Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1993, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1993, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og þlötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Kjarasamningarnir Hætta er á, að samningaviðræðiimar um kaup og kjör klúðrist. Æ íleiri verkalýðsfélög munu veita forystu sinni verkfallsheimild. Þó er samningsstaðan vafalaust efni- legri en oft hefur verið. Ríkisstjómin hefur boðizt til að veita sérstaklega 500 milljónir króna í viðbótarframkvæmdir í ár. Alþýðusam- bandið og Vinnuveitendasambandið vildu þar fá 2-4 millj- arða króna. En rétt er af ríkisstjóminni að visa á bug kröfum um erlendar lántökur til slíkrar aukningar fram- kvæmda. Aðilar vinnumarkaðarins geta ekki heimtað meira en það, sem nú hangir á spýtunni, að því er tekur til viðbótarframkvæmda. Hugsanlega mætti semja um þetta atriði en kröfur um lækkun „matarskattsins“ munu vega þyngra. Ríkisstjómin hefur boðið að lækka matarskattinn úr 24,5 prósentum í 14 prósent, en ekki fyrr en um næstu áramót. Verkalýðshreyfmgin segist ekki sætta sig við, að lækkunin verði svo seint. Þessi lækkun skiptir mjög miklu fyrir afkomu hölskyldnanna. Hún kostar ríkið hugsanlega 3-4 milljarða króna á ári, en eitthvað minna, verði hún ekki látin ná til allrar matvöm. Ríkisstjómin spyr, hvort launþegahreyfmgin geti bent á, hvemig þár- magna skuli lækkunina. Ekki megi hækka skatta. Þá kröfu verður að sjálfsögðu að gera til launþega- hreyfmgarinnar, að hún bendi á leiðir til að mæta slíku tekjutapi ríkissjóðs, aðrar en frekari halla á fjárlögum og lántökur erlendis eða innanlands. Launþegahreyfmg- in ætti að manna sig upp í að leggja fram tillögur um niðurskurð, einkanlega framlaga til landbúnaðarins, til að mæta þessu. Án slíkra tillagna verða kröfumar ekki teknar alvarlega eins og staða ríkissjóðs er. Að fengnum raunhæfum tillögum á ríkisstjómin síðan ekki að hafna lækkun skattsins þegar á þessu ári. Almenningur verður að vona í lengstu lög, að samningar náist um lækkun matarskattsins hið fyrsta. Þá kreíjast aðilar vinnumarkaðarins frekari vaxta- lækkunar og kvarta um vanefndir stjómvalda í því efni. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri sagði fyrir skömmu, að aðgerðir Seðlabankans til að létta kostnaði af við- skiptabönkum ættu að geta leitt til vaxtalækkunar um 1-2 prósentustig. Aðeins lítið af því hefur komið fram til þessa, og tregðu gætir í bankakerfmu til að ganga mun lengra. Aðstæður á markaði verða að sjálfsögðu að vera það afl, sem ræður vaxtastiginu. Seðlabanki og ríkisstjórn geta vafalaust ekki gengið lengra en orðið er, án þess að um ákveðnar „handaflsaðgerðir“ verði að ræða. Raun- vextir em of háir, og verður að trúa því, að þeir muni lækka á næstunni. Samningamenn í kjarasamningum og ríkisstjóm geta í þríhliða viðræðum ekki ráðskazt með vaxtastigið í trássi við markaðsöflin. Launþegahreyfingin krefst einnig af ríkisstjóminni, að lækms- og lyfjakostnaður verði lækkaður. Þar mun engin hreyfing hafa orðið. Samkomulag mun vera um greiðslur á launauppbót og orlofsbótum eins og var í fyrra, ef samningar takast að öðm leyti. Að öllu samanlögðu virðist ástæðulaust, að samninga- menn leiki þessari skák í pattstöðu, sem ekki verði kom- izt úr. Meðal launþega er í rauninni engin „stemmning“ fyrir átökum, og ríkisstjómin á að meta tveggja ára stöð- ugleika á vinnumarkaði nóg til þess, að hún gangi lengra til móts við aðila vinnumarkaðarins. Haukur Helgason Þegar læknir greinir sjúkdóm veiks manns felst ein athugunin af mörgum í því aö mæla líkamshita- stig sjúkhngsins. Eftir að hafa lokið athugunum sínum ákveður hann meðferð sem beinist að frumorsök- um sjúkdómsins. Þessar orsakir geta verið fjölbreytilegar. Það sama gildir um meðferðina. Yfirþyrmandi umræða Fróðlegt er að bera þessa aðferð saman við þá umræðu sem fram fer í fjölmiölum hér á landi um svo- köhuð efnahagsmál. Þessi umræða er orðin svo umfangsmikh og yfir- þyrmandi að mörgum þykir nóg um. Fjöldi fólks hefur sagt mér að það fái nánast gæsahúð af því að fletta dagblöðunum af þessari ástæðu. En annað er verra. Lítið eða í öhu fahi of lítið af þessari umræðu beinist að fjölbreytilegum frumor- sökum vandanas. Of mikið púður fer í að útlista afleiðingar, t.d. lága stöðuna í buddunni og svokah- aðar „íjárhagslegar eða efnahagslegar lausnir". Hér má nefna meða ann- ars „lausnir" sem felast í því að færa fé úr einum vasa í annan. Lausnir sem tæpást er unnt að nefna því nafni í raun réttri. Með þessu skal ekki gert htiö úr þeim vanda sem af blankheitum hjá ríki, almenningi og fyrirtækj- um hlýst. Heldur ekki þeim úrræð- „Sú hugmynd að lágir vextir muni leysa mestallan vanda innlends at- um sem grípa þarf til til að leysa vinnulifs er varasöm í besta falli,“ segir greinarhöf. m.a. Blankheit og efna- hagsvandræði íjárhagsleg vandræði sem upp koma. Allt á þetta við sem hluti af þeim aðgeröum sem menn grípa til í neyð. Þekking og ögun Það er á hinn bóginn þreytandi að hlusta á einokun „efnahags- málasíbyljunnar". Hún beinir at- hygh að takmörkuðu vandamáh og spiihr fyrir áherslum og aðgerðum sem beinast að frumorsökum. En hverjar eru hinar fjölbreyti- legu frumorsakir og hverjar eru lækningar efnahagsvandans? Við þessari spumingu eru mörg svör: Vitlausar ákvarðanir. Menn sem ráðast út í áform sem þeir ráða ekki við sakir getuleysis eða kunn- áttuskorts. Hijóstrugt efnahagslegt umhverfi. Afkastalítið skrifræðis- bákn sem tefur einfalda hluti mán- uðum og árum saman. Útbreiddur hégómaskapur og óhófsbruðl hárra sem lágra sem beinir áhuga manna, athöfnum og fé frá aðalatriðum og að aukaatriðum. Lækning „efnahagsvandans" er samkvæmt þessu flókin og fjöl- breytt aögerð sem beinist aö marg- þættum frumorsökum fremur en einfóldum afleiöingum. Viöfangs- efni hennar eru hefðir, siöir, skipu- lag, framtak, þekking og ákvarðan- ir og ekki einungis „hkamshiti KjáUarinn Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upplýsinga- þjónustu Háskólans efnahagssjúkhnganna“ (þ.e. staðan í buddunni) og örfá atriði th viðbót- ar. Slappleika við verðmætasköp- un og sparnað lækna menn ekki með því að margfalda vinnu sína í bókhaldi eða meö því að færa út- gjöld frá einum aöila til annars. Hann verður aðeins læknaður með því að læra að lifa spart og sýna harðfylgi við verðmætasköpunina. Þar að auki áherslu á aðalatriði. Og aht krefst þetta verulegrar þekkingar og ögunar. Greiðari aðgangur að ódýru fé mun ekki leysa vanda þeirra sem bruðla með fé og verksmiðjufram- leiða vitlausar ákvarðanir í smáu og stóru. Sú hugmynd að lágir vext- ir muni leysa mestallan vanda inn- lends atvinnulífs er varasöm í besta falli. Miklu meira þarf th. Jón Erlendsson „Slappleika við verðmætasköpun og sparnað lækna menn ekki með þvi að margfalda vinnu sína 1 bókhaldi eða með því að færa útgjöld frá einum að- ila til annars.“ Skoðanir annarra Framboð á líff ærum „íslensk líffæri verða ekki fremur grædd í íslend- inga en sænsk í Svía. Hins vegar er reiknað með að framboö af líffærum á íslandi samsvari um það bh þörfinni fyrir líffæri th ígræðslu hér á landi. Af þessu má sjá að fáist leyfi th að nota þau líffæri, sem faha th, mun ríkja jafnræði með íslendingum og Svium i samningunum. Við erum nú gefendur, en ekki aö- eins þiggjendur." Úr forystugrein Mbl. 4. apríl Kostnaðarlækkun eini kosturinn „Vandamál íslensks sjávarútvegs eru ærin þótt órói á helstu mörkuðum og verðfah á fiskafurðum bætist ekki við... Kostnaðarlækkun viö veiðar og vinnslu er eini kosturinn sem völ er á og það verða ekki sársaukalauar aðgerðir. Launalækkun topp- anna í útvegsfyrirtækjunum í Vestmannaeyjum er aðeins hálfkák miðað við þaö sem gera þarf ef sjávar- útvegurinn á að standast þær sviftingar sem yfir ganga.“ ÚrforystugreinTímans3. april Álitshnekkir, og þó... „Gagnvart útlöndum hygg ég að þessi aðgerð hafi verið áhtshnekkir fyrir íslenska bankakerfið í hehd, því þar erum við komin á blað með þeim lönd- um sem hafa átt við erfiöleika að stríða í sínum bankamálum, en þar vorum við ekki áður. En ég hef þó fengiö staðfestingu á því að aðgerðir ríkis- stjómarinnar, sem fólust í því að bregðast strax við, svo og samþykki Alþingis á skömmum tíma, er túlk- að á þann veg að ásetningur stjómvalda um að standa viö bakið á íslenska bankakerfinu í heild hafi verið undirstrikaður með ótvíræðum hætti. Þessi viðbrögö em talin traustvekjandi.“ Valur Valsson í viðtali við Mbl. 4. april

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.