Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1993, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1993, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. / hlekkjum hugarfars Um fátt er meira rætt manna á meðal en þátt Baldurs Hermannssonar í sjónvarpi á dögunum sem bar nafnið „í hlekkjum hugarfarsins“. Þar er dregin upp ófógur lýs- ing á bændasamfélagi hðinna alda. Rauði þráðurinn í þættinum er að draga upp þá mynd að vel megandi bænd- ur hafi haldið samfélaginu í hlekkjum ánauðar og stöðn- unar. Til að styrkja þá mynd eru raktar subbulegar lýs- ingar á óhugnanlegum atburðum, hrottaskap, nauðgun- um, manndrápum og afbrigðilegri kynhneigð. Á skjánum birtast síðan til skiptis ógeðsleg andht eða saklaus stúlku- böm til að auka áhrifm af sagnfræðinni sem þar er sett fram. íslendingar era ekki par ánægðir með þennan þátt. Viðbrögðin eru afar sterk mótmæh sem beinast gegn Ríkissjónvarpinu annars vegar sem tekur þáttinn th birt- ingar og svo hins vegar þeirri söguskoðun sem fram er sett um bændur og felur í sér alhæfingu. Síðamefnda gagnrýnin á rétt á sér. Þátturinn er ekki vísindalega unninn og ekki hlutlaus. Höfundurinn virðist fyrirfram ákveðinn í að hallmæla bændum og rekur dæmi úr ann- álum um einstaka atburði sem eiga að sanna kenninguna um þrælahald vinnufólks af hálfu bænda. Hitt er vafasamara að áfehast Sjónvarpið fyrir að taka þáttinn th sýningar. Sjónvarpið á ekki að dæma um sagn- fræði eða söguskoðun. Sjónvarpið tekur enga afstöðu með eða móti mynd þótt sýnd sé. Að vísu er þáttur Bald- urs ekki mjög myndrænn og efnið heföi betur átt heima . í útvarpi, en það er þó th efs að dramatíkin hefði komist th skha í gegnum útvarp, hvað þá sú athygli sem þáttur- inn hefur vakið. Og kannske verður þessi þáttur og við- brögðin við honum th þess að íslendingar skoði betur sögu sína og fortíð og sagnfræðingar taki th hendinni við að gefa okkur rétta mynd af þjóðfélagsástandinu öðm- vísi en í ártölum og embættismannatali. Sannleikurinn er nefnhega sá að íslensk sagnfræði hefur verið í hlekkjum hugarfarsins. Bændarómantíkin hefur svifið yfir vötnum íslandssögunnar og lítið gert að því að skyggnast bak við tjöldin, rýna í kjör alþýðufólks og skýra þá staðreynd að íslendingar komust afar seint og iha th manns. Hvers vegna bjuggum við í torfbæjum fram á þessa öld? Hvers vegna ríkti hér bændasamfélag um aldir þegar öhum er ljóst að auðlind og afkoma þjóðar- innar var fólgin í sjónum í kringum landið? í bók sinni, „Upp, upp mitt ísaland“, hefur Gísh Gunn- arsson sagnfræðingur dregið upp aht aðra mynd af alda- fari og ástandi heldur en áður hefur verið gert. Sú bók kom út fyrir nokkrum árum og leiddi að þvi trúverðug rök að tök bænda á vinnuafh, landareignum og lögum hafi verið slík að þeir hafi í raun haldið þjóðfélaginu í Úötrum. Bændur hafi þannig heft framþróun og komið í veg fyrir aukna sókn íslendinga th sjós. Gísh fer í bók sinni ótroðnar og forvitnhegar slóðir og ættu sem flestir að kynna sér innihald hennar. Það er hins vegar langur vegur frá bók Gísla og th þátta Baldurs. Söguskoðun Gísla er enginn greiði gerður með þáttunum. Ef það er thgangur Baldurs Hermannssonar að hrista fjötra hugarfarsins af íslendingum og vekja þá th um- hugsunar um sögu sína, viðteknar venjur og ómeðvitaða hlekki yfirvalds og yfirstéttar, þá hefur þeim thgangi verið náð. Þátturinn hefur hrist upp í fólki. Vonandi verður hann th þess að íslendingar samtímans hti sér nær og hugi að því hvort enn séu ekki fjötrar hugarfars- ins ahsráðandi gagnvart þeirri valdastétt sem heldur þjóðinni í klafa stöðnunar. Ehert B. Schram „Nú er upp runninn tími hinnar miklu endurskoðunar á sögunni." - Úr íslensku bændasamfélagi fyrri tíma. Hinn „réttis< söguskilningur Ekkert er mikilvægara til skiln- ings á nútímanum en þekking á fortíðinni. Fortíðin mótar nútím- ann, hún skilgreinir þjóðir og skilning þeirra og vitund um sjálfar sig. Túlkun á sögunni ræður mestu um afstöðu þjóða til nágranna sinna og til sjálfra sín. Saga er for- senda þess að þjóð sé þjóð, þjóð getur verið til án lands eins og gyð- ingar um aldir. Land og tungumál er ekki nægilegt til að skilgreina þjóð, heldur sagan. Stríðið á Balkanskaga er stríð þriggja mismunandi þjóða sem búa í sama landi og tala sem tungumál, en sagan gerir þær að þremur þjóð- um. I Sovétríkjunum fyrrverandi eru tugir þjóða sem eins er ástatt um. Það veltur á því hverjir túlka þá sögu og hvernig hvort friður mun haldast þar. Stærsta vanda- mál nútímans er þjóðemisvakning og hún byggist á sögu hverrar þjóð- ar. Það sama gerðist á íslandi, sagan gerði okkur að þjóð, sú sama saga um einangrun sem varðveitti tungumáhð. En jafnvel tungumál er ekki nægilegt til aö skilgreina þjóð, eins og sést í Bosníu. Trúar- brögð ekki heldur en trúarbragða- sagan er þáttur í hinni stærri sögu- legu vitimd hverrar þjóðar. Endurskoðunin Nú er upp runninn tími hinnar miklu endurskoðunar á sögunni. Saga nútímans hefur verið skil- greind af þeim meginstefnum sem upp hafa komið á öldinni, komm- únismanum, og um tíma nasism- anum, auk frelsis- og fijálsræðis- kenninga. Nasisminn var þjóðern- isvakning og þjóðremba, sprottinn upp úr niöurlægingu ósigurs í fyrri heimsstyijöldinni og síðan sigrað- ur í þeirri síðari. Eftirmál þess sig- urs hafa síðan verið kalda stríðið. Eftir hrun kommúnismans er að koma í ljós að flest það sem gengið var út frá sem gefnu um kommún- ismann í Rússlandi og annars stað- ar var hyggt á vanþekkingu og misskilningi. Það var saga Rúss- KjaUaiinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður lands sem mótaði kommúnismann en ekki öfugt. Heimsveldi kom- múnismans var framhald í öðru formi af heimsveldi Rússakeisara og bojara hans. Um leið og í ljós kemur að öll þessi mál eru miklu flóknari en áður var talið, ekkert erjivítt eða svart, aðeins mismunandi grátt, hafa menn misst fótanna í heims- póhtíkinni. Tómarúm og óvissa blasir við í öhum áttum. Samsæriskenningar Sagan er ahtaf í endurskoðun því aö skhningur á henni breytist með mismunandi áherslum í hverii kynslóð. í þeirri endurskoðun eru margar stefnur en ein verri en ahar aðrar samanlagt. Það er sú kenning að sagan sé samsæri, sögulegir við- buröir og þróun sé afleiðing þess að ih öfl hafi með lævísi og prettum náð völdum th að gera góðu fólki hlt. Thgangurinn með samsærinu er skhgreindur með gefinni niður- stöðu. Kommúnistar voru sérfræð- ingar í þessu. Samsæri auðvaldsins gegn „al- þýðunni" voru trúarsetning hjá þeim og er sjálfsagt sums staðar enn. Andkommúnistar fyrir sitt leyti hafa ekki legið á hði sínu, kommúnisminn sjálfur var sam- særi um að ræna fólk frelsinu. Á þessari samsæriskenningu byggð- ist stefna Bandaríkjanna í áratugi. Víetnamstríðiö var samsæri Kín- veija og Rússa í þeirra augum. Frelsi Vesturlanda var í hættu. Bandaríkjamenn voru ekki einir um þetta, síðustu áratugir hafa verið blómaskeið samsæriskenn- inga. Ein slík birtist í íslenska sjón- varpinu á sunnudaginn var. Þar kom í ljós að eymdarsaga íslensku þjóðarinnar th síðustu aldamóta er að kenna nokkrum bændum sem sammæltust um það á fundi árið 1404 að hneppa aht vinnufólk í ánauð. Þetta samsæri er síðan und- irrótin að öhu öðru, svo sem ör- birgð þjóðarinnar og niðurlægingu ásamt ihvirkjum gegn minnimátt- ar sem staðfest eru í annálum. Þetta hefði glatt hjarta McCart- hys heitins eða þá Stahns. Skýring- in er fundin. Ekki er vanþörf á að endurskoða íslenska sögu enda er stöðugt að því unnið. En svona sagnfræði er einfaldlega ekki boð- leg, heldur Ríkissjónvarpinu th minnkunar og vansa. Gunnar Eyþórsson „Eftir hrun kommúnismans er að koma 1 ljós að flest það sem gengið var út frá sem gefnu um kommúnismann í Rússlandi og annars staðar var byggt á vanþekkingu og misskilningi.“ Skoðanir armarra Bankakerf ið baggi á atvinnulíf inu? „Bankakerfið hggur nú undir harðri gagnrýni fyrir of dýran rekstur. Sumir hafa jafnvel talað um bankakerfið sem hagga á atvinnulífinu.... Th þess eru nú geröar sömu kröfur um hagræðingu í rekstri eins og bankamir með réttu hafa gert th viðskipta- vina sinna á undanfórnum árum. Vissulega hefur verulegur árangur náðst í þeim efnum en betur má ef duga skal.“ Úr forystugrein Mbl. 5. maí Erlendir bankar á innleið? „íslenskir bankar og sparisjóðir hafa þegar feng- ið samkeppni frá erlendum bönkum. í heimsóknum fuhtrúa þeirra th landsins á undanfomum misserum hafa nokkrir bankanna boöið íslenskum fyrirtækj- um, sjóðum og stofnunum þjónustu sína í gjaldeyris- og vaxtastýringu. ... Það er áht mitt, að fyrirtæki muni ekki leita eingöngu th viðskiptabanka síns heldur hafi samhand við fleiri. Hvaöa banki nær forystu á þessu sviði mun ráðast af verði, þekkingu og þjónustu." Tryggvi Pálsson, framkvæmdastj. i fslandsbanka Samkeppnishæfari landbúnaður „Fáar þjóðir í heiminum em eins háðar mihi- ríkjaviðskiptum og við íslendingar. Eins er það að óvíða er hlutfah matvæla eins hátt í útflutningi eins og hér.... Við höfum á síðustu 5 ámm unnið mikið verk í þá vera að gera landbúnað samkeppnishæfari við okkar helstu viðskiptalönd. Að mínu mati hefur náðst um þetta nokkuð víðtæk póhtísk sátt. Enn er þó langt í land að íbúar sveita landsins séu búnir að vinna úr þeim miklu breytingum og margvíslegu erfiðleikum sem þessu era samfara." Jóhannes Geir Sigurgeirsson albm. í Tímanum 6. maí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.