Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1993, Síða 20
32
FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993
I>V
15 ára
fórholu
ihoggi
Einn efnilegasti kylfingur
landsins, Þorkell Snorri Sigurðs-
son sem aðeins er 15 ára gamall,
náði þeim glæsilega árangri að
fara holu í höggi á 17. braut á
Grafarholtsvallar í fyrradag. Þor-
kell, sem er félagi í GR, var að
keppa á stigamóti unglinga og sló
hann af hvítum teig með trékylfu
númer 3 í mótvindi og beint ofan
í holu. Hann lék á 75 höggum og
spilaði sig þar með inn í meistara-
flokk.
-GH
Tveir úr
1 deild í
leikbann
Tveir leikmenn úr Getrauna-
deiidinni í knattspymu voru úr-
skurðaðir í eins leiks bann á
fundi aganefndar KSÍ í fyrra-
kvöld. Það voru Eyjamaðurinn
Ingi Sigurðsson og Bafdur Braga-
son úr Vaf sem lentu í handafög-
málum í leik liðanna á mánudag-
inn og voru reknir af velh.
Ingi leikur því ekki með Eyja-
hðinu gegn FH í kvöld og Baidur
missir af leik Vals á móti Keflavík
í kvöld.
-GH
Öldungar:
Þrettán
met féllu
Þrettán íslandsmet féhu á
kappamóti öldunga í frjálsum
íþróttum sem haldið var á Laug-
ardalsveUinum síðasta fóstu-
dagskvöld. Þar var Jóhann Jóns-
son, hinn aldni afreksmaður úr
Garðinum, atkvæðamestur og
setti flmm met í 75 ára flokki.
Jóhann kastaði sleggju 24,46
metra, spjóti 30,64 metra, kúlu
10,18 metra, stökk 9,14 metra í
þrístökki og 4,25 metra í lang-
stökki.
Karl Torfason, UMSB, setti tvö
met í 60 ára flokki, stökk 9,83
metra í þrístökki og 4,81 metra í
langstökki.
Gísh Gunnlaugsson, UDN, setti
met í 3.000 metra hlaupi í 50 ára
flokki, 12:09,2 mínútur.
Guðmundur Hallgrímsson,
UÍA, setti met í 300 metra hlaupi
í 55 ára flokki, 44,3 sekúndur.
Aðalsteinn Bemharðsson,
UMSE, setti met í 300 metra
hlaupi í 35 ára flokki, 36,7 sekúnd-
ur.
Ámý Hreiðarsdóttir, Óðni, setti
met í þrístökki í 35 ára flokki
kvenna, stökk 9,62 metra.
Anna Magnúsdóttir, HSS, setti
met í sleggjukasti í 45 ára flokki
kvenna, kastaði 23,20 metra.
Hrönn Edvinsdóttir, Víði, setti
met í spjótkasti í 40 ára flokki
kvenna, kastaði 23,34 metra.
Fjörtíu keppendur frá 17 félög-
um og héraðssamböndum tóku
þátt í mótinu sem var stýrt af
Ólafi Unnsteinssyni. Þess má geta
að 15 íslendingar taka þátt í Norð-
urlandamóti öldunga sem fram
fer í Huddinge við Stokkhólm í
júhbyrjim.
-VS
Fyrir skömmu var haldið Is-
landsmeistaramótið í kendo eða
japönskum skylmingum. íslands-
meistari varð Bjöm Hákonarson. f
öðm sæti varð Ólafur Guðmunds-
son og í þriðja sæti hafnaði Sölvi
^A opnu Reykjavíkurmóti i kendo,
þar sem frönskuro gesti, Emanuel
Laurier, var boðin þátttaka, sigraði
Ólafur Guðmundsson. Bjöm Há-
konarson varð annar og Ingólfur
Björgvinsson þriðji. Frakkinn
hafiiaði í fjórða sætL
Sama dag var haldiö íslands-
meistaramót 1 iaido (kata) og sigr-
aði Ath Guðmundsson í því mótL
Elsa Guðmundsdóttir varð í öðru
sæti og Árai Einarsson þriöja.
Dómarar á Islandsmeistaramót-
unum vora Frakkamir Jean Pierre
Reniez, 6. dan, yfirdómari, og
Emanuel Laurier, 3. dan, ásamt
Tryggva Guðmundssyni, 4. dan,
formanni íslenska kendosam-
bandsins. Frakkamir héldu nám-
skeið í kendo, iaido ogjodo og í lok
námskeiðanna náðu fimm íslend-
ingar fyrstu dan-gráðum sem veitt-
ar eru í japönskum skylmingum
hér á landi.
-GH
Charles Barkley sækir hér að körfu Chicago en til varnar eru Horance Grant og Scottie Pippen. Barkley og félagar
í Phoenix komust lítt áleiðis og töpuðu, 92-100. Símamynd Reuter
Fyrsti úrslitaleikurmn í NBA-körfuboltanum:
Chicago hafði betur
Meistaramir í Chicago Buhs ætla
ekki að láta meistaratitihnn svo auð-
veldlega af hendi í NBA körfuboltan-
um en hðið vann í nótt sigur á Phoen-
ix, 92-100, í fyrsta úrshtaleik hðanna
og fór leikurinn fram í Phoenix.
Það er skemmst frá því að segja að
Chicago hafði undirtökin í leiknum
allan tímann og sigurinn var nánast
aldrei í hættu. Phoenix náði þó að
minnka muninn í tvö stig í síöasta
leikhluta en þá keyrðu leikmeim
Chicago bara upp hraðann að nýju
og sigu fram úr aftur.
Tvíeykið Michael Jordan og Scottie
Pippen var aht í öllu í hði meistar-
anna, Jordan með 31 stig og Pippen
27 stig. Lykilmenn Phoenix náðu sér
hins vegar ekki á strik. Charles
Barkley var slappur, var þó stiga-
hæstur með 21 stig en hitti bara í 9
af 25 skotum. Richard Dumars kom
næstur meö 20 stig en Kevin Johnson
var á sama plani og Barkley og skor-
aði einungis 11 stig.
Michael Jordan rauf fjölmiðlaþögn
sína eftir leikinn en hann hefur neit-
að að ræða við blaðamenn í tvær
vikur eítir að sögur vora birtar um
að hann hefði verið að spila í spha-
viti langt fram á nótt fyrir annan
leikinn gegn New York. Þá var Jord-
an óánægður með umfjöllun fjölm-
iðla um ásakanir fyrrverandi golffé-
lagi hans um að hann hefði tapað 80
milljónum króna á níu dögum í veð-
málum þeirra á golfvelhnum.
„Aðalmáhð var að við náðum að
halda niðri hraða Phoenix og bremsa
það þannig niður,“ sagði Jordan eftir
leikinn.
„Við lékum einfaldlega illa. Við
Kevin Johnson verðum að leika bet-
ur til að eiga möguleika gegn þeim
og aht hðið verður að spila betri
varnarleik,“ sagöi Barkley.
• Áhorfendur og leikmenn í höllinni
í Phoenix lutu höfði í mínútuþögn
fýrir leikinn til minningar um Draz-
en Petrovic sem lést í bílslysi á
mánudaginn.
• Ódýrustu miðamir á leikinn voru
falir fyrir 13 þúsund krónur á svört-
um markaði en þeir miðar voru fyrir
sæti uppi í rjáfri. Miðar fyrir sæti
nálægt velhnum fóru á um 100 þús-
und krónur stykkið og var eftirspum
meira en framboð.
-GH/S V/SGS-Bandaríkj unum
íþróttir_____________
DesWalkerá
leiðtl Leeds
Leeds mun hklega ganga frá
kaupum á enska landsliðsmann-
inum Des Walker um helgina.
Walker hefur leikið með Sampd-
oria á Itahu en vih fara aftur til
Englands. Kaupverðiö er áætlað
1,5 mihjónir punda.
Wednesdayá
eftir Pearce
Sheftield Wednesday er tilbúiö
að borga rúma milljón punda fýr-
ir varnarmanninn Stuart Pearce
sem leikur með Nottingham For-
est Forest féll sem kunnugt er í
1. deild og Pearce vih komast frá
hðinu og leika í úrvaisdeildinni
því þar á hann meiri möguleika
að komast í enska landshðið.
RoyKeanefer
einnigfráForest
Roy Keane, miðjumaðurinn
snjahi hjá Forest, er einnig á för-
um frá félaginu. Stóru liöin berj-
ast um Keane sem þykir eitt
mesta efnið í Englandi i dag.
Newcastle og Blackbum hafa
boðið háar fjárhæðir en Forest
vih fá 5 miíijónir punda fyrir
kappann. Keane segist vilja fara
frá Forest, þaö sé bara dagaspurs-
mál hvenær hann fari og hvert.
Ardilesferekki
tilTottenham
Ossie Ardiles ákvað í gær að
vera áfram ft-amkvæmdastjórí 1.
1 deildar Uðs WBA. Háar raddir
voru uppi um að Ardiles væri á
leið til Tottenham þar sem hann
Iék í mörg ár. Ardiles sagðist ekki
hafa áhuga á starflnu hjá Totten-
ham þar sem hann ætti enn eftir
verk að vinna hjá West
Bromwich. Ardiles kom WBA
upp í 1. deild á dögunum og nýtur
ghtirlega vinsælda í West
Bromwich.
StanCollymore
• Ekki er víst aö alhr þekki nafn-
ið Stan Cohymore en kappinn sá
er nú vinsæU þjá flestum úrvais-
dehdarfélögum í Englandi. Colly-
more hefur leikið með Southend
og skoraöi 28 mörk með hðinu í
vetur. Nú eru mörg af stærri lið-
unum á eftir leikmanninum. Le-
eds og Aston Villa hafa boðið
háar fjárhæðir i Collymore og
stjóri Southend, Barry Fry, segist
geta nefiit hvaða verð sem er fyr-
ir leikmanninn.
Bameteri
fjárhagsvanda
Bamet, sem var utandeilda þar
til fyrir tvcimur árum og vann
sér sæti í 2. deild í vor, er í mikl-
um fjárhagskröggum. Leikmenn
liösin8 hafa ekki fengið borgað
siðan I apríl og margir eiga von
á aö höið fari á hausinn og verði
dæmt úr keppni næsta vetur.
Sounessætlar
að hreinsa til
Graeme Souness, stjóri Li-
verpool, ætlar að hreinsa til í
herbúðum liösins fyrir næsta
tímabil. Souness heftir sett
nokkra leikmenn á sölulista.
Leikmennirnir eru þeir paui
Stewart, Ronnie Rosenthal, Mark
Wright og Ronnie Wheelan. Sou-
ness er hins vegar á höttunum
eftir John Scales, varnannanni
Wimbledon, sem er verðlagður á
3 milijónir.