Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1993, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1993
5
Fréttir
Blaðamönnum DV bannaður aðgangur að Keflavikurstöðinni:
Engin viðtöl á varnarsvæðinu
„Yfirmenn mínlr sjá ekki ástaeöu til
þess aö fara út í þá „sensasjón" að
láta taka viötöl viö starfsfólkið á
vinnustað. Hvorki myndir né viðtöl.
Menn mega auövitað taka viðtöl og
myndir af fólki utan vinnustaðar.
Þessi ákvörðun gildir í óákveðinn
tíma,“ segir Friðþór Eydal, upplýs-
ingafulltrúi Varnarliðsins.
Blaðamönnum DV var tilkynnt í
gær að þeir fengju ekki leyfi til að
Stefán Friöfinnsson:
Bíðum
eftir
utanríkis-
ráðuneytinu
„Ég þpri ekki að giska á hvað þetta
þýðir. Ég veit ekki til þess að búið
sé að ákveða neitt í þessum efnum.
Annars erum við að bíða eftir því
hvað utanríkisráðuneytið segir,“
segir Stefán Friðfinnsson, forstjóri
íslenskra aðalverktaka, aðspurður
um hvemig fyrirhugaður niður-
skurður á Keflavíkurflugvelli muni
koma niður á fyrirtækinu og fram-
kvæmdum í framtíðinni.
Stefán segir að stefnt hafi verið að
framkvæmdum á velhnum fyrir tvo
milljarða í sumar. Hann vissi ekki
hvaða áhrif nýjar hugmyndir um
niðurskurð hefðu á þær fram-
kvæmdir.
Stefán sagði að verkefnastaðan nú.
væri þolanleg en gæti auðvitað verið
mun betri. Síðast þegar hann vissi
hefðu samningar um sumarverkin
verið í fullum gangi. Það væri spum-
ing hvort það breyttist eitthvað nú.
-Ari
Þorsteinn Pálsson:
Útilokar
ekki
hrefnuveið-
ar í sumar
„Við höfum verið að búa okkur
undir að geta hafið hrefnuveiðar á
ný með sem skemmstum fyrirvara.
Hvort af veiðum verður í sumar
ræöst af þróuninni á alþjóðavett-
vangi á næstu vikum. Ég hef ekki
viljað lofa því að veiðar verði heimil-
aðar í sumar en ég vil heldur ekki
útilokað það. Lokaákvörðun hefur
ekki verið tekin," segir Þorsteinn
Pálsson sjávarútvegsráðherra.
Þorsteinn segist horfa mjög til þess
hvaöa ákvörðun Norðmenn taki.
Enn hafi þeir ekki ákveðið hvenær
þeir hefji hrefnuveiðar í atvinnu-
skyni en væntanlega muni þau mál
skýrast eftir fund Alþjóða hvalveiði-
ráðsins í Japan í næstu viku.
í fréttum hefur verið greint frá
þeirri afstöðu Bandaríkjanna að
styðja ekki tillögur um hvalveiðar í
atvinnuskyni innan Alþjóða hval-
veiðiráðsins, jafnvel þótt vísindaleg
rök skorti fyrir friðun. Þetta segir
Þorsteinn óskiljanlega afstöðu. Að
auki sé þessi afstaða brot á ýmsum
alþjóðlegum skuldbindingum sem
Bandaríkjamenn hafi gengist undir.
„Gagnvart vísindunum er það mik-
il vanvirða að hundsa með öllu vís-
indalegan grundvöll fyrir hagnýt-
ingu náttúruauðlindanna. Þá er þetta
ekki síður vanvirða fyrir Bandaríkin
sem hafa verið forysturíki í vísindum
ogtækni.“ -kaa
fara inn í stöðina til að heyra hljóðið
í íslenskum starfsmönnum í ljósi
nýjustu tíðinda af niðurskurði á
starfsemi bandaríska varnarliðsins í
Keflavík
„Ástæðan fyrir þessu er einfold.
Það er ástæðulaust á meðan ekki
liggur neitt fyrir frekar um málið að
auka á óvissuna og vonbrigði fólks-
ins hér á vellinunum. Það þjónar
engum tilgangi," segir Friðþór.
-Ari
Sýnd í Bíóborginni
Sýnd kl. 5 - 7 - 9 og 11