Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1993, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1993, Page 23
ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993 23 Sviðsljós „Veiðimessan'' opnuð: „Byrjunin lofar góðu og komu margir þessa fyrstu helgi sem opið var, veiðimenn á öllum aldri,“ sagði Stefán Á. Magnússon, einn af aö- standendum Veiðimessunnar í Perl- unni sem opnuð var um helgina. „Þessi „veiðimessa“ verður opin fram á sunnudaginn 23. maí og er aðgangur ókeypis. Við eigum von á góðri þátttöku eins og hefur verið á sýningunum sem hafa verið hjá okk- ur í Perlunni fyrr á árinu. Það stytt- ist í veiðitímann og veiðimenn eru orðnir spenntir eftir að renna fyrir laxa og silunga. Þessi sýning er góð upphitun," sagði Stefán og var rok- inn. Hann þurfti að segja veiðisögu. Ef við kíkjum aðeins á gestalistann þessa fyrstu daga voru þarna Garðar Þórhallson, Helgi Ingvarsson, Bern- harð Petersen, Gunnar Magnússon, Steinar Petersen, Orri Vigfússon, Friðrik D. Stefánsson, Þorsteinn Þor- steinsson, Rafn Hafnfjörð, Þórarinn Sigþórsson, Bolli Kristinsson, Róbert Schmidt, Páll Magnússon, Eggert Skúlason og Bjami Hafþór Helgason svo einhverjir séu nefndir. G.Bender Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra opnaði Veiði- messuna. Halldór hefur náð sér í gott lestrarefni en Bjarni Árnason veitingamaður hefur greinilega öðrum hnöppum að hneppa. Málin rædd undir súð og umræðuefnið er veiðiskapur. DV-myndir G.Bender Veiðidellan dró marga í Perlvma Smáauglýsingar - Sími 632700 Þverholti 11 ■ Verslun Fyrra hefti Ganglera, 67. árgangs, er komið út. 17 greinar eru í heftinu, auk smáefnis, um andleg og heimspekileg mál. Áskriftin er kr. 1.390 fyrir 192 bls. á ári. Áskriftarsími 91-39573. ■ Sumarbústaðir Sumarbústaður í skógi vöxnu landi, Dagverðamesi við Skorradalsvatn, tií sölu, 35 m2, með svefnlofti, fullbúinn. Upplýsingar í síma 91-44308. ■ Bílar til sölu Toyota 4Runner, árg. 1987, hvítur, upp- hækkaður, með ýmsum aukabúnaði. Toppeintak. Upplýsingar hjá Bílasöl- unni Braut, s. 91-681510 og 91-681502. Húsbill með öllu, tilbúinn i útileguna. Tilboð óskast. Skipti möguleg. Uppl. í síma 91-42993 eftir klukkan 19. Honda Civic, árg. '85, til sölu, verð ca 370.000 kr., vetrardekk á felgum fylgja. Upplýsingar í símá 91-77944 eða 985-25559. ■ Ýmislegt Nú býðst fyrirtækjum og einstaklingum aðstaða til geymslu á stóru sem smáu á vöktuðu útisvæði. Bjóðum geymslu- reiti í öllum stærðum, frá 25 m2 upp í nokkur þúsund m2. Allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Tökum einnig í umboðssölu vinnu- vélar, vinnuskúra, timbur, báta o.fl. Geymslusvæðið hf., Kapelluhrauni v/Straumsvík, s. 654599, fax 654647. Uppboð Uppboð á effirgreindum eignum mun byrja á skrifstofu Húnavatns- sýslu að Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, miðvikudaginn 19. maí, kl. 14: Brekkugata 2, Hvammstanga, þingl. eigandi Meleyri hf., eftir kröfum Is- landsbanka og Bennýjar og Guðrúnar Sigurðardætra. Haíharbraut 5, Hvammstanga, þingl. eigandi Meleyri hf., eftir kröfum Vá- tryggingafélags íslands og Islands- banka. Bjarmi HU-13, þingl. eigandi Meleyri hf., eftir kröfum Lífeyrissjóðs sjó- manna og Samskipa hf. Gissur hvíti HU-35, þingl. eigandi Særún hf., eftir kröfu Byggðastofnun- ar. SÝSLUMAÐUR HÚNAVATNSSÝSLU Jón A. Barðdal í Seglagerðinni Ægi, Vesturbergi 133, er fimmtugur í dag. Hann tekur á móti gestum á morgun, miðvikudaginn 19. maí, í Félagsheimili Seitjarnar- ness milli kl. 19.00 og 22.00. Mótorhjólalöggur á námskeiði Daníel Eyþórsson, Jónas Helgason og Bjarni Ólafur Magnússon eru nýjustu liðsmenn umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík en meöfylgj- andi mynd var tekin af þeim í lok mótorhjólanámskeiðs sem þeir sóttu. Hægra megin á myndinni eru leiðbeinendur þeirra, Jakob S. Þórarins- son varðstjóri, Vignir Sveinsson lögreglumaður og Magnús Einarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, en þeir leiðbeindu nýliðunum á námskeiðinu sem stóð í tíu daga. DV-mynd Sveinn Hótel Bláa lónið Vegna fjölda fyrirspurna er Anita Blake komin til okkar aftur og verður hjá okkur í 3-4 vikur. Þeir sem hafa áhuga á að fá heilun hjá Anitu hafi samband við Hótel Bláa lónið. Upplýsingar í síma 92-68650 eða 92-67050. SMÁAUGLÝSINGADEILD verður opin í dag, þriðjudag, frá kl. 9-22. Opið á morgun, miðvikudaginn 19. maí, frá kl. 9-22. Lokað verður á fimmtudag, uppstigningardag. Kemur út miðvikudaginn 19. maí og föstudaginn 21. maí. Síminn er 632700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.