Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1993, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1993, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993 15 Sæt framtíð Þeir sem eiga leiö fram hjá verslun- um eöa sjoppum í nágrenni viö skóla þegar frímínútur eru þekkja allir krakkahópinn sem stendur með snúð í annarri hendi og djús í hinni. Þaö er gjaman troöningur fyrir framan afgreiösluborðiö, allir vilja komast að til aö sjá sætindin sem má fá fyrir afganginn af nestis- peningunum. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt aö unglingar í grunnskóla neyta nú um 120 gramma af syktri á dag, þaö eru tæp 4 kíló á mánuði. Eða með öörum orðum sykumeysla unglinga í níunda bekk grunnskóla er um fjörutíu og þijú kólógrömm á ári. Skipulag matarpakka Tiltölulega einfalt ætti aö vera fyrir vel menntaöa starfsmenn skólanna að annast skipulag á sölu einfaldra en næringarríkra matar- pakka. Slíka pakka er hægt aö setja saman eftir tillögum sérfræöinga án þess aö til komi fjárfesting í tækjum og tólum hjá hinu opin- bera. Mikill fjöldi veitingamanna er fullkomlega fær um aö annast slika vinnu í aöstööu sem þegar er til í landinu. Kostnaöi hins opin- bera er hægt að halda í lágmarki og fjármunum foreldra væri betur varið en í þann sykur sem þeir fara nú í. í máli menntamálaráðherra á Alþingi á dögunum kom fram aö mjög lítill hluti nemenda í grunn- skólum fær einhvers konar máltíö í skólanum. í henni Reykjavík, þar sem drjúgur helmingur þjóöarinn- ar býr, fær ekkert barn slíka þjón- ustu. Viö svona ástand er vart hægt aö una. Framtíð þjóöarinnar býr í því unga fólki sem nú nærist í svo miklum mæli á sykri. Til hvers er veriö aö byggja upp menntakerfi og heilbrigöiskerfi þegar fólkið er mótað úr sykri? Næringarríkar máltíðir Foreldrar leggja nú þegar mikla peninga í snarl fyrir börn sín í há- degi og frímínútum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að foreldrar vilji ekki nota þessa fjár- muni í næringarríkar máltíðir sem afgreiddar eru undir eftirliti starfs- fólks skólanna. Kjallarinn Magnús Ingi Magnússon veitingamaður Nú þegar mikið er rætt um lengri skóladag stendur fólk ekki einung- is frammi fyrir þeirri spurningu hvernig andlegri næringu verði best fyrir komið. Grunnþörfunum verður að sjálfsögðu aö sinna svo eðlilegur vöxtur og þroski til lík- ama og sálar geti átt sér staö. Mat- málstíma skólabarna má skipu- leggja þannig að öllum sé sómi aö og foreldrar geti áhyggjulausir stundaö sína vinnu. Verðugt verketni Rétt er aö leita lausna áöur en til framkvæmda kemur. Foreldra- samtök, Manneldisráð, matreiöslu- menn, kennarar, stjórnmálamenn og fleiri aðilar hafa vafalaust allir sitt til málanna aö leggja. Það er verðugt verkefni fyrir stjórnkerfiö aö leiða saman þessa'aöila og leysa það stóra vandamál sem mataræði skólabarna er. Lausnir geta verið einfaldar og án verulegs kostnaöar ef vel er aö þeim staöiö. Núverandi menntamálaráöherra hefur sýnt þaö aö undanfórnu aö hann getur veriö sérlega röggsam- ur þegar hann vill þaö viö hafa. Undirritaður gerir þaö því að til- lögu sinni að háttvirtur mennta- málaráðherra komi á fót nefnd sem geri tillögur um skipulag skóla- máltíða í íslenska skólakerfinu. Magnús Ingi Magnússon „Framtíð þjóðarinnar býr 1 því unga fólki sem nú nærist 1 svo miklum mæli á sykri. Til hvers er verið að byggja upp menntakerfi og heilbrigðis- kerfi þegar fólkið er mótað úr sykri?“ Er þjóðin farin að hugsa svona? Þegar íslendingur kýs til þings er hann aö nýta sér rétt sem meiri- hluti mannkyns er án. Hann fær að velja um menn og flokka. En þessi helgi réttur er ekki „and- skotalaus", því hjá okkur fylgir böggull skammrifi þar sem ekki er um auðugan garð aö gresja. Ef frá er talinn stærsti saumaklúbbur landsins, sem kallar sig Kvenna- listann, þá eru einungis gömlu aft- urhaldsflokkamir með öfugmæla- nöfnin og ónothæft lið innanborðs í boði. Hugsið ykkur, sá smæsti gengur undir nafninu Alþýöu- flokkur og berst eins og grenjandi ljón gegn hagsmunum alþýðunnar og eitt aðaláhugamál hans er aö koma þjóöinni undir erlénd yfir- ráö, í áföngum. Stærsti flokkurinn, sem kallast Sjálfstæðisflokkur, er honum fylgi- spakur, enda einungis lítill mála- myndaágreiningur þar í milli, lík- lega til að sýna aö þeir séu ekki eins. Dragbítur á framfarir Aðaljójóiö í stjórnmálum er svo- kallaður -Framsóknarflokkur, þaö er nánast móðgun við orðiö því hann hefur um margt verið drag- bítur á breytingar til framfara. Viö hrun Sambandsins ætti öllum að vera ljóst að þessi fyrrverandi KjaUarinn Albert Jensen trésmiður hefur hann veriö með eöa á móti. Óhugnanlegt launamisrétti viröist ekki koma honum viö. Hringleikahús sfjórnmálanna, Alþýðubandalagiö. Þar sem enginn veit hver er meö hverjum, þar sem allir ætla að gera svo mikið fyrir verkalýðinn en hinir flokkarnir eyöileggja allt, eða þannig. Þaö væri ósanngjamt aö halda því fram aö flokkarnir kæmu sér ekki sam- an um neitt. Þeir vilja margföld laun pólitíkusa af öllum stærðum og gerðum, þar á ofan alls konar hlunnindi og bitlinga. Þeir vilja áframhaldandi ofsakaup til banka- stjóra og annarra hátekjumanha. Þeir vilja halda viö lífeyris- og eftir- launamisréttinu. Þeir treysta á að fólkið í landinu verði alltaf jafn várnarlaust gagnvart þeim. ánægöir með launin sín. Mikilvæg- ast af öUu er að enginn nýr flokkur vinni trúnað almennings. Eftir aö Vilmundur Gylfason haföi gert ljóst að kraftaverk eru möguleg í íslenskri pólitík og sýndi árangur í baráttu viö spillingu og græðgi fór um marga. Hann var ekki óskabam bitlinga og kerfis- kalla en þjóöin þarf á hans líkum aö halda. Víst er að til er fjöldi manns, kon- ur og karlar á ýmsum aldri sem fær eru að stjóma og taka viö af því liöi sem nú silast úræðalaust um sali Alþingis. Gamla feman, Alþfl. Alþba. Framsfl. og Sjálfstfl., er svo gjör- sneydd trú á þjóö sína að hún kom í veg fyrir að þjóðin fengi aö veij- ast fullveldisafsali í frjálsum kosn- ingum. Það skal engan undra þó Jón B. Hannibalsson vildi flýta staðfest- ingu EES-samnings því við höfum aðeins eitt ár til að segja honum upp, að því liðnu emm við föst í netinu. Það þarf nýtt fólk í stjórnmálin ef við eigum ekki að missa sjálf- stæði okkar á öllum sviöum. Það era margir famir að hugsa svona. Albert Jensen „Það þarf nýtt fólk í stjórnmálin ef við eigum ekki að missa sjálfstæði okkar á öllum sviðum.“ bændaflokkur er ekki allur þar Trúnaðuralmennings sem hann er séður. í EES-málinu Að verkalýðsforingjar séu Meðog SvarbréfDavíðs umsamráð „Mér þykir þaömjögmið- ur að stjórn- arandstaöan skuli hafa hafnaö því að skipa fulltrúa í starfsnefnd á vegum rík- issfjórnarinn- ar og taka þannig þátt í gerð tillagna um hvernig draga megi úr áhrifum minni þorsk- veiða. Hins vegar hefur hún kosið að koma tillögu sem ekki er í samræmi við þá vinnu sem for- sætisráðherra haföi í huga að færi fram í þessari nefnd. Greini- Iega er stjómarandstaðan að hugsa um þaö að draga máliö upp á pólitiskara plan og draga þann- ig athyglina að forystumönnum sjálfum frekar en vinnunni sem þarf að fara fram ef lausn á að finnast. Þetta er í takt við annað sem stjómarandstaðan hefur staðið fyrir í athyglisleik sínum undan- farin tvö ár. Þeir sem þar ráða ferðinni virðast kjósa aö leggja ekkert efnislegt til málanna. Þess í stað velja þeir þá leið að gagn- rýna og stunda pólitískar skylm- ingar þegar taka á erfiðar ákvarðanir. Þeir hugsa raeira um að koma vel út úr skoðanakönn- unum heldur en rétta við þjóðar- hag. Mér finnst þetta mjög dapurleg niðurstaða og heföi átt von á því að stjómarandstaðan myndi starfa af meiri heilindum við að leysa aðsteðjandi vandamál held- ur en raun ber vitni." Skætingur „Úr þvi að Davíð hafnaöi hugmyndum stjórnarand- stöðunnar með skætingi og útúrsnún- ingum hallast ég að þeirri skoðun að hann hafi ekkert meint , með tilboði sínu um samráð. I raun held ég aö tilboðið hafi ein- göngu verið liður í átökmn hans við Þorstein. Stjómarandstaöan var tví- mælalaust reiðubúin tíl samráðs. En við vildum hafa það öflugra og fljótvirkara heldur en Davíö. Því lögðum við til að formenn flokkanna ræddu saman en nytu aðstoðar embættismanna. Nú vantar pólitískar ákvarðanir en ekki upplýsingasöfhun. Við litum svo á aö þetta fyrirkomulag myndi greiða fyrir málinu og væri leið til að koinast fljótt að skynsamlegri niðurstöðu. Það er hlægilegur ofmetnaður Ixjá Davíð að tala um tilboð okkar sem ósk um stjómarmyndunar- viðræður. Við framsóknarmenn höfum aö minnsta kosti enga lyst á því að taka þátt í ríkisstjóm með núverandi stjómarflokkum aö óbreyttri stefhu. Fijálshyggj- an, sem ríður húsum í stjórnar- ráöinu, er okkur ekki að skapl Og varðandi þjóðstjórnarhug- mynd Ólafs Ragnars þá líst mér eldú á hana. Þjóðstjóm yrði í eðli sínu veik stjóm því í henni yrði stöðug kosningabarátta. Það sem okkur vantar er ný stjóm í land- inu og hún verður ekki mynduð nema að undangengnum kosn- ingum.“ -kaa þingflokksformaður Framsóknarflokks. Árni M. Mathiesen, þingmaóur Sjálf- stæðisflokksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.