Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1993, Side 26
50
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR ,1993.
Afrnæli
Kjartan Ólafsson
Kjartan Ólafsson frá Strandaseli, til
heimilis að Birkihvammi 8, Kópa-
vogi, er áttræður í dag.
Starfsferill
Kjartan fæddist að Strandaseh í
Ögurhreppi við ísafjarðardjúp.
Hann laiúc prófi frá Héraðsskólan-
um á Laugarvatni og síðar frá Sam-
vinnuskólanum 1933.
Kjartan var verslunarstjóri mn
tuttugu ára skeið, fyrst hjá Kaupfé-
lagi Amesinga á Selfossi og síðar
Kaupfélagi Hafnfiröinga. Þá var
hann starfsmaður Samvinnubanka
íslands frá stofnun hans og síðustu
árin fulltrúi þar en hann lét af störf-
um fyrir aldurs sakir 1983.
Kjartan hefur starfað mikið að
bindindismálum, auk þess sem
hann hefur verið mikill áhugamað-
ur um ferðalög og ferðamál. Hann
starfaði í ungmennafélögum í Norð-
ur-ísaíjaröarsýslu og í Ámessýslu.
Kjartan átti sæti í framkvæmda-
nefnd Stórstúku íslands 1961-81,
varð stórriddari 1963 og fram-
kvæmdastjóri Stórstúku íslands
1963-78. Hann hefur verið fuUtrúi
IOGT á mótum og þingum erlendis,
auk þess sem hann hefur verið í
stjóm Norræna bindindissam-
bandsins og fulltrúi íslands í Nor-
ræna góðtemplararáðinu. Þá hefur
Kjartan setið í stjóm reglu muster-
isriddara í tuttugu og fimm ár.
Fjölskylda
Kona Kjartans var Kristjana Guð-
rún Bjarnadóttir frá Ögumesi, f.
11.11.1911, d. 5.6.1985.
Kjartan og Kristjana eignuðust
fimm böm. Þau eru: María Erla f.
30.1.1936, bóksali, búsett í Kópavogi
og á hún tvö böm; Bolli, f. 31.8.1937,
fyrrv. bæjarstjóri á ísafirði og kenn-
ari við VÍ og á hann tvö böm; Ein-
ar, f. 18.10.1941, fyrrv. deildarstjóri
hjá SÍS og á hann tvö börn; Guðríð-
ur, f. 19.11.1948, húsmóðir í Kópa-
vogi og á hún þrjú börn; Halldór, f.
22.11.1951,borgarstarfsmaðurogá
hannþrjúbörn.
Foreldrar Kjartans: Ólafur Kr.
Þórðarson, b. að Strandaseli og kona
hans, Guðrún Hafliðadóttir hús-
freyja.
Ætt
Meðal systra Kjartans er Sólveig,
ekkja Hannibals, fv. ráðherra, og
móðir Jóns Baldvins fjármálaráð-
herra og Arnórs heimspekings.
Önnur systir Kjartans er Guðrún,
móðir Jóns Helgasonar, formanns
Einingar á Akureyri, og Friðfinns,
forstjóra Háskólabíós. Föðurfor-
eldrar Kjartans vom Þórður, b. á
Hjöllum í Skötufirði, Gíslason, og
Guðrún Ólafsdóttir, b. á Skjaldfönn,
Jónssonar og konu hans, Jóhönnu
Egilsdóttur, b. í Bakkaseli, Sigm'ð-
Kjartan Olafsson.
arsonar réttláta í Gilsfjarðarmúla,
Jónssonar. Móðurforeldrar Kjart-
ans voru Hafliöi, vegghleðslumaður
Jóhannesson, bróðir Hannibals, afa
Hannibals ráðherra og Þóra Rós-
inkransdóttir, b. á Svarthamri,
bróður Sigurðar, afa Jóns Baldvins-
sonar, fyrsta formanns Alþýðu-
flokksins, Kjartan verður að heim-
an á afmælisdaginn.
Ingólfur og Hjör-
leifur Herbertssynir
Ingólfur og Hjörleifur Herberts-
synir, Tunguvegi 15, Reykjavík, era
fimmtugir í dag.
Starfsferill
Ingólfur og Hjörleifur fæddust í
Glæsibæ í Sléttuhreppi í Skagafirði
en fluttu þaðan á nýbýh foreldra
sinna, Þrastalund í sömu sveit og
ólust þar upp til níu ára aldurs er
fjölskyldan flutti til Reykjavíkur.
Ingólfur og Hjörleifur hófu nám
við Iðnskólann í Reykjavík 1960 og
lærðu bílasmíði hjá Bílasmiðjunni.
Að námi loknu störfuðu þeir sam-
an við iðnina þar til Ingólfur hóf
störf við sjónvarpið 1968 þar sem
hann hefur starfað síðan sem leik-
myndameistari. Hjörleifur hefur
verið við iðn sína alla tíð, nú síðustu
árin hjá Steypustöðinni.
Fjölskylda
Hjörleifur er kvæntur Helenu
Hilmisdóttur og eiga þau þrjú böm.
Böm þeirra era Herbert Jón, f.
11.10.1964,kvæntur Jóninulng-
varsdóttur og eiga þau þrjú böm;
Katrín Eydís, f. 1.11.1969, gift Sig-
urði Benediktssyni; Róbert Hans, f.
16.1.1973, búsetturí foreldrahúsum.
Ingólfur á tvö böm með Lilju
Brandsdóttur.
Þau era Ingþór Brandur, f. 14.11.
1977, og Elín María, f. 28.1.1983.
Systkini bræðranna eru Jóhanna
Hafdís Bennet, f. 13.10.1936, búsett
í London, gift Peter Bennet og eiga
þau þijú böm; Borgþór Herberts-
son, f. 1.2.1941, nú látinn, var
kvæntur Kolbrúnu Kristjánsdóttur
sem einnig er látin og era böm
þeirra þrjú; Eyrún Wellner, f. 30.1.
1945, búsett í Bandaríkjunum, gift
Kenneth Wehner; Karl Herbertsson,
Ingólfur og Hjörleifur Herbertssynir.
f. 30.10.1946, búsettur í Bandaríkj-
unum, kvæntur Sigrúnu Gunn-
laugsdóttur og eiga þau tvö börn.
Foreldrar Ingólfs og Hjörleifs:
Herbert Ásgrímsson og Kristín Jó-
hannsdóttir.
Ætt
Herbert er sonur Ásgríms, b. og
vegaverkstjóra á Tjörnum, Hah-
dórssonar, b. á Bjamargih, Jónsson-
ar. Móðir Ásgríms var Þórann
Gunnlaugsdóttir. Móðir Herberts
var Ólöf Konráðsdóttir, b. á Ysta-
hóh og á Mýram, Sigurðssonar, b. á
Þúfum í Óslandshlíö, Jónssonar.
Móðir Konráðs var Guðrún Bjama-
dóttir frá Mannskaðahóli. Móðir
Ólafar var Indíana Sveinsdóttir, b.
á Bjamargih, Sveinssonar og
Guðnýjar Halldórsdóttur.
Kristín er dóttir Jóhanns ísaks, b.
í Glæsibæ, Jónssonar, sjómanns frá
Stóra-Brekku, Jóhannssonar. Móð-
ir Jóhanns ísaks var Anna, systir
Jóhanns, skipstjóra á Selárbakka.
Anna var dóttir Magnúsar, b. á
Karlsstöðum í Ólafsfirði, Magnús-
sonar og Margrétar Jónsdóttur.
Móðir Kristínar var Margrét Pét-
ursdóttir frá Glæsibæ, Guðmunds-
sonar og Kristínar Kristinsdóttur.
Ingólfur og Hjörleifur dvelja á af-
mæhsdaginn hjá systur sinni á
Ranco Mirage, Palm Springs, Kah-
forníu.
80 ára_____________________ 60ára
Helga Valdemarsdóttir, Bergþóra Kristinsdóttir,
Skúlagötu 76, Reykjavik. Þykkvabæ 5, Reykjavík.
Engilbert Guðjónsson,
Lerkigrand 7, Ákranesi.
Sigurður Gestsson,
Mörk, Hvammstanga.
Kristín Jakobsdóttir
búsmóðir,
Merkjateigi 7, Mosfehsbæ.
Eiginmaður Kristínar var Ólafur
Andrésson bóndi. Kristín verður
stödd hjá syni sínum og tengdadótt-
ur, Stórateigi 23, Mosfellsbæ, frá
kl 15 á afmæhsdaginn.
Jón Ólafsson,
Ofanleiti 3, Reykjavík.
Friðrik J. Friðriksson,
Smáragrund4, Sauðárkróki.
Valtýr Hákonarson,
Furageröi6, Reykjavík.
Guðríður Ársælsdóttir,
Skúmsstöðum, V-Landeyjahreppi.
>ara
Júlíus Ingvarsson,
Setbergi 10, Þorlákshöfn.
Kirsten Briem,
Sólvallagötu 7, Reykjavík.
Öm Ármannsson,
Snorrabraut33, Reykjavík.
Guðni Jónsson,
Hrísalundi 16d, Akureyri.
Benth U. Behrend,
Skógargötu 18, Sauðárkróki.
40ára
Alda Svanhildur Gísladóttir,
Varmalandsskóla, Stafholtst-
ungnahreppi.
Kristrún Þóra Clausen,
Heiöargerði 6, Akranesi.
Haraldur Magnússon,
Byggöarholti 35, Mosfehsbæ.
Nora V. Mangubat,
Brekkugötu 7, Vogum.
Skúli Eggert Þórðarson,
Ásbúð90,Garðabæ.
Ingibjörg Ólafsdóttir,
Vegghömrum 18,Reykjavík.
Ruben Fannar de Sousa,
Fitjabraut 6b, Njarðvík.
Richard Talkowski,
Laugavegi 27b, Reykjavík.
Sviðsljós
Náttúran og afurðir hennar
Tíu norrænir hstamenn eiga verk
á farandsýningu sem var opnuð á
Kjarvalsstöðum um síðustu helgi.
í þeim hópi era myndhstarmenn-
imir Jóhann Eyfehs og Gunnar
Öm en sýningin hefur verið á ferð-
inni um öh Norðurlönd síðan 1991
og Kjarvalsstaðir era síðasti við-
komustaðurinn í þeirri för.
Á farandsýningunni era fjölmörg
verk en um þau segir m.a. í sýning-
arskrá: „Listamennimir sýna nátt-
úruna og afurðir hennar á svo
umhugsunarverðan og aðlaðandi
hátt að við gerum okkur ljóst ómet-
anlegt gUdi þeirra fyrir okkur og
framtíðina."
Edda Guðmundsdóttir tók hluta af fjölskyldunni með sér á Kjarvals-
staði. F.v. Steingrímur Eyjólfsson, Hlíf Steingrímsdóttir, Edda og Guð-
mundur Steingrfmsson.
á Kjarvalsstöðum
Bergljót Baldursdóttir og Gunnar B. Kvaran voru ibyggin á svip þegar
þau mættu Ijósmyndaranum.
DV-myndir ÞÖK