Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 Utlönd ¦¦-_¦! . - ¦ ............ Nýjardanskar kartöflur Góða veðriö í Ðanmörku síð- ustu vikur hefur verið mjög hag- stætt kartöfiubændum þar í landi og nú er fyrsta uppskera sumars- ins komin á markaðinn. Er það óvenjusnemmt því venjulega koma nýjar danskar kartöflur ekki á markað fyrr en lengra er liðið á mai Var söluverð þessara kartaflna i hærra lagi eða 10.000 krónur íslenskar á kfióið og veit- ingahus eitt keypti kartóflurnar á 800 krónur stykkið. Réttarhöldum ímáliWoodyog Míulokið Réttarhöldum í máli Woody AHen og Miu Parrow er nú lokið, alla vega í bili. Ein 30 vitni hafa verið leidd í vitnastúkuna og skjölin eru upp á samtals 3.500 siður. Lögfræðingar Miu halda því enn fram að Woody misnoti börn kynferðislega en lögfræðingar Woody segja að Mia sé kolvitlaus. Barnalækn- irinn John Le- I venthal gagn- * rýndibæðiWo- ody og Miu harðlega við réttarhöldin. Sagði hann að Woody væri stífur, sjálfselskur, kaldur og: stundum miMll harðstjóri en að Mia skildi ekki tiifinningaíegar þarfir barna sinna og að samband hennar við sjö ára fósturdóttur sína, Dyian, væri of náið og hreinlega kæfandi. Reyndiað smygfaheróíni tilNoregs Júgóslavi, búsettur í Dan- mörku, var handtekinn fyrir stuttu í Moss i Noregi fyrir að vera með 660 grömm af heróihi á sér. . Júgósiavinn var að koraa með lest frá Kaupmannahöfh er toll- verðir fundu efnin. Höfðu þeim borist upplýsingar utan að frá um aö maöurinn væri með eitthvað óhremt í pokahjornina Maðurinn er húí fjðgurra vikna gæsiuvarðhaldi og má hvorki fá gesti né póst JimmyCarterí Paraguay Jimmy Carter, fyrrum forseti Bandaríkjanna, mun fara fyrir sendinefnd í Paraguay sem á að hafa eftirht meö fjölflokkakosn- ingum þar i landi scm veröa a sunnudaginn. Það voru þrir forsetafram- bjóðendur i kpsningunum sem fóru þessa á léit við Cart- er. Hánn hefur á^urfylgstmeð kosningum i Panama- Nicaragua, Haiti, Guy- ana, Zambiu og Dómíniska lýð- vetóihu og ákvað að verðaviðbón Páraguaymanna þó að svo stutt- ur tími væriölstefnu. Eftir að Carter tapaði í viður- eigninni við RonaM Reagan um forsetasæöð 1980 stofnaði hanní Carter Center í Aflanta í Georgiu- fylkL Vérður hann nti í forsvari fyrir 25 roanna hóp sern ásamt; hópi frá Nationai Deraocratic Institute for International ASaira mun fy^jast með kosningunum en auk þess verða fulltrúar frá 12 öðrum löndum. Reuter Friðartillögur Sameinuðu þjóðanna: Bosníu-Serbar segja blátt nei Þing Bosníu-Serba hafnaði í nótt frið- artillögum Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir að leiðtogar þess væru þegar búnir að samþykkja þær og að Bandaríkin hefðu hótað loftárásum. Með miklum meirihluta atkvæða ákvað þingið með harðlínumenn í broddi fylkingar að bera tillögurnar undir þjóðaratkvæðagreiðslu þann 15. og 16. maí nk. Júgóslavneskir, serbneskir og grískir leiðtogar hvítnuðu í framan þegar niðurstaða þingsins var gerð heyrum kunn og hóst var að óskir þeirra höfðu verið virtar að vettugi. Haft var eftir Radovan Karadzic að ef þingið hafnaði tillögimum myndi slíkt hafa hörmulegar afleiðingar. „Þing Bosníu-Serba hefur tekið þá verstu ákvörðun sem eitt þing getur tekið," sagði Dobrica Cosic, forseti Júgóslavíu, eftir 17 tíma fund þings- ins. Atkvæði fóru þannig að 51 þing- maður hafnaði tillögunum, 12 greiddu ekki atkvæði og aðeins tveir voru þeim fylgjandi. Niðinrstaðan þykir gífurlegt áfall fyrir Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba, sem hafði undirritað friðartillögurnar í Aþenu á sunnudaginn, og fyrir forseta Serb- íu, Slobodan Milosevic, en viðskipta- þvmgánirnar eru farnar að hafa mik- il áhrif þar í landi. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Warren Christopher, sem nú er staddiu" í Brussel, hafði þegar sam- band við Hvíta húsið en undanfarna daga hefur hann reynt að fá aðildar- þjóðir NATO til að herða aðgerðirnar gegnSerbum. Reuter ClintEastwood klipptimóður sína Eins og allir vita fékk mynd harðjaxlsins Clints Eastwood, Unforgiven, óskarsverðlaun sem besta mynd. ársins 1992. Það ] sem færri vitai er að móöir ;| hans,RuthWo-i od, lék í mynd- j inni en var ]g khppt í burtu. „Eg endaði á 1 gólfinu," sagði mamma gamla, sem er á niræöis- aldri, er hún tók á móti viður- kenningu fyrir störf sonar sins í Carmeií Kaliforníu þar semþau búa bæði. Wood sagði að hún hefði eytt einum degi á tökustað myndar- innar klædd í fyrirferðarmikinn og alltof þykkan kjól með blóraa- hatt á höíöinu. Tók hún þátt i atriði þar sem fólk sést fara um borð $ lest. Atriðið var tekið upp átta sinn- um. Bewter Slasaður borgari Sarajevo höktir á hækjum á brúnni yfir Miljacka-ána. Þing Bosniu-Serba hafnaði friðartillögum SÞ þannig að ekki er útlit fyrir að bar- dagamir taki enda á næstunni. Simamynd Reuter Aukin þjómista! Ný fatadeild Lengdur opnunartími í sumar: Föstudaga kl. 9-Í9- Laugaráaga kl. 9 -16 og sunnudaga kl. 10-16 R Rússar borga skipaviðgerðir meðfiski Færeyska skipasmíðastöðin og rússneski fiskiskipafiotinn hafa gert með sér samning sem þýðir aukna atvinnu í Færeyjum. Samningurinn felur í sér að Rússar borgi með fiski fyrir viðgerðir og klössun á fiskiskip- um sínum hjá færeysku skipasmíða- stöðinni sem er í bænum Skála á Austurey. Nýi samningurinn er viðbót við fyrri samvinnu þessara aðila og hef- ur þýtt að næg atvinna hefur verið í skipasmíðastöðinm' þrátt fyrir efna- hagskreppuna í Færeyjum. Nýrutanrflcisráð- herraífinnsku ríkisstjórnina Nýr utanríkisráðherra Finnlands, Heikki Haavisto, sagði í gær að ekki yrði auðvelt að fá Evrópubandalagið til að fallast á skilyrði Finna þegar viðræður um inngöngu Finnlands í EB hæfust. Haavisto gegndi formennsku í sam- tökum landbúnaðarframleiðenda og skóglendiseigenda og er þekktur fyr- ir gagnrýni sína á aðild að EB. Skipan Haavistos í ráðherraemb- ættið hefur verið umdeild, einkum vegna afstöðu hans til EB og reynslu- leysis hans í utanríkismálum. Ritzau og Reuter Kynnir nýja kynslóð Laser prentara •Afkastameiri: 9-16 síður á mín. •Risc örgjafi: grafísk vinnsla hraðvirkari •Hermir: HP LacerJet III, Epson FX-80 IBM Graphic printer & Proprinter Möguleikar: •Minnisstækkun allt að 9 MB •PostScript •Apple Talk •og margt fleira Kynningar Verð frá 79,900.-kr. gildir út maímánuð Hverfisgata 103-101 Reykjavík Sími 627250 Fax 627252

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.