Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1993, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 24. MAÍ 1993 Spumingin Hver vaskar upp á pínu heímili? Einar Torfi Einarsson: Það er mis- jafnt. Ég geri það stundum en samt ekkert voðalega oft. Friðrik Ellert Jónsson: Mamma og pabbi en ég er líka yfirleitt nokkuð duglegur. Vilborg Stefánsdóttir: Allir hjáipast að. Sóley Halldórsdóttir: Ég og mamma og kallamir, þegar þeir eru góðir. Brynhildur Bjömsdóttir: Ég og mamma mín. Dröfn ösp: Uppþvottavélin. Lesendur__________ Snúum vörn ísókn Nú blæs ekki byrlega fyrir þeim er vilja hefja hvalveiðar aftur til vegs og virðingar. Konráð Friðfinnsson skrifar: Nú blæs ekki byrlega fyrir þeim er vilja hefla hvalveiðar aftur til vegs og virðingar. Nýafstaðin ráðstefna Alþjóða hvalveiöiráðsins jók möim- um heldur ekki bjartsýni þar eð það hafnaði öllum tillögum er lutu að veiðum. Fráleitt bætti A1 Gore, varaforseti Bandaríkjanna, úr skák í þessu máli er hann fékk aílt í einu símaæði og tók að hringja í þjóðir og hóta þeim afarkostum ef þær svo mikið sem sendu einn skutul í þessa „bestu vini sína í hafinu". Norðmenn hyggjast þó skutla fáeinar hrefnur í sumar og hafa gefið út opinbera yfirlýsingu þess efnis. Viðbrögðin erlendis voru síðan þau að nær samstundis urðu þeir af samningum upp á 8-900 millj- ónir króna. Svona eru þessi mál komin í dag. Það verð ég að segja að manni ofbýð- ur oft málflutningur þeirra er skipast þama á móti. Mynd Magnúsar Guð- mundssonar, í leit að Paradís, sem mér fannst málefnaleg og nokkuð hlutlaus, sýnir manni það svart á hvítu á hvaða villigötum þetta bless- aða fólk er í þessum hvalamálum. Sum tilsvör fólksins eru reyndar sprenghlægileg. Tvö þeirra voru efn- islega á þessa leið: Það er ljótt að deyða hvali og annað fólk og hljóðin, er mjaldurinn gefur frá sér, halda ósonlaginu yfir okkur saman. Annar eins þvættingur á þessum nótum fær engan veginn staðist og stangast á við alla skynsemi. Hvemig er hægt að spyrna við fót- um og snúa þessari þróun við? Ég tel að hægt sé að koma vitinu fyrir þetta fólk eingöngu með fræðslu er byggir á pottþéttum heimildum er ekki verða hraktar. Þær heimildir höfum við klárar. Þær sýna okkur með óyggjandi hætti að stofnarnir em í veiðanlegu ástandi um þessar mxmd- ir, t.d. eru í hrefnustofninum um 700 þúsund dýr. Fræðsla í málinu er nauðsynleg, því ekki má líða óvönduðxun mönn- um stundinni lengur að halda bábilj- um að hrekklausu fólki. Þannig vinnu- og bolabrögðum verður að linna. Er enda svo komið aö hug- sjónamenn, er studdu þessar hreyf- ingar fyrrum, hafa flestir yfirgefið þær. Grindavík er blómlegur bær Gestur Sturluson hringdi: Þessa dagana er verið að sýna í Ríkissjónvarpinu þáttaröð er nefnist „Þjóð í hlekkjum hugarfarsins". Höf- undur handrits er Baldur Her- mannsson. Þessi þáttur hefur vakið hörð viðbrögð, umræður og deilur. Ég ætla mér ekki að blanda mér í neinar deilur um þeiman þátt. Þó er eitt sem ég vil fetta fmgur út í. Sunnudaginn 9. maí var 2. þáttur þessa myndaflokks og nefndist hann „Fjósamenn á fiskislóð“. Eins og nafnið bendir til, fjallar hann um sjávarútveg fyrr á öldum. Víða var komið við á landinu af atvinnu við sjávarsíðuna, ekki síst í Grindavík sem eðlilegt er, þar sem Grindavik hefur verið og er ein af stærstu fiski- höfnum landsins. Höfundur segir að löngum hafi ver- ið litið niður á Grindvíkinga og má það svo sem rétt vera. Það sem verra er er að höfundur fer heldur niðr- andi orðum um Grindavík eins og hún er í dag. Segir hann það vera heldur óhijálegt og sóðalegt pláss. Þessu vil ég mótmæla, síðast þegar ég var þar á ferð sá ég ekki betur en að þetta væri allra myndarlegasti bær, mörg ný hverfi með fallegum einbýlishúsum og vel ræktuðum lóð- um. Nei, Grindvíkingar þurfa ekki að skammast sín fyrir bæinn sinn. Þeir geta bara verið stoltir af honum. Athugasemd: Engin átök milli okkar Arnar fvar Hauksson skrifar: Vegna fréttar á baksíðu DV þann 18. maí, og vegna fréttar í Pressunni daginn eftir, óskar undirritaður eftir birtingu á þessari athugasemd. Það fyrsta sem mér datt í hug þeg- ar ég las þessa frétt var: Er maðurinn með krónískan heilahristing, og það að kalla mig vin, þvílíkur vinskapur. Ég hef aldrei verið vinur hans fyrr né síðar, í mesta lagi kunningi ef það nær svo langt. Engin „átök“ urðu á milli okkar Arnar Karlssonar á heimili hans. Öm skuldaði mér persónulega fé, og það að ég skuldi honum 1,5 milljónir staöfesti mína hugsun um heilahrist- inginn. Eg fór heim til hans til að ræða Hringið í síma 63 27 00 milli kl. 14 og 16-eóa skrifið Naftiok simanr. verður aö fylRÍ& bréfum Umrædd grein birtist í DV þriðjudaginn 18. mai. skuld hans við mig. Öm greiddi ekki og á plani fyrir utan heimili hans stjakaði hann harkalega við mér. Það eitt er rétt að ég bar af mér lagiö þannig að hann féll á rassinn inn í trérunna, og þær skrámur sem hann fékk, sem lýst er í áverkavottorði, er mér ókunnugt um hvernig hann fékk. Öm Karlsson er því miður hvorki maður stöðugur á fótum né í sann- leika og skinn hans virðist allt að því jafn þunnt og „sannleikurinn" sem úr munni hans kemur. Þess má geta til gamans, og sýnir það best hve vinsæll maður Örn er, að fjöldi manns hefur hringt í mig og þakkað mér fyrir það, sem ég ekki gerði. En því trúir enginn sem mig þekk- ir aö hafi ég slegið Örn Karlsson sjö högg og tekið hann fangbrögðum hafi hann eftir það mátt kokhraustur ljúga. Mér sýnist það varla efni í baksíðu- frétt þótt menn beri af sér atlögu. En hvað gera menn ekki í þessari gúrkutíð þegar sá sem skrifar þessa athugasemd er annars vegar að sinna sínum persónulegu málum, ja mikið hlýt ég að vera merkilegur maður og „stórhættulegur“. Helgi Seljan skrifar: Hátíð harmoníkunnar var hald- in á Hótel íslandi á dögunum. Vel var til hennar vandað, góðir gest- irlékulistir sínarog ievfðu okkur enn betur áð kynnast töfrum þeirra hljóma sem harmoníkan seiðir fram. Norski gesturinn var einkar lifandi og fær í túlkun sinni og íslensku gestimir létu ekki sitt eftir liggja. Harmoníkufélag Reykjavíkur stóð fyrir þessar hátíð, en heilinn þar á bak við er Karl Jónatans- son, óþreytandi að gera veg harmoníkunnar sem mestan og gera um; leið sem fiesta að þátt- takendum. Það er ótrúlega skemmtilegt að heyra og sjá 50 manna stórsveitina hans Karls, samstillta og leikandi létta. Frumhlaup borgarsQóra örn skrifan Borgarstjóri Reykjavíkur er um flest ágætis maður og hefuroftast staðið sig með ágætum í starfl. Þvi kom það leiðinlega á óvart er uppgvötvaðist að hann hefði mælst til þess við aðra embættis- menn borgarinnar að beina við- skiptum til Hótei Borgar. Hvíiíkt ffumlilaup hjá borgarstjóra og þaö meira að segja án samráðs viö aðila Hótel Borgar. Ég er viss um að Hótel Borgar- menn telja sig hafa orðið fyrir skaða vegna beiðni borgarsfjóra. Hótelið er hið glæsilegasta og er; áreiðanlega þess umkomíð að auglýsa sig sjálft á grundvelli eig- in verðieika en þarf ekki á nein- um „stuðningí“ af þessu tagi aö halda. Halldór hringdi: Nu er byrjaöur aftur þátturinn Mótorsport á Ríkissjónvarpinu og þar ræður ríkjum Birgir Þór Bragason. Ég má til með að lýsa yfir ánægju minni með störf hans því hann vandar vel til vinnu sinnar og á stóran þátt í vinsæld- : um þessa ajónvarpsfréttaefhis. Úrslitakeppni bandariska körfuboltans stendur nú yíir og fer aö ná hámarki. Aðdáendur þessarar íþróttar eru orönir margir, unglingar sem stunda körfúknattleik á íslandi skipta orðið þúsundum. Þeir hinir sörau krefjast þess aö sýnt veröi meira frá þessum leikjum á sjónvarpsstöðvunum og sýnt beint frá leikjum í undan- úrslitum og úrslitum keppninn- ar. Það ætti að vera vandalaust að fá auglýsendur til að fjár- magna útsendinguna því nógu margir myndu horfa á hana. Haraldur hringdi: Þrír íslendingar eru nú að vinna þrekvirki á Grænlandi meö því að ganga á gönguskíðum þvort yfir Grænlandsjökul. Þetta er kostnaðarsöm ferð fyrir þá og landar þeirra mættu vel sýna þeim stuöning með því að styrkja þessa ofurhuga með fégjöfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.