Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 Neytendur DV kannar verð í matvöruverslunum: Verðmunur á gúrkum er 178% Hin vikulega verðkönnun DV fór fram í gær. Farið var í fjórar mat- vöruverslanir en þær voru Mikli- garður við Simd, Hagkaup í Skeif- unni, Bónus í Faxafeni og Fjarðar- kaup í Hafnarfirði. Kannað var verö- ið á nautahakki (1 kg), kók (21), Kel- loggs kornflögum (750 g), paprikuosti (250 g), Gunnars majonesi (250 g), Kötlu púðursykri (1 kg), Léttu, Lux handsápu, gúrkum, rófum og rauð- um eplum. Að þessu sinni var reiknað út verð- ið á innkaupakörfu frá hverri versl- un með öllum 11 vörunum í. Reiknað var út meðalverð á þeim vörum sem fengust ekki eða voru ekki til í tiltek- inni stærð. Innkaupakarfan var ódýrust í Bónusi eða á 1.657 krónur en dýrust í Hagkaupi á 2.117. Taka skal fram aö mjög lítill munur var á innkaupakörfunum frá Hagkaupi, Fjarðarkaupum og Miklagarði. í Fjarðarkaupum var hún á 2.082 en á 2.073 í Miklagarði. Mestur verðmunur í könnuninni var á kílóinu af gúrkum eða alls 178%. Samkvæmt upplýsingum frá Sölufélagi garðyrkjumanna varð verðhrun á gúrkum fyrir skömmu þegar kílóið lækkaði úr 300 krónum í um 90 krónur. Ástæðan fyrir þessu er mikið framboð af íslenskum gúrk- um á markaðnum. En ekki virðast allar verslanir gefa viöskiptavinum færi á að njóta þess að geta keypt gúrkur á góðu verði. Dýrustu gúrk- umar voru í Miklagarði þar sem kílóið var á 164 krónur. Odýrustu gúrkumar vom hins vegar í Bónusi á 59 krónur. Næstmesti verðmunur var á rófum eða 95%. Mikligarður var með hæsta verðið eða 154 krónur en Bónus með lægsta á 79 krónur. Þess má geta að í Miklagaröi er veittur 3% stað- greiðsluafsláttur og er sá afsláttur tekinn inn í allt uppgefið verð hér frá Miklagarði. Mikill verðmunur var einnig á rauðum eplum. Mikligarður var með dýmstu eplin eða 145 krónur fyrir kOóið en í Bónusi voru eplin á 79 krónur. Þar er verðmunurinn 84%. í Miklagarði var líka hægt að kaupa 1 !4 kg af mjög litlum eplum í poka á 99 krónur. Hagkaup og Fjarðarkaup vom með sama verðið á eplum eða 139 krónur. Það nautahakk sem miðað er viö í þessari könnun er með fituinnihald 8-12%. Hæsta verðið var að finna í Hagkaupi þar sem kílóið var á 799 krónur. Bónus var með ódýrasta nautahakkið á 575 krónur. Veittur er 10% afsláttur á öllum unnum kjöt- vörum í Bónusi og er sá afsláttur tekinn inn í uppgefið verð. Á púðursykri frá Kötlu var 32% verðmunur. Lægsta verðið var í Bón- usi á 109 krónur kílóið en hæsta verð- ið í Fjarðarkaupum, 144 krónur. í Tegundir Mikli- garður Bónus Hag- kaup Fjarðar- kaup Nautahakk (fita 8-12%), 1 kg 727 575 799 769 Kók 21 144 137 149 149 Kelloggs kornflögur, 750 g 261 267 289 Paprikuostur, 250 g 147 152 161 161 Gunnars majones, 250 g 53 48 59 58 Kötlu púðurs., 1 kg 109 121 144 Létta 115 104 115 114 Lux handsápa, 125 g 38 49 41 Gúrkur, 1 kg 164 59 139 129 Rófur, 1 kg 154 79 119 89 Epli, rauð, 1 kg 145 79 139 139 Miklagarði fékkst aðeins 14 kOó af púðursykri. Verðið á þeirri stærð var 69 krónur. Mikligarður var með lægsta verðið á Lux handsápu eða 38 krónur stk. Hagkaup var með hæsta verðið eða 49 krónur. Þar er verðmunurinn 29%. í Hagkaupi var hins vegar hægt að kaupa 4 stk. saman á 196 krónur sem er mjög gott verö. Gunnars majones (250 g) var dýrast í Hagkaupi á 59 krónur en ódýrast í Bónusi á 48 krónur. Munurinn er 23%. Verðmunurinn á Léttu var 11%. Mikligarður og Hagkaup voru með hæsta verðiö eða 115 krónur en Bón- us með lægsta verðið, 104 krónur. í Fjarðarkaupum kostaði Létta 114 krónur. Verðmunurinn á KeOoggs korn- flögum var einnig 11%. Tekið var mið af 750 g pakkningu en hún fékkst alls staðar nema í Bónusi. Þar var aðeins til 500 g stæröin en hún var á 177 krónur. Fjarðarkaup var með hæsta verðið á 750 g pakkningu eða 289 krónur en Mikligarður með lægsta verðið, 261 krónu. Dýrasta paprikuostinn var að finna í Hagkaupi og Fjarðarkaupum á 161 krónu en hann var ódýrastur í Miklagarði á 147 krónur. í Bónusi var verðið 152 krónur. Minnstur verðmunur var á tveim- ur htrum af kóki eða 9%. Hagkaup og Fjarðarkaup voru með hæsta verðið eða 149 krónur en Bónus með lægsta á 137 krónur. -KMH Hæst Lægst lEk3l= Hæst Lægst Hæst Lægst 145 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.