Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1993, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1993, Blaðsíða 36
\ F R É X T A s JtéT T 1 JC'Þ i^k. 1 R wZJ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrifl : - D reifing; Sími 632700 MÁNUDAGUR 24. MAÍ 1993. w Þorsteinn Pálsson: Ákvæðium _ aflamagn ekki ísamningnum „Það verður að lesa þetta ákvæði í heild sinni. Ef greinin öll er lesin þá sést að þetta er ekki samningur um heildaraflamagn heldur um gengis- viðmiðun. Þvert á móti ber samn- ingsákvæðið það með sér að samn- ingsaðilamir gera ráð fyrir því að það þurfi aö gera ráðstafanir til þess að bæta rekstrarafkomu sjávarút- vegsins og það sé hægt að gera það án þess að til uppsagnar samningsins komi,“ segir Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra. í sjöttu grein nýja kjarasamnings- ins, sem fjallar um samningsforsend- ur, segir í íjórða lið „að aflakvótar á fiskveiðiárinu 1993 til 1994 verði ekki minni en á yfirstandandi fiskveiði- ári“. Þorsteinn vill tengja þessa málsgrein við hð tvö þar sem segir „að gengi krónunnar verði innan viðmiðunarmarka Seðlabanka ís- lands enda standist neðangreindar forsendur um afla og verðlag sjávar- vöru“. Þorsteinn segir að það hefði verið fáránlegt ef ákvæði um heildarafla- magn hefði verið bundið inn í kjara- samning. -Ari Maður stunginn Ungur maður var stunginn með hníf í nára aðfaranótt laugardags í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var á gangi í bænum þar sem flöldi fólks var saman kominn og gekk hann á annan mann. Sá maöur dró upp hníf og stakk hann tvisvar og kom önnur stungan í nár- ann. Maðurinn var fluttur á slysa- deild en fékk að fara heim þegar búið var aö gera að sárum hans sem reyndust minni háttar. Ekki náðist til árásarmannsins sem hljóp af vett- ^ vangi. -pp Þeytti timbri á nærstadda bíla Lögreglan í Reykjavík þurfti að hafa afskipti af ungum manni aðfara- nótt sunnudags þar sem hann var á vappi á veggbrún á 5. hæð Lækjar- götu 2. Maðurinn, sem var vel við skál, grýtti timbri niður á nærstadda bíla og dælduðust tveir nokkuð. Litlu mátti muna aö hann færi sjálfum sér og öðrum að voöa en lögreglunni tókst að ná honum niöur áður en til þess kæmi og fékk hann að sofa úr sérífangageymslumumnóttina. -pp leykjavík Stúlkan, sem leitað hefur verið fannst í árgili í Kjós, skammt frá Skeiöarvogi í Reykjavík. Helga var að síðan á fimmtudagskvöld, fannst bænum Eyri, og er talið að stúlkan 21 árs, ógift og barnlaus. látin í bíl sínum um klukkan hafi látist samstundis. Hún hét Helga var á leið frá Reykjavík til hálftvö i gær. Bíllinn sem hún ók Helga Helgadóttir, til heimilis i Akraness um Hvalflörð þegar bíll Btllinn fannst á hvolfl í stórgrýttu gllinu. Tallð er að stúlkan hafi látlst samstundls. Mjög erflðar aðstæður voru á slysstað og þurftí að nota þyrlu vlð að koma bilflaklnu upp á veglnn. DV-mynd Slgurstelnn hennar fór út af veginum í beygju og endaði á hvolfi í gilinu. F'yrir ofan gilið er vegrið og virðist bíll- inn hafa fárið út af um 20 metra fr á því. Af ummerkjura á slysstað að dæma má leiða getum að því að Helga hafi sofnað undir stýri og ekki náð beygjunni. Við það hafi hún farið fram hjá vegriðinu og ekið um 30 til 40 metra utan vegar, niður brekku og meðfram gilbrún- inni þar til bíllinn steyptist. 15 metra niður í stórgrýtt gilið þar sem hann lenti á hvolfi. Einu sjáan- legu ummerkin um slysið voru brotin vegstika sem lá í vegarkant- inum og ógreinileg fór eftir bílinn þar sem hann hafði farið utan veg- ar. Engin bremsufór voru á vegin- um. Ómögulegt var að sjá flakið frá veginum og sömu sögu var að segja af ströndinni. Lýst var eftir stúlkunni á fóstu- dagskvöld og í DV á laugardag. Hún starfaði í Reykjavík og haföi ætlað heim til foreldra sinna á Akranesi á fimmtudag. Þegar hún haföi ékki skilað sér á tilsettum tima var farið að svipast um eftir henni en án árangurs þangað til í gær þegar rúmlega 3 sólarhringar voru liðnir frá því síðast spurðist til hennar. Stúlkunnar var leitað úr Iofti, af sjó og landi og tóku á annað hundr- að manns þátt í leitinni. Skömmu áður en björgunarsveitarmenn Landsbjargar fundu bílflakið haföi þyrla Landhelgisgæslunnar flogið yfir slysstaðinn án þess að nokkurs yrði vart, enda botn bílsins sarnlit- ur gijótinu í gihnu. Aðstæður voru mjög erfiðar á slysstaö og þurfti að nota þyrlu viö aö koma bílnum upp á veginn. Á meðan þyrlan athafnaöi sig þétt viö klettabrúnina var Vesturlandsveg- urinn lokaður allri umferð við slys- staðinn. Foreldrar Helgu vilja koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem tóku þátt 1 leitinni. -pp LOKI Þessi hefurvaknaðtimbraður -trúi ég! Veðrið á morgun: Þokusúld ogskýjað með köf lum Á morgun verður hæg breytileg átt. Víða þokusúld við strendum- ar en skýjað með köflum inn til landsins. Hiti 4-7 stig í þokuloft- inu við strendurnar en 9-15 stig yfir daginn þar sem sólar nýtur inn til landsins. Veðrið í dag er á bls. 44 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.