Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1993, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1993, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 24. MAÍ1993 Menning DV Áhersla lögð á tónlist á Listahátíð 1 Hafnarfirði: Nigel Kennedy á lokatónleikum Rage against the Machine fyrir ungu kynslóðina Nigel Kennedy, snjall en umdeildur fiðluleikari, leikur ásamt hljómsveit sinni á lokatónleikunum. Hvergi á Islandi hefur menningarlíf staðið með jafn miklum blóma á und- anfomum misserum og í Hafnar- firði. Þar hefur verið rekin öflug menningarstarfsemi á flestum svið- um en segja má að myndlist hafi verið sú listgrein sem hefur verið mest áberandi, enda aðstaða mjög góð til myndlistarsýninga í Hafnar- borg og í Portinu. Á fyrstu listahátíðinni í Hafnar- firði, sem haldin var fyrir tveimur árum, var áhersla lögð á myndlist og skreyttu þá bæinn fjölbreytt útilistaverk sem síðar fengu varan- legt aðsetur í þar til gerðum Ust- garði. í ár er lögð áhersla á tónlist á listahátíðinni sem stendur yfir nær allan júnímánuð. En þótt tónlistin sé í hávegum höíð eru einnig fulltrúar leikhstar, balletts og myndlistar til staðar á hátíðinni með fjölbreytt efni. Nigel Kennedy ásamt hljómsveit Eitt af markmiðum Listahátíðar í Hafnarfirði er að stuðla að nýsköpun í Mstum og er ekki horfið frá því sjón- armiði nú. Hafa verið pöntuð tón- verk hjá íslensku tónskáldunum Atla Ingólfssyni og Hjálmari H. Ragnars- syni sem flutt verða og íslenski dans- flokkurinn flytur tvö ný dansverk sem eru sérstaklega samin fyrir Listahátíð í Hafnarfirði og er annað þeirra samið við tónMst sem Tryggvi Baldvinsson samdi sérstaklega fyrir Mstahátíðina. Hátíðin hefst með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands, hafn- firskra kóra og Sigrúnar Hjálmtýs- dóttur. Verða þessir tónleikar í íþróttahúsinu Kaplakrika, en þar fara fram aUir stærstu tónleikamir. Þekktir erlendir tónlistarmenn veröa gestir á Ustahátíö og þar er fremstur í flokki fiðlusnilUngurinn Nigel Kennedy, sem kemur ásamt hljómsveit sinni og leikur á lokatón- leikunum. Nigel Kennedy er ekki aðeins talinn meðal fremstu fiðlu- leikara í heiminum heldur hefur Antidogma Musica er þekktasta kammersveit á Ítalíu og fer vítt um völl i verkefnavali sinu. hann valdið óróa í klassíska tónlist- arlífmu í Bretlandi meö klæðaburði sínum og framkomu. Það hefur þó engin áhrif á vinsældir hans því geislaplötur með leik hans seljast í milljónum eintaka. Tónleikar hans í Kaplakrika verða nokkuð sérstakir því hann mun leika verk eftir Beet- hoven, jafnt sem tónUst Jimi Hendrix og djass. Það má því búast við óvenjulegum tónleikum. Margir fleiri íslenskir tónUstarmenn koma á Ustahátíðina, má nefna Ólaf Árna Bjamason og Musica Antiqua. Aðrir erlendir tónlistarmenn era: Manuel Barruco, klassískur gítar- leikari frá Kúbu, sem hefur fengið mikla viðurkenningu fyrir leik sinn og hafa margar geislaplötur komið út með leik hans. Cambrian Brass Quintet frá Englandi, sem hefur leik- ið víða um heim og hlotið frábærar viðtökur, enda era meðUmimir ekki einungis frábærir tónUstarmenn heldur einnig sérlega hressir og skemmtilegir í framkomu. Efnisskrá þeirra spannar aUt frá endurreisnar- tónUst miðalda til nútíma djass- og bítlatónUstar. Antidogma Musica er ítölsk kammersveit sem hefur starf- að síðan 1977. Hljómsveit þessi er þekkt fyrir að fara ekki troðnar slóð- ir í verkefnavaU sínu. Leonidas Lipo- vetsky píanóleikari er af rússnesku bergi brotinn en ólst upp í Uruguay en starfar mest í Bandaríkjunum auk þess sem hann leikur um allan heim. Hann hefur hlotið margvísleg verð- laun og styrki. Ghena Dimitrova er þekkt söngkona sem mun syngja með Sinfóniuhljómsveit íslands. Hún hef- ur sungið í öUum helstu óperuhúsum í Evrópu og Bandaríkjunum. Það eru ekki aðeins klassískir tón- leikar á Ustahátíðinni í Hafnarfirði, djass, blús og rokk er meöal þess sem í boði er. í djassgeiranum er það Sig- urður Flosason og Norræni djass- kvintettinn, en auk Sigurðar era í þessum kvintett, Ulf Adaker, tromp- et, Eyþór Gunnarsson, píanó, Lenn- ard Ginnman, kontrabassi, og Pétur Östlund. Amerísku blúsaramir Chicago Beau og Deitre Farr koma til með að syngja með Vinum Dóra á tónleikum í Bæjarbíói og rokktón- leikar verða með einni vinsælustu hljómsveit hér á landi og víðar, Rage against the Machine, sem vakiö hef- ur veröskuldaöa athygU fyrir að blanda saman hráu rokki og rappi. Til að hita upp fyrir Rage against the Machine hefur verið fengin hafn- firska hljómsveitin Jet Black Joe. Breski kvintettinn Chambrian Brass Quintet er talinn hafa mjög skemmti- lega sviðsframkomu. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru um hinn viðamikla tónUstarlið á Ustahátíðinni, nánar verður sagt frá einstökum atriöum síðar. Kúbverskur myndlistarmaður MyndUst verður í hávegum höíð þótt ekki verði hún eins áberandi og á síðustu Ustahátíð. Meðal þeirra sem sýna verk sín er kúbverski myndUst- armaðurinn Manuel Mendive en hann er af mörgum taUnn einn at- hygUsverðasti myndUstarmaðurinn í Suður-Ameríku. Með honum koma sjö dansarar sem hann málar áður en þeir halda sýningu. Af innlendum myndUstarmönnum má nefna Rögnu Róbertsdóttur sem sýnir þrívíð myndverk í Portinu og í Straumi verður sýnd suður-amerísk ljós- myndun og byggingarUst. Ennfrem- ur kemur á Listahátíö franski Ust- fræðingurinn og gagnrýnandinn Pi- erre Restany og flytur fyrirlestur. Leikfélag Hafnarfjarðar mun sýna meðan á Ustahátíö stendur Blóð hinnar sveltandi stéttar eftir Sam Shepard, í leikstjóm Viðars Eggerts- sonar og ARA-leikhúsið og Pé-leik- hópurinn verða einnig með sýningar. í tengslum við Ustahátíðina verður rekinn listahátíðarklúbbur. Þar verða ýmsar uppákomur öll kvöld. Um helgar leika Guðmundur Stein- grímsson og félagar djass. Á sunnu- dögum verður Leikfélag Hafnar- fjarðar með fjölskyldudagskrá í port- inu við MyndUstarskólann þar sem áhersla veröur lögð á að skemmta yngstu kynslóðinni. Það verður af mörgu að taka fyrir Ustunnendur á Listahátíð í Hafnar- firði en hátíð þessi er unnin i sam- starfi við bæjaryfirvöld sem veita fyrirgreiöslu án þess þó að vera framkvæmdaraðili. Guðmundur Ámi Stefánsson bæjarstjóri segir í inngangi að sýningarskrá að hátíðin sé í anda „hafnfirsku stefnunnar" í lista- og menningarmálum, það er að framkvæði, stjórn og listræn ábyrgð er á hendi Ustamannanna sjálfra en þeir njóti fjárhagslegs stuðnings frá bæjaryfirvöldum. -HK RúRek djasshátíðin hafin: Djass um alla borg í heila viku Doug Raney 1 kvöld og Freddie Hubbard annað kvöld Doug Raney varð fyrstur erlendra gesta á RúRek djasshátíðinni til að koma til landsins. Hann er hér ásamt Vern- harði Linnet við komuna á föstudagsmorgun. DV-mynd BG RúRek djasshátíðin var sett í gær og fyrstu tónleikarnir vora í gær- kvöldi. Þar kom meðal annars fram gítarsnUlingurinn Doug Raney og er hann fyrstur útlendra gesta til að leika á djasshátiðinni. Framundan er mikil veisla fyrir djassunnendur. í kvöld kemur Doug Raney aftur fram með Jazzkvartett Reykjavíkur á Sóloni íslandusi, síð- an rekur hver stórviðburðurinn ann- an. Sjálfur Freddie Hubbard leikur í Súlnasal Hótel Sögu annað kvöld og þá verður mikið um dýrðir. Hin stór- stjaman, Svend Asmussen, mun vera með tónleika sína á fostudags- kvöld. í miUitíðinni er hægt að hlusta á tríó Hiroshi Minami á Sóloni ís- landusi á miðvikudagskvöld svo eitt- hvað sé nefnt. Víst er að það verður mikið um djass í Reykjavík næstu daga en hátíöinni mun síðan ljúka með miklum tónleikum á Hótel Sögu á laugardagskvöld. í vetur vora 250 nemendur í Rými myndmenntaskóla. Sýning á afrakstri nemenda hefur verið opnuö. Þar er afrakstur vorannar skólans, auk þess era á sýrúng- unni verk eftir kennara og kynn- ing á námskeiðum sumarskólans sem hefst i júní og stendur í þrjá mánuði. í sumarskólanum verð- ur boðið upp á 33 námskeið og gefst fólki á öllum aldri kostur á að læra allt frá hinum klassísku aðferðum til nýjustu tækni í nemenda i Rýml, Guðrún Öyahals, við möppu slna tll Inn- tökuprófs til MHI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.