Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 6. MAÍ1993 Neytendur DV kannar verð í matvöruverslunum: Verðmunur á gúrkum er 178% Hin vikulega verðkönnun DV fór fram í gær. Farið var í fjórar mat- vöruverslanir en þær voru Mikli- garður við Sund, Hagkaup í Skeif- unni, Bónus í Faxafeni og Fjarðar- kaup í Hafnarfirði. Kannað var verð- ið á nautahakki (1 kg), kók (21), Kel- loggs kornflögum (750 g), paprikuosti (250 g), Gunnars majonesi (250 g), Kötlu púðursykri (1 kg), Léttu, Lux handsápu, gúrkum, rófum og rauð- um eplum. Að þessu sinni var reiknað út verð- ið á innkaupakörfu frá hverri versl- un með öllum 11 vörunum í. Reiknað var út meðalverð á þeim vörum sem fengust ekki eða voru ekki til í tiltek- inni stærð. Innkaupakarfan var ódýrust í Bónusi eða á 1.657 krónur en dýrust í Hagkaupi á 2.117. Taka skal fram að mjög lítill munur var á innkaupakörfunum frá Hagkaupi, Fjarðarkaupum og Miklagarði. í Fjarðarkaupum var hún á 2.082 en á 2.073 í Miklagarði. Mestur verðmunur í könnuninni var á kílóinu af gúrkmn eða alls 178%. Samkvæmt upplýsingum frá Sölufélagi garðyrkjumanna varð verðhrun á gúrkum fyrir skömmu þegar kílóið lækkaði úr 300 krónum í um 90 krónur. Ástæðan fyrir þessu er mikið framboð af íslenskum gúrk- um á markaðnum. En ekki virðast allar verslanir gefa viðskiptavinum færi á að njóta þess að geta keypt gúrkur á góðu verði. Dýrustu gúrk- urnar voru í Miklagarði þar sem kílóið var á 164 krónur. Odýrustu gúrkurnar voru hins vegar í Bónusi á 59 krónur. Næstmesti verðmunur var á rófum eða 95%. Mikligarður var með hæsta verðið eða 154 krónur en Bónus með lægsta á 79 krónur. Þess má geta að í Miklagarði er veittur 3% stað- greiðsluafsláttur og er sá afsláttur tekinn inn í allt uppgefið verð hér frá Miklagarði. Mikill verðmunur var einnig á rauðum eplum. Mikligarður var með dýrustu ephn eða 145 krónur fyrir kílóið en í Bónusi voru ephn á 79 krónur. Þar er verðmunurinn 84%. í Miklagarði var líka hægt að kaupa 1 Vi kg af mjög htlum eplum í poka á 99 krónur. Hagkaup og Fjarðarkaup voru með sama verðið á eplum eða 139 krónur. Það nautahakk sem miðað er við í þessari könnun er með fituinnihald 8-12%. Hæsta verðið var að finna í Hagkaupi þar sem kílóið var á 799 krónur. Bónus var með ódýrasta nautahakkið á 575 krónur. Veittur er 10% afsláttur á öllum unnum kjöt- vörum í Bónusi og er sá afsláttur tekinn inn í uppgefið verð. Á púðursykri frá Kötlu var 32% verðmunur. Lægsta verðið var í Bón- usi á 109 krónur kílóið en hæsta verð- ið í Fjarðarkaupum, 144 krónur. í Verðhrun varð á gúrkum fyrir skömmu en þó viröast sumar selja þær dýru verði. verslanir enn Tegundir Mikli- garður Bónus Hag- kaup Fjarðar- kaup Nautahakk(fita8-12%),1kg Kók,2l Kelioggs kornftögur, 750 g Paprikuostur, 250 g Öunrtars majones, 250 g Kötlu púðurs., 1 kg Lux handsápa, 125 g Gúrkur,1 kg Rófur, 1 kg________ Épli,rauð,1 kg 727 144 261 147 53 38 164 154 575 137 152 48 109 59 79 799 149 267 161 59 121 49 139 119 769 149 289 161" 58 144 41 129 89 139 Hagkaup Bónus\ =jsaM Miklagarði fékkst aðeins 'A kíló af púðursykri. Verðið á þeirri stærð var 69 krónur. Mikhgarður var með lægsta verðið á Lux handsápu eða 38 krónur stk. Hagkaup var með hæsta verðið eða 49 krónur. Þar er verðmunurinn 29%. í Hagkaupi var hins vegar hægt að kaupa 4 stk. saman á 196 krónur sem er mjög gott verð. Gunnars majones (250 g) var dýrast í Hagkaupi á 59 krónur en ódýrast í Bónusi á 48 krónur. Munurinn er 23%. Verðmunurinn á Léttu var 11%. Mikligarður og Hagkaup voru með hæsta verðið eða 115 krónur en Bón- us með lægsta verðið, 104 krónur. í Fjarðarkaupum kostaði Létta 114 krónur. Verðmunurinn á Kelloggs korn- flögum var einnig 11%. Tekið var mið af 750 g pakkningu en hún fékkst alls staðar nema í Bónusi. Þar var aðeins til 500 g stærðin en hún var á 177 krónur. Fiarðarkaup var með hæsta verðið á 750 g pakkningu eða 289 krónur en Mikligarður með lægsta verðið, 261 krónu. Dýrasta paprikuostinn var að flnna í Hagkaupi og Fjarðarkaupum á 161 krónu en hann var ódýrastur í Miklagarði á 147 krónur. í Bónusi var verðið 152 krónur. Minnstur verðmunur var á tveim- ur htrum af kóki eða 9%. Hagkaup og Fjarðarkaup voru með hæsta verðið eða 149 krónur en Bónus með lægsta á 137 krónur. -KMH AFATATILBOÐ KR, 19.900. -------.—_ Gíú/kur 164 kr. 59 kr. Hæst Lægst ffiSH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.