Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR1993 Dagur í lífl Línu Rutar snyrtis: Ástfangin af listsköpun Lína Rut Karlsdóttir er nemandi í Myndlista- og handiðaskólanum á öðru ári i málaradeil. „Þetta er mitt líf og yndi.“ DV-mynd ÞÖK „Mánudagur 15. febrúar 1993. Ég átti að mæta í listasögu í Mynd- lista- og handíðaskólann klukkan hálfníu. Þrátt fyrir að kennarinn sé alveg meiri háttar skemmtilegur ákvað ég að lúra pínulítið lengur. Vaknaði ekki fyrr en um tíuleytið. Æth ég hafi ekki verið svolítið eftir mig eftir skemmtanir helgarinnar. Fyrir stuttu tók ég upp á því að stunda skemmtanalíf borgarinnar eftir fjögurra ára flarveru. Það er svo gaman hjá mér að strax á mánudögum er ég farin aö spá hvert ég eigi að fara um næstu helgi. Fyrsta verk dagsins var að fara suður í Hafnarfjörð og sækja jepp- ann minn en hann varð þar eftir á laugardagskvöldið. Mér datt í hug að kíkja inn í Hafnarborg í leiðinni og skoða málverkasýningu sem þar er í gangi. Því miður var sýningar- salurinn ekki opnaður fyrr en um hádegi þannig að ekkert varð úr því. Eg dreif mig þess vegna í skól- ann en ég er á öðru ári í málara- deild. Mitt líf og yndi er að mála og eiginlega vildi ég vera þar allan sólarhringinn. Það má segja að lífsmunstur mitt hafi heldur betur breyst síðan ég byijaði í skólanum aftur 1. febrúar en ég tók mér ársfrí frá honum til aö sinna öðrum málum. Ég hef slit- ið mig að mestu frá fyrirtæki mínu, Förðunarmeistaranum, enda eiga viðskipti ekki sérlega vel við mig. Mér líður mun betur í listinni enda tel ég bisnessinn vera mann- skemmandi að mörgu leyti. Ég hef t.d. aldrei viljað sjá um peninga- málin í fyrirtækinu. Það má segja að andiegt ástand mitt sé í miklu jafnvægi þessa dagana og mér líður yndislega. Ætli megi ekki segja að ég sé að gera það sem mig virkilega langar til. Samloka og súkku- laói í hádegi í hádeginu kíkti ég inn í Förðun- arskólann. Þangað hringir síminn viðstöðulaust og ég beðin að taka að mér hin ýmsu verkefni. Ég anna engan veginn öllu og hef því boðið efnilegustu nemendum mínum í skólanum verkefnin. Ekki verð ég vör við atvinnuleysi eða kreppu í þessu landi. Hádegismatur minn var síðan eins og venjulega, ein samloka og súkkulaði. Ég spjaUaði góða stund viö Þór- unni Högnadóttur, sem kennir hjá mér í Förðunarskólanum. Við töluðum um ýmislegt. Meðal þess sem bar á góma var draumur sem mig dreymdi nýlega. Mér fannst að vinkona mín hefði tekið saman við fyrrverandi eiginmann sinn en það gerðist síöan í alvörunni. Annars spjölluðum viö Þórunn aðaUega um förðun og sýningar sem eru á næstunni. Hvert einasta föstudags- kvöld fram í apríl er bókað í fórð- im, námskeið og förðunarsýningar í Reykjavík, Vestmannaeyjum eða Akureyri. Það er sama hvar á landinu ég er stödd, aUtaf leitar hugurinn til myndanna minna í MyndUstaskól- anum. Ég er sífeUt að spá í hvaða Utum ég eigi að bæta við eða hveiju ætti að breyta. Viðfangsefni mitt þessa dagana er um unga stúlku sem ég þekkti mjög vel en hún lést fyrir tveimur árum. Það hafði gíf- urleg áhrif á sálarlíf mitt og ég finn aö þaö er að brjótast út fyrst núna. Ég á oft erfitt með að tjá mig í orð- um en það reynist mér hins vegar auðveldara í verki. Tónlistin æðst lista Ég málaði tíl hálfsjö og var ein í skólastofunni síðasta klukkutím- ann. Það fannst mér mjög gott því þá gat ég hlustað á uppáhaldstón- Ustina mína. Músík skiptir mig töluverðu máU enda er ég í fiska- merki, sterk í krabba og sporö- dreka og er því mikU tilfinninga- vera. Ef ég þarf að hlusta á leiðin- lega tónUst, semmér finnst oft vera í útvarpinu, þá get ég ekki einbeitt mér við Ustina. Ég kvaldist einmitt af höfuöverk vegna þreytandi tón- Ustar hluta dagsins. Tónlistin getur líka hjálpað og það kemur fyrir að ég get alis ekki málað án hennar. Einhvem tíma las ég að tónUstin sé æðst allra Usta og ég er sam- mála því. Á leiðinni heim tók ég eftir leik- fimitöskunni í framsætinu en hún hefur verið þar óhreyfð sl. þijár vikur. Ég er aUtaf á leiðinni í eró- bikk en læt svo ekkert verða úr því. Þegar ég kom heim hitaði ég upp afganginn af lærinu frá degin- um áður og þurfti síðan að fara út aftur með förðunartöskuna í hendi. Nú þurfti ég að umbreyta stúlku fyrir þátt í Vikunni sem nefnist Stakkaskipti. Þar breyti ég ungum venjulegum stúlkum í heimsdöm- ur. Mér til hjálpar er hárgreiðslu- dama og ljósmyndari. Það var Gústi sem tók myndimar en hann er mikiU Ustamaður. Við vomm að fram á miönætti en þá komst ég loks heim. Sem betur fer er ég með au pair heimilisaðstoð, annars væri þetta ekki hægt. Það voru aU- ir sofnaðir þegar ég kom heim og ég sjálf dauðþreytt þó ég yrði aö ná mér niöur eftir spennu kvölds- ins. Ég fór því í heitt bað og hlust- aði á ljúfa tónUst áður en ég lagðist til svefns þennan viðburðaríka dag,“ segir Lína Rut Karlsdóttir. -ELA Kæru vinir og félagar. Úr þvf að það lítur út fyrir að ég hafi gleymt ræöunni, sem ég var búin að skrifa heima, vona ég aö þið sýnið þolin- mæði og skilning... Nafn: Heimilisfang: Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: ELTA útvarps- vekjaraklukka að verðmæti kr. 5.450 frá versluninni Tón- veri, Garðastræti 2, Reykja- vík. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækumar, sem eru í verð- laun, heita: 58 mínútur, Víghöfði, Sonur Ottós, Kolstakkur og Leik- maðurinn. Bækumar era gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 193 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað nítugustu og fyrstu getraun reyndust vera: f 1. Alma Rún Rúnars- dóttir Strandgötu 3, 735 Eskifirði 2. Sigríður Vilhjálmsdóttir Urðarteigi 25, 740 Neskaupstað. Vinningamir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.