Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1993, Side 27
FIMMTUDAGUR 4. MARS1993
Menning
Komið og sjáið
Ungir leikarar, sem hafa lært erlendis, hafa ekki
sömu möguleika og nemendur Leiklistarskólans til að
koma sér á framfæri við námslok. Á sýningum Nem-
endaleikhússins kynnast áhorfendur tilvonandi leik-
urum og forráðamenn leikhúsa og -hópa geta spáð í
talent þeirra.
En þau sem koma heim að loknu námi þurfa að
hafa annan hátt á.
Ásdis Þórhallsdóttir stundaði nám í leikstjórn í St.
Pétursborg og Moskvu, Jóhann Jónas útskrifaðist frá
leiklistarskóla í Boston og Vilhjálmur Hjálmarsson í
London þannig aö ætla má að í menntun þeirra mæt-
ist ólíkir straumar og mismunandi áherslur. Spenn-
andi kokkteill.
Þau standa saman að sýningu undir yfirskriftinni
Þrusk. Dagskráin skiptist í þrjá hluta og ber merki
þeirrar viðleitni að hvert þeirra fái nokkuð við sitt
hæfi út úr framtakinu. í fyrri hlutanum flytja þau
Jóhanna og Vilhjálmur hvort sína einræðuna og í
seinni hlutanum leika þau saman atriði úr Galdra-
Lofti.
Ásdís skrifar handrit og leikstýrir. Textinn í fyrsta
atriðinu, Glettingu, er fenginn úr ýmsum áttum;
khpptur saman þannig að inntak hútanna rímar sam-
an og öölast jafnvel nýtt líf í þessu samhengi. Textinn
er grimmur og ógnandi; „þula gegn illsku og hatri“.
Þetta eintal reynir töluvert á flytjandann og Jóhanna
gerir sitt besta til að dramatísera með sterkum áhersl-
um í flutningi.
Sjálfur textinn vakti tæpast forvitni. Það sterkasta í
þessum þætti var sviðsetningin í upphafi þar sem sof-
andi vera húkir á stól fyrir framan sjónvarpið, þar sem
stutt ofbeldisatriði úr ýmsum áttum líða yfir skjáinn.
Þörf áminning og sniðug innkoma.
í galleríinu fyrir ofan Sólon íslandus eru góðir andar
þó að aðstaðan sé með frumstæðasta móti. Umferðam-
iðurinn herst inn um glugga eins og óundirbúin leik-
hljóð og bílljós flögra inn í sjónsviðið öðm hveiju. En
þetta varð bara hluti af sýningumú og ekki frítt við
að þessi óvæntu innskot gæfu henni svolítinn sjarma.
Vilhjálmur flutti líka einræðu, texta eftir Tsjekov,
skörulega en án þess að taka reglulega sannfærandi
á. Hann er raddsterkur og skýrmæltur en leyfði sér
ekki stórar slaufur í innlifun og tjáningu.
Leiklist
Auður Eydal
í þriðja hluta sýningarinnar var nokkrum atriðum
úr Galdra-Lofti skeytt saman þannig að sæmileg mynd
fékkst af samskiptum þeirra Steinunnar og Lofts þó
að varla sé von til þess að dramaö fái notið sín í þess-
um smábrotum. Jóhönnu tókst samt ágætlega að túlka
Steinunni, sérstaklega í upphafi, meðan hún á enn til
von og hlýju. Samleikur þeirra Vilhjálms var betri í
byrjunaratriðunum þó að hann væri fremur til hlés
og tækist ekki fyllilega að gera Loft sannfærandi í
þeirra túlkunaraðferð sem vahn var. Þetta varð enn
meira áberandi þegar á leið.
En hvað um það. Þetta var röggsamleg aðferð þriggja
ungra hstamanna til að kynna sig og ná th áhorfenda
og lýsir töluverðum metnaði sem er hið besta vega-
nesti í heimi hstanna.
Leynileikhúsið sýnir á Sólon Islandus:
Þrusk
Handrit byggt á textum ettir Shakespeare, Stein Steinarr,
Tsjekov, Jóhann Sigurjónsson o.fl.: Ásdis Þórhallsdóttir
Leikstjóri: Ásdis Þórhallsdóttir
Leikarar: Jóhanna Jónas og Vilhjálmur Hjálmarsson
Góð sýning við Sund
Leikfélag Menntaskólans við Sund ber nafnið Thal-
ía, hvorki meira né minna. Það má segja að félagið
standi ágætlega undir þessari göfugu nafngift þvi að
uppfærsla nemenda M.S. á Draumi á Jónsmessunótt
hefur tekist með ágætum miðað við aðstæður og
reynslu (-leysi) þátttakenda.
Þórarinn Eyfjörð leikstjóri beislar þama stóran hóp
af ungum fullhugum, leyfir þeim að geisla af leikgleði
og æskuþokka, en heldur engu að síður um taumana
og stýrir flörinu í réttan farveg.
Það er ekkert nýtt að helsti agnúinn á skólasýningu
sem þessari sé framsögnin en hún var dáiítið misjöfn
hjá leikendum sem áttu það til sumir að flýta sér um
of við að koma textanum frá sér.
Þetta var þó ekki einhlítt og flestir leikendur í stærri
hlútverkum komust þokkalega frá flutningi hins leiftr-
andi texta Helga Hálfdanarsonar. Og sumir vom rösk-
legir og skýrmæltir svo af bar.
Leikrýmið er í forsal skólans og eins og í mörgum
fyrri sýningum em stigi og stigapahur nýttir af hug-
kvæmni við sviðsetningu leikritsins. Með lágmarks
tilfæringum og vel útfærðri lýsingu tekst ótrúlega vel
að búa th umgjörð um verkið. Hönnun búninga lýsir
hugkvæmni og gefur sýningunni ævintýrablæ.
Leikendur eru fjölmargir og leika af miklu fjöri, eins
og fyrr var sagt. Stundum varð ferðin svo mikh að
manni stóð ekki alveg á sama, en allir komust þó heh-
ir í höfn. Yfirleitt var leikurinn jafn og vel unninn,
framvindan hröö og áherslur skynsamlegar. Þeir Þor-
lákur Lúðvíksson og Ármann Ármannsson gerðu
mikla lukku sem Bokki og Spóli og Bogi Örn Birgisson
var prýðhegur í hlutverki Oberons.
Hljómsveitin stóö sig með miklum ágætum og músís-
Leiklist
Auður Eydal
eraði af mikhli hst. Freyr Eyjólfsson lék á gítar og
mandóhn og sá um tónhstina og auk hans léku þau
Hrafnhhdur Atladóttir á fiðlu og Tómas Eggertsson á
harmóníku. Þeim ber sérstakt hrós fyrir frammistöð-
una.
í hehd var'þetta góð sýning og leikhópnum th sóma
enda mikið í lagt. Verkefnavahð sýnir stórhug og úr-
vinnslan hefur án efa verið lærdómsrík fyrir þátttak-
endur.
Thalía, leikfélag Menntaskólans vlð Sund sýnir:
Draumur á Jónsmessunótt
Höfundur: William Shakespeare.
Þýðandi: Helgi Hálfdanarson.
Leikstjóri: Þórarinn Eyfjörð.
Ljósahönnun: Björn Bergsteinn Guðmundsson.
Leikmynd: Lilja Gunnarsdóttir.
Tónlist: Freyr Eyjólfsson.
Sviðsljós
Kirkjuhaldarar heiðraðir
Hjónin í Stærra-Árskógi, Sigurður Stefánsson og Helga Jensdóttir, voru nýlega heiðruð fyrir vel unnin störf sem
staðarhaldarar í fjóra áratugi. Formaður sóknarnefndar afhenti þeim forkunnarfagra klukku að gjöf eftir kirkjukvöld
í Stærri-Árskógskirkju. DV-mynd Heimir Kristinsson, Dalvík
Sviðsljós
Teikningar
og skúlptúr
Bjargmundur Albertsson, Snorri Magnússon, Jón Bjarnason og Stein-
grimur Gunnarsson voru á meðal gesta við opnun sýningar Guðjóns
Bjarnasonar i Hafnarborg en þar má sjá teikningar og skúlptúr eftir lista-
manninn. DV-mynd JAK
SVFR
Opið hús
Opið hús verður hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur
föstudaginn 5. mars. Húsið opnað kl. 20.30.
Dagskrá
• Svona á að veiða á maðk. Einn fremsti laxveiði-
maður landsins, Ásgeir Heiðar leiðsögumaður,
flytur erindi um maðkveiðar.
• Myndband - Lax- og silungsveiði. Sýnt verður
frá veiði í Hofsá, urriðasvæðið í Laxá í Aðaldal,
Sog, Ásgarður.
• Happdrætti, glæsilegir vinningar!
Fræðslu- og skemmtinefnd SVFR
Glæsilegir postulínsvasar
TAKMARKAÐ MAGN AF GLÆSILEGUM 1 METRA
HÁUM HANDMÁLUÐUM POSTULÍNSVÖSUM.
9 mismunandi tegundir.
Heildsöluverð, góð greiðslukjör.
FREKARI UPPLÝSINGAR HJÁ
MARCO POLO HF.
SÍMI 91-688632