Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Page 4
4
. LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993.
Fréttir
Sækjandi um blekkingar einkaspæj aranna gagnvart eldri dóttur Emu Eyjólfsdóttur:
Varia nægt að mis-
bióða bömum meira
- verjendur draga mjög úr gildl skýrslu lögreglunnar í Lúxemborg
Grayson á góðri stund með dóttur sinni, Önnu Nicole. Faðirinn segist vonast til að verða sýknaður af sakargiftum
um að hafa rænt henni og ætlar að berjast til þrautar til að fá forræði yfir stúlkunni.
„Ég kom hingað til lands í góðri trú
og í þeim tilgangi að uppfylla sið-
ferðilegar skyldur mínar gagnvart
baminu og til að gæta öryggis þess.
Ég trúði að ég væri í fuilum rétti og
mig óraði aldrei fyrir aö heimsókn
mín mundi þróast eins og hún gerði
né leiða til dómsmáls,“ sagði James
í dómsalnum
Óttar Sveinsson og
Haukur L. Hauksson
Brian Grayson, faðir annarrar telp-
unnar í bamsránsmálinu svokall-
aða, er hann ávarpaði héraðsdóm í
lok málflutnings í gær.
Þórir Oddsson sækjandi sagði að
vitnisburður Ehsabetar, eldri dóttur
Emu Eyjólfsdóttur, hefði mikið gildi
gagnvart meintum brotaþætti Gray-
sons og Donalds M. Feeneys í mál-
inu. Stúlkan hefði borið að þegar
henni var tilkynnt um það í Lúxem-
borg að hún ætti að fara til fóður síns
hefði ofsahræðsla gripið hana - hún
hefði þá beðið um að farið yrði með
sig heim til móður sinnar.
Ákæruvaldið hefur haldið því
fram, m.a. samkvæmt lögreglu-
skýrslum frá Lúxemborg, aö bamið
hafi verið blekkt í burtu frá móður
sinni á Hótel Holti. Þar hafi einka-
spæjaramir sagt henni að hún væri
að fara til London því móðir hennar
heföi fengið vinnu þar. Móðirin
kæmi síðan með næstu vél.
Varðandi þetta atriði sagði sækj-
andinn að þama væri um að ræða
skýra réttarröskun og tæpast hægt
að misbjóða baminu meira en með
þessum hætti. Bamið hefði veriö
numið á brott án leyfis - þetta hefði
veriö „bölvaður yfirgangur" og
„stríðskostnaður" við að blekkja
móðurina hefði numið 28 þúsund
dollurum, bara hér á landi.
Skýrslan á ekki
heima í siðuðu ríki
Óskar Magnússon, veijandi Gray-
sons, lagði ríka áherslu á aö skýrsla
lögreglunnar í Lúxemborg væri
einskis nýtt sönnunargagn. Hún
væri óundirrituö, yfirheyrslur hefðu
farið áfram án nærveru lögfræðinga
og engin leið væri aö sannreyna
hvort það væri rétt sem í henni
stæði. Sagði hann skýrsluna „dregna
eins og hvíta kanínu úr hatti“ á
næstsíðasta degi í réttarsalnum.
Öm Clausen, verjandi Feeneys, tók
undir orð Óskars og sagði: „Þessi
skýrsla verður aldrei notuö sem
sönnunargagn í málinu og á hvergi
heima í réttarsal í siðuðu ríki.“
Sækjandinn sagði að James Gray-
son hefði viðurkennt viö yfirheyrsl-
ur hér á landi að hann hefði verið
aö gera eitthvað sem ekki hefði verið
löglegt. Þessu mótmælti verjandi
hans og kvaðst Grayson hafa sagt
þetta í ljósi þess að málarekstri yfir-
valda hér heföi verið ábótavant.
Fram kom að næturvörður á Hótel
Holti taldi við yfirheyrslu hjá RLR
að verið gæti að Grayson hefði verið
í anddyri hótelsins þegar farið var
með bömin þaöan. Vörðurinn gat
ekkert staðfest í þessu sambandi fyr-
ir dóminum í gær en bar að dætur
Emu Eyjólfsdóttur hefðu verið ró-
legar þegar farið var með þær út.
Þegar móðirin vaknaði skömmu
síðar hefði hún hins vegar komist í
mikia geðshræringu og jaðrað við að
fá taugaáfall þegar henni var sagt aö
böm hennar væra farin. Þá fullyrti
móðirin við vörðinn að dætranum
hefði verið rænt.
Dularfullt farbann
Starfsmaður vegabréfaeftirlits í
Leifsstöð sagði að „farbann" hefði
verið gefið út vegna stúlknanna en
því aflétt 8. janúar. Yfirmaður toll-
gæslunnar bar síðan að fyrirmæh
um bannið hefðu komið frá sér eftir
beiðni stjúpfoður Ernu Eyjólfsdótt-
ur.
Öm Clausen sagði að ekkert væri
sannað um sök Feeneys skjólstæð-
ings síns, þar væri staðhæfing gegn
staðhæfingu. Hann sagði að hvorug-
ur mannanna hefði vitað annað en
að samningar um afhendingu telpn-
anna hefðu tekist. Það hefði aldrei
staðið annað til en að fá telpumar
með samningum. Öm kvað allan
ásetning hafa vantað og að skjólstæð-
ingur hans hefði engan veginn vitað
aö hann væri að fremja lögbrot.
Báðir verjendur kröfðust sýknu
eða lægstu mögulegrar refsingar, í
mesta lagi fjársektar og/eða skilorðs-
bundhis dóms. Búist er viö að dómur
gangi á næstu tveimur vikum.
Sækjandi í réttarhöldunum í Klúbbsmálinu:
Ástæða íkveikjunnar
var tryggingabætur
- magurt sönnunarmateríal, segir verjandi
„Hvati ákærða til að fremja þetta
verk hggur ljós fyrir. Hann keypti
tryggingu aðeins 16 dögum fyrir
brunann sem var í engum tengslum
viö raunveruleikann eða raunvirði
lausafiár samkvæmt kaupsamningi
og hnignandi afkomu fyrirtækisins.
Það er einnig afar tortrygghegt að
hann keypti trygginguna í eigin nafni
en ekki í nafni hlutafélagsins Alba-
tros sem samkvæmt kaupsamningi
sá um rekstur hússins. Það bendir
þvi aht til að ákærða hafi gengiö það
til að ætla að komast yfir trygginga-
greiðslur," sagöi Jón H. Snorrason,
sækjandi í máh ákæravaldsins gegn
Hahgrími Marinóssyni sem ákærður
er fyrir að hafa kveikt í Sportklúbbn-
um í byrjun febrúar í fyrra.
í máh sækjanda kom fram aö það
hefði vakið athygh lögreglumanna á
vettvangi nóttina sem Klúbbshúsiö
brann hve Hallgrímur var rólegur.
Þá hefði hann í upphafi verið með
nákvæmar tímasetningar, til dæmis
á því hvenær hann yfirgaf húsið, en
hefði breytt framburði sínum sér í
hag þegar hann varð var við aö sterk-
ur grunur beindist að honum.
Sækjandi sagði ítarlega og ná-
kvæma rannsókn lögreglu hafa leitt
í fiós að húsiö hefði verið lokað og
læst og aö engin merki um innbrot
hefðu verið. Sannað þætti að kveikt
hefði verið í húsinu og ákærði hefði
verið síðastur út úr því.
„Efalaust hafa kvíöi og angist ráðið
gerðum ákærða en sekt hans þykir
sönnuð og engin skynsamleg rök era
til þess að sýkna hann í málinu,"
sagði Jón.
Verjandi Hallgríms, Magnús Thor-
oddsen, var ekki á sama máh og sagði
ekkert benda til þess að skjólstæö-
ingur sinn hefði lagt eld að Sport-
klúbbnum og að tryggingamálin
sönnuðu ekkert. Tryggingin hefði
verið tekin í nafni Hallgríms því eðh-
legt væri aö einstakhngar í svo litlum
atvinnurekstri gengust í persónuleg-
ar ábyrgðir. Þá sagöi Magnús að
tryggingin hefði verið keypt að ráð-
um tryggingasalans en hann bar hins
vegar fyrir dómi að hann hefði ekki
verið ýtinn þegar hann seldi Hah-
grími víðtækari tryggingu en hann
þurfti.
Magnús sagöi að vitnisburður
tveggja vitna, gangandi vegfaranda
og slökkvihðsmanns, gæfi ótvírætt
til kynna að húsið hefði verið opið
þegar bruninn uppgötvaðist og að
það gæti bent til þess aö utanaðkom-
andi einstakhngur hefði brotist inn
og kveikt í.
Magnús benti á að brotist hefði
verið inn í Klúbbshúsið nokkrum
sinnum og einnig að maöur, sem
Hallgrímur sagði upp skömmu áöur,
hefði haft í hótunum við hann. Þá
hefðu þijú vitni sagst hafa séð til
ferða dularfuhs manns á dökkleitum
bíl við húsið skömmu áður en til-
kynnt var um eldinn. Magnús taldi
þetta ekki rannsakað nægilega né
dularfuht símtal sem lesið var inn á
símsvara fréttaskots DV þar sem
ókunnur maður sagði að eitthvað
væri að gerast í Klúbbnum og að ein-
ar dyr þangað inn stæðu opnar.
„Á svo mögra sönnunarmateríali
getur dómstóh í réttarríki ekki byggt
áfelhsdóm, allra síst í svo alvarlegu
sakamáh sem þessu," sagði Magnús.
Málflutningi í máhnu lauk í gær
og er dómsniöurstöðu að vænta eftir
um hálfan mánuð. Dómari í máhnu
erSverrirEinarsson. -ból
Konudagur:
Baka ekki rósir
- barátta um rósirnar
„Égtelekki ólíklegt aö um helg-
ina fái konur landsins tugi þús-
unda blóma í tilefni konudags.
Rauðu rósimar eru vinsælastar
en framboöið er takmarkaö
vegna árstímans. Viö bökum ekki
rósir eins og bohur. Því myndast
oft langar biðraðir blómasala hjá
dreifíngaraðilum. Þannigvarþaö
síðustu nótt. Surair vöktuðu rós-
imar alla nóttina. Ég á ekki von
á þvi að nein kona þurfi að kvíða
blómaleysi," segir Bjami Finns-
son, framkvæmdastjóri Blómav-
als.
Konudagurinn er á sunnudag-
inn og hefur sú hefð orðið aö þann
dag færa menn konum sínum
blóm að gjöf. Rauöar rósir þykja
helst við hæfi en þar sem þær eru
ekki fluttar inn byggist framboð-
ið einungis á innlendri fram-
leiðslu. Garðyrkjubændur sefia
rósimar hjá einum þrem dreif-
ingaraöilum á höfuðborgarsvæð-
inu.
í gærmorgun kom stór sending
af rósum til dreifingaaðilana. Til
að tryggja sér blóm fyrir konu-
daginn raættu blómasalar
snemma á staðinn og höfðu sum-
ir biöið aha nóttina þegar salan
hófst Allir fengu þeir blóm þó í
mismiklummæhværi. -kaa •
í-t.