Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Síða 25
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR1993 25 Stóru bifreiðaframleiöendumir í Japan hafa lengi verið í stóru hlutverki í knattspyrnunni. Til þessa hafa lið Toyota, Mazda, Mitsubishi, Nissan og Honda öil leikið í l deild og öll nema Honda munu standa á bak við lið í J- deödinni. Liö Mitsubishi heitir Urawa Red Diamonds, Mazda er með Sanfrecce Hiroshima og Nissan sér um Yokohama Marin- os, nýkrýnda Asíumeistara bik- arhafa. Honda liafnaöi sæti i J- deildinni og missti við þaö alla sína bestu leikmenn. Borgarbúar heimtuðulið Toyota stendur á bak við liö Grampus Eight og þaö bar áður nafn fyrirtækisins. Slíkt er nú ekki að vera með í deildinni en þa undirrituðu 100 þús. borgarbúar áskorunarbréf til fyrirtæksins þar sem þeir krijfðust þess að atvinnul- ið yrði í Nagoya-borg! Toyota lætur 400 milljónir Toyota greiðir rumar 400 milii- ónír króna til Grampus Eight á ári og sér meö því: um öll laun leikmanna ásamt ýmsum öðrum rekstrarkostnaðL Gary Ldneker er á sérsamningi hjá fýrirtækinu en að öðru leyti ætlar það ekki að nota knattspymuliðiö sér til framdráttar á auglýsingasviðinu. Iineker í Hvalaliðinu „Grampus“ í nafni hins nýja félags Gary Linekers í Japan þýð- ir „hvalur". Sagan segir að risa-: hvalur hafi eitt sinn bjargaö borginni Nagoya, þegar mikUl eldsvoði ógnaði henni, meö þvi aö sprauta yíir hana vatni. Á þaki Nagoya-kastala gefur að líta gullna hvali sem herstjórinn Tok- ugawa lét setja upp árið 1609. Bráðabani notaður Jafntefli veröa ekki á dagskrá í J-deildinni. Ef staðan er jöfn að loknum venjulegum leiktíma verð- ur bráöabani - spilað þar til annaö liöiö skorar. Þó ekki lengur en í 2x15 mín. og sé þá etm jafht veröur gripið til vítaspymukeppni. Áhorfendur fjölmenna Stórleikir 1 Japan em vel sóttír af áhorfendum og þegar ítalska liðið Juventus lék tvo vináttuleiki gegn japanska landsliöinu sáu 60 þúsund manns hvom leik. Úr- slitaleikir innanlands eru álíka vinsælir, jafnvel leikir milii há- skólaliða hafa dregið að sér tugi þúsunda. -VS íþróttir Nýja atvinnudeildin í Japan hefst í maí: „Gamlar" stjömur í sviösljósinu - verður „J-deildin' vinsæl eða fer eins og í Bandaríkjunum? Það verður mikið um dýrðir í Jap- an þann 15. maí í vor. Þá verður leik- in fyrsta umferðin í J-deildinni, nýju atvinnudeildinni sem komið hefur verið á fót í landinu og þar munu ýmsir kunnir knattspymumenn leika listir sínar á komandi keppnis- tímabili. Þeir frægustu sem komnir era á samning hjá japönskum liðum era Gary Lineker, nýhættur fyrirliði og markakóngur enska landsliðsins, sem mun leika með Nagoya Grampus Eight, brasilíski snillingurinn Zico og Þjóðverjinn Pierre Littbarski, sem er í þann veginn að ganga frá samn- ingi við JR East Furukawa. Vafalítið verður Lineker mest í sviðs- ljósinu enda er þar á ferð einn mesti markaskorari heims undanfarin ár auk þess sem hann er annálaður fyrir prúðmennsku og góða framkomu. Jap- anir líta eflaust til hans sem tákns fyr- ir J-deildina út á við. Miklir peningar í boði Það er engin fúrða þótt menn á borð við Lineker og Littbarski kjósi að enda ferilinn í Japan. Þeir era 32 ára gamiir og gætu vafalítið leikið nokkur ár í viðbót í heimalöndum sínum en þær upphæðir sem í boði eru í „landi hinnar rísandi sólar“ eru slíkar að erfitt er að hafna, jafnvel þótt það þýði búferlaflutninga um hálfa jarðarkringluna. Lineker fær um 230 milljónir króna fyrir tveggja ára samning og Littbarski er talinn fá um 80 milljónir. Ekki slæm „eftír- laun“ það. Svipað ævintýri og í Bandaríkjunum? Japanimir hafa ekkert til sparað, þeir hafa sett mikla peninga í knatt- spymuna og ætla sér að gera deildina eina þá áhugaverðustu í heimi. Þetta minnir óneitanlega á það sem áttí sér stað í Bandaríkjunum á áttunda ára- tugnum þegar Pelé, Beckenbauer og fleiri heimsfrægar stjömur gengu til liðs við félög í bandarísku atvinnu- deildinni. Það var hins vegar dæmi sem gekk ekki upp til lengdar, sú deild stóð ekki undir sér og lognaðist út af eftir nokkur ár. Þáð sama gæti gerst í Japan. Knattspyrnan þegar orðin nokkuð vinsæl Þó eiga Japanir sennilega meiri möguleika á að láta ævintýrið ganga upp en Bandaríkjamenn á sínum tíma. Öfúgt við Bandaríki áttunda áratugarins er knattspyman þegar orðin mjög vinsæl í Japan og Japan- ir eru að byrja að láta að sér kveða á alþjóðlegum vettvangi. Þeir urðu Gary Lineker í búningi Grampus Eight frá Nagoya, að sjálfsögðu númer 10 eins og með fyrri liðum sínum. Asíumeistarar landsliða í fyrsta skipti á síðasta ári og vora þá að leika í fjögurra liða úrslitum í þeirri keppni í fyrsta skipti í sögunni. í úrshtakeppninni slógu þeir út Sam- einuðu fúrstadæmin, Norður-Kóreu- menn, írani, Kínverja og Saudi- Araba, allt þjóðir sem til þessa hafa verið hærra skrifaðar en þeir. Japanska landsliðið er talið eiga ágæta möguleika á að komast í úrslit HM í Bandaríkjunum á næsta ári og það yrði þá í fyrsta skiptí í sögunni. Sexútlendingar hjá Grampus Eight Sem sagt, Japanir eiga í dag sjálfir marga frambærilega knattspymu- menn, öfugt við Bandaríkjamenn, sem vora bara notaðir til uppfylling- ar í gömlu „NASL-deildinni“. Þeir treysta hins vegar mjög á erlendu leikmennina, það era þeir sem eiga að draga að áhorfendur og fjársterka aðila. Lineker er einn sex útlendinga hjá Grampus Eight, fjórir koma frá Brasilíu og markvörðurinn, Dirk Havenaar, er fyrram leikmaður Den Haag í Hollandi. Brasilíumennimir eru Jorginho, sem lék lengi með þar- lenda landsliðinu og þótti langbesti leikmaðurinn í Japan á síðasta tíma- bili. Garca, sem var fyrirliði toppliðs- ins Gremio í heimalandi sínu til skamms tíma, og þeir Pedro og Marcio sem era ríflega tvítugir strákar. Brasilíumenn era langfjöl- mennastir útlendinga í japönsku knattspymunni, á bilinu 50-60. Þá má nefna að með liði Shimizu leika Brasiliumennimir Toninho, fyrrum landsliðsmaður, og Mirand- inha sem lék með enska liðinu New- castle fyrir nokkram árum. Fá Japanirúrslit HM2002? Ekki skemmir fyrir Japönmn að undanfarin ár hefur úrslitaleikurinn í heimsbikarkeppni félagsliða, þar sem Evrópumeistaramir leika við Suður- Ameríkumeistarana, farið fram í Tokýo og verið vel sóttur af heima- mönnum. Ennfremur hafa þeir sótt um að fá að halda úrslit heimsmeistara- keppninnar árið 2002 og þykja liklegir kandídatar í þeirri baráttu. Kannski eiga knattspymumenn um víöa veröld eftir að fylgjast jafiiákafir með þegar Grampus Eight mætir JR East Furukawa og þeir gera nú þegar Mílanó-risamir eigast við á Ítalíu. En til þess að svo megi verða þurfa Japan- ir í framtíðinni að fá til sín bestu knatt- spymumenn heims meðan þeir era á hátindi ferils síns, ekki þegar frægðar- sól þeirra er farin að fafla og vangam- irtekniraðgrána. -VS Er Jordan farinn aö dala? Michael Jordan er í fararbroddi í stigaskorun í bandarísku NBA- deildinni á þessu keppnistímabili, rétt eins og undanfarin ár. Jordan, sem varð þrítugur á miðvikudag- inn, hefur skoraö flest stig að með- altali í leik, 32,4, og einnig á hann hæsta skorið í einum leik í vetur, 64 stig, í ,leik sem Chicago tapaöi! Þó hafa tölfræðingar tekið eftir því að snjallasti körfuknattleiks- maður heims virðist aðeins vera farinn að dala. Fyrir íjórum árum var skotnýting hans 54 prósent en hún hefur slaknað ár frá ári og í vetur er hún komin niður í 48 pró- sent. Rodmanbestur ífráköstunum Dennis Rodman hjá Detroit er konungur frákastanna í vetur. Hann hefúr tekið 19,3 fráköst að meðaltali í leik og á einnig metið í einiun leik á tímabilinu, 27 frá- köst. Horace Grant hjá Chicago Bulls hefur tekið flest sóknarfráköst í vetur, 230 talsins, en Charles Bar- kley hjá Phoenix hefúr hins vegar tekið flest í einum leik, eða 12. Hakeem Olajuwon hjá Houston hefur tekið flest vamarfráköst samtals, 467, en Patrick Ewing hjá New York hefur tekið flest í einum leik, 22. Stockman á flestar stoðsendingar John Stockton hjá Utah á flestar stoðsendingar á samherja sína. Hann hefúr átt 12,5 aö meðaltali í leik og á einnig metið í einum leik, 22 stykki. David Robinson hjá SA Spurs og Hakeem Olajuwon hjá Houston hafa „blokkeraö" flest skot 1 einum leik, 10 hvor. Mark Price hjá Cleveland er sem fyrr langbesta vítaskytta NBA- deildarinnar. Price hefiír tekið 200 víti í vetur og hitt úr 190, sem gerir 95 prósenta hittni. Betra getur það vart verið. -SV/VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.