Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1993, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1993, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 24. MAÍ 1993 17 Fréttir Anna Sigurðardóttir, sparisjóðs- stjóri á Höfn. DV-mynd Júlía Höfn: Hagnaður hjá konum sparisjóðsins Júlía Imsland, DV, Höfci; í ársskýrlu Sparisjóðs Homaíjarö- ar og nágrennis, sem lögð var fram á aðalfundi nýlega, kemur fram að rekstrarhagnaður sjóðsins var 279.233 krónur. Framlag í afskrifta- sjóð útlána jókst í 1,5% en 1% er lög- bundið. HeÚdarinnlán í sparisjóðinn um áramót vom um 171 milljón króna og var innlánsaukning á árinu 1992 32% Sparisjóðurinn var með næsthæsta innlánsaukningu hanka og spari- sjóöa á landinu. Innlánsaukning sparisjóðanna allra var 10,8% en 2,8% hjá viðskiptabönkunum. Útlán sparisjóðsins vom um áramótin 147 milljónir króna. Eiginíjárhlutfall sparisjóðsins samkvæmt nýjum lög- um - BlS-reglum - er 10,3% en lág- markið er 8%. Sparisjóðurinn gaf öllum 6 ára börnum á starfssvæði sjóðsins - frá Streitishvarfi að Skeiðará - eitt þús- und króna innlegg á bók ásamt htlu vasaljósi. Sparisjóðsstjóri er Anna Sigurðar- dóttir og aðrir starfsmenn em fimm - allt konur. 3JA DAGA w\ TILBOÐ Stærðir 37-45 Kr. 1 RRskór JL EUPOSKO Kringlunni 8-12, sími 686062 Laugavegi 60, sími 629092 Skemmuvegi 32-L, sími 75777 Þyrluæfingar í Grundarf irði Ingibjörg T. Pálsdóttir, DV, Grundarfirði; Haldið var verklegt námskeið hér á Grundarfirði nýlega um samskipti við áhafnir og umgengni við björgun- arþyrlur á Snæfellsnesi. Námskeiðið var á vegum sýslumannsembættis- ins en einnig stóðu að undirbúningi Landhelgisgæslan og Flugbjörgunar- sveitin í Reykjavík. Aðgang að því höfðu lögreglumenn, björgunarsveit- ir og almannavamanefndir á Nesinu. Bóklegir fyrirlestrar vom um þyrl- ur landhelgisgæslu og vamarhðs. Farið var yfir búnað vélanna, mögu- leika tíl hjörgunarstarfa og hvemig skal standa að vinnu með og í nám- unda við vélamar. Verklegar æfing- ar vom með báðum þyrlunum. Þyrlumar vom til sýnis fyrir al- menning og þar sem veðrið var hið fegursta var afskaplega vinsælt að koma við og sjá þær svona nálægt. Tæplega fimmtíu manns tóku þátt í þessari verklegu kennslu, sem tókst með ágætum og telja þátttakendur sig hafa lært heilmikið af henni. DV-mynd Ingibjörg Nýjung á fjármagnsmarkadi Nú getur þú bobib í vextina til næstu 12 mánaba Ríkisbréfin eru óverðtryggð og án nafnvaxta og verða þau gefin út í þremur verðgildum, 1.000.000, 10.000.000 og 50.000.000 kr. að nafnvirði. Taktu þátt í tilboöum á nýjum ríkisbréfum til 12 mánaða og tryggðu þér góða ávöxtun. Um leið eflir þú þá þróun að vextir ráðist af markaðsaðstæðum hverju sinni. LÁNASÝSIA RÍKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40 Með nýjum óverðtryggðum ríkisbréfum með 12 mánaða lánstíma getur þú aukið fjölbreytni í fjárfestingum þínum og sparnaði enn frekar. Fram tii þessa hafa verið gefin út ríkisbréf með 6 mánaða lánstíma en nú getur þú tryggt þér góða vexti í öruggum verðbréfum til enn lengri tíma. Allir geta tekið þátt í þessari nýju fjárfestingarleið. Ríkisbréfin eru seld með útboðsfyrirkomulagi eins og áður þar sem þú gerir tilboð í vextina næstu 12 mánuði. Þú hefur samband við verðbréfamiðlarann þinn eða við starfsfólk Lánasýslu ríkisins sem aðstoðar þig við tilboðsgerðina og veitir þér nánari upplýsingar. Fyrsta útboðiö með þessum hætti fer fram miðvikudaginn 26. maí næstkomandi og þá verða boðnir út tveir flokkar ríkisbréfa. Flokkur Lánstími Gjalddagi 5.fl. 1993 A 6 mánuðir 26. nóv. 1993 5.fl. 1993 B 12 mánuðir 27. maí 1994

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.