Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1993, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 24. MAÍ 1993 í GÓÐUM HÖNDUM BJÖRN VIÐISSON NUDDFRÆÐINGUR SUNDLAUG KÓPAVOGS S. 642560 Utlönd Líkamsnudd*SvæðameÖferð*íþróttanudd \\\\\V\\\\\\\\\\\V Faðir hinnar 25 ára gömlu Admiru Ismic heldur á mynd af henni og unnusta hennar og jafnaldra, Bosko Brikic. Admira, sem var íslami, og Bosko, sem var Serbi, voru skotin til bana er þau reyndu að flýja Sarajevo fyrir tæp- lega viku. Enginn þorir að nálgast lík þeirra til að koma þeim til greftrunar þar sem slíkt þykir of hættulegt. Slmamynd Reuter Bardagar hætti í Sarajevoborg Gert er ráð fyrir að leiðtogar stríðs- aðila í Bosníu muni koma saman í dag á flugvellinum í Sarajevo undir vemd Sameinuðu þjóðanna. Er ætl- unin að ræða tillögur um að aflétta hernaðarafskiptum í Sarajevo. Stjórn Bosníu fannst hún svikin um helgina er tilkynnt var um stefnubreytingu vestrænna stjóm- valda í málefnum Bosníu-Herzegó- vínu. Serbar, aftur á móti, voru nokkuð ánægðir. Lagt hefur verið til að stríðið í Bosníu verði „fryst“, þ.e. að Serbar haldi þeim svæðum sem þeir hafa náð undir sig. íslamar hafa heitið því að reyna að ná aftur svæð- um sem þeir hafa tapað í stríðinu. „íslamar hafa loksins gert sér ljóst að Bosnía verður ekki sameinuð undir þeirra stjóm," sagði Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, eftir að Bandaríkin, Rússland og vestræn- ir bandamenn þeirra urðu sammála um stefnubreytinguna. „Það er líka ljóst að það verður ekki um hemað- aríhlutun að ræða.“ Bandarísk stjómvöld og banda- menn þeirra urðu sammála um ýms- ar aðgerðir, þar á meðal hugsanlega notkun bandaríska flughersins til að vernda friðargæslusveitir Samein- uðu þjóðanna á svokölluðum griða- svæðum í Bosníu og til aö tryggja að vopn berist ekki frá Serbum til Bos- níu-Serba. Forseti Bosníu, íslaminn Alia Ize- begovic, sakaði heiminn um að frið- þægja Serbum og hann hvatti þjóð sína til að beijast til síðasta blóð- dropa. „Við munum ekki lengur eyða tíma okkar í gagnslausar friðarvið- ræður," sagði Izebegovic í útvarps- ræðu. Hann ætlaði samt sem áður að koma til fundarins í dag í SarajeVO. Reuter SMÁAUGLÝSINGADEILD OPIÐ: Virkadaga frákl. 9-22, laugardaga frákl. 9-16, sunnudaga frákl. 18-22. ATH.! Smáauglýsing í helgar- blað DV verður að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag. POIAR RAFGEYMAR 618401 _______ ÍPLÍNGAR Þverholti 11 -105 Reykjavík Sími 91-632700 Bréfasími 91 -632727 Græni síminn: 99-6272 3JA DAGA TILBOÐ Stærðir 31-43 Ath. einnig reimaðir. Kr. 790. Skómarkaður JL euro sko Skemmuvegi 32-L, sími 75777 Saúdí-Arabía: Pflagrimar minntir á bann Yfirvöld í Saúdí-Arabíu hafa minnt Innanríkisráðuneytið í Saúdí- hafa að undanfórnu flykkst til á það nú, þegar pílagrímaferðir Arabíu gaf út yfirlýsingu þess efnis Mekka, fæðingarstaðar Múhameðs standa sem hæst til landsins, að í gærkvöldi að dreifmg á fyrmefndu spámanns og helgasta staðar íslams- ströng viðurlög séu við dreifingu efni væri stranglega bönnuð. trúarmanna. bæklinga, bóka eða segulbandsspóla Mörg hundruð þúsund íslamstrú- Reuter með stjómmálalegu efni. armenn víðs vegar úr heiminum Norður-írland: Ekkert lát á sprengjutilræðum Risastór bfiasprengja sprakk í miðbæ Magherafelt á Norður-írlandi í gærkvöldi. Er það fjórða sprengjuá- rásin á Norður-Irlandi á jafnmörgum dögum. Gífurlega skemmdir urðu af völdum sprengjunnar. Meiðsl á fólki urðu ekki mikil. Lögreglan fékk viðvömn um sprengjuna um 30 mínútum áður en hún sprakk og var veriö að ryðja svæðið þegar sprengingin varð. Fyrr um daginn var svipuð sprengjuárás í Belfast. Þar urðu miklar skemmdir en engin alvarleg slys á fólki. í sprengjuárás írska lýðveldishers- ins, IRA, á fimmtudaginn í Belfast, þegar talning hófst eftir sveitar- sljómarkosningar, særðust tuttugu manns. Á laugardaginn særðust tveir lögreglumenn og fjórir óbreytt- ir borgarar í sprengjuárás í Portadown. Sinn Fein, hinn pólitíski vængur írska lýðveldishersins, hlaut fleiri atkvæði en aðrir flokkar sem buðu sig fram. Það er venja IRA að láta Lögreglumenn ganga fram hjá hóteli sem skemmdist í einum af mörgum sprengjutilræðum IRA á Norður-írlandi undanfarna daga. Simamynd Reuter lítiö fyrir sér fara á meðan kosningar IRA kunni að láta til skarar skríða á standa yfir til að leyfa flokknum að Englandi nú þegar kosningunum er njóta sín. Varað hefur verið við að lokið. Reuter DV Drottningarmóð- Móðir Elísabetar Bretadrottn- ingar er nú á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð á hálsi á sjúkrahúsi í Aberdeen í Skot- landi á fimmtudagskvöld. Drott- ingarmóðirin, sem er 92 ára, var í heimsókn á Balmoral þegar hún skyndilega átti í mestu erfiðleik- um með að kyngja. Gamla konan var flutt hiö snarasta undir lækn- ishendur þar sem það sem stóð í henni var fjarlægt. Búist er víð að drottningarmóð- irin geti farið að sinna skyldu- störfum sínum aftur mjög fljót- lega en hún var útskriluð í gær. Baulaðáungfrú Ameríku Dayanara Torres, 18 ára tilvon- andi tannlæknir frá Puerto Rico, var kjörin „Ungfrú alheimur*1 í Mexikóborg á föstudagskvöldið. Heimamenn voru þó ekki alls kostar sáttir við niðurstööu dóm- nefndarinnar og bauluöu ákaft þegar „þeirra stúlka" komst ekkí í undanúrsiit. Dómararnir tóku þá bandarísku framyfir og mátti sú þola mikið baul frá gestum keppninnar. Fegurðardrottningar frá Kól- umbíu og Venesúela voru í öðru og þriðja sæti en fulltrúi íslands í þessari keppni, María Rún Haf- liðadóttir, komst ekki í úrslit. Þrúglæpamenn afhöfðaðiri Saudi-Arabíu Þrír glæpamenn voru gerðir höfðinu styttri i Saudi-Arabíu á föstudaginn. Tvær aftakanna voru í Dubai þar sem Harned Sal- em og Mohammed Faheed, sem voru dæmdir fyrir vopnað rán og að myrða og særa lögreglumenn, týndu lífinu. Þriöja afhöfuðunin var svo i höfuöborginni Riyadh en þar var það eiturlyfjasalinn Matheel Khan sem hiaut sömu örlög. Um 40 manns hafa nú verið teknir af lífi í Saudi-Arabíu með fyrrgreindum hætti það sem af er árinu. Athafnirnar fara yfir- leitt fram skömmu eftir bæna- stundina sem haldin er um há- degisbilið á fóstudögum og er öll- um frjálst að fylgjast með gangi mála. dintonskokkar meðforseta Suður-Kóeru Kim Young-Sam, forseti Suður- Kóreu, og Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, munu ræöast við i júlí þegar sá síðarnefndi kemur i opinbera heimsókn til Suður- Kóeru. Auk hefðbundinna við- ræðna mun forsetarnir fara sam- an út að skokka en þeir eru báðir mikiiír áhugamenn um heilsu- rækt. Ákveðið hefur verið að for- setamir fari saman út að skokka klukkan sex að morgni til þá tvo daga sem Clinton dvelur hjá Yo- ung-Sam. „Hróihöttur“ kominnífang- elsi „Hrói höttur“ Tælands, sem stal frá ríkum og gaf fátækum, er nú kominn í fangelsi. Maður- inn gaf sig fram þegar lögreglan handsamaði eiginkonu hans.og félaga. Svo vírðist sem Hrói hafi talið sig vera búinn að gera nóg í þvi aö hjálpa öðrum því næsta ráðabrugg hans snerist um að stela peningum til að geta opnað billjardstofu fyrir sig og vini sína. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.