöunar, þohr hún ekki bið.“
Úr leiðara Tímans 16. febr.