Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1993, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 24. MAÍ1993 11 UtLönd Fornleifafundur í Egyptalandi Fomleifafræðingar hafa fundið um 3.200 ára gamla neðanjarðargröf í Egyptalandi, nálægt pýramídunum í Giza. „Við stöndum frammi fyrir stór- kostlegum fundi,“ sagði Mohammed Ibrahim Bakr, framkvæmdastjóri Egypska fornleifafræðifélagsins, þar sem hann stóð fyrir ff aman gröflna. í gröfinni er garður úr kalksteini, herbergi sem grafið hefur verið út úr steininum og fjögur herhergi neð- anjarðar. Gröfin var gerð fyrir mann að nafni Nakh-Min. Sá hann um hest- vagna fyrir faraóinn Ramses n. Ramses ríkti í Egyptalandi í 67 ár um 13 öldum fyrir Krists hurð. Á þessum tíma náði veldi faraóanna alla leið til Jórdaníu og Sýrlands. Pýramídarnir þrír í Giza, 12 kíló- metrum fyrir sunnan Abu Sir, eru allir mun eldri eða frá tíma sem hófst fyrir um 5.000 árum. Gröf Nakh-Min fannst fyrir þremur vikum. Höfðu þorpsbúar fundið gat sem leiddi þá að gröfinni. „Lögreglan tilkynnti að fólk væri að stela af svæðinu hérna. Við viss- um ekki hvort það væri gröf héma eða ekki, svo að við ákváðum að grafa á svæðinu og heppnin var með okkur og við fundum gröfina," sagði Bakr. Eitt herbergja grafarinnar er skreytt myndum af goðum með dýra- höfuð og með setningum úr Bók hlið- anna. Reuter Egypskur fornleifafræðingur rannsakar nýfundna gröf. Simamynd Reuter Palmemorðið: Lögreglumenn yfirheyrðir Yfirheyrslur yfir fimm mönnum vegna Palmemorðsins, þar af að minnsta kosti tveimur lögreglu- mönnum, standa nú fyrir dymm, að því er Svenska dagbladet skrifaði um helgina. Einnig hefur verið beðið um aðstoð frá bandarískum lögregluyfir- völdum í sambandi við rannsókn á Smith & Wesson skammbyssu. Sak- sóknari vill ekki láta uppi hvað það er sem rannsaka á í sambandi við vopnið. Umfangsmikil rannsókn hefur staðið yfir í rúman mánuð á athöfn- um vissra lögreglumanna um það leyti sem Olof Palme, fyrrum forsæt- isráðherra Svíþjóðar, var myrtur. TT Skiptinemi 1 Bandaríkjunum: Fór húsavillt og var skotinn til bana Það getur kostað mann lífið að beija á rangar dyr í Bandaríkjunum. Það þykir ekki ótrúlegt að sumir Japanir komist að þessari niðurstöðu eftir að kviðdómur í Baton Rouge í Louisiana í Bandaríkjunum sýknaði í gær Bandaríkjamann sem í fyrra skaut til bana japanskan skiptinema sem fór húsavillt. Kviðdómurinn komst aö þeirri nið- urstöðu að Bandaríkjamaðurinn Pea- irs heíði skodð í sjálfsvöm. Japanski skiptineminn, sem var 16 ára, var á leið í veislu á „Hrekkjavöku" 17. okt- óber síðasthðinn og var klæddur eins og John Travolta í kyikmyndinni Sat- urday Night Fever. Ásamt bandarísk- um vini sínum hringdi Japaninn Yos- hi tvisvar bjöllunni hjá Peairs. Það var frú Peairs sem kom til dyra og þar sem hún varð óttaslegin kallaði hún til manns síns og bað hann um að koma með byssu. Yoshi var ekkert alltof sleipur í ensku og stoppaði ekki þegar kallað var til hans „freeze", eða stattu kyrr, og gekk að hjónunum. Það var nóg til þess að hann var skotínn. Verjandi Peairs fullyrti að hann hefði haft ástæðu til að óttast um líf sitt. Samkvæmt lögum í Louisiana hefur húseigandi rétt til að skjóta þann sem ryðst ógnandi inn á heim- ih hans. Það var klappað í réttarsaln- um þegar kviðdómur las upp niður- stöðusína. NTB, Reuter NÁMSKEIÐ FYRIR HRESSA KRAKKA Skemmtileg sumarnámskeið fyrir fróðleiksfusa krakka I fjögur ár höRim við boðið fróðleiksfúsum krökkum að sækja sumarnámskeið um tölvur og tölvunotkun. Yið viljum vekja athygli y.kkar á að enginn annar skóli hefur jafnmilda reynslu afþví að kenna bömum og unglingum á tölvur. Við bjóðum því reyndustu kennarana og spennandi námskeið sem er aðlagað að þörlum krakkanna. Kennd er tölvufræði, vélrimn, ritvinnsla, notkun geisladiska og skanna, teikning, upplýsingasöfnun og úrvinnsla og margt fleira. fau geta sótt 2ja eða 3ja vikna námskeið á morgnana eða eftir Kádegi og þau geta valið um hvott þau læra á Macintosh eða PC tölvu. Þátttökugjaldi er stillt mjög í hóf. Námskeið heljast 1. júní, 21. júní, 19. júlí, 3. ágúst og 16. ágúst. Leitaðu nánari upplýsinga hjá okkur. ára Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 • 108 Reykjavík © 68 80 90 Sextán ventla tæknin og ný hönnun spnengirýmis tryggir jafna sprengingu, höggfría vinnslu, hreinan bruna og bætta eldsneytisnýtingu. Háþróuö tölvustýrö kveikja og innspýting gera MICRU að einum sparneytnasta bílnum á markaönum MICRA BÍLL ÁRSINS 1993 VERÐ AÐEIIXIS STGR. Kr. 822.000.- Ingvar Helgason hf. Sævarhöföi 2,112 Reykjavik P.O. Box 8036, Slmi 674000 MICR ODYR I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.