Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 Fréttir Olíufélögin hækka bensímö vegna hækkunar á heimsmarkaði: Samstiga í verði og tímasetningu Olíufélögin þrjú hækkuöu í morg- un verö á bensíni. Hækkunin nemur á bilinu 1,30 til 1,70 krónum á lítr- ann. Ástæðan er hækkun heims- markaösverös. Athygh vekur að fé- lögin hækka öll sama daginn þrátt fyrir aö þau kaupi farma á mismun- andi verði og tíma. Þau hækka líka öll jafn mikið. Ýmsir hafa dregið í efa að mikil samkeppni ríki meðal olíufé- laganna en þau hafa nú í rúmt ár haít írelsi í verðákvörðunum. Þeirra á meðal eru formaður Neytendasam- takanna og framkvæmdastjóri Félags íslenskra biífeiðaeigenda. Hjá Olíufélaginu hækkar bensín- lítrinn á bilinu 1,40 til 1,50 krónur. 92 oktana bensín hækkar í 66,10 krónur. 95 oktana bensín hækkar í 68,70 krónur og 98 oktana hækkar í 72 krónur. Farmur Olíufélagsins var keyptur í byrjun apríl og að sögn forráðamanna félagsins er ástæöa hækkunar nú hækkun innkaupa- verðs frá síðasta keypta farmi. Skeljungur hækkar bensínið ffá 1,30 til 1,70 krónum. 92 oktana bensín kost- hækkunin á bilinu 1,30 til 1,70 krónum Bensínhækkun - 92 okt. bensín Hækkun/lækkun innanlands Innkaupaverð í kr. per lítra í Rotterdam 6. maí '93 Hækkun í 66,10 kr. 20. febr. '93 Lækkun í 64,60 kr. 1. jan. '93 Hækkun í 65,30 kr. •II j | • .1 I I i | 1 | _ * __ • * _ • ~ <0 » a u tí a k ar nú 66,20 krónur, 95 oktana 68,50 krónur og 98 oktana 72,10 krónur. Gunnar Karl hjá Skeljungi segir að hækkunarþörfm hafi verið löngu fram komin. Menn hafi verið að meta stöðuna alllengi. Síðan hafi verð hækkað mikið á heimsmarkaði í gærmorgun og því hafi verið ákveð- ið að hækka. Hann sagðist hins vegar ekki geta svarað fyrir hvers vegna olíufélögin þijú hækkuðu verðið ávallt samtímis. Hjá Olíuverslun íslands hækkar verðið almennt á bilinu 1,30 til 1,60 krónur. 92 oktana bensín hækkar í 66,20 krónur, 95 oktana í 68,70 og 98 oktana í 71,90 krónur. Kristján B. Ólafsson, fjármálastjóri Olís, segir ástæðuna fyrir því að félögin hækka öll á sama tíma þá að þau reki svo margar bensínstöðvar saman því sé ekki hægt að hækka eða lækka nema í samráði við meðeigandann. Hann sagðist ekki vilja dæma um hvort þetta samtarf takmarkaði samkeppnina, þaö gæti líka verið hagkvæmt, til dæmis á minnistöðum. -Ari Þinglok á morgun Ljóst er að þinglok verða á morg- un, fostudag. Enda þótt endanlegt samkomulag milli stjómar og stjóm- arandstöðu um forgangsmál lægi ekki fyrir síðdegis í gær er ljóst að tvö ffumvörp, sem lögð hafði verið mikil áhersla á af viðkomandi ráðherrum, verða ekki afgreidd á þessu þingi. Þetta era Seðlabankafrumvarp Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra og lyfsölufrumvarp Sighvats Björgvins- sonar heilbrigðismálaráðherra. Frumvarp Jóns var ekki afgreitt úr nefnd og frumvarpi Sighvats er fóraað sem Uö í samkomulagi um þinglokin. Búist er við að frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra um Húsnæðisstofnun ríkis- ins komist í gegn fyrir þinglok. -S.dór Jón Sigurðsson og Jón Baldvin Hannibalsson i þinginu í gær. Vænanlega er þetta siðasta þingið sem sá fyrr- nefndi situr þar sem hann er sagður á leið upp í Seðlabanka. DV-mynd: BG Stuttarfréttir r>v ferðamöfinumfjölgar Verulega fleiri eriendir ferða- rnenn hafa komiö það sem af er árinu miðað við sama tíma í fyrra. Aukningin er 12%. Softisskoflað Bankaeftirlitiö kannar nú hvort fariö var að lögum við sölu hluta- bréfa sem Softis auglýsti nýlega. Rannsaka Eflvald Efraim Zuroff hefur afhent sendiherra Isiands h)á SÞ 830 áskoranir um að ríkisstjórnin láti þegar hefja rannsókn til að kanna ásakanir á hendur Eðvaldi Hin- rikssyni. Ráflheirafreistar Fjármálaráðherra ætlar aö freista þess að fá greiddan skatt af 900 milljónum sem hluthafar í Sameinuðum verktökum greiddu sjálfum sér fyrir rumu ári. Því minni ríkisafskipti af land- búnaöarframleiðslu þeim mun lægra verð til neytenda er niður- staða könnunar Hagfræðistofn- unar Háskóians. Neytendasam- tökin vilja á stjóravöld hætti að gera upp á milli búgreina. LongJohnaftu’ Bandaríska veitingahúsakeðj- an Long John Silver hefúr aftur hafið viðskipti viö Coldwater Sea- food eftir þriggja ára hlé. 30%framúr Þorskafli ársins fer að minnsta kosti 30% fram úr áætlun, að sögn Jakobs Jakobssonar. SOsmitaöif 80 eru smitaðir af HTV-veir- unni. Mikill meirihluti er kariar. Máekkíneitavínnu Skráð atvinnuleysi í Njarðvik hefttr minnkað veruiega vegna þess að fólk sem neitar vinnu dettur út af skrá. Færri nýbyggingar Nýbyggingar á síðasta ári hér á landi hafa ekki verið færri í þrjá- tíu ár. RólegthjáSkandia Lítil hreyfing hefur veriö í sölu á nýjum verðbréfaskírteinum hjá Skandia. Ekki hefur enn verið unnin upp sú 30% gengislækkun sem var þegar sjóðunum var lok- að. Tekjur Granda jukust um 50% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Hreinn hagnaöur var 97 milljón- ir- -Ari Héraðsdómur í flárdráttarmáli konu sem starfaði hjá Lifeyrissjoði Austurlands: Konan greiði 8,9 milljónir - skaðabótamálið höfðað á meðan rannsókn RLR stendur yfir vegna fj árdráttarmálsins Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt fyrrum starfsmann Lífeyris- sjóðs Austurlands, 36 ára konu, til að greiða sjóðnum 8,9 milljónir króna í skaðabætur auk vaxta vegna fjár- muna sem hún dró sér á tímabilinu frá júní 1989 til júní 1992. Dómurinn hafnaði hins vegar kröfu lífeyris- sjóðsins á hendur eiginmanni henn- ar um staðfestingu á kyrrsetningu fasteignar þeirra í Neskaupstað sem eingöngu er skráð á hans nafn. Því getur lífeyrissjóðurinn ekki gengið að fasteign hjónanna við innheimtu skaðabótanna. Ólafur Börkur Þor- valdsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Mál konunnar og reyndar manns- ins einnig sætir rannsókn hjá RLR vegna fjárdráttarmálsins - þar er um að ræða refsimál. Framangreindur dómur Héraðsdóms Austuriands tók því ekki til þess þáttar, þaö er sektar eða sýknu, heldur eingöngu skaða- bótakröfu lífeyrissjóðsins á hendur konunni vegna tapaðra fjármuna. Ef ríkissaksóknari gefur út opinbera ákæru aö lokinni rannsókn RLR mun sakamálið verða tekið fyrir í öðru dómsmáli - þar verður fjaliað um refsiþátt, ekki fjármuni. Hjónin sæta bæöi rannsókn Eftir að konan hætti störfum hjá lífeyrissjóðnum síöastliðið sumar kom þar í ljós að hún hafði dregið sér 6,9 milljónir króna á framan- greindu tímabili, m.a. meö skjalafols- un. Málið var kært og viðurkenndi konan flárdráttinn í fyrstu hjá lög- reglu. Lífeyrissjóðurinn krafðist einnig rannsóknar á þætti eiginmannsins vegna meintrar hlutdeildar hans að brotum konunnar - peningamir hefðu verið notaðir í þágu þeirra beggja, það er til greiðslu skulda vegna fasteignar þeirra hjóna sem hann sé reyndar einn skráður fyrir. Að mati lífeyrissjóðsins tók fasteign- in gagngerum breytingum á framan- greindu tímbabili og verðgildi henn- ar jókst verulega. Vegna þessa var þess krafist í málinu að gerð yrði kyrrsetnirtg á eigninni. Hjónin héldu því bæöi fram fyrir dóminum að eiginmaöurinn hefði ekki haft minnstu hugmynd um þær milljónir sem eiginkona hans ráð- stafaði úr lífeyrissjóðnum í þágu þeirra beggja - þrátt fyrir að tæpar 4 milljónir hefðu farið um hans eigin bankareikning sem konan var einnig prókúruhafi fyrir. Maðurinn sagði konima hafa haft góð laun og hún hefði ein séö um flármál þeirra. Konan dró játningu til baka Á seinni stigum málsins hjá lög- reglunni, vegna meints refsimáls, dró konan játningu sína um flárdrátt til baka. Þá bar hún því við að hún heföi ráðstafað framangreindum milljónum til sín í samráöi við fram- kvæmdastjóra lifeyrissjóðsins. Sá hefði viljað hygla henni vegna árang- ursríkra aðferða sem hún beitti við innheimtuaðgerðir fyrir sjóðinn. Konan bar jafnframt að fram- kvæmdastjórinn hefði sagt sér að það væri tíökaö hjá fyrirtækjum að umb- una starfsmönnum án þess að það kæmi fram á launaseðlum, slíkar greiðslur væru faldar í bókhaldi. Framkvæmdastjórinn bar fyrir dómi að sér hefði ekki verið kunnugt um flárdrátt konunnar fyrr en 26. júní síðastliðinn og þá gert þær ráð- stafanir sem leiddu til rannsóknar lögreglunnar. Hjón bera ekki sameiginlega ábyrgð Dómurinn taldi ljóst að umrætt fé hefði verið notað í þágu hjónanna beggja - eign sem þinglýst er á eigin- manninn einan. Þannig hefði verið sýnt að ræst hefði úr verulegum flár- hagsörðugleikum hjónanna með til- komu þess flár sem um var deilt í málinu. Á hinn bóginn taldi dómur- inn ósannað að eiginmanninum hefði verið kunnugt um með hvaöa hætti kona hans fékk umræddar milljónir. Þanmg beri hann ekki bótaskyldu í málinu. Dómurinn taldi að ekki skipti máli við mat á tjóninu í hvaða þarfir fénu hefði verið eytt - tjón líf- eyrissjóðsins hefði fyrst og fremst orðiö viö töku þess - þannig beri hjón ekki sameiginlega ábyrgð á skuldum. Að þessu virtu var konan dæmd til að greiða 6,9 milljónir króna í skaða- bæturtil lífeyrissjóðsins auk tæplega 2ja milljóna króna vegna útgjalda sem lífeyrissjóðurinn varð fyrir vegna rannsóknar málsins en ekki var deilt um flárhæðir í málinu. Eig- inmaðurinn var sýknaöur og kyrr- setningarkrafan á fasteignina sem skráð er á hann, var felld úr gildi. Konan er jafnframt dæind til að greiða lífeyrissjóðnum 400 þúsund krónur í skaðabætur. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.