Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1993, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1993, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993 Fréttir Banaslys sem varð á mótum Sæbrautar og Holtavegar í maí 1992: Akærður fyrir manndráp af gáleysi í hassvímu - ókjeppa á 80 km hraða á móti rauðu ljósi á bíl 17 ára stúlku Ríkissaksóknari hefur ákært 21 árs Reykviking fyrir manndráp af gá- leysi þegar hann varö valdur að hörðum árekstri á mótum Sæbrautar og Holtavegar í maí á síðasta ári þeg- ar 17 ára stúlka lét lífið. Hann er jafn- framt ákærður fyrir að hafa valdið verulegu líkamstjóni tæplega fimm- tugs karlmanns sem var í sama bíl og stúlkan. Manninum er gefið aö sök að hafa ekið jeppa á rauðu ljósi á allt að 80 km hraða og undir slíkum áhrifum kannabisefna að hann hafi ekki verið fær um að stjórna bílnum örugglega. Hið hörmulega slys varð með þeim hætti að fólksbifreiö var ekið vestur Holtaveg og inn á gatnamótin. í hon- um var 17 ára ökumaður, stúlka, og maður sem sat í framsæti. Um það leyti kom Cherokee jeppi ákærða norður eystri akbraut Sæbrautar á móti rauðu ljósi á talsvert mikilli ferö. Þegar bílamir rákust saman kastaðist fólksbíllinn á kyrrstæða bifreið á vestari akbraut Sæbrautar og síðan á aðra bifreiö þar fyrir aftan. Fólksbíllinn skemmdist mjög mik- ið en tiltölulega htið sá á jeppanum. Stúlkan hlaut svo mikla áverka á höfði og í brjóstholi að hún lést skömmu síðar. Farþegi í framsæti hlaut brot á þremur riíbeinum og mar á hjarta og lungum. Ríkissaksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar samkvæmt hegningarlögum og þess að hann verði sviptur ökuréttindum. -ÓTT Kísiliöjan við Mývatn: 5,7 miiljóna hagnaður Hagnaður af rekstri Kísiliðjunnar við Mývatn varð 5,7 milljónir króna á síðasta ári en árið á undan varð 8 milljóna króna tap á rekstri félags- ins. Samtals voru framleidd 19.646 tonn af fullunnum kísilgúr sem er um 15 prósent samdráttur frá árinu á undan. Útflutningurinn í fyrra nam 18,656 tonnum sem er 20 prósent samdráttur milli ára. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi Kísiliðjunnar sem haldinn var á laugardaginn. Þar kom einnig fram að tap fyrir skatta fyrstu fjóra mánuði þessa árs næmi 7,8 milljón- um króna, var 1,2 milljónir á sama tíma í fyrrra. „Tapið nú má rekja til þess að fyrstu sex vikur ársins var engin framleiðsla. Við búumst við að í lok maí veröum við mjög nálægt núlhnu en rekstraráætlun félagsins gerir ráð fyrir hagnaði á þessu ári,“ sagði Friö- rik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar, við DV. Kísiliðjan hefur mest framleitt 28 þúsund tonn af kísilgúr en framleiddi undir 20 þúsund tonnum í fyrra. „Þegar samdráttur er í efnahagslífi finnum við strax fyrir því. Við erum á viðkvæmum markaði þar sem framleiðsluvörur okkar eru notaðar í hreinar neysluvörur, í drykkjar- vöru-, matvæla- og málningariðnaði, Kísihðjan er ágætis barómeter á efnahagslífið'í Evrópu á hverjum tíma,“ sagði Friðrik. -hlh Ákærði ók yfir gatnamótin á Cherokee jeppa gegn rauðu Ijósi og lenti á fólksbil sem 17 ára stúlka ók. Hún lét lífið stuttu eftir áreksturinn. Ökumanni jeppans er gefið að sök að hafa verið undir áhrifum kannabisefna. DV-mynd S Siglufjörður: Minnkandi atvinnuleysi Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyri: „Það eru markvissar aðgerðir sem hafa skilað okkur þeim árangri að nú er atvinnuleysi hér mun minna en á síðasta ári. Fyrstu íjóra mánuði ársins var atvinnuleysi að meðaltah 30% minna en sömu mánuði á síð- asta ári,“ segir Bjöm Valdimarsson, bæjarstjóri á Siglufirði. Um síðustu mánaðamót vom 37 á atvinnuleysisskrá á Siglufirði en voru 57 á sama tíma í fyrra. Bjöm segir að uppbygging í sjávarútvegi á staðnum hafi þama mest að segja. Mun fleiri skip landi afla reglulega á Siglufirði en áður, störfum hjá Þor- móöi ramma hafi fjölgað mjög eftir breytingar á rekstri fyrirtækisins og þá sé stöðug og góð vinna hjá Ingi- mundi hf. „Bæjaryfirvöld hafa einnig unnið að algjörri uppstokkun sem hefur skilað okkur miklu. Það má segja að við höfum gengið í gegnum það tíma- bil fyrir um þremur árum sem nú er víða annars staðar, en við höfum unnið okkur út úr þessu með mark- vissum aðgerðum og menn hafa ver- ið mjög samstiga," segir Björn. í dag mælir Dagfari Nýr Jón f orseti Islendingar hafa lengi beðið eftir því að Jón forseti Sigurðsson stökkvi aftur fram á sjónarsviðið. Lengi vel voru vonir bundnar við Hannes Hafstein en hann fékk aldr- ei að njóta sannmæhs. Jónas á Hriflu kom næstur en var svo rek- inn úr Framsóknarflokknum og komst aldrei á blað. Ólafur Thors var glæsilegur persónuleiki og hk- legur sem arftaki Jóns forseta en Ólafur var í Sjálfstæðisflokknum og menn geta ekki komist í skóna hans Jóns forseta meðan þeir eru flokksbundnir. Að minnsta kosti var það hald manna fram til skamms tíma. En nú virðist loks Jón forseti endurborinn. Og það jafnvel þótt hann sé flokksbundinn. Hahdór landbúnaðarráðherra Blöndal er að verða sá hornsteinn og kjölfesta í íslensku þjóðlífi að ahar líicur eru á því að þjóðin geti sameinast um hann. Að minnsta kosti bændur og ef bændur taka ástfóstri við ein- hvem er sá hinn sami heilmikils virði. Það eru nefnilega bændur sem eiga þessa þjóð, eiga þingið og eiga slík ítök í hugum fólksins að það sem þeir segja, það bhvur. Baldur einhver Hermannsson hefur verið að gera þeim skráveifu með sjónvarpsþáttum. Slík er mót- mælaaldan og andstyggðin á sagn- fræði Baldurs að hann þarf ekki að sýna sig, sá maður, í sveitum landsins hér eftir ef hann vih sleppa lifandi. Sama má segja um veshngs kratana sem hafa lengi barist fyrir því að styrkjum th landbúnaðarins verði hætt og kratamir njóta svo líths fylgis að þeir mega þakka fyrir meðan þeir hanga inni á þingi. Nú datt nokkmm embættis- mönnum og stjómmálamönnum það í hug að íslendingar skyldu framfylgja þeim samningum sem gerðir hafa verið um Evrópska efnahagssvæðið og þá ætlaði aht af göflunum að ganga á Alþingi. Fuhtrúar bændastéttarinnar í öll- um flokkum sameinuðust 1 hehagri baráttu gegn þessari voðalegu árás sem Jón Baldvin var höfuðpaurinn í, Og henni var hmndið. Og ekki nóg með það. Nú safna þeir hði, bændur og búahð, á fundum hjá íhaldinu og hrópa vígorð að Jóni skrípó og hefja Hahdór Blöndal upp til skýjanna sem þeirra mann. Dóri Blöndal er aht í einu orðinn goð- sögn í þeirra augum, persónu- gervingur þeirra Islendinga sem vhja verja landbúnaðinn, sveitim- ar og lömbin og þá sagnfræði sem Baldur Hermannsson er að sverta. Jón Baldvin segir þetta aht einn ahsherjarmisskhning, hæði þaö að upphlaupið á þingi um daginn hafi sldpt einhveiju máh og eins hitt aö Hahdór Blöndal hafi skipt þar einhveiju máh. Hann segir að bú- vörulögin hafi ekkert að segja og landbúnaðarráðherra hafi ekkert að segja og bændaglíman hafi ekk- ert haft að segja um framhaldiö. En það er alveg sama hvað Jón Baldvin segir og það er alveg sama hvað Evrópska efnahagssvæðið segir, bændur hafa safnað liði og Pálmi á Akri og Egih á Seljavöhum og ahir aðrir vahnkunnir heiöurs- menn í bændastétt geta nú gert hróp að Jóni Baldvin og kahað hann Jón skrípi meðan Hahdór Blöndal er þeirra maður. Um þeirra mann verður þjóðin að sam- einast og standa vörð um Dóra th að skrípin í póhtíkinni hafi ekki af bændum það sem bænda er. íslenskir bændur hafa niður- greiðslurnar og styrkina og völdin til að setja jöfnunargjöld th að koma í veg fyrir að íslendingar flytji inn einhvern ósóma sem kann að drepa þeirra framleiöslu. Þetta er sjálfstæðisbarátta og á borð við þá sjálfstæðisbaráttu sem Jón for- seti Sigurðsson háði og það verður að friða Halldór og landbúnaðinn og úthúða andstæðingum hans sem allra, allra mest th að sjálfstæðis- baráttan beri árangur. Það er þetta sem hann Dóri skilur og sér og hefur þannig yfirburði yfir aðra ráðherra og stjórnmála- menn og húrra fyrir honum. Hann er ekki skrípi hann Dóri og vei þeim sem dettur í hug að skerða hár á höfði hans meðan hann er landbúnaðarráðherra. Það er best gert meö því að halda fundi til að lýsa hvers konar skrípi þaö eru sem hafa þá skoðun að völd Dóra eigi að vera minni en þau eru. Landbúnaðarráðherrar eru okkar menn, menn þjóðarinnar, menn sjálfstæðisins og menn framtíðar- innar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.