Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1993, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1993, Page 25
ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 25 dv Menning Tilkynningar Páskabingó FH verður haldið í veitingahúsinu Fjörður- inn kl. 20 í kvöld. Meðal vinninga er utan- landsferð auk margra annarra glæsilegra vinninga. Sveigjanlegt fóstrunám í byijun ágúst nk. hefst dreift og syeigjan- legt fóstrunám h)á Fósturskóla íslands. Námið og inntökuskilyrði verður sam- bærilegt við hefðbimdið fóstrunám og verður dreift á 4 ár. Námið er skipulagt sem hér segir: a) Staðbundið nám, veröur í húsakynnum Fósturskóla íslands ails 10 vikur á ári. Reynt verður að bjóða upp á stutt námskeiö fámennra nemenda- hópa í heimahéraði nemenda eða næsta nágrenni. b) Fjamám. c) Verklegt nám. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Nánari upplýsingar eru veittar í sírna 91-813866 daglega. Stuttmyndadagar í Reykjavík Stuttmyndadagar á Kafti Hressó dagana 6., 7. og 8. apríl kl. 20-24 öll kvöldin. 37 myndir verða sýndar þessa daga. í garðinum Galdraloftið hefur sín takmörk sem leikhús. Þetta er örlítill salur uppi undir hanahjálka í Hafnarstrætinu og vantar flest af því sem nútíma- leikhús skarta hvað varðar aðstöðu og tæknibúnað. En eldhugar láta það ekki á sig fá og starfa eftir mottóinu: Hafa skal það sem hendi er næst og hugsa ekki um það sem ekki fæst. Stúdentaleikhúsið hefur að undanfórnu sniðið sér stakk efir vexti Galdraloftsins og sennilega miðast verkefnaval að einhveiju leyti við þær aðstæður sem þar gefast. Hinu er ekki að neita að gjama mætti fara að rofa til í húsnæðismálum lítilla leikhópa, sem era á hrakhólum úti um ailan bæ með uppfærslur sínar, og óskandi að stúdentar sem aðrir fengju þar með aukið svigrúm og meiri möguleika á flölbreytni í verkefnavah. Bílakirkjugarðurinn eftir Arrabal er „absúrd” verk frá árinu 1964. Per- sónur búa við fáránlegar aðstæður í aflóga hílhræjum og ekki er heil brú í innbyrðis sambandi þeirra. Höfundur leikur sér með vísanir í píslarsög- una í bland við kollsteypur í persónusköpuninni, þar sem harðstjórinn og hinn kúgaði hafa hlutverkaskipti hraðar en auga verði á fest. Til þess að gera þetta form áhugavert, nú þegar leikhústilraunir sjötta og sjöunda áratugarins eru langt að baki, þarf bæði sterkan leik og mark- vissa útfærslu. Sviðið í uppfærslu Stúdentaleikhússins er mæta vel unnið og „alvöra” bílhræ umgirt bárujárnsvegg gefa umhverfinu raunveruleikablæ. Hins vegar tekur sviðsmyndin eiginlega mestallt það gólfpláss sem fyrir hendi er, og rýrir þar meö svigrúm til athafna. Þetta reynist illa yfirstíganlegt og sífelld hlaup rétt við tæmar á áhorfendum era óhjákvæmileg. Frammistaða leikenda var eftir atvikum góð miðað við reynslu þátttak- Leiklist Auður Eydal enda og leikstíllinn örlítið fjarrænn, sem átti hreint ekki illa við. Hins vegar fór lítið fyrir því að kafað væri í textann og persónurnar voru óþarf- lega líflausar. Jón St. Kristjánsson var útsjónarsamur í leikstjóminni, þegar tekið er tillit til aðstæðna. Kristjón Freyr Sveinsson náði athyglisverðum tóni í hlutverki Emanús, og tríóið Emanú, Tope (Magnús Þór Þorbergsson) og Foder (Reynir Þór Sigurðsson) kom ágætlega fyrir. Þau Elfa Ýr Gylfadótt- ir og Rúnar Reynisson voru líka ágætar týpur í hlutverkum Dilu og Milos- ar. Bílakirkjugarðuriim er bam síns tíma og sem slíkur ágætt dæmi um absúrd texta með undirliggjandi meiningum sem áhorfandanum er látið eftir að ráða í. Stúdentaleikhúsið sýnir á Galdraloftinu: Bflakirkjugarðinn Höfundur: Fernando Arrabal Þýðing: Þorvarður Helgason Leikstjórn: Jón St. Kristjánsson Hönnun leikmyndar: Eyrún Sigurðardóttir Tónlistarstjórn: Þóroddur Bjarnason ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stórasviðiðkl. 20.00. DANSAÐ Á HAUSTVÖKU eftir Brian Friel Sun. 18/4, lau. 24/4. ÖRFÁAR SÝNINGAR EFTIR. MY FAIR LADY söngleikur eftir Lerner og Loeve. Fös. 16/4, örfá sæti laus, lau. 17/4, upp- selL flm. 22/4, fös. 23/4, örfá sæti laus. ATH. SYNINGUM LÝKURIVOR. MENNIN GARVERÐLAUN DV1993 HAFIÐ eftir Ólaf Hauk Símonarson. Flm. 15/4, sun. 25/4. ATH. 2 SYNINGAR EFTIR. DÝRIN í HÁLSASKÓGI eftir Thorbjörn Egner. Sun. 18/4 kl. 14.00, uppselt, fim. 22/4 kl. 13.00, örfá sæti laus, lau. 24/4 kl. 14.00, örfá sæti laus, sun. 25/4 kl. 14.00, örfá sæti laus. Litla sviðiðkl. 20.30. STUND GAUPUNNAR eftir Per Olov Enquist. Fim. 15/4, örlá sæti laus, lau. 17/4, lau. 24/4, sun.25/4. Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn eftir að sýning hefst. Smiðaverkstæðið kl. 20.00. STRÆTI eftir Jim Cartwright. Mlð. 14/4, uppselt, fös. 16/4, uppselL sun. 18/4, uppselt, mið. 21/4, örfá sæti laus, fim. 22/4, fös. 23/4, uppselt, lau. 24/4 kl. 15.00 (ath. breyttan sýningartíma), sun. 25/4 kl. 15.00 (ath. breyttan sýningartima). ÖRFÁAR SÝNINGAR EFTIR. Ath. að sýningin er ekki vlð hæfi barna. Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn eftlr aðsýning hefst. Ósóttar pantanir seldar daglega. Aðgöngumlðar greiðist viku fyrir sýnlngu eila seldir öðrum. LJÓÐLEKHÚSIÐ í ÞJÓÐ- LEKHÚSKJALLARANUM íkvöldkl. 20.30. Lesið verður úr Ijóðum eft- irtalinna höfunda: Einars Ólafssonar, Gyrðis Elíassonar, Kristjáns Krist- jánssonar, Nínu Bjarkar Árnadóttur, Sveinbjörns Baldvinssonar, Þorgeirs Þorgeirssonar og Þuríðar Guðmundsdóttur. Aðgöngumiðar seldir við inngang. Miðasala Þjóðleikhússlns er opln alla daga nema mánudaga frá 13-18 og fram að sýningu sýnlngardaga. Mlðapantanlrfrá kl. 10 virka daga i sima 11200. Greiðslukortaþj. - Græna linan 996160. LEIKHÚSLÍNAN 991015. Þjóðlelkhúslö -góða skemmtun. Kirkjutónlist í Háteigskirkju Kirkjukór Hafnarfjarðarkirkju ásamt hljómsveit hélt tónleika í Háteigs- kirkju um helgina. Stjómandi var Helgi Bragason og einsöngvarar Sverr- ir Guðjónsson, kontratenór, Ema Guðmundsdóttir, sópran, Guðlaugur Viktorsson, tenór, og Ragnar Davíðsson, bassi. Á efnisskránni voru verk eftir Gregorio Allegri, Antóníó Vivaldi og Johann Sebastian Bach. Verkefnaval á þessum tónleikum var að sumu leyti óvenjulegt. Fyrsta verkið, Miserere eftir Allegri, er gott dæmi um hina háþróuöu og undur- fógra tónhst endurreisnartímans á Ítalíu. Verkið virðist byggt á gregors- söng, sem öðra hveiju er sunginn einradda en er einnig lagður-til grund- vallar í öðrum þáttum verksins sem fluttir eru af tveim kóram. í þeim þáttum er beitt tvenns konar vinnubrögðum. Annars vegar er beitt hinni fáguðu íjölröddunarlist sem þessara tíma menn höfðu svo vel á valdi sínu. Hins vegar eru þættir þar sem allar raddir fylgja sama hljóðfalli og sam- hljómurinn er aðalatriðið. Stabat Mater eftir Vivaldi er mjög ólíkt verk. Hér er dúr og moll komið til sögunnar, Verkið var flutt af söngvara og lítilli hljómsveit og er mjög einfalt í stíl. Það kemur ekki að sök því að höfundurinn er hreinn snilling- ur í að láta einfaldar hugmyndir njóta sín og sýna á þeim fjölbreyttar Tóiúist Finnur Torfi Stefánsson hhðar. Síðast á efnisskránni var kantata Bachs, Actus tragicus. Bach er hér ungur og ferskur. Verkið minnir um sumt á Brandenburgar konsert- ana enda þótt andinn sé trúarlegs eðhs. Kór Hafnarfjarðarkirkju komst vel frá þessum tónleikum. Stundum gætti ónákvæmni og óhreinleika. Yfirleitt var þó kórinn hreinn og margt hljómaði mjög fallega hjá honum. Einsöngvararnir stóðu sig allir vel, en á engan er hallað þótt Sverri Guðjónssyni sé sérstaklega hrósað. Rödd hans er mjög falleg og við það bætist að söngstíll hans er mjög smekkleg- ur og hreinn. Hljómsveitin lék mjög vel og í heild vora þessir tónleikar hinir ánægjulegustu. Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra sviðlð: RONJA RÆNINGJADÓTTIR eftir Astrid Lindgren Tónlist: Sebastian. Lau. 17/4, örfá sæti laus, sun. 18/4, fáeln sætl laus, lau. 24/4, sun. 25/4. ATH. Sýningum lýkur um mánaöamótln april/mal. Mlðaverð kr. 1.100, sama verð fyrir börn og tullorðna. Skemmtilegar gjafir: Ronju-gjafakort, Ronju-bolir o.fl. Stórasvlð kl. 20.00. BLÓÐBRÆÐUR Söngleikur eftir Willy Russell. Fös. 16/4, mlð. 21/4, fös. 23/4. FÁAR SÝNINGAR EFTIR. TARTUFFE ensk leikgerð á verki Mollére. 8. sýn. fim. 15/4, brún kortgilda, lau. 17/4, örfá sæti laus, lau. 24/4. Coppelía. íslenski dansflokkurinn. Uppsetning: Eva Evdokimov. Frumsýnlng mlð. 7/4, fáeln sæti laus, hátiö- arsýnlng flm. 8/4,3. sýn. lau. 10/4, fáein sæti laus, 4. sýn. mán. 12/4,5. sýn. mið. 14/4. Takmarkaöur sýningafjöldi. Lltlasvlðkl. 20.00. DAUÐINN OG STÚLKAN eftir Ariel Dorfman Fim. 15/4, fáeín sæti laus, (ös. 16/4, fáein sæti laus, lau. 17/4, mið. 21/4, fös. 23/4. GJAFAKORT, GJAFAKORT ÖÐRUVlSI OG SKEMMTILEG GJÖF! Mlðasalan er opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir i sima 680680 alla virka dagafrá kl. 10-12. Greiðslukortaþjónusta - Faxnúmer 680383. Leikhúslínan, simi 991015. Aðgöngumiðar óskast sóttir þrem dögum fyrir sýn. Leikfélag Reykjavíkur- Borgarleikhús. Silfurlínan Síml 616262. Síiiia- og ■ viðvikaþjónusta fyrir eldri borgara alla virka daga kl. 16-18. Leikfélag Akureyrar Óperetta Tónlist Johann Strauss Mlð. 7.4. kl. 20.30. Uppselt. Skirdagkl. 20.30. Uppselt. Lau. 10.4. kl. 20.30. Uppselt. Annað i páskum kl. 17.00. Örfá sæti laus. Föstud. 16.4. kl. 20.30. Örfá sæti laus. Laugard. 17.4. kl. 20.30. Uppselt. Sunnud. 18.4. kl. 17.00. Miðvikud. 21.4. kl. 20.30. Föstud. 23.4. kl. 20.30. Laugard. 24.4. kl. 20.30. Föstud. 30.4. kl. 20.30. Laugard. 1.5. kl. 20.30. Miðasala er í Samkomuhúsinu, Hafnarstræti 57, alla virka daga kl. 14 til 18 og sýningardaga fram að sýn- ingu. Símsvari fyrir miðapantanir allan sólarhringinn. Greiðslukortaþjónusta. Síml I miðasöiu: (96)24073. ÍSLENSKA ÓPERAN __iiiii &ardasfur<stynjan eftir Emmerich Kálmán. Föstudaginn 16. april. Örfá sætl laus. Laugardaginn 17. april. Örfá sæti laus. Miðasalan er opin frá kl. 15.00-19.00 daglega en til kl. 20.00 sýningardaga. SÍM111475. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. LEIKHÚSLÍNAN 99-1015. Fundir Félagsfundur JC-Reykjavík Junior Chamber Reykjavík heldur fé- lagsfund í Kornhlöðunni við Bankastræti í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20. Gestur fundarms verður Ólafur Ragnar Gríms- son, formaður Alþýðubandalagsins. Boð- ið verður upp á 2ja rétta máltíö og kaffi á effir. Verð kr. 1.800. Rauðir þyrnar, ný Ijóðabók Nýlega kom á markaðinn ljóðabókin Rauðir þyrnar eftir Önnu Kristínu Úlf- arsdóttur. Þetta er fyrsta Ijóðabók Önnu Kristínar sem er aðeins 18 ára gömul og nemandi í Verslunarskóla íslands. Und- anfarin þrjú ár hefur Anna Kristín unnið til verðlaima í árlegri Ijóðasamkeppni Verslunarskólanema. Ljóðin í Rauðum þymum fjalla mörg hver um ástina, um það er tilfinningar vakna og einnig er þær deyja og sorgina sem fylgir. Tónleikar Rokktónleikar í Hinu húsinu Miövikudaginn 7. apríl verða haldnir rokktónleikar í Hinu húsinu, Brautar- holti 20. Fram koma tvær af efnilegustu hljómsveitum landsins, Lipstick Lovers og Synir Raspútíns. Tónleikamir hefjast , kl. 22. Háskólatónleikar Háskólatónleikar verða í Norræna hús- inu á miðvikudag, 7. apríl, kl. 12.30. Mar- grét Óðinsdóttir syngw lög eftir Mar- cello, Caccini, Mahler og Tsjajkovskíj. Undirleikari á píanó verður Krystyna Cortes.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.