Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1993, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 4. MARS 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Undirmáls-yfirstétt Svartsýni hefur náö tökum á hugum þjóöa um alla Vestur-Evrópu, þar á meðal íslendinga. Hún mælist meðal annars í skoðanakönnunum, sem sýna, að fólk er ekki sátt við foringja sína, býst ekki við neinu góðu af þeirra hálfu og gerir sér litlar framtíðarvonir. Atakavilji fólks er lamaður. Ráðamenn fyrirtækja draga saman seghn og leggja ekki í ný verkefni. Þess vegna eykst atvinnuleysi á íslandi og festist í sessi um alla Vestur-Evrópu. Ráðamenn þjóða sjá vandamál Jirannast upp án þess að þeir hafi mátt til gagnsóknar. Bretar eru dæmigerðir. í skoðanakönnunum segist nærri helmingur þjóðarinnar mundu flytjast úr landi, ef hann ætti þess kost. Krúna og kirkja hafa glatað virð- ingu. Og undirmálsmaðurinn John Major hefur leyst jámfrúna Margaret Thatcher af hólmi í pólitíkinni. Fríverzlunarmálin í tollaklúbbnum GATT eru líka dæmigerð. Allur þorri hagfróðra manna veit, að lækkun tolla og annarra múra í alþjóðaviðskiptum bætir hag allra og mest þeirrar þjóðar, sem tohana lækkar. Samt er viðskiptastríð í uppsighngu nnlli Vesturlanda. Undirmálsmenn stjómmálanna eyða tíma sínum í að fylgjast með gengi sínu í skoðanakönnunum og 1 að mæla hávaða í þrýstihópum, sem ráðast að almanna- hagsmunum og koma í veg fyrir, að lífskjör innlendra neytenda séu bætt með því að rjúfa tohmúrana. Við stýri þjóðarskútanna sofa undirmálsmenn á borð við bandarísku forsetana George Bush og Bill Chnton og evrópsku forsætisráðherrana John Major og Helmut Kohl, svo og franska forsetann Francois Mitterrand. Veður og vindar hðandi stundar ráða ferð þeirra allra. Þeir svara með sjónhverfingum, er heh Evrópuþjóð trylhst svo af sagnarugli sínu, að hún fremur lang- verstu stríðsglæpi álfunnar á síðustu hálfri öld. Þeir láta Serba að mestu óáreitta, gráa fyrir járnum, en neita fómardýrum þeirra um vopn og hernaðarstuðning. Svokahaðir sáttasemjarar, Cyrus Vance og David Owen, flytja tihögur, sem margfalda vegalengd landa- mæra Serba og verðlauna stríðsglæpi þeirra. Og Atl- antshafsbandalagið hefur greinilega fengið hægt andlát í djúpum svefni, þótt eldar brenni við mæri þess. íslendingum er líka stjómað af undirmálsmönnum, en munurinn er sá, að þeir fara með óhófsvöld. Við búum við ráðherralýðræði í þéttu kófi reglugerða. Valdamikhr ráðamenn okkar hafa reynzt ófærir um að stjórna sjálfum sér og hvað þá að leiða heha þjóð. Ef stöðvað væri peningabrennslukerfið, sem ráðherr- ar starfrækja í félagi við banka- og sjóðastjóra, væm meira en nógir peningar th í þessu landi. Ef stöðvað væri styrkjakerfið og innflutningsbannið í landbúnaði, mundu hfskjör almennings snögglega stórbatna. Misheppnaðir ráðamenn sjá þá leið eina að láta al- menning og fyrirtæki herða sultaról í sífehu, en hafa ekki áræði th að skera brott meinsemdir kerfisins th að losa þjóðina úr viðjum og færa henni fé og kjark til að takast á við óþrjótandi framtíðarverkefni. Vestrænir undirmálsleiðtogar horfa stjarfir á sókn Serba gegn vestrænni siðmenningu og sókn sérhags- muna gegn vestrænni fríverzlun. íslenzkir undirmáls- leiðtogar horfa stjarfir á verðmætabrennslu í sukki pen- ingastofnana og í vemdun gæludýra atvinnuhfsins. Kreppan okkar stafar ekki af fiskheysi, heldur af hugmyndagjaldþroti hinnar úr sér gengnu póhtísku yf- irstéttar, bæði hér heima og í nágrannalöndunum. Jónas Kristjánsson „En langan samdrátt og lækkun veða í verðgildi, ekki síst húseigna, var erfitt að sjá fyrir,“ segir m.a. í grein Guðmundar. Bankar í vanda í kjölfar þess samdráttar sem ríkt hefur í efnahagslífi helstu iönríkja hafa bankar lent í miklum vanda ekki síður en fyrirtæki í atvinnu- rekstri. í Bandaríkjunum, Japan, Bretlandi og Skandinavíu er vandi bankanna áberandi 1 efnahagslíf- inu. Ástæður eru margar. Til sögunn- ar nefna menn ógætilega lána- stefnu á síðari hluta níunda áratug- arins þegar uppsveifla var og bjart- sýni ríkti. Mismunandi aðstæður í Bandaríkjunum virðist reyndar uppsveifla vera að fara af stað í efnahagslífi þótt mönnum gangi illa að fóta sig á orsökum hennar eða hve lengi hún muni standa. En eixunitt þar hefur verið spáð öldu lokunar banka á næstu mán- uðum. Á níunda áratugnum var yflr 1000 bönkum lokað í Bandaríkjunum. Á árinu 1991 lokuðu yfirvöld nær 130 bönkum vegna þess að þeir náðu ekki að uppfylla nýjar kröfur um eigið fé. Alitið er að flölmargir bankar Bandaríkjanna standi veikt og á næstu flmm árum kunni um 1000 bankar að hætta starfsemi til viðbótar. í japan eiga bankar í miklum erf- iðleikum. Þeir fjármögnuðu gífur- legar fjárfestingar Japana erlendis á niunda áratugnum með langtíma lánum en hafa sjálfir tekið skamm- tímalán. Fjárstreymisvandi er því mikili. Japanskir bankar veröa í miklum mæli að treysta á skamm- tímafjármagnsmarkaði. Aðeins sex japanskir bankar geta nú tekið lán á Evrópumarkaði án þess að greiða álag á vexti. Sést hafa ágiskanir tim Guðmundur G. Þórarinsson varaformaður Verkfræðingafélags íslands að japanskir bankar séu með um 60 trilljónir jena í vafasömum út- lánum. Eiginíjárstaða þeirra flestra er þó sterk en reiðuíjárstaða erfiö. íslendingar hafa haft stöðugar fréttir í flölmiðlum af stöðu mála hjá Sjóvinnubankanum í Færeyj- rnn. Norðurlöndin hafa ekki farið varhluta af þessum erfiöleikum. í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi er mikið íjallað um með hverjum hætti megi bæta stöðu bankanna. Þessi þrjú lönd hafa á sl. þrem árum variö 16 milljörðum dollara eða um 1050 milljörðum ísl. króna til bjargar bönkunum. Þetta fé kemur frá skattborgurunum og enn er ekki séö fyrir að þetta mikla fé dugi. Eins og víðar hefur sam- drátturinn á Norðurlöndum breytt útlánum síðustu ára í vafasamar skuldir. Veðin hafa hrunið. Veðin hrynja Það er auðvelt eftir á að segja að bankar hafi lánað ógætilega. En langan samdrátt og lækkun veða í verðgildi, ekki síst húseigna, var erfitt að sjá fyrir. Víðast hvar í iðnríkjunum ef Þýskaland er undanskilið hafa húseignir mjög fallið í veröi. Á níunda áratugnum hækkuðu hús- eignir mjög í verði á mismunandi tímum í mismunandi löndum. Jafnvel um 20-30% á einu ári. Nú hefur verð slíkra eigna fallið um fjórðung og má nefna London, Toronto og Sidney sem dæmi. Allt í einu eru lánin illa tryggð. Allt í einu er eigið fé fyrirtækja og einstaklinga stórlega skert. Guðmundur G. Þórarinsson „Eins og víðar hefur samdrátturinn á Norðurlöndum breytt útlánum síðustu ára í vafasamar skuldir. Veðin hafa hrunið.“ Skoðanir annarra Rekstur Herjólfsferju „Vestmannaeyingar eru orðnir langþreyttir á þeim vandræðagangi sem er á rekstri feijunnar og þeim erfiöleikum sem af verkfallinu stafa. . . Full- trúar stéttarfélags sjómanna hafa magnað ófriðinn með því að mæla vitleysunni bót og sjá engar út- gönguleiðir. En tveir verkfallsmenn með 260 þús. kr. mánaðarlaun halda heilu byggðarlagi í einangrun og veldur uppsögnum skipsfélaga sinna. Þessi kjara- deila er kjánaleg og siðlaus og grófleg misbeiting á verkfallsréttinum . . .“ LeiðariíTímanum27.febr. Breytingar á landbúnaðarstef nu „Bændur hafa vissulega sýnt vaxandi skilning á nauðsyn þess að taka upp breytta starfshætti á und- anfömumárum . . . Ræða Halldórs Blöndals er vís- bending um að landbúnaöarráðherra sé reiðubúinn til að taka forystu fyrir nýrri og raunsærri stefnu- mörkun í landbúnaðarmálum, þar sem tekið er tillit til hagsmuna bænda en ekki síður til hagsmuna neytenda og skattgreiðenda." Leiðari í Mbl. 3. mars. Stikur á hálendið „Það er Vegagerðin, sem sér um aö stika íslenska vegi, og menn hljóta að gera þ| kröfu að þær leiðir séu best stikaðar sem mest þurfa á því að halda. Þess vegna er það ekki nema sanngjöm krafa að hálendisslóðir verði stikaðar þannig að stikumar nýtist fjallajeppum sem era þar á ferð á dimmum vetrarkvöldum og -nóttum. Ef vel ætti að vera þyrfti að stika víöar, svo sem á jöklum, en það færist í vöxt að fjallajeppar fari í jöklaferðir . . .“ Garri í Timanum 3. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.