Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Qupperneq 27
26 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993. Kristján Jóhannsson á Metropolitan í kvöld: ' I - segir söngvarinn en gamall draumur hans er að rætast í kvöld (jll/.'cpft 'i’. I <r< cNello Santi í'abnzio Melano Sci'Ib'uiihr: V.'/Áo I:rÍirerio tíuu- IV'ujn/r: Francu Squarciapino l.iijbtifhi Divufth’r: Cill W ecbsloi' ! i.oxura Apnle Millo AZUCHN \ Dolora Zaju k ^'IdCO Knstjan Johannsson 111 CL \ \ \ iadimir Chernov HHKR.wi h ) Jeflrev \\ eils !N1 CZ Jane Slu: uilis Rl IZ MHSSKXUHR Í >1.1 JGVPSV bharles Anthonv ArthurApv " lAtri'v Brandes Kristján Jóhannsson stórsöngvari fyrir utan Metropolitan-óperuna i New York. Eins og sjá má á töflunni er þaö Islendingurinn sjálfur sem fer með eitt aðalhlutverkiö i óperu kvöldsins. Kristján hefur alltaf stefnt á þennan rlsa óperuheimsins. DV-myndir Anna T. Pálmadóttir Anna T. Pálmadóttir, DV, New Yorlc Kristján Jóhannsson söngvari mun í kvöld standa á sviði Metropolitan- óperunnar frægu í New York og syngja aðalhlutverkið í II Trovatore. Hann og meðsöngvarar hans á svið- inu eru taldir ijóminn af óperu- söngvurum samtímans. „Við erum þær stjörnur sem í dag skína skæ- rast,“ segir Kristján sjáífur. Þessi viðburður hefur vakið ómælda athygh í óperuheiminum. Hans hefur verið beðið með eftir- væntingu og þegar er löngu orðið uppselt á allar þær sýningar sem Kristján tekur þátt í við Metropolit- an- ópenrna. í viðtah við blaðamann DV í New Yerk sagðist Kristján Jóhannsson vera fullur af tilhlökkun. Þegar hann var spurður hvort sú tilfinning væri kvíöablandin svaraði hann: „Kvíða? Nei, svo sannarlega ekki. Ég kann hlutverkið út og inn og veit að ég fer vel með það. Svo þekki ég stjómand- ann mjög vel og hef auk þess sungið með öhurn söngvurunum áður. Þeg- ar svona hátt er komið þekkjast alUr - það em svo fáir í A-liðinu.“ MetropoUtan-óperan er stórglæsi- legt hús sem tekur tæplega íjögur þúsund manns í sæti, helmingi fleiri en Scala-óperuhúsið í Mílanó. Að sögn Kristjáns skipa MetropoUtan, Scala, Vínaróperan og Covent Gard- en í London virðingarmestu sætin á þessu sviði. Sögðu hann gott „efni'' Kristján Jóhannsson söng starfsár- iö 1986-87 með New York City óper- unni, sem er til húsa á vinstri hönd við MetropoUtan, en nokkmm flokk- um neðar að gæöum og virðingu. Þá lét Kristján sig dreyma um að þenja raddböndin fyrir fullu næsta húsi. Um stund gældi hann við hugmynd- ina en ákvað svo að prufusyngja fyr- ir þessa nágranna sína. „Þeir vom svo sem ekkert yfir sig hrifnir," segir Kristján. „Sögðu þó aö ég væri gott efni. Þá var ég „efni“, sjáðu til. Þetta er því stór sigur fyrir mig, jafn stór og Scala var á sínum tíma.“ Þakkláturfyrir athyglina heima Krislján Jóhannsson söng síðast á íslandi fyrir sjö árum. Hann segist vera mjög þakklátur fyrir það hversu íslendingar hafi fylgst með ferlinum. Einkum væri þaö Stöð 2 að þakka enda hafi stöðin sent menn til aö fylgjast með Kristjáni til ítaUu, Vín- ar, Chicago og nú til New York. „ís- lendingar gerðu sér ekki grein fyrir þessum heimi. Menn héldu Konung- legu í Kaupmannahöfn og Ópemna í Osló vera topp tilverunnar. Nú hafa opnast gáttir sem gera íslendingum kleift að vita út á hvað þetta gengur. Þeir hafa komist nær mér og það er í mínum huga afar mikilvægt," sagöi Kristján. AUt frá upphafi stefndi Kristján Jóhannsson á þessa risa óperunnar. Hann tók áhættu, var frakkur og, sem raún ber vitni, gekk aUt upp. LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993. 39 Kristján hefur alltaf stefnt á toppinn - segir Jóhann Már Jóhannsson, bróðir stórsöngvarans, sem aetlar að fylgjast með honum í huganum í kvöld Jóhann Már segist aldrei hafa séö Kristján á sviði úti i hinum stóra heimi en móðir þeirra og tvær systur ætla aö sjá hann í Metropolitian í kvöld. Fiölskylda Kristjáns er miMl söng- „Því miður erum við ekki svo vel sett, launalega séð, að geta séð Krist- ján á sviðinu í MetropoUtan í kvöld. Ég læt mig ekki einu sinni dreyma um slíkt. Hins vegar fóru móðir mín, tvær systur okkar og tengdaforeldr- ar hans utan og ætla að hlýöa á hann,“ sagði Jóhann Már Jóhanns- son, bróðir Kristjáns, í samtaU við helgarblaðið. Jóhann er bóndi í Skagafirðinum og á því ekki auðveld- lega heimangengt frá búskapnum. „Kristján er búinn að syngja svo mikið í stórum húsum að það væri að æra óstöðugan að ætla að elta hann um heiminn. Hins vegar er það auðvitað stórkostlegt að fá aö sitja í þessu risastóra óperuhúsi í kvöld og hlýða á Kristján syngja,“ sagði Jó- hann. Hann hefur aðeins einu sinni séð Kristján syngja á sviði og það var í Þjóðleikhúsinu fyrir löngu. „Ég hef ekki mikla trú á að ég eigi eftir að sitja í stóru óperuhúsunum úti í heimi úr þessu,“ bætti hann við. Talað er um að MetropoUtan- óperan í New York sé risinn í óperu- heiminum. Jóhann segir að fjöl- skyldan sé afar stolt af Kristjáni og muni fylgjast með kvöldinu með til- hlökkun. „Það er orðið svo langt síð- an maður sá hvert stefni þannig aö ég er tiltölulega rólegur yfir þessu. Mér þykir hins vegar eins og frægöin sé nýuppgötvuð hér á landi. Þessi mikla umræða kom eiginlega í kjöl- far þess að Kristján söng í Chicago. Það er langt síðan stráksi sagöi sjálf- ur að hverju stefndi en það þóttu bara drýgindi. Nú er þetta að koma smám saman í ljós. Kristján hefur aUtaf stefnt á toppinn,“ segir hann. Með afburðarödd „Mér finnst oft of mikið gert úr miklum dugnaði og sjálfsáUti þegar sérfræðingar eru spurðir af hveiju Kristján hafi náð svona langt. Hann hefði ekkert komist nema vegna þess að hann hefur afburðarödd. Þó menn séu duglegir og hafi trú á sjálfum sér nægir það ekki ef enginn annar hefur sömu trú. Hann kemst þetta fyrst og fremst á einstakri rödd. Kristján veit alveg hvar hann er staddur. Söngur- inn er hans hjartans mál, hann veit aUt um óperusöng og söngvara í heiminum. Sem betur fer er hann með mikla sjálfsgagnrýni og meðvit- und og veit alveg hvar hann stendur. Það er aUtaf að sannast betur og bet- ur að Kristján fer ekki með neina þvælu.“ Jóhann segir að ekki hafi verið mikið samband mUli þeirra bræðr- anna undanfarið enda mikið að gera hjá Kristjáni. „Hann hringir öðru Hér tekur Kristján aríu fyrir utan Metropolitan í vikunni. DV-mynd Anna T. Pálmadóttir. hvoru. Mest er sambandið við yngsta bróður okkar og mömmu en Kristján kemur orðið mjög sjaldan hingað til lands.“ Síðasta vígið fellur Jóhann segir að síðasta vigi Krist- jáns faUi í kvöld er hann syngur á MetropoUtan. „Þetta er punkturinn yfir i-ið. Nú hefur hann sungið í öU- um stærstu og virtustu óperuhúsum heimsins. Kristján hefur komist svona langt á eigin dugnaði. “ fjölskylda eins og kemur fram í graf- inu hér viö hhðina. Jóhann Már hef- ur verið vinsæU söngvari hér á landi og sungið víða um land. Hann hefur gefið út tvær hljómplötur sem selst hafa vel. Faðir þeirra bræðra, Jó- hann Konráðsson, var einnig mikiU söngvari en hann lést árið 1982 í Skotlandi. Hann var þá í ferð tíl að hlýða á son sinn syngja í óperuhús- inu Opera North. Jóhann segir að söngurinn hafi fylgt fjölskyldunni. „Þetta er eins og með svipmót og annað, einungis erfðaþáttur.“ Svo skemmtílega viU til að Jóhann hefur verið beðinn að syngja í New York næsta sumar þó samningar þess efnis séu ekki frágengnir. „Ég söng á ferðamálaráðstefnu á Akur- eyri í fyrra þar sem voru ferðamála- sérfræðingar frá yfir þijátíu löndum. Eftir að ég hafði sungið kom til mín bandarískur maður og spurði hvort ég vUdi koma og syngja á sumarhátíð í New York. Síðan hef ég fengið nokk- ur bréf frá honum. Ég býst við að ég muni hafa gaman af ef úr því verð- ur.“ Hln söngelska fjölskylda Krlstjáns Jóhannssonar óperusöngvara W vlife ' ^ Magnús Jónsson. Einn þekktasti óperusöngvari íslendinga í seinni tíð. Söng við Konunglegu óperuna í Kaupmannahöfn 1957-66. 'f||| fm .** ^’jSj Agnes Oddgeirsdóttir. Lét sér nægja að syngja við heimilisstörfin Hákon Oddgeirsson. Var ein- k | söngvari Fóstbræðra, söng með / ^ ■ýjpj. Pólýfónkórnum, Þjóðleikhúskórn- um, með Tígulkvartettinum og í óperum hjá Þjóðleikhúsinu og L íslensku óperunni. Jóna Fanney Svavarsdóttir. Varð í þriðja sæti (slandsmótsins .Hefur víða sunoið einsöno oo er í karaoke sem haldið var nú einsönnvari Karlakórs Bólstaðar- w, JSL fyrir skömmu. 139 mm,m Stefán Birgisson. Hefur m.a. sungið með kvintettinum Galgopar og stundar söngnám við Tónlistar- skóla Eyjafjarðar Örn Viðar Birgisson. Hefur verið einsöngvari með Karlakórnum Geysi og Fóstbræðrum og söng eitt aðalhlutverkið í Ástardrykknum í uppsetningu Tónlistarskóla Akureyrarnú fyrir skömmu. Anna María Jóhannsdóttir. Söng viða á skemmtunum, söng með Gígjunum, með Ingimar Eydal og fleiri hljómsveitum. Söng inn á plötu með Ftagnari Bjarnasyni. Heiða Hrönn Jóhannsdóttir. Söng víða á skemmtunum með systur sinni og syngur i kirkjukór I sinni sveit. Fanney Oddgeirsdóttir Söng mikið með Kantötukór'Akureyrar og með Gígjunum. Jóhann Konráðsson. Þekktur ein- söngvari m.a. með Karlakór Akur- eyrar og Geysi og söng með Smárakvartettinum. CD IDV Stend ekki í skugganum Jóhann segist aldrei hafa gengið með í maganum að ná á toppinn eins og bróðirinn. „Við vorum báðir í kór og fórum í söngtíma hjá Sigurði De- metz. Síðan þróaðist þetta hjá mér, fyrst sem einsöngur með kór en síðan einsöngur á skemmtxmum. Ég hef ekki haft meiri metnað í þessu en svo að gera bara eins vel og ég get hveiju sinni.“ Hann segist alls ekki standa í skugganum af Kristjáni enda eigi þeir sinn aödáendahópinn hvor. „Það er vissulega aUtaf verið að bera okkur saman. Mér er þó varla verri grikkur gerður en þegar ég er kom- inn á svið og það er farið að lesa upp að ég sé bróöir Kristjáns Jóhanns- sonar. Það er þó kannski ekki óeðli- legt að slíkt sé gert,“ segir Jóhann. Söngelska fjölskyldan Þriðji ættliðurinn í fjölskyldunni virðist ætla að erfa sönghæfileika því þegar er farið aö bera á þeim. „Elsta systir mín, Heiða, á tvo syni sem eru mikiö í söng og hafa fallegar raddir. Einnig á Svavar, bróðir minn, dóttur sem er í söngnámi og þykir efnileg. Hún náði þriðja sæti í karaoke- keppni í Danshúsinu í Glæsibæ. Reyndar fannst mér hún best. Dóttir mín var að syngja á fimmtudags- kvöldið var í söngkeppni framhalds- skóla þannig að maður veit aldrei hvað verður. Krisfján kom síðast norður sl. vor en þá var móðir hans, Fanney Odd- geirsdóttir, sem er 75 ára, alvarlega veik og barðist viö lungnasjúkdóm. „Hún þurfti á tímabili aö ganga með súrefniskút en hefur náð sér ótrúlega vel og það er kraftaverk að hún gat farið til New York núna,“ útskýrir Jóhann. „Mamma hefur farið oft áð- ur bæði til Ítalíu og annarra landa til að hlusta á Kristján. Hún var í Scala þegar Kristján söng þar fyrst. Fjölskyldan stendur alltaf með Kristjáni í huganum og fylgist með honum. Við erum ákaflega stolt af því sem hann er að gera.“ -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.