Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1993, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1993, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 24. MAÍ 1993 Fólk í fréttum Benedikt Davíðsson Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, Víghólastíg 5, Kópavogi, hefur verið í fréttum DV vegna undirskriftar kjarasamninga sl. fostudagsnótt. Starfsferill Benedikt fæddist á Patreksfirði 3.5.1927. Hann stundaði sjó- mennsku og fiskvinnslu á Patreks- firði 1942-45, var iðnnemi í húsa- smíði í Reykjavík 1945-49 og lauk sveinsprófi í húsasmíði frá Iðnskól- anum í Reykjavik 1949, stundaði húsasmíðar í Reykjavík 1949-54, 1957-60 og 1965-68. Þá starfaði hann að félagsmálum hjá Trésmiðafélagi Reykjavíkur 1954-57 og frá 1970 og hjá ASÍ1960-65. Hann hefur verið forseti ASÍ frá sl. hausti. Benedikt sat í stjórn Trésmiðafé- lags Reykjavíkur 1953 og 1959-62 og var formaður þess 1954-57. Benedikt sat í miðstjóm ASÍ1958-88, var varamaður eða aðalmaður í stjóm Atvinnuleysistryggingasjóðs á ár- unum 1958-86, var formaður Sam- bands byggingarmanna 1966-90, hefur setið í stjórn Lífeyrissjóðs byggingarmanna frá stofnun 1970, í framkvæmdastjórn Sambands al- mennra lífeyrissjóða frá stofnun 1973, í bankaráði Iðnaðarbankans 1972-74 og formaður bankaráðs Al- þýðuhankans 1976-67. Benedikt sat í miðstjórn Sósíalistaflokksins 1956 og lengst af í miðstjórn og fram- kvæmdastjórn Alþýðubandalagsins frá stofnun 1968. Fjölskylda Fyrri koria Benedikts var Guðný Stígsdóttir, f. 24.8.1928, d. 8.3.1972, saumakona. Seinni kona Benedikts er Finn- björg Guðmundsdóttir, f. 5.8.1951, skrifstofumaður. Finnbjörg er dóttir Guðmundar Oddssonar, b. og verkamanns, og Elínar Kristgeirs- dótturhúsfreyju. Böm Benedikts og Guðnýjar em Guðríður, f. 2.8.1950, fóstra í Kópa- vogi, gift Hagerup Isaksen rafvirkja og eiga þau fjögur börn; Viggó, f. 28.8.1951, trésmiður í Garði, kvænt- ur Diljá Markúsdóttur, starfsmanni við vistheimilið í Garði og eiga þau þijúböm; Elfa Björk, f. 24.7.1956, skrifstofumaður í Kópavogi, gift Magnúsi Reyni Ástþórssyni bíl- stjóra og eiga þau þrjú börn; Jóna, f. 18.1.1962, kennaranemi í Kópa- vogi, gift Henry Bæringssyni raf- virkja og eiga þau tvær dætur. Börn Benedikts og Finnbjargar em Stefnir, f. 1980, og Birna Eik, f. 1982. Stjúpsonur Benedikts og sonur Finnbjargar er Guðbergur Egill, f. 1971, iðnskólanemi og landsbðsmað- uríblaki. Bræður Benedikts eru Ólafur, f. 7.8.1929, sjómaður Sandgerði, og Davíð Jóhannes, f. 21.3.1933, sund- laugarvörður, búsettur í Kópavogi. Hálfsystkini Benedikts, sarnfeðra, eru Sigurlína, f. 13.11.1942, sálfræð- ingur, í námi í Bandaríkjunum; Guðný, f. 13.2.1944, húsmóðir í Reykjavík; Höskuldur, f. 1.1.1948, trésmiður í Svíþjóð; Hreggviður, f. 8.2.1953, trésmiður í Svíþjóð. Foreldrar Benedikts: Davíð Dav- íðsson, f. 21.8.1903, d. 1981, oddviti á Sellátrum, og Sigurbna Benedikts- dóttir, f. 8.11.1900, d. 18.4.1941, verkakona. Ætt Davíð er sonur Davíðs, smiðs á Geirseyri, Jónssonar, b. á Geitagib, Hjálmarssonar, b. á Stökkum, Sig- mundssonar, bróður Kristínar, langömmu Sigurvins Einarssonar alþingismanns. Móðir Davíðs smiðs var Sigríður Bjamadóttir, b. á Bakka í Tálknafirði, Torfasonar, bróður Jóns í Hænuvik, langafa Magnúsar Torfa, fyrrv. ráðherra, og Gunnars Guðmundssonar, fyrrv. hafnarstjóra. Móðir Davíðs oddvita var Ebn Ebenesersdóttir, b. á Vaðb, Þórðar- sonar, b. á Haga á Barðaströnd, Jónssonar. Móðir Ebenesers var Benedikt Davíðsson. Ingibjörg Jónsdóttir, systir Guð- mundar, prests í Árnesi, langafa Þórarins Kristjánssonar símritara, íööur Leifs tónskálds. Bróðir Sigurbnu er Guðmundur, sjómaður á Patreksfirði, faðir Bene- dikts sigbngamálastjóra. Sigurlína var dóttir Benedikts, skipstjóra á Patreksfirði, Sigurðsonar, bókbind- ara í Botni, bróður Sólveigar, langömmu Guðmundar J. Guð- mundssonar, formanns Dagsbrún- ar. Móðir Sigurlínu var Elín Sveins- bjömsdóttir, fóður Gísla, fóður GíslaáUppsölum. Afmæli Kópur Z. Kjartansson Kópur Kjartansson bifreiðastjóri, Krosshamri la, Reykjavík, er sex- tugurídag. Starfsferill Kópur fæddist í Fremri-Langey í Dalasýslu og ólst þar upp. Hann ilutti til Reykjavíkur um 1950 og starfaði við bifvélavirkjun til 1970, lengst af hjá Steinstólpum. Kópur hóf rekstur eigin hópferðabíls 1968 og hefur stundað akstur síðan. Fjölskylda Kona Kóps er Alda Þórarinsdóttir, f. 31.12.1935, skrifstofumaður. Hún er dóttir Þórarins Guðmundssonar rennismiðs og Guðrúnar Sigmunds- dótturhúsfreyju. Börn Kóps og Öldu em Ægir, f. 19.9.1955, verktaki í Reykjavík, kvæntur Stefaníu M. Jónasdóttur og eru böm þeirra Helena Lind (bam Stefaníu), f. 19.6.1975, Alda, f. 10.4.1980 og Harpa, f. 26.4.1983; Kolbrún, f. 5.11.1957, bókari í Reykjavík, gift Guðjóni Magnússyni og eru börn þeirra Kópur, f. 10.8. 1987, og Birna, f. 25.11.1991; Þórar- inn, f. 24.4.1960, sölumaður í Reykja- vík, í sambúð með Eddu Maggý Rafnsdóttur; Kjartan, f. 12.10.1968, rafeindavirkjanemi, kvæntur Birnu Sigurðardóttur. Systkini Kóps: Svava, f. 5.7.1923, húsfreyja í Reykjavík, gift Reyni Guðmundssyni símamanni og eiga þau þrjú börn; Selma, f. 30.8.1924, húsfreyja á Ormsstöðum í Klofn- ingshreppi, gift Baldri Gestssyni, b. þar og eiga þau þrjár dætur; Gunn- ar, f. 29.5.1927, nú látinn, járnsmiö- ur í Reykjavík, var kvæntur Ólöfu Ágústsdóttur húsfreyju og eru dæt- ur þeirra fjórar; andvana stúlka, f. 9.11.1928; Unnur, f. 25.2.1930, hús- freyja í Reykjavík, ekkja eftir Ágúst Björnsson bifreiðastjóra og eru syn- ir þeirra fjórir; Eggert Thorberg, f. 20.12.1931, múrari í Reykjavík, kvæntur Hólmfríði Gísladóttur ætt- greini og eiga þau fimm börn; Elsa, f. 18.2.1937, fyrrv. húsfreyja að Hnúki í Klofningshreppi, var gift Gunnari Valdimarssyni, fyrrv. b. þar og eiga þau fjögur börn. Foreldrar Kóps eru Kjartan Egg- ertsson, f. 16.5.1898, b. og kennari í Fremri-Langey, og kona hans, Júl- íana Silfa Einarsdóttir, f. 5.4.1896, húsfreyja. Ætt Kjartan er sonur Eggerts Thor- bergs, b. í Fremri-Langey, Gíslason- ar, formanns í Bjarneyjum, Gunn- arssonar. Móðir Eggerts var Guð- rún Magnúsdóttir, b. í Skáleyjum, Einarssonar, b. í Svefneyjum, Sveinbjömssonar, b. í HvaUátrum, Gíslasonar, b. þar, Sveinbjörnsson- ar, b. í Ytri-Fagradal, Ámasonar, prests í HvaUátrum, Jónssonar, b. í Flatey, Björnssonar, b. á Reykhól- um, Þorleifssonar, hirðstjóra þar, Björnssonar, hirðstjóra á Skarði, Þorleifssonar og Ólafar ríku Lofts- dóttur. Móðir Guðrúnar var Mar- grét, húsfreyja í Flatey, Pálssonar, skrúðhaldara þar, Pálssonar, b. þar, Guðmundssonar, lrm. í Stórholti, Lýðssonar, prests í Skarðsþingum, Magnússonar. Móðir Margrétar var Sigríður, systir Ástríðar í Skáleyj- um, ömmu Theodóru Thoroddsen og Matthíasar Jochumssonar. Móðir Kjartans var Þuríður Jóns- dóttir, dbrm. og lóðs í Bíldsey, Bjarnasonar, og Þorgerðar Bjöms- dóttur. Jón var sonur Bjarna Pét- urssonar, lóðs í Höskuldsey, og Halldóru Einarsdóttur, b. í Hrisa- koti, Einarssonar, b. í Fagurey, Pálssonar. Móðir Einars í Hrísakoti var HaUdóra Sigurðardóttir frá Fremri-Langey, systir Orms, ætt- fóður Ormsættarinnar. Júlíana Silfa er dóttir Einars, b. í Bíldsey, bróður Þuríðar í Fremri- Langey. Móðir Júbönu var Guðrún, síðar húsfreyja á Hópi í Eyrarsveit, Helgadóttir, b. í Rimabúð í Eyrar- sveit, Helgasonar, og Margrétar Sig- urðardóttur. Helgi í Rimabúð var Kópur Kjartansson. sonur Helga á Hnausum í Eyrar- sveit, Helgasonar, á Rifi, Helgason- ar, á HellnafelU í Eyrarsveit, Stein- dórssonar, sýslumanns í Hnappa- dalssýslu, Helgasonar. Móðir Helga í Rimabúö var Þorkatla Bjarnadótt- ir, b. í Neðri-Lág, Kárasonar. Mar- grét í Rimabúð var dóttir Sigurðar í Suðurbúð og konu hans, Guðrúnar Jónasdóttur, formanns í Pumpu í Eyrarsveit, Sigurðssonar. Kópur dvelur erlendis á afmæUs- daginn. Úlfar G. Sigurjónsson Úlfar G. Sigurjónsson lagermaður, Álfholti 34a, Hafnarfirði, er fertugur ídag. Starfsferill Úlfar fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hann flutti ungur með foreldmm sínum til Þorláks- hafnar og átti þar heima í sjö ár. Þá flutti fjölskyldan til Hafnarfjarð- ar þar sem Úlfar hefur búið síðan. Sautján ára gamaU fór Úlfar til sjós og var á netavertíðum á bátum frá Þorlákshöfn og Hafnarfirði. Síð- ar starfaði hann í Straumsvík um fimm ára skeið og á dekkjaverk- stæðiínokkurár. Þá fór Úlfar aftur til sjós á trillu frá Hafnarfiröi en hefur síðastUðin sex ár verið lagermaður hjá Prent- smiðjunni Odda. Fjölskylda Úlfar kvæntist 8.10.1977 Ragn- heiöi Ingadóttur, f. 9.1.1959, uppeld- isfuUtrúa. Hún er dóttir Inga O. Guðmundssonar, sem nú er látinn, og Kristrúnar Bjarnadóttur versl- unarmanns sem nú býr í Hafnar- firði. Börn Úlfars og Ragnheiðar eru: Kristrún Jóhanna, f. 18.7.1978, nemi í Öldutúnsskóla; Siguijón Ingi, f. 14.8.1980, nemi í Hvaleyrarskóla; og Daníel Örn, f. 20.1.1986, nemi í Hvaleyrarskóla. Úlfar á sjö systkini, þau eru: Sæ- mundur Öm, f. 6.11.1949, vélstjóri, búsettur á Selfossi, kvæntur Nönnu Þorláksdóttur og eiga þau tvö börn; Reynir, f. 23.6.1951, endurskoðandi, búsettur í Reykjavik, kvæntur Hennýju Herbertsdóttur og eiga þau tvær dætur; Guðni, f. 14.12.1955, verkamaður, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Margréti Bjarnadóttur og eiga þau fjögur böm; Ólafur Stefán, f. 12.10.1959, skrifstofumaður, bú- settur í Hafnarfirði, kvæntur Huldu G. Guðlaugsdóttur og eiga þau þijú böm; Grettir, f. 22.3.1961, skrifstofu- maður, búsettur í Svíþjóð, kvæntur Öldu M. Hauksdóttur og eiga þau þijú böm. Fyrir átti Grettir einn Úlfar G. Sigurjónsson. son; Alda, f. 6.6.1962, meðferðarfull- trúi, búsett í Hafnarfirði; og Jökull, f. 20.5.1964, öryggisvörður, búsettur íHafnarfirði. Foreldrar Úlfars vom Sigurjón Sæmundsson, f. 24.7.1927, d. 9.6. 1990, verkamaður, og Nanna Höjga- ard, f. 9.5.1931, d. 9.6.1990, sauma- kona. Til hamingju með maí Helga Pálsdóttir, Stórholti 30, Reykjavík. Jón Ólafur Tómasson, Uppsölum, Hvolsvelli. Stefán Guttormsson, Mánagötu 12, Reyðarfirði. 70 ára Samúel M. Hansen, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. Guðni Þórðarson, Garöastræti39, Reykjavik. Rut Árnadóttir, Míðleiti3, Reykjavík. Inga Wium Hansdóttir, Brekkulandi 3, Mosfellsbæ. Irigá verður stöddað Gríshól 1 Helgafellssveit á Snæfellsnesi á af- mælisdaginn. Hulda Friðbertsdóttir, Brekkugötu 40, Þingeyri. Málfríður Viggósdóttir, Fífuhw., Hliðardal 2, Kópavogi. Ragnheiður Sigurðardóttir, Suöurhvammi 13, Hafnarfirði. Kristín Finnbogadóttir, Aöalstræti 130, Patreksfirði. Bryndís Tryggvadóttir, Víðigrund 14, Akranesi. Dagmar Inga Kristjánsdóttir, Smáragrund 5, Sauöárkróki. Einar Sigurbjörn Leifsson, Hrauntúni 12, Keflavík. Kári Húnfjörð Bessason, Jakaseli 16, Reykjavík. Fanney Bjarnadóttir, Gónhólil6,Njarðvík. Örnlngólfsson, Borgargerði 16, Stöövarfirði. Þuríður Bogadóttir, Brekkubyggð 10, Garöabæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.