Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Page 8
8 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR1993 Svipmyndin Afhverrier svipmyndin? meiri með reykelsisilmi, dular- fullri tónlist og daufri lýsingu. í raun var um mjög djarfan dans að ræða. Og peningarnir fóru að streyma til hennar. Eftir nokkum tíma var Margarethe komin á græna grein. Hún fékk tíu þúsund franka fyrir sýninguna. Stóru leikhúsin slógust um að fá hana á fjalimar. Hún fyllti hvert sæti í Olympia og Folies Bergere. Njósnir Svo mikla athygli vakti sú sem hér er lýst að menn komu frá öðr- um löndum til að sjá hana dansa. Þá var hún beðin að dansa í Madrid, Beriín og Vín. í Vín stóð fólk á götunum og klappaði henni lof í lófa þegar hún lét sjá sig. Margarethe var nú á hátindi frægðar sinnar. Hún náði sér í rík- an elskhuga sem hét Felix Rosseau. Hann keypti handa henni kastala í Touraine. En ekkert stendur til eilífðar. Það fór að halla undan fæti fyrir Mar- garethe. Fegurðin dofnaði. Hún reyndi að komast í ballett- flokk en dansmeistarinn hafnaði henni. Honum fannst hún vera orð- in of feit og þung á sér. Meðan allt lék í lyndi hafði hún tamið sér dýra lifnaðarhætti. Nú hrukku þeir peningar, sem hún hafði, skammt. Og ríki elskhuginn lét ekki sjá sig lengur. Loks tókst henni að heilla gaml- an, hollenskan ofursta. Hann tók á leigu handa henni lítið hús í Haag. Kvöld eitt var barið að dymm. Fyrir utan stóð þýski blaðafulltrú- inn Karl Kramer. Haxm spurði hvort hún vildi gerast njósnari. Margarethe fannst tilboðið spennandi. Þá var hún félítil. Fyrri heimsstyijöldin stóð sem hæst. Hún tók boðinu. Kramer lét hana fá tuttugu þúsund franka og flösku með ósýnilegu bleki. Sú sem svipmyndin er af fór nú til Frakklands. Þar fékk hún einnig tiiboð um að njósna. Síðan lá leiö hennar til Englands og Spánar. Hvar sem hún fór talaði hún um njósnastarfsemi sína. Þá hélt hún því fram að hún hefði veriö ástmey þýska krónprinsins. Og hún sagði að næst þegar hún hitti hann skyldi hún svo sannarlega fá hann til að segja sér leyndarmál sem væm að minnsta kosti einnar milljónar franka virði. Loks fór eins og ýmsir höfðu búist við. Margarethe var handtekin í Frakklandi. Þar hafði stríðið reynst mönnum þungt í skauti. Ráðamenn leituðu leiða til að kom- ast í betra álit hjá almenningi. Sú sem svipmyndin er af var ákærð. Hún var dæmd til dauða þótt flest bendi til þess að dómaramir hafi gert sér ljóst að hún var saklaus. Þann 16. október 1917 var hún leidd fram á aftökustað í Vincennes fyrir utan París. Hver var hún? Svarið er á bls. 56 Hjónabandið entist ekki. Reynd- ar sögðu ýmsir að það hefði mátt sjá þegar í upphafl. Sú sem svipmyndin er af hét Margarethe. Maðurinn hennar hét Rudolf. Þegar þau kynntust var hún aðeins átján ára. En hann var þijátíu og níu ára. Þau kynntust eftir að nokkrir vinir Rudolfs settu auglýsingu í hollenskt blað en þeir höfðu áhuga á að hann kæmist í kynni við gott konuefni. Rudolf var liðsforingi og var sendur til starfa á Jövu. Þar varð eiginkonan mjög einmana. Þau gengu í hjónaband eftir að hafa þekkst í aðeins flóra mánuði. Sú sem hér er lýst hafði mikinn áhuga á að sjá sig um í heiminum og hún vænti þess að geta lifað ríkulega í hollensku nýlendunum. En lífið þar varð ekki eins og hún hafði vonast til. Rudolf var mjög afbrýðisamur. Hann ætlaði að ganga af göflunum reyndi einhver hinna liðsforingjanna aö gefa ungu konunni hans undir fótinn. Ekki batnaði ástandiö þegar Rudolf fór að drekka. Þá lét hann stundum höggin dynja á eiginkon- unni og mörgum sinnum varð hún að leita hælis hjá nágrönnum. Loks þoldi hún ekki við lengur. Hún tók dóttur sína og yfirgaf eig- inmanninn. Hún var tuttugu og sex ára þegar hún varð að sjá um sig sjálf. Mennt- un hafði hún enga. Og hún átti ekki fjáða ættingja sem gátu hlaup- ið undir bagga með henni. Rudolf var aftur á móti efnaður og áhrifa- mikill. Að lokum fór því svo að honum var dæmt forræði yfir dótt- urinni. Hún gerist skemmti- kraftur Margarethe fór nú til Parísar. Hana dreymdi um fé og frægð. Ef til vifl kæmist hún í kynni við ríkan ekkjumann þar. En enginn sýndi henni minnsta áhuga. Og hún kunni ekki einu sinni frönsku. Þá fékk hún stórkostlega hug- mynd. Hún ákvað að leggja fyrir sig dans. Á Jövu og Súmötru hafði hún séð hvemig konumar döns- uðu. Og nú tók hún að líkja eftir þeim. Þegar hún hafði komið fram nokkrum sinnum fóm blöðin að skrifa um dansmeyjuna frá Aust- urlöndum sem líktist kventígri. Margarthe var leikrænt hugs- andi. Hún tók nú að segja þá ótrú- legu sögu að henni hefði verið hald- ið gegn vflja sínum í hindúamust- eri. Þaðan heföi henni loks tekist að flýja með aðstoð skosks liðsfor- ingja. í ijós heföi hins vegar komið að liðsforinginn var mesta ómenni. Frásögnina gerði hún trúverðuga með því að krydda hana með ýms- um atvikalýsingum. Sú sem svipmyndin er af var mjög lagleg. Og áður en hún gekk fram á dansgólfið smurði hún sig með olíu. Áhrifin gerði hún svo enn Matgæðingur vikuimar___dv Baunaréttur „Þó ég sé ekki grænmetisæta hef ég gaman af að hafa baunarétti sem tflbreytingu frá kjöti og fiski. Oft hef ég haft gaman af að bjóða slíka rétti en eldri mönnum þykir ekki mikiö tfl rétta koma sem ekki er kjöt í og fussa og sveia yfir bauna- réttum. Ég hef nú lúmskt gaman af. Hins vegar hefur þessi réttur líkað mjög vel hjá yngra fólki og flestöllum konum. Þetta er einn af mínum uppáhaldsréttum og ég hef hann oft,“ segir Katrín Ellertsdótt- ir, matreiðslukennari á Siglufirði og matgæðingur vikunnar. Vin- kona hennar og skólasystir, María Ósk Steinþórsdóttir, skólastjóri í Grímsey, skoraði á Katrínu aö miðla af reynslu sinni. Katrín varð við þeirri beiðni og gefur uppskrift að mjög skemmtflegum baunarétti, sem hún segir að sé í sterkari kant- inum, og mjög góöu kartöflusalati sem hún hefur þróað sjálf og hefur notið mikilla vinsælda. Uppskriftin 12 smálaukar eða 2 venjulegir lauk- ar 750 g grænmeti, t.d. hálf gulrófa, 2 gulrætur, 2 kartöflur, 'A seljurót eöa annað eftir smekk hvers og eins 2 msk. matarolia 'Á tsk. pipar 1 dós niðursoðnir tómatar (athugið 500 g sem er meira en í hálfdós) 2 msk. sojasósa salt ef vill 2 marin hvítlauksrif 2 lárviðarlauf hálf tsk. timian 1-1 'A dl vatn 2 dl soðnar hvítar eða brúnar baun- ir (fást þurrkaðar í stórmörkuðum en eru lagðar í bleyti eftir upplýs- ingum á umbúðum. Gott aö sjóða - og kartöflusalat Katrin Ellertsdóttir á Siglufirði er matgaeðingur vikunnar. DV-mynd Örn Þórarinsson, Siglu- firði fullan poka og geyma afganginn í frysti þangað tfl rétturinn er gerður næst) Aðferðin Hreinsið laukana og grænmetið og skerið í stóra bita. Brúnið það síðan í olíunni við mikinn hita. Látið pipar, tómata, sojasósu, salt, hvítlauk, lárviðarlauf, timian og vatnið út í og sjóðið í um það bil tíu mínútur. Bætið baununum út í og hitið að suðu. „Mér finnst best að hafa gróft hrauð með réttinum, partíbrauðið hennar Maríu, sem var síðasta laugardag í blaðinu, hentar mjög vel með þessum rétti. Það getur verið í raun hvaða gróft brauð sem er, bollur eða smábrauð. Einnig hef ég bygggijón og eða hýðishrísgijón, stundum blanda ég þeim tveimur saman. Hýðishrísgijónin er alls staðar hægt að fá en bygggijónin fást aðeins í heilsubúðum. Þetta er hollur, heflnæmur og óvenjulegur réttur sem vert er að prófa.“ Kartöflusalat 1 dós sýrður ijómi, 10 eða 18% eftir smekk karrí og salt einnig eftir smekk 1-2 tsk. Sweet Relish 4-6 soðnar kaldar kartöflur 1 grænt epli 'A paprika (gjaman rauð) hálfur laukur eða blaðlaukur ananas ef vifl Hrærið kryddinu fyrst saman við sýrða ijómann, skerið kartöflur, eph, lauk og papriku og bætið út í og kælið. „Salatið hentar mjög vel með öflum kjötréttum, steiktum fiski og grflluðum mat.“ Katrín hefur kennt matreiðslu í grunnskólanum á Siglufirði frá ár- inu 1986 er hún útskrifaðist úr Kennaraháskóla íslands. „Ég geri kannski fuUlítiö að því að elda vegna þess að ég bý ein en ég hef mjög gaman af að bjóða fólki í mat,“ segir hún. „Þrjá tfl fjóra daga í viku er ég síðan í eldhúsinu með krökkunum og maður fær heflmik- ið út úr því. Við vorum t.d. að baka brauð í skólanum í gær.“ Katrínu langar tfl að skora á vin- konu sína og skólasystur, Sigur- borgu Birgisdóttur, húsmóður í Hafnarfirði, að vera næsti matgæð- ingur. „Hún er mjög hagkvæm húsmóðir og bakar t.d. öfl brauð sjálf enda með fimm manna fjöl- skyldu. Hún er mesta brauðkona sem ég veit um,“ segir Katrín. „Ég veit reyndar ekki hvort við fáum gimflega brauðuppskrift en Sigur- borg er kona sem er mikið að elda og baka. Mikill myndarkokkur." -ELA Hinhliöin Helgi Jóhannsson hefur látið mikið að sér kveða á tveimur óskyldum sviðum að undanfömu. Helgi er forstjóri Samvinnuferða- Landsýnar, stærstuferðaskrifstofu landsins, en þar hefur verið nóg að gera undanfarið við skipulagningu sumaráætlunar félagsins. Nýkom- inn er út bæklingur um ferðir á vegum Samvinnuferða-Landsýnar í sumar. Helgi hefur ærinn starfa því auk þess að vera í forsvari fyrir Sam- vinnuferðir gegnir hann forseta- starfi hjá Bridgesambandi íslands. í forseiatíð hans hefur landslið ís- lands í bridge náð þeim árangri að vinna heimsmeistaratitfl og Norð- urlandatitil. Sjálfur er Helgi meðal betri spfl- ara landsins enda sannaöi hann það svo um munaöi um síðustu helgi. Þá fór fram alþjóðleg bridge- hátíð Flugleiða með þátttöku flöl- margra heimsfrægra spflara. Helgi var meðlimur í sveitinni sem var í fyrsta sæti af 70 sveitum og hafnaði í þriðja sæti í tvímenningskeppni 48 para. Helgi Jóhannsson sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni: Fullt nafn: Helgi Jóhannsson. Fæðingardagur og ár: 23. apríl, 1951. Maki: Hjördís Bjamason. Börn: Gunnar Fjalar, Óttar Öm og Hallur Már. Bifreið: Opel Vectra. Starf: Framkvæmdasljóri Sam- vinnuferða-Landsýnar. Laun: Breytileg. Áhugamál: Allar tegundir íþrótta, Helgi Jóhannsson, framkvæmda- stjóri og bridgestjarna. að bridge meðtöldu. Ég er íþrótta- frík. Hvað hefur þú fengið margar tölur réttar í lottóinu? Tvær, ég hef spil- að tvisvar á ævinni. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Fyrir utan það að vera í fríi með fjölskyldunni er þaö bridge. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að taka til í bílskúrnum er ofarlega á listanum. Uppáhaldsmatur: Léttsteikt rauð- spretta að hætti konunnar. Uppáhaldsdrykkur: Undanrenna. Hvaða iþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Jón Bald- urssön, núverandi heimsmeistari í bridge. Uppáhaldstimarit: Fijáls verslun. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Linda Kozlowski. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Dalai Lama. Uppáhaldsleikari: Helgi Skúlason. Uppáhaldsleikkona: Guðrún Gísla- dóttir. Uppáhaldssöngvari: Bubbi og Kristján Jóhannsson Uppáhaldsstjórnmálamaður: Of margir tfl að nefna neinn. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Homer Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir og íþróttir. Uppáhaldsmatsölustaður: Þrír Frakkar og Við Tjömina. Ertu hlynntur eða andvigur veru varnarliðsins hér á landi? Ég sé engan tilgang lengur með veru þess hér á landi. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 2. Uppáhaldsútvarpsmaður: Sigurður Tómasson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Þórir Guðmundsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Café Romance. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Kefla- vík. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Ég stefni í augnablik- inu að því að fá heimsmeistaramót- ið í bridge tfl íslands árið 1997. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ég ætla að vera með fiölskyld- unni, bæði heima og erlendis. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.