Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR1993 Erlendbóksjá Metsölukiljur Bretland SkáldsÖgur: 1. Mary Wesley: A Dubious Legacy. 2. Stephen Fry: Ttíe Liar. 3. Joannö Trollope: The Choir. 4. Joanna Trollope; The Rector’s Wife. 5. Bram Stoker: Dracula. 6. Daníelle Steel: No Greater Love. 7. Josephíne Hart. Damage. 8. Díck Francis: Comeback. 9. Colin Forbes: Cross of Fire. 10. Michael Dobbs: To Play the Kíng. Rit almenns eölis: 1. Andrew Morton: Diana: Her True Story. 2. Bill Bryson: The Lost Continent. 3. Peter Mayle: A Year in Provence. 4. Peter Mayle: Toujours Provence. 5. Bill Bryson: Neither here nor there. 6. David Delvin: The Good Sex Guide. 7. Francis Coppola: The Makiny of Bram Stoker's Dracula. 8. Cleese 8» Skynner: Famílíes 8t how to Survive Them. 9. Rachel Swift: Women’s Pleasure. 10. Míchael Palin: Around the World in 80 Days. (Byggt á Tho Sunday Tlmas) Danmörk Skáldsögur: 1. Hans Scherfig: Det forsomte forár. 2. Herbjorg Wassmo: Vejen at gá. 3. Leif Davidsen: Den russiske sangerinde. 4. Francesco Alberoni: Venskab. 6. Betty Mahmoody: For mit barns skyld. 6. Herbjarg Wassmo: Dínas Bog. (Byggt á Politikan Sendag) lifið í Provence Fyrir nokkrum árum haföi Eng- lendingurinn Peter Mayle fengið nóg af puðinu í stórborgum Bretaveldis. Hann sagði lausu starfi sínu sem auglýsingastjóri, keypti býli í Pro- vence í Frakklandi og settist þar að ásamt konu sinni. Ætla mætti að þar með hefði ver- öldin sagt skilið við þennan miðaldra Breta en svo er þó ekki. Mayle tók sig til og skrifaði bók um fyrsta ár sitt meðal Provence-búa. A Year in Provence hét hún og hlaut óhemju vinsældir; er þessa vikuna í 140. sinn á breska metsölulistanum. Mayle fylgdi fyrstu bókinni eftir með annarri ekki síður vinsælli bók, Toujours Provence, sem hefur verið á breska metsöluhstanum í 38 vikur. Provence er „inni" Hvað veldur þessum gífurlegu vin- sældum bókanna um lífið í frönsku sveitasælunni í Provence? Hluti skýringarinnar er vafalaust sú að Provence hefur hin síðari ár verið í tísku sem sumarbýlastaður þeirra sem eiga peninga. Provence hefur verið „inni“ eins og það heitir. Þá hafa Mayle-hjónin gert það sem marga dreymir um í leiðindum hversdagsins: sagt skilið við daglegt strit og fundið sælureit þar sem þau geta notið lífsins gæða í ró og næði. En kannski skiptir mestu máh að bækur Peters Mayle eru skrifaðar á léttu nótunum. Hann sér nágranna sína og kunningja með glöggu auga gestins og íjallar gjarnan um hegðan þeirra af góðlátlegri kímni. Svo end- ursegir hann líka á gamansaman hátt sögur sem þeir segja honum. Fyrri bókin er um fyrsta árið á nýja heimilinu og skipt í kafla eftir mánuðum - frá j anúar til desember. Að læra að slappa af Að verulegu leyti segir hér frá sam- skiptum þeirra hjóna annars vegar við nágranna sína en hins vegar við franska iðnaðarmenn sem eru að koma húsinu þeirra í nothæft ástand. Þar koma við sögu margar eftir- minnilegar persónur. Við lesturinn verður augljóst að enginn hefur hugmynd um hvað það getur tekið á taugarnar að eiga við iðnaðarmenn fyrr en þeir hafa kynnst þeim frönsku. Þau hjónin lærðu fljótt að einungis var um tvennt að velja: æsa sig og rífast í símann á hverjum degi, án þess að það bæri þó nokkum árang- ur, eða taka upp franska háttu þar sem „á morgun" getur alveg eins þýtt eftir þrjá mánuði. Heilsunnar vegna völdu þau síðari kostinn; að læra að slappa af og gleyma klukk- unni. Annar mikitvægur efniviður beggja bókanna er svo, að sjálfsögðu, reynsla þeirra hjóna af því sem Pro- vence-búar hugsa og tala jafn mikið um og íslendingar veðrið: frönskum mat og víni. í hugum Frakkanna er ekkert mikilvægara en að elda, borða og drekka vel, enda er matartíminn hápunktur hvers dags og tekur minnst tvo tíma. Peter Mayle leiðir lesendur með bros á vör inn í forvitnilegan heim Provencebúa í þessum skemmtilegu og hlýju bókum. ESJ A Year in Provence. Höfundur: Peter Mayle. Vintage Books. Toujours Provence. Höfundur: Peter Mayle. Pan Books. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Mary Higgins Clark: All around the Town. 2. LaVyrie Spencer; Bygones. 3. Robert Ludlum; The Road to Omaha. 4 . Michael Crichton: Rising Sun. 5. Robin Cook: Blindsight. 6. Michaet Crichton: Jurassic Park. 7. John Grisham: The Firm. 8. Sara Paretsky: Guardian Angei. 9. John Grisham: A Time to Kill. 10. W.E.B. Griffin: Line of Fire. 11. Jane Smiley: A Thousand Acres. 12. Lawrence Sanders: McNally’s Secret. 13. Catherine Coulter: Beyond Eden. 14. Norman Maclean: A River Runs Through It. 15. Anne McCaffrey: Damia. Rit almenrts eölis: 1. Gloria Stainem: Revolution from within. 2 Al Gore: Earth in the Balance. 3. Malcolm X & Alex Haley: The Autobíography of Malcolm X. 4. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 5. Piers Paul Read: Alive. 6. Deborah Tannen: You Just Don’t Understand. 7. Susan Faludi: Backtash. 8. Judíth Warner: Hiliary Clinton: The Inside Story. 9. Nancy Friday: Women on Top. 10. Jill Ker Conway: Written by Herself. 11. Maya Angelou: I Know Why the Caged Bird Sings. 12. Molly Ivins: Molly Ivíns Can’t Say That, Can She? (Byggt á Nfiw York Times Book Review) Vísindi Eineggja tviburar geta veriö alveg eins í öllum háttum þótt þeir hafi verið aðskildir i æsku. Blóðbræður líkaii en áður var talið Ein leiöin til að öðlast frægð og frama og svolítið af peningum líka er að vera eineggja tviburi á miðjum aldri, aðskiflnn frá systkini sínu við fæðingu en alinn upp hjá sams kon- ar fjölskyldu og hinn tvíburinn. Vís- indamenn gefa mikið fyrir að hitta fólk sem uppfyllir áðmnefndar kröfur. Tveir erfðafræðingar við háskól- ann í Minnesota hafa fundið 50 svona tvíbura. Þar í hópnum voru bræður á fimmtugsaldri. Leiöir skildu hjá þeim á fyrstu dögum ævinnar þegar iðnaðarmenn i ólík- um greinum ættleiddu þá. Eftir það var allt eins í lífi þeirra. Þeir giftust báðir koniun að nafni Linda og skildu. Þeir giftust aftur og nú hétu konumar báðar Betty. Báðir nöguðu neglumar, settu hvít- an bekk við tré í garðinum hjá sér og kölluðu hundana sína Troy. „Þetta er ekki einleikið,“ segja vís- indamennimir og borga bræðrun- um laun fyrir að koma reglulega til athugunar. Símanum sagt að hringja Bandaríska símafyrirtækið NYNEX hefur kynnt nýja gerð af símum sem er mun auðveldari í notkun en þessir gömlu með tökk- unum eða skífunni. Það er ekki bara að nýi síminn flytji talað mál milfi manna heldur skhur hann einnig þegar viö hann er rætt. Þannig er hægt að segja símanum að hringja í ákveðið númer og hann gerir það án þess að stutt sé á nokk- um takka. Muni menn ekki númer- ið er hægt að biðja símann aö fletta þvíupp. Menn gera sér jafnvel vonir um að í framtíðinni verði svona símar innbyggðir í veggi á heimhum manna og vinnustöðum. Þá þurfi ekki annað en að tala stundarhátt út í loftið og biðja um samband við Pétur eða Pál og viðmælandinn tal- ar úr veggnum að skammri stund liðinni. Nýtt krabba- meinslyf úr lýsi ogjurtum Breski krabbameinslæknirinn John Hopeweh er einn þeirra sem trúa þvi að nýtt lyf gegn krabba- meini verði komið á markaðinn áð- ur en langt um hður og að það komi úr óvæntustu átt. Lyfið er gert úr lýsi ogjurtum á Suðureyjum, úti fyrir strönd Skotlands. „Fyrstu niðurstöður eru ótrúleg- ar,“ segir Hopeweh um tilraun sem gerð hefur verið með lyfið. Ná- kvæmari rannsóknir verða gerðar á næstu mánuðum og þá fæst úr því skorið hvort hér er komið raun- verulegt lyf eða bara eitt suhið enn. Lyfið á að styrkja mótstöðu líkam- ans gegn vexti krabbameinsfrumna. Nýja krabbameinslyfið er búið til úr lýsi og jurtum. 850 eldfjöll Á jörðinni eru 850 virk eldíjöll. Þá eru tahn bæði þau sem eru á þurru landi og neðansjávar. Marbendill leiðir skipstjórana íslenska fyrirtækið Sæhst hefur sett á markað nýjan hugbúnað fyrir Marbendill gerir skipstjórum kleift að stýra skipum sínum með tölvu. skipstjómarmenn. Marbendih kah- ast gripurinn og er um að ræða al- hhða búnað th nota við veiðar og sighngu. Tölva í skipinu er í sam- bandi við Loran-C eða GPS-stað- setningarkerfið. Hægt er að geyma ahar hugsanlegar upplýsingar um veiðislóðina og hvað ber að varast þar. Marbendhl er ahslensk hönn- un. Appelsínur með lausanbörk Bændur í Natal-héraði í Suður- Afríku hafa sett á markað nýtt af- brigði af appelsinum. Það bragðast vel að sögn kunnugra og hefur þann kost að börkurinn er laus eins og á mandarínum. Bændur gera sér vonir um að þetta leiði til aukinnar neyslu á app- elsínum. Afbrigðið hefur verið nokkrar vikur á markaði í Suður- Afríku og verður senn boðið til sölu utanlands. Skortur á ensími veldurhjarta- áföllum að morgni Hohenski hjartasérfræðingurinn Fehcita Andreotti segir að skortur á sérstöku blóðþynningarensími valdi því að nær 90% af öllum hjartaáfóhum verða að morgni þeg- ar fólk er nývaknað. Tíö hjartaáfoh að morgni hafa ver- ið mönnum ráðgáta enda eðlhegast að álykta að hættan væri minnst eftir hvíld. Hefur sumum komið th hugar að erfiðir draumar valdi þessufyrirbæri. Rannsóknir Andreotti hafa leitt í ljós að hættan á að kekkir myndist í blóðinu er mest að morgni. Líkam- inn framleiðir htið af blóöþynning- arensíminu yfir nóttina þegar minnst þörf er fyrir það. Þegar hður á daginn eykst framleiðslan og hætt- an á kransæöastíflu minnkar. íbúar í Macau fá væntanlega nýjan fiugvöll árið 2010. Flugvöllur í sjón- um vegna land- leysis Macau, nýlenda Portúgala við strönd Kína, á það sameiginlegt með Hong Kong að landrými er af skorn- um skammti en mikil þörf fyrir að koma upp öruggum flugvelh fyrir milhlandaflug. Lausnin er að hafa völlinn á floti úti fyrir ströndinni. Flotvöhurinn í Macau er aö vísu enn aðeins á teikniborðinu en ekk- ert er því til fyrirstööu að hann verði gerður. Áætlanir miða við að taka völhnn í notkun árið 2010. Hann verður 150 hektarar að stærð og gerður með aðstoð þýska stórfyrir- tækisins Siemens.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.