Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1993, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1993, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL1993 Fréttir Vamaðarorð fyrir ákafa kortastraujara: Áttatíu þúsund króna skuld varð að milljón - sérstakt dæmi, segir Atli Öm Jónsson hjá Kreditkortum hf. „Þetta er ekki lýsandi fyrir inn- heimtumálin. Yiirleitt næst að leysa þessi mál þótt alltaf sé eitt og eitt sem ekkert gengur með,“ segir Atli Örn Jónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Kreditkorta hf. DV barst dæmi um hvemig korta- skuld við Kreditkort upp á 80 þúsund krónur varð að skuld upp á tæpa milljón og leiddi til uppboðsbeiðnar á húseign. Skuldin vatt upp á sig og á endanum var hún orðin tæplega 1240% hærri en upphaflegi höfuð- stólhnn! Vanskiladagvextir skuldarinnar hljóða upp á tæp 660 þúsund og vext- ir af kostnaðinum urðu um 180 þús- und krónur. Annar kostnaður sem hlaðist hefur utan á skuldina er til dæmis málskostnaður, virðisauka- skattur, kostnaður vegna íjárnáms og uppboðs, þinglýsingar og stimpil- gjöld. Atli Örn segir að þetta sé einstakt dæmi um vanskilamál. „Ef vanskil eru orðin 3-4 mánaða og búið er að reyna allt þá er málið sent til lögmanns. Þá er til að mynda húið að reyna að senda ábyrgðar- mönnum á tryggingavíxli bréf til að reyna að fá þá í lið með okkur viö að fá skuldarann til að greiða. Þegar máhð er komið til lögmanns er yfir- leitt strax gengið frá skuldinni ef fólk getur á annað borð horgað. Annars er máhð afgreitt með sátt og skuldin sett á skuldabréf eða því um líkt,“ segir Atli Örn. „Þetta umrædda mál er án efa mjög 80 þúsund króna skuld einstaklings hjá Kreditkortum hf. varð að tæpri milljón vegna vanskila og ítrekaðra innheimtuaðgerða. gamalt vanskhamál. Án efa er búið að setja það á skuldabréf sem síðan hefur ekki gengið og þurft að setja aftur í innheimtu og svo framvegis. Yfirleitt ganga innheimtumáhn fljótt fyrir sig svo að þetta er alveg ein- stakt dærni." -ból Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur og Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra voru á meðal gesta við athöfnina. DV-mynd ÞÖK Félag íslenska prentiönaðarins: Fimm bækur fá viðurkenningu Félag íslenska prentiðnaðarins veitti fimm bókum viðurkenningar í hófi sem efnt var til fyrir helgina. Bækurnar voru allar unnar og fram- leiddar hérlendis og höfðu að mati sérstakrar dómnefndar skarað fram úr í hönnun, prentun, bókbandi og frágangi öhum. Bækumar sem hlutu viðurkenn- ingar eru Land og synir eftir Indriða G. Þorsteinsson, Sigurðar saga Þógla en útgefandi er Stoftiun Árna Magn- ússonar, íslandslag eftir Sigurgeir Sigurjónsson, Dýraríki íslands eftir Brian Pilkington og íslenskur sögu- atlas 2 en í ritstjórn voru Árni Daní- el Júlíusson, Jón Ólafur ísberg og Helgi Skúli Kjartansson. Að auki fékk myndskreytt túlkun Brynju Baldursdóttur á Rúnaljóðum sér- stakt hrós fyrir frumlega útfærslu. -GRS Árstíð sinubrunanna hafin: Lögregla fylgist með al- gengustu brunasvæðum Árstíð sinubrunanna virðist hafin á en lögreglu og slökkvihði í Reykja- vík hefur verið tilkynnt um fjölda sinubruna undanfama daga. Nokkrum sinnum hefur verið til- kynnt um lausan eld í Fossvogsdal og einnig er algengt að kveikt sé í sinu í Elliðaárdal. Stranglega er hannað að kveikja eld í sinu innan borgarmarkanna. Oft skapast mikil hætta af sinubmna og möguleiki er á að að yngri börn lokist inni á milli elda. Lögregla mun í samvinnu við slökkvilið ætla að fylgjast með al- gengustu sinubrunasvæðunum. -ból Kjaramálin í framkvæmd Kjaraviðræður hafa nú staöið yfir í nokkra mánuði. Viðræðumar fara fram milli vinnuveitenda og verkalýðshreyfingar sem em sam- mála um að samningar geti ekki tekist nema ríkisvaldið semji. Aðil- ar vinnumarkaðarins hafa ekkert um að semja og em sammála um það. Þeir em hins vegar sammála um að samningar takist ekki nema ríkisvaldið semji um það sem aðilar vinnumarkaðarins hafa samið um að ríkisvaldið semji um. Þetta er snúið vegna þess að ríkis- valdið segir við aðila vinnumark- aðarins að þeir verði að koma sér saman rnn að semja sín í milli og ríkissjóður sé ekki aflögufær um neina samninga og enga peninga. Það eina sem ríkisstjómin getur samið um er að samið verði seinna, sem felst þá í því að samningarr takist um samninga sem komi til framkvæmda þegar aöilar vinnu- markaðarins hafa samið um að semja ekki um neitt annað en að ríkisstjómin semji einhvem tím- ann seinna. Forseti Alþýðusambandsins seg- ist orðinn afar óþolinmóður og er búinn að vera óþohnmóður í nokkrar vikur, sem er eðlilegt, því það er alltaf verið að halda samn- ingafundi þar sem það eitt er ákveðið að hittast aftur daginn eft- ir. Forsætisráðherra hefur veri spurður hvort hann sé ekki orðinn hræddur við það hvað aðilar vinnumarkaðarins séu orðnir óþol- inmóðir og Davíð segir eins og er að annaðhvort verði samið eða ekki samiö og annaðhvort hggi það fyrir á næstunni eða það hggi ekki fyrir á næstunni. Þetta er auðvitað hárrétt hjá for- sætisráðherra og skarplega athug- að eins og hans er von og vísa og þess vegna hggja samningar í loft- inu, hvort heldur samið verður um eitthvað eða ekki. Staðan er sem sagt sú að samn- ingsaðilar bíða spenntir eftir því hvort ríkisstjómin samþykki að semja og samningar fará algjörlega eftir því hvort þeir sem eiga að semja fái þriðja aðila til að sam- þykkja það sem samningsaðilar hafa komið sér saman um að þeir semji um. Um annað er ekki hægt að semja, segja þeir. En á meöan á þessum samninga- viðræðum stendur hafa einstakir vinnuveitendur og verkalýðsfélög brett upp ermamar og ákveðið upp á eigin spýtur að breyta kjörunum. Vinnuveitendur eru teknir við að lækka launin hjá þeim launþegum sem enn em á launaskrá. Þannig hefur Vinnslustöðin í Vestmanna- eyjum lækkað laun hjá sínu starfs- fólki um 15% og ef vel tekst til og fyrirtækið lifir kreppuna af munu fleiri fylgja fordæmi hennar. Þessir menn þurfa ekki að bíða eftir nýj- um kjarasamningum. Þeir borga með þeim peningum sem þeir eiga vegna þess að Vinnslustöðin hefur fundið það út aö það sé betra fyrir launafólkið að fá peninga sem em til heldur en peninga sem ekki em tfl. Þetta finnst launafólkinu líka og þess vegna hefur þaö samþykkt að vinna áfram fyrir 15% lægri laun. Út af fyrir sig getur þetta verið leið út úr samningaöngstrætinu. Hún mundi þá verða eitthvað á þá leið að vinnuveitendur semja um það hver í sínu homi að lækka launin á vinnumarkaðnum og síð- an koma samningsaðilar á fund og semja um það að laun verði óhreytt. Ríkisstjómin mun síðan leggja sitt af mörkum með því að samþykkja að laun verði óbreytt gegn því aö launin verði ekki lækk- uð meir en þau hafa nú þegar verið lækkuð um. Ríkisstjómin mun síð- an greiða fyrir því að fleiri atvinnu- tækifæri skapist þar sem vinnu- veitendur geta boöið launafólki störf á lækkuðum launum. Með þessu móti getur ríkisstjórn- in sagt að hún hafi greitt fyrir samningum. Vinnuveitendur hafa sömuleiðis greitt fyrir samningum með þvi að lækka laun, þannig að þeir geti borgað þau laun sem sam- ið er um, og síöast en ekki síst get- ur verkalyðsforystan sagt með réttu að hún hafi tryggt sínum skjólstæðingum bæði atvinnu og laun, sem ahs ekki er sjálfgefið í dag. Slíkir samningar yrðu sigur fyrir verkalýðshreyfinguna sem leggur áherslu á að semja, hvemig svo sem samið er. Með frumkvæði Vinnslustöðvarinnar hafa loks skapast forsendur fyrir nýjum kja- rasamningum sem allir geta sætt sig við. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.