Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1993, Page 32
ÖRYGGI - KAGMKNNSKA
1.ANDSSAMBAND
ÍSI- RAPVKRKTAKA
Veðrið á morgun:
veður
Á morgun verður austan- og
suðaustlæg átt á landinu, súld og
síðan rigning við suður- og aust-
urströndina en þurrt og víða
bjart veður norðan- og norðvest-
anlands. Hiti 2-8 stig og hægt
hlýnandi veður.
Veðrið í dag er á bls. 28
Björgunarafrek:
Hrópaðiog
drómigað
pottinum
„Magdalena datt í vatnið og fór í
sjúkrabílinn. Ég hjálpaði henni,“
segir Sævar Baldur Lúðvíksson,
tveggja og hálfs árs, sem bjargaði
frænku sinni, Magdalenu Björk, eins
og hálfs árs, frá drukknun í gærdag.
Sævar og Magdalena voru við leik
á leikvelli fyrir utan hús ömmu og
afa stúlkunnar í Mosfellsbæ. Þau
fóru af leikvelhnum og inn í nálægan
garð, töluvert frá, þar sem þau hafa
aldrei leikið sér áður. Þar stóð heita-
vatnspottur, hálffullur af köldu rign-
ingarvatni, og Magdalena féll ofan í
hann.
„Ég var inni í húsi þegar Sævar
kom til mín og sagði að Magdalena
væri í „vissinu", sem er vatn. Ég
skildi ekki hvað hann átti við en
hann leiddi mig áfram og fór með
mig út og í átt að garðinum. Mér
fannst þetta vera mjög langt og trúði
ekki að hún hefði farið svona langt
og ætlaði að hætta við. Hann tosaði
þá og reif í mig og hrópaði ákveðið:
„Komdu, komdu“, og leiddi mig
áfram að pottinum," segir Bjamey
Lúðvíksdóttir, móðir Magdalenu og
systir Sævars.
Hún segir að Sævar hafi greinilega
reynt að grípa í Magdalenu áður en
hann kom og náði í hjálp því hann
var blautur á handleggnum.
„Ég greip hana upp og reyndi að
gera það sem ég hélt að væri rétt.
Hún opnaði augun og það kom aðsog
en hún andaði ekki. Þá hrópaði ég á
hjálp og nágrannarnir komu og einn
þeirra blés í hana lífi,“ segir Bjamey
sem segir að lögregla segi að því
miður sé mjög algengt að fólk byrgi
ekki pottana sína.
Magdalena var flutt á Landspítal-
ann þar sem hún var í nótt. Hún
hefur nú náð sér að fullu og fær að
faraheimídag. -ból
Bruggarar teknir:
Stálu tækjunum
frá lögreglunni
Hald var lagt á bmggtæki og um
400 htra af gambra í miðbæ Reykja-
víkur síðdegis í gær. Mikið var einn-
ig tekið af efnum og tækjum til
bmggsins. Við leit í íbúðinni fundust
einnig ýmsir munir svo sem stöðu-
mælir, umferðarmerki og fleira.
Bruggaramir vom tveir og höfðu
þeir stolið bmggtækjum úr geymslu
lögreglunnar á Akranesi í fyrra.
Mennimir, sem em Akumesingar,
vom báðir handteknir í gær. Bragg-
tæki lögreglunnar á Akranesi fund-
ust við leitina. Málið er talið upplýst.
-Ari
LOKI
Er ekki tímabært að sjálf-
stæðismenn skipti um fugl
ífánanumsínum?
louneytm Kaua á 5,
„Við verðum að ganga ut frá
sömu forsendum í ríkisijármálum
og atvínnumálum og era í dag. Það
eru margir þættir sem hafa áhrif á
það hver þróunin verður. Hvað
gert verður í fiskveiðunum skiptir
höfuðmáli í þessu sambandi. í gild-
andi fjárlögum er innbyggöur ut-
þensluvandi og þaö er ljóst að okk-
ar bíður mikill vandi við gerö ijár-
laganna," segir Priðrik Sophusson
fjármálaráðherra.
Friðrik kynnti ríkisstjórninni í
morgun fyrstu drög að flárlaga-
frumvarpi fyrir næsta ár. í kjölfar-
ið er að vænta ákvörðunar um
meginstefnuna varðandi tekjur og
gjöld ríkissjóðs næsta árs. Miðað
við fyrirliggjandi útreikninga fag-
ráðuneytanna myndu útgjöld ríkis-
sjóðs hækka um 5,9 mxHjarða á
næsta áiá. í drögunum er gert ráð
fyrir 5 prósent ari'innuleysi á
næsta árL
Samkvæmt heimildum DV kaila
gildandi lög og reglur á 4,4 millj-
arða í aukin útgjöld á næsta árL
Til aö mæta auknu atvinnuleysi
skortir 1,9 miiljarða. Ymsar
ákvarðanir í fiárlögum þessa árs,
sem koraa eiga til framkvæmda á
næsta ári, kafia á minnst 160 millj-
ónir í aukin útgjöld, einkum í heU-
I drögum fiármálaráðherra er
gert ráö fyrir að íækka ýmás tíma-
bundin útgjöld um 850 miUjónir.
Mest munar um 650 milljón króna
skerðingu framlaga til sérstaks
átaks í vegaframkvæmdum. Þá er
lagt til að hætt verði við að setja
300 milljónir af sölutekjum ríkis-
eigna í rannsóknir.
Samtals gera drögin ráð fyrir að
tæplega 1,5 milljarðar fari í ný
áform. í stofnframkvæmdir eru
settar 800 miiljónir, Framlag til
Þjóðarbókhiöðu hækkai’ um 250
milfiónir og í húsaleigubætur eru
settar 300 miiljónir. Framlög til
Feröamálaráðs eru skert um 133
milfiónir en á hinn bóginn era sett-
ar 155 miUjónir aukalega í land-
græðslu og 100 mUljónir í sjúkra-
flutninga f Reykjavík.
-kaa
ÞRIÐJUDAGUR 6. APRIL 1993.
Lítill drengur kannar innihald tunnu sem lögreglan lagði hald á í gær og
fannst lyktin ekki góð. Bruggtæki, sem stolið var frá lögreglunni á Akranesi
í fyrra, fundust ásamt öðrum tækjum, efnum og 400 lítrum af bruggi í ibúð
i miðbæ Reykjavikur í gær. DV-mynd Sveinn
Sveinn Einarsson:
Kaupin á mynd
Hrafns komu mér
gjörsamlega á óvart
Sveinn Einarsson, fyrrverandi
deUdarstjóri innlendrar dagskrár
Sjónvarpsins, sagði við DV í morgun
að sér hefði komið það gjörsamlega
á óvart í gær að stofnunin hefði keypt
mynd Hrafns Gunniaugssonar, Hin
helgu vé, í september síðasthðnum,
á sama tíma og hann gegndi enn
framangreindri stöðu. Sveinn segist
hafa hafnað mynd Hrafns á sínum
tíma vegna grundvaUarforsendna -
þeirra sömu og framkvæmdastjórn
Sjónvarpsins studdist við þegar
mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar
var hafnað.
„Friðrik Þór Friðriksson kom að
máh við mig og spurði mig hvort
sjónvarpið vUdi gera eins í sambandi
við mynd hans, Börn náttúrannar,
og gert hafði verið við Lárus Ými
Óskarssonar með Ryð.
Þama var um stefnubreytingu að
ræða og því grundvaharmál. Ég tók
það strax upp við Pétur Guðfinnsson
og framkvæmdastjóm og fékk þau
svör að ekki væri ástæða tU að breyta
þessari grundvaUarafstöðu.
Þegar Hrafn Gunnlaugsson færði
sams konar í tal við mig síðar varð-
andi sína mynd vísaði ég tU þessarar
grandvaUarafstöðu Péturs Guð-
finnssonar. Þar sem mynd Friðriks
hefði verið hafnað gæti ég ekki annað
séð en að það sama gUti fyrir þá báða.
Síðan kemur það mér gjörsamlega á
óvart í gærmorgun í útvarpi að gerð-
ur hefði verið samningur um þessa
mynd. Það hafði ég aldrei gert. Ef það
hefur verið gert í september þá er
það í minni dagskrárstjóratíð því þar
er ég formlega fram tU 1. mars.“
- Taldir þú eðhlegt á sínum tíma að
framkvæmdastjóri afgreiddi mál
Hrafns. Vísaðir þú því til Péturs?
„Nei, það er ekki rétt. Ég vísaði til
þess að Pétur hefði tekið af skarið
varðandi mynd Friðriks Þórs. Það
er því ekki rétt að ég hefði taUð eðh-
legt að framkvæmdastjóri fiaUaði um
máhð á þeim forsendum." -ÓTT
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
é
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
3.000 krónur.
Bitstjórn - Ayglýsífigar - Askrift - Dreifing: Sími (fö27W