Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1993, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 24. MAÍ 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SiMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SiMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Landsbyggðarflokkur! Sérkennileg og afar óvenjuleg hugleiðing birtist í Vík- verja Morgunblaðsins fyrir nokkru. Þar er farið lofsam- legum orðum um Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra (sem raunar er ekki í frásögur færandi) og komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi skipað sér í forystu svo- kallaðs landsbyggðarhluta Sjálfstæðisflokksins. Þessi Víkverjapistill er ekki opinber skoðun Morgun- blaðsins og hefur heldur ekki fengið neina viðurkenningu innan Sjálfstæðisflokksins. En hún er afar forvitnileg skilgreining á innviðum Sjálfstæðisflokksins og hefur vaMð athygli fyrir þá sök. í pistlinum er gengið út frá því að innan flokksins fcakist á öfl sem annars vegar séu í þéttbýhnu og hins vegar í dreifbýlinu. Hugleiðingin er sprottin af þeirri deilu sem upp kom á síðustu dögum Alþingis um frum- varp sem gerði ráð fyrir að landbúnaðarráðherra eigi síðasta orðið um álagningu jöfnunargjalds á þær inn- fiuttu vörur, sem kunna að hans mati að vera í sam- keppni við innlenda landbúnaðarframleiðslu. Þessu framvarpi, eins og landbúnaðamefnd Alþingis hafði breytt því, mótmæltu ráðherrar Alþýðuflokksins og raunar fjármálaráðherra sömuleiðis og afgreiðslu var frestað, með þeirri afleiðingu að búvörulögin, sem hafa hagsmuni landbúnaðarins að leiðarljósi, halda gildi sínu á meðan. Sumir hafa orðið til að gera htið úr þessum ágrein- mgi, en hvort sem þessi deila snerist um keisarans skegg eða ekki þá hefur hún leitt fram þann grundvallarágrein- mg í þjóðmálunum, hversu lengi sé stætt á því að banna innflutning á landbúnaðarvörum eða vöralíki þeirra, þegar ljóst sé að innfluttar vörur kunni að vera miklum mun ódýrari en innlenda framleiðslan. Víst er það rétt að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi túið sig talsmann bænda, engu síður en aðrir flokkar, og sótt mikið fylgi til þeirra. Hins vegar hefur það verið ein af meginstefnum flokksins að stuðla að frelsi í versl- un og leyfa markaðnum að ráða framboði og verði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið atkvæðamikih í þágu landsbyggðar með því að stuðla að almennu frelsi og vegna baráttu fyrir jafnræði og ahsherjarhagsmunum. Fyrrum foringjar SjáJfstæðisflokksins voru aldrei for- bigjar vegna sérhagsmuna eða með því að ganga gegn grundvaharstefnu flokksins. Það er nýtt í sögu Sjálfstæð- isflokksins ef menn era kahaðir til forystu fyrir orð eða athafnir sem þjóna þröngum hagsmunum. Spurningin er því sú, hvort það sé Sjálfstæðisflokkn- utm, stefnu hans og hugsjónum th framdráttar ef og þeg- ar einn ráðherra flokksins er sleginn th riddara fyrir þann málstað að koma í veg fyrir eðhlegar breytingar í viðskiptafrelsi og lækkun vöruverðs th framtíðar. Eða ahlar Sjálfstæðisflokkurinn að vera svo þverstæðu- kenndur í afstöðu sinni th aukins fijálsræðis og betri bfskjara að hann berjist gegn frelsi í sama orðinu og hann berst fyrir því? Hahdóri Blöndal er enginn greiði gerður með upphefö á þessum nótum. Samheikurinn er sá að landbúnaðuiinn hefur goldið fyrir þá seindrepnu skoðun að vemda beri hann með öhum ráðum. Sjálfstæðisflokkurinn verður að hafa burði til að segja skihð við ofstjómina og óstjómina í málefnum landbúnaðarins. Góður landbúnaðarráðherra er sá sem gengur th móts við nýjan tíma og góður foringi í Sjálf- stæðisflokknum er sá sem eyðir þeim útbreidda misskiln- mgi að hagsmunir landsbyggðar og þéttbýhs fari ekki saman. Ehert B. Schram „Vandi sjávarútvegsins er án efa eitt stærsta málið sem ríkisstjórnin flúði frá er hún rak þingmenn nauðuga í sumarfrí" segir höfundur í grein sinni. Hvers vegna eru fiskvinnslukonurnar atvinnulausar? Vandi sjávarútvegsins er án efa eitt stærsta málið sem ríkisstjómin flúði frá er hún rak þingmenn nauðuga í sumarfrí. Ekki er að undra þótt hún stingi tillögum tví- höfðanefndarinnar undir stól. Um þær var lítil eining innan stjómar- flokkanna. Það er hins vegar ábyrgðarleysi að aðhafast ekkert þegar svo er komið að botnfiskveið- ar og vinnsla eru rekin með 8,3% tapi. Ríkisstjómin hafði ekki einu sinni fyrir því að afla sér leyfis til að úthluta veiðiheimildum Hag- ræðingarsjóðs í samræmi við fyrir- heit í kjaraviðræðum. Sjávarútvegurinn sitji við sama borð og aðrir Jafna veröur aðstæður sjávarút- vegsfyrirtækja og annarra fyrir- tækja í landinu. Afnám skattpín- ingar veiða og vinnslu dygði mörg- um fyrirtækjum. í vetur var um- talsverðum álögum létt af fyrir- tækium og velt yfir á almenning. Ekki nóg með að byrðarnar lentu á herðum hinna lægst launuðu með hærri sköttum heldur nýttust að- gerðimar htt þeim fyrirtækjum sem sárast þurftu á hjálp að halda. Afnám aðstöðugjaldsins varð flest- um fyrirtækjum umtalsverð búbót. Nema fyrirtækjum í sjávarútvegi. Þau báru margfalt lægra aðstöðu- gjald en aörir en greiddu í staðinn ýmis sérmerkt gjöld sem EKKI var létt af þeim. Þvert á móti, þá er enn verið að bæta álögum á sjávarút- veginn, t.d. nú nýverið 25% hafnar- gjaldi. Lækkun tekjuskatts fyrir- tækja var heldur ekki í þágu sjáv- arútvegsfyrirtækja sem rekin em með tapi. Stöndug fyrirtæki, sem vel em aflögufær, njóta þessarar vildar ríkisstjómarinnar ein. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki ættu sér ágæta framtíð og rekstrargmnd- völl þrátt fyrir aflasamdrátt ef jafn háum álögum væri létt af þeim og gróðafyrirtækjunum. Eitthvað er líka bogið við fiskveiða- og fisk- vinnslusamfélag okkar á meðan Kjállariim Anna Ólafsdóttir Björnsson, þingkona Kvennalistans stóriðjan fær orkuna á afsláttar- verði en sjávarútvegurinn ekki. Ríkisstjórnin ábyrg fyrir háum vöxtum Þaö sem þó sligar skuldug sjávar- útvegsfyrirtæki mest eru vextimir sem ríkisstjómin keyrði upp í upp- hafi feriis síns. Fyrirheit um vaxta- lækkun eftir fáeina mánuði hafa enn ekki verið efnd. Sum fyrirtæki eru komin í þrot og sömu sögu er að segja af heimilum skuldugs lág- launafólks. Ekki batnar ástandið þegar þetta sama fólk fær uppsagn- arbréfin sín. Hvorki fleiri né færri en 40 af hundraði þeirra sem voru atvinnulausir um síðustu áramót voru það vegna samdráttar eða gjaldþrots fyrirtækjanna sem þeir unnu hjá. Það eina sem gert hefur verið sérstaklega fyrir sjávarút- veginn var að fella gengið í nóv- ember. Það er mjög tvíeggjuð að- ferð fyrir atvinnugrein sem skuld- ar háar fjárhæðir í erlendum gjald- miðh. Jafnvel nú, þegar spánski pesetinn er fahinn, vara menn í sjávarútvegi við frekari gengis- lækkun krónunnar. íslendingarfái að bjóða í aflann Enn eitt hefur aukið á atvinnu- leysi í fiskvinnslu en það er sú stað- reynd að siglt er með afla sem vel er hægt að vinna hér á landi. Á meðan fyrirtæki verða að segja upp fjölda manns vegna hráefnisskorts er nóg af fiski í boði fyrir erlenda kaupendur. T.d. vantar fyrirtæki í Hafnarflrði tilfinnanlega skarkola en fær ekki að bjóða í hann; útlend- ingar ganga fyrir. Þetta er þeim mun hlálegra þar sem fiskurinn er veiddur í dragnót og þær umdeildu veiðaí réttlættar með því að vinnsl- an sé svo atvinnuskapandi í landi. Það land er ekki ísland og verður ekki fyrr en skylt verður að bjóða ahan fisk fyrst th sölu á íslandi. Fjölmargt hefði verið hægt að gera til að tryggja fiskvinnslukon- um vinnu. Sigið hefur hratt á ógæfuhliðina en enn má bjarga mörgum fyrirtækjum ef viljinn er fyrir hendi. Núverandi ríkisstjóm hefur imnið þvert gegn hagsmun- um sjávarútvegs og fiskvinnslu og ætti að fara frá. Anna Ólafsdóttir Björnsson „Hvorki fleiri né færri en 40 af hundr- aði þeirra sem voru atvinnulausir um síðustu áramót voru það vegna sam- dráttar eða gjaldþrots fyrirtækjanna sem þeir unnu hjá.“ Skodanir aimarra Skýrsla OECD um ísland „í París starfar áhtlegur hópur hagfræðinga að samanburðarfræðum í efnahagsmálum. Skýrslur um efhahagsmál aðildarríkjanna eru árlegur við- burður, og eru teknar sem sannkahaðar bibhur af stjómum viðkomandi landa, ef það þykir passa við stjórnarstefnuna hveiju sinni. Hins vegar er það mjög hæpið, svo ekki sé meira sagt, að slíkar skýrsl- ur séu sá sólargeisli sem fyrirtæki í erfiðleikum og atvinnulaust fólk geti hfað á næstu misserin." Leiðari í Tímanum 20. maí Veitingabransinn „En borgarstjómarmeirihlutinn hefur ekki látiö sér nægja að hafa eitt gæluverkefni í veitingabrans- anum, því í ráðhúsinu nýja þótti ástæða til að setja upp almennan veitingastað. Þetta bætist við gesta- móttökusahna sem borgin hefur verið með í Höfða fyrir eigin veislur, veitingaaðstöðuna á Kjarvalsstöð- um og svo auðvitað allan veitingareksturinn úti í Viðey. Áður en Hótel Borg fékk einkaleyfi á opinber- um veitingahúsagestum þótti mörgum því veitinga- fíkn sjálfstæðismeirihlutans vera farin að þrengja nóg að almennum veitingarekstri í borginni." Garri í Tímanum 19. maí Áfangakerfi í skólum „Þau skyndikynni sem takast í tímum í áfanga- kerfi eru sjaldnast th frambúðar. Klíkur myndast um þröng áhugamál, en að öðru leyti era samskipti nemenda lítil og jafnan hætta á að einhver sé týndur í fjöldanum. Eyður í stundatöflu, sem óhjákvæmheg- ar era í áfangakerfí, fara í að kjafta og slæpast. Fæstir nota eyðumar til náms. Sumir era sagðir mæta oftar í klíkuna sína en í tíma.“ Hrafn Sveinbjarnarson í Mbl. 20. maí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.