Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1993, Page 19
FIMMTUDAGUR 4. MARS 1993
31
Iþróttir
mdknattleik:
fldngs
rhorn
rmannl, 20-20
en staðan í leikliléi var 13-12 Stjömunni
í vil. Þegar 8 mínútur voru eftir hafði
Stjaman yfir, 17-16, en þá fór allt í bak-
lás hjá Fram og Stjaman gerði þrjú síð-
ustu mörkin. Ragnheiður Stephensen og
Guðný Gunnsteinsdóttir vom áberandi
í hði Stjömunnar en í liði Fram vom
Margrét Blöndal og Ósk Víðisdóttir
sprækar.
Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður 7,
Guðný 6, Sigrún 4, Una 1, Margrét 1,
Ingibjörg A. 1.
Mörk Fram: Margrét 4, Ósk 4, Díana
2, Hafdís 2, Þórunn 1, Ólafía 1, Steinunn
1, Kristín Þ. 1.
KR lagði Fylki
KR vann ömggan sigur á Fylki í Austur-
bergi, 20-23, efdr 8-11 í hálfleik. Rut
Baldursdóttir átti bestan leik Fylkis-
stúlkna en Sigurlaug var best hjá KR.
Mörk Fylkis: Rut 9, Anna E. 4, Haha
3, Eva 2, Guðný 1, Anna H. 1.
Mörk KR: Sigurlaug 8, Sigríöur 6, Nehý
4, Anna 2, Laufey 2, Brynja 1.
Staðan
Leik Vals og ÍBV var ffestað þar sem
Eyjastúlkur komust ekki í land. Staðan
þegar tveimur umferðum er ólokið auk
leikja ÍBV við FH og Val:
Víkingur.........20 18 2 0 425-311 38
Stjaman..........20 16 0 4 404-303 32
Valur............19 13 1 5 424-378 27
Grótta...........20 10 4 6 380-377 24
Fram.............20 11 0 9 348-336 22
ÍBV..............18 10 1 7 370-361 21
Selfoss..........20 10 1 9 380-383 21
KR...............20 7 2 11 346-360 16
Ármann...........20 6 2 12 394-409 14
FH...............19 6 1 12 334-391 13
Fylkir...........20 2 1 17 343-137 5
Haukar...........20 1 1 18 332-134 3
-HS/SH/VS
Konráð Olavsson, hinn nýi leikmaður Hauka, er stöðvaður af Degi Sigurðssyni, leikmanni úrvalsliðs Kristjáns Arasonar, í Kaplakrikanum í gærkvöldi.
Konráð og félagar í landsliðinu sigruðu í miklum markaleik. DV-mynd GS
Leikgleðin var í fyrirrúmi
- þegar landsliðið vann úrvalsliðið, 32-30,1 lokaleiknum fyrir HM
Islenska landshðið í handknattleik
sigraði úrvalshð Kristjáns Arasonar,
32-30, í síðasta leik landshðsins fyrir
HM sem hefst í Svíþjóð í næstu viku.
Um þúsund manns komu í Kapla-
krika og fylgdust með hröðum og á
köflum skemmtílegum leik þar sem
leikgleðin var í fyrirrúmi en leikur-
inn var til styrktar HSÍ og landshð-
inu.
Bjarki Sigurðsson var mjög spræk-
ur í landshðinu og skoraði mörg fah-
eg mörk en maður leiksins var þó
óneitanlega Patrekur Jóhannesson
sem lék með úrvalsliðinu. Hann var
í miklum ham og skoraði mörk í öh-
um regnbogans htum.
Mörk landshðsins: Bjarki Sigurðs-
son 8, Júlíus Jónasson 7/4, Valdimar
Grímsson 5, Gústaf Bjamason 3,
Gunnar Gunnarsson 3, Sigurður
Sveinsson 3/1, Sigurður Bjamason
1, Einar G. Sigurðsson 1, Gunnar
Beinteinsson 1.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkels-
son 11, Bergsveinn Bergsveinsson
11/1.
Mörk úrvalshðsins: Patrekur Jó-
hannesson 10, Páll Þórólfsson 3,
Skúh Gunnsteinsson, 3, Hahdór Ing-
ólfsson 3/1, Hálfdán Þórðarson 2,
Dagur Sigurðsson 2, Magnús Sig-
urðsson 2, Sigurður Sveinsson 1,
Guðjón Árnason 1, Jón Kristjánsson
1, Júhus Gunnarsson 1, Petr
Baumruk 1.
Varin skot: Sigmar Þröstur Óskars-
son 11/1, Ingvar Ragnarsson 2.
Siggi Sveins skotfastasti
leikmaðurinn á Islandi
Fyrir leikinn reyndu leikmenn með
sér hver væri skotfastasti leikmaöur-
inn og vora tveir lögreglumenn sem
mættu í Krikann með radarbyssu og
mældu hraða boltans um leið og
menn köstuðu honum í netið. Úrsht
komu fáum á óvart. Sigurður Sveins-
son skaut knettinum með 113 km
hraða, Júhus Gunnarsson 108, Júlíus
Jónasson 107 og þeir Patrekur Jó-
hannesson, Sigurður Sveinsson FH-
ingur og Petr Baumruk með 105 km
hraða.
-GH
i aftur á lyflaprófi?
Landsliðshópurmn eins og DV skýrði frá í gær:
annamr
nnfyrir
kannist ahs ekki við að Ben Johnson
hafi falhð á lyfjaprófi. Talsmenn IAAF
sögðust í gær forviða á frétt The Tor-
onto Star. íþróttayfirvöld í Kanada
sögðu að ef kanadískur íþróttamaður
væri fallinn á lyfjaprófi léki enginn
vafi á að þeim hefði verið sagt frá því.
Það hefði enginn gert ennþá.
Ben Johnson, sem er 31 árs, gekkst
undir lyflapróf í þrígang um miðjan
janúar. Grunsemdir um meinta lyfja-
notkun hans kviknuðu þegar hann á
síðustu stundu hætti við þátttöku á
kanadíska meistaramótinu innanhúss
19. febrúar.
Hjá IAAF er máhð vitanlega htið al-
varlegum augum og í gær var boðað
til skyndifundar hjá sambandinu á
morgun. Eftír fundinn ættí sannleiks-
ghdi fréttar The Toronto Star að hggja
fyrir. Sannist lyfjaát á Ben Johnson
verður hann sjálfkrafa dæmdur í lífst-
íðarbann og þarf ekki að hafa áhyggjur
af frekari afrekum á hlaupabrautinni.
-SK
Þátttaka landsliðsins í
HM kostar 2 milljónir
- happdrætti helsta tekjulind HSÍ fyrir keppnina
Á blaðamannafundi, sem HSÍ hélt
1 gær í höfuðstöðvum Coca Cola að
Stuðlahálsi, var tilkynnt hvaða 16
leikmenn leika fyrir hönd íslands í
heimsmeistarakeppninni í hand-
knattleik sem hefst í Svíþjóð 9. mars.
Liðið er skipað þeim leikmönnum
sem DV greindi ffá í gær og á sunnu-
dagsmorguninn heldur hðið th Sví-
þjóðar. Flogið verður th Óslóar og
þaðan ekið um 300 khómetra leið th
Gautaborgar.
Það fylgir því mikhl kostnaður að
taka þátt í svona móti og að sögn
forráðamanna HSÍ á fundinum í gær
kostar dæmiö ekki undir 2 mhljónum
og þá er ekki inni í þeirri tölu hinn
endanlegi undirbúningur hðsins fyr-
ir keppnina. Af þessu thefni stendur
HSÍ fýrir söfnun og á næstu dögum
verða 100 þúsund happdrættismiðar
sendir út tíl landsmanna.
„Við vonumst að sjálfsögðu eftir
Geir Sveinsson er fyrirliði íslenska
landsliðsins sem tekur þátt í HM.
DV-mynd GS
góðum viðbrögðum með happdrætt-
ið. Annars hefur Ólafur Schram,
formaður landshðsnefndar, staðiö
sig mjög vel í að safna fé og hann
mun verða hér heima á meðan mótíð
stendur yfir og halda utan um það
sem er í gangi hvað varðar peninga-
söfnun,“ sagði Jón Ásgeirsson, for-
maður HSÍ, á fundinum í gær.
Að sögn Ólafs þá verður skrifstofa
HSÍ opin aha virka daga á meðan
HM stendur yfir og þangað geta fyrir-
tæki og almenningur hringt og heitið
á landshðið. „Þá em fyrirtaeki sem
hafa staðið vel á bak við HSÍ og má
þar nefna Coca Cola sem ætlar í
marsmánuði aö láta eina krónu af
hverjum keyptum kókhtra renna til
HSÍ og í Miklagarði getur fólk, sem
kaupir í helgarmatinn, sýnt að það
hafi greitt happdrættismiðann og
fengið andvirði miðans endurgreitt,"
sagði Ólafur Schram.
A laugardagjnn ætla landshös-
mennirnir sjálfir að standa að söfnun
fyrir HSÍ með hlutaveltu sem verður
haldiníBorgarkringlunni. -GH
verulega á forskot Aston Villa og
Manchester United í 1. deild
ensku knattspymunnar I gær-
kvöldi en þá raátti hðið sætta sig
við 1-1 jafntefli gegn Arsenal.
Ruel Fox kom Norwich yfir en
lan Wright jafnaði fyrir Arsenal,
8 mínútum fyrir leikslok.
Úrsht i Englandi í gærkvöldi:
Úrvalsdeild:
Coventry - Sheílield Wed...1-0
Everton -Blackbum..........2-1
Norwích - Arsenal..........1-1
Nott.Forest - CrRalace.....1-1
1. deild:
Derby - Cambridge..........0-0
2. deild:
Huddersfield - Brighton....1-2
Micky Gynn skoraði sigurmark
Coventry gegn Sheffleld Wed.
David May kom Blackburn yflr
Tony Cottee skoraði sigurmark
Everton.
Gareth Southgate skoraði fyrir
Crystal Palace en Roy Keanejafn-
aði mínútu síöar fyrir Forest.
Aston Viha er efst með 59 stig,
Manchester United er með 57,
Norwich 53, Sheffield Wed. 46 og
Coventry 46. Við botninn eru
Crystal Paiace með 35 stig, Shef-
field United með 34, Middlesbro-
ugh 33, Forest 32 og Oldham 28