Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1993, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1993, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993 Fréttir Framleiðsluráð landbúnaðarins: Um 40 manns í skemmti- og kynnisf erð til Færeyja - kostnaður að hluta til greiddur af ráðinu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Það er verið að fara í kynnisferð til Færeyja á vegum framleiðsluráðs- ins til að kynna sér aðstæður og svo- leiðis, þetta er skemmti- og kynnis- ferð,“ segir Jón Ragnar Björnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs landbúnaöarins, um ferö sem farin verður á næstunni til Fær- eyja á vegum ráðsins. Að sögn Jóns Ragnars liggur end- anleg tala þátttakenda í ferðinni ekki fyrir, en að öllum líkindum verða þeir ríílega 40 talsins. „Það eru aðal- lega stjórnarmenn og starfsfólk sem fer í þessa ferð. Kostnaður við ferð- ina verður að hluta til greiddur af framleiðsluráðinu en einnig af þátt- takendum en ég veit ekki hvernig skipting kostnaðarins verður. Við förum á laugardegi og komum aftur á mánudegi þannig að þaö er um ríf- lega helgarferð aö ræða. Við heim- sækjum m.a. bændasamtökin, skoð- um í verslanir sem hafa íslenskt lambakjöt á boðstólum og fleira í þá veru,“ sagði Jón Ragnar. Þó að grasið sé farið að grænka á láglendi hefur Vetur konungur enn ekki sleppt tökum sínum á landinu eins og tjósmyndari DV komst að um helgina þegar hann var á ferð yfir Steingrímsfjarðarheiði, milli Hólmavíkur og ísafjarðardjúps. DV-mynd ÞÖK Kjartan Jóhannsson líklegur framkvæmdastjóri EFTA: Til marks um að við séum gjaídgengir - segir Kjartan. Möguleiki aö sitjandi framkvæmdastjóri veröi áfram Strætóbreytingar: Starfs- menn SVReru skelkaðir „Starfsmennimir eru aö vonum skelkaðir því að atvinnuástandið er nú þannig. Þetta er alveg nýtt mál þannig að það er fjarri þvi að maöur sé búinn að átta sig á öllu sem þama er verið að tala um,“ segir Sjöfn Ing- ólfsdóttir, formaður Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar. Sjöfn hefur setið tvo af fimm kynningarfundum í fundaröð sem stjórnarformaður SVR og borgarstjóri Reykjavíkur boðuðu til vegna tillögu sjálfstæðis- manna um að breyta eignarhalds- formi Strætisvagna Reykjavíkur i hlutafélag. „Ég hef fengið staðfest aö rætt verður við starfsmannafélagið um kjör þessa fólks en framtíðin ein leiö- ir í ljós hvaö verður þegar SVR verð- ur komiö í hlutafélagsform. Starfs- fólkið óttast uppsagnir og enginn veit hvað verður þegar nýir stjóm- endur taka við fyrirtækinu, hversu mikinn starfsmannaíjölda þeir telja sig þurfa og með hvaöa hætti fyrir- tækið verður rekið. Það getur náttúr- lega enginn svarað þeirri spumingu í dag,“ segir Sjöfn. Starfsmannafélag Reykjavikur- borgar sendi frá sér fréttatilkynn- ingu nýlega þar sem lýst er furðu á þeim vinnubrögðum og framkomu meirihluta sjálfstæðismanna í borg- arsljóm gagnvart starfsfólki Strætis- vagna Reykjavíkur aö tilkynna án fyrirvara og án nokkurs samráðs fýrirætlanir um að gera SVR aö hlutafélagi. Starfsmannafélagið ósk- aði efúr viðræöum um hugsanlegar breytingar á rekstrarformi borgar- stofnana síðasta haust en engar slík- ar viöræður hafa farið fram. -GHS „Þaö er rétt að þetta er til um- ræðu. Úrslitin ráðast hins vegar ekki fyrr en ráðherrarnir hafa sam- þykkt,“ segir Kjartan Jóhannsson, fastafulltrúi íslands hjá EFTA, Frí- verslunarsamtökum Evrópu, í Genf. Miklar líkur em á því að hann verði valinn næsti framkæmdastjóri EFTA en fundur utanríkisviðskipta- ráðherra landanna sjö verður 16. júní næstkomandi og þá ræðst endanlega hver hreppir stöðuna. Samkvæmt upplýsingum DV er sá möguleiki einnig fyrir hendi að nú- verandi framkvæmdastjóri, Georg Reisch frá Austurríki, sitji áfram en það er hins vegar ekki samkvæmt venju því gert hefur verið ráð fyrir að framkvæmdastjórar sitji að há- marki í sex ár. Allar líkur benda því til aö Kjartan fái stöðuna. Fulltrúar Svisslendinga hafa meðai annars stungið upp á Kjartani og forsætis- ráðherrar Norðurlandanna íjögurra í samtökunum hafa mælt með ráðn- ingu hans. „Mér fmnst dálítið varið í það aö menn skuli ræða þetta nú því aldrei höfum við íslendingar haft þessa stöðu áður. Þetta er til marks um það að við séum sæmilega gjaldgengir og stöndum okkur ekki sérlega illa,“ segir Kjartan. Kjartan hefur búið í Genf frá því í ágúst 1989. Hann sagði að sér líkaði vel, verkefnin væru skemmtileg og nóg að gera. Framkvæmdastjórinn er ráðinn í þijú ár í senn og getur setið í sex ár. Kjartan sagöi að í ljósi þeirrar óvissu sem ríkti um framtíðarhlutverk EFTA væri ómögulegt að segja hvert hlutverk framkvæmdastjórans yrði návæmlega í framtíðinni. Talið er aö ein ástæðan fyrir því að menn vilja fá íslending í starfið sé einmitt sú staðreynd að íslendingar eru eina þjóöin, ásamt hugsanlega Svisslend- ingum, sem ekki virðist vera á leið- inni út úr samtökunum. „Þegar svona tækifæri býðst er ekki auðvelt að láta það fljóta fram hjá sér og þá er ég ekki að tala um sjálfan mig heldur ísland. Landiö hefur nú haft ákaflega lítið af góðum stöðum á alþjóðlegum vettvangi. Mér finnst dálítið í það varið fyrir ísland aö fá svona stöðu.“ Um 17 íslendingar eru starfandi í Genf á vegum EFTA og eftirlitsstofn- unarinnar um EES-samninginn, að sögn Kjartans. -Ari HlutabréfíSoftis: Stuttar fréttir Raunvaxtahækkun? Ávöxtun spariskírteina hefur hækkað um 0,3% frá mars. Þessi hækkun gæti gefið tilefni til raunvaxtahækkunar á næstunni. Kvalfiarðargöng? Aukin bjartsýni er nú varöandi HvaRjarðargöng. Samkomulag hefur náðst um aö vsk. af umferð fari í lægra skattþrep. íslefldiitgariTælandi Danskir kvikmyndagerðar- menn fullyrða aö íslendirigar séu meðal þeirra sem sækja í kyn- ferðislegt samneyti við böm í Tælandi. Mbl. greinir frá. Leiðsögumennfella Félag leiðsögumanna hefur fellt nýgerða kjarasamninga. Þeir treysta sér ekki til aö skrifa und- ir samning sem feiur í sér óbreytt laun allt til sumarsins 1995. Fimmárækju Fimm íslensk skip eru lögð á stað á vænleg rækjumið um 260 sjómílur út af Nýfundnalandi. Norðmenn, Færeyingar og Kanadamenn hafa veitt þar vel. Jónviflekki laun Jón Sigurðsson segist ekki ætla að þiggja biðlaun frá ríkinu verði hann seðlabankastjóri. 165þúsundfonn Sjávarútvegsráöherra mun leggja til 165 þúsund tonna afla- mark fyrir þorsk fyrir næsta ár samkvæmt heimildum Stöövar2. Hagkaup út Hagkaup og Bónus hafa verið keypt út úr 10-11 verslanakeðj- unni. Þau áttu % hluta. -Ari Engin viðskipti síðasta mánuðinn - höfum beöist undan þessum viðskiptum, segir forstöðumaður VÍB „Það vantar upplýsingar út á markaðinn um þaö sem þeir eru að gera en Softis-menn virðast ekki vilja gefa þær upp. Þeir eiga ekki að kom- ast upp með að gefa engar upplýs- ingar. Kaupendur hlutabréfa eiga rétt á að vita hvaða rök eru fyrir öll- um væntingunum. Menn spyija sig af hveiju þessum upplýsingum er ekki komið á framfæri til þess að reyna selja bréfin," segir Aibert Jónsson hjá Landsbréfum hf. Engin viðskipti hafa verið með hlutabréf í Softis frá því 7. maí síð- astliðinn. Sölutilboðin hafa verið mjög há eöa á genginu 27,5 til 30 en kauptilboð á markaði aðeins á geng- inu 6 og því eru engin viðskipti. Viö- skipti með hlutabréf í Softis urðu reyndar aldrei mjög mikil í fjárhæö- um, jafnvel þegar mest gekk á fyrir nokkrum mánuðum. Sölutilboð á markaðnum hafa ekki lækkað þó fá kauptilboð sjáist. „Mér vitanlega höfum við aldrei komið nálægt þessum viðskiptum. Við höfum alfarið beðist undan því að koma nálægt þessu máli. Við höf- um sérhæft okkur á öðrum sviðum," segir Sigurður B. Stefánsson, for- stöðumaður Verðbréfamarkaös ís- landsbanka. Samkvæmt upplýsingum DV htur VÍB svo á aö viðskipti með bréfin séu alltof áhættusöm og til að taka ákvörðun um kaup þurfi miklu meiri upplýsingar sem ekki eru fyrir hendi. „Ég myndi ekki ráðleggja hveijum sem er að kaupa bréf í þessu fyrir- tæki, áhættan er of mikil og upplýs- ingamar of litlar. Viö sjáum að gengi hlutabréfa í svona fyrirtækjum rýk- ur upp og niður erlendis," segir Al- bertJónsson. -Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.