Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1993, Blaðsíða 32
44
FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993
Ólafur Ketilsson.
Anguraparnir
ÁmiogRagnar
„En nú er aftur á móti öllum
i skipað að aka á 60 km hraða á
mörgum götum í borginni en 90
[ km hraða úti á vegum. Fyrir
fáum árum var þessi ökuhraði
lögleiddur af öllum þingmönnum
nema tveimur anguröpum, þeim
i Áma Johnsen og Ragnari Am-
alds, sem vildu auka hraðann upp
í 110,“ segir Ólafur Ketilsson,
I fyrrverandi sérleyfishafi, en
hann vill láta hækka sektir við
umferðarlagabrotum.
Ökuníðingur á Vestur-
landsvegi!
„Púðluhundurinn stökk fram í
og rakst í gírstöngina. Hún hefur
ábyggilega verið í hlutlausum því
bíllinn fór af stað og rann rakleið-
is á bíllinn minn,“ segir Karl Pét-
Uminæli dagsins
ur Jónsson en hann lenti í því að
hundur „keyröi" á bílinn hans.
„Þetta var óborganlega fyndið.
Eg hef aldrei átt jafnerfitt með
mig og þegar ég var að skrifa tjón-
skýrsluna meö konugreyinu sem
á hundinn," sagði Karl Pétur enn-
fremur um atvikið.
Mútukostnaður er frádrátt-
arbær!
„Mútukostnaður er frádráttar-
bær ef fyrirtækin geta skjalfest
nauðsyn hans til aö ná samning-
um,“ segir Ole Stavad, skatta-
málaráðherra Dana, en hann ráð-
leggur forsvarsmönnum danskra
fyrirtækja að nefna téðan kostn-
að „ráðgjafarkostnað" á skatt-
framtali frekar en að skrifa
mútufé.
Áfengisneysla
íChile
Chilemaðurinn dr. Horacio
Riquelme flytur í kvöld kl. 20.30
fyrirlestur um áfengisneyslu,
stéttskiptingu, afleiðingar og að-
Fundiríkvöld
gerðir í Chile. Fyrirlestminn er
haldinn í stofu 101 í Odda (Há-
skóla íslands).
Þá verður í kvöld haldin kvöld-
vaka Vinafélagsins og hefst hún
í Templarahöllinni kl. 20.
Smáauglýsingar
15 stiga hiti
Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg-
viðri í fyrstu en síðan norðaustan
Veöriðídag
gola eða kaldi. Skýjað með köflum
og að mestu þurrt. Hiti 9-15 stig.
Á landinu verður austan- og norð-
austanátt, stinningskaldi norðvestan
til en hægari annars staðar. Dálítil
rigning eða súld verður víða um land
en þurrt og bjart veður að mestu á
Vesturlandi. Síðdegis má búast við
vaxandi austanátt á Suðaustur- og
Austurlandi, þar verður sums staðar
orðið allhvasst með talsverðri rign-
ingu í kvöld. Hiti verður áfram á bil-
inu 4-15 stig, hlýjast suðvestanlands.
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri súld 5
Egilsstaðir súld 5
Galtarviti skýjað 5
KeílavikurtlugvöUur hálfskýjað 8
Kirkjubæjarklaustur skúr 8
Raufarhöfn rigning 4
Reykjavík hálfskýjað 9
Vestmannaeyjar rigning 8
Bergen hálfskýjað 14
Helsinki skýjað 12
Kaupmannahöfn léttskýjað 17
Ósló skýjað 13
Stokkhólmur léttskýjað 19
Þórshöfn þoka 9
Amsterdam mistur 21
Barcelona þokumóða 20
Berlín skýjaö 19
Chicago léttskýjað 19
Feneyjar þokumóöa 21
Frankfurt skýjaö 20
Glasgow mistur 13
Hamborg hálfskýjað 16
London mistur 19
Lúxemborg skýjað 17
Madrid skýjað 14
Malaga léttskýjað 20
MaUorca þokumóða 19
Montreal skýjað 18
New York skýjað 22
Nuuk skýjað ' 5
Orlando heiðskírt 25
París skýjaö 20
Róm heiðskirt 23
Valencia hálfskýjað 19
Þorbjöm Atli Sveinsson, yngsti leikmaðurinn í 1. deildinni:
„Það er auðvitað rosalega mikill
munur á að spila i 1. deildinni og
í yngri flokkunum. Leikmennirnir
í 1. deildinni eru auðvitað miklu
sterkari og betri. Það er spilað fast,
hraðinn er miklu meiri og það er
litill sem enginn tími til að athafna
sig með boltann," segir Þorbjöm
Maður dagsins
Atli Sveinsson, leikmaður Fram,
sem á dögunum varð yngsti knatt-
spyrnumaðurinn til að spila í 1.
deildinni i knattspyrnu.
Þorbjöm er fæddur 30. ágúst 1977
og hann var þvi 15 ára og 270 daga
gamall er hann kom inn á sem
varamaður gegn Þór í 2. umferö
íslandsmótsins 27. maí sl. „Ég býst
nú aðallega við að spila með öðrum
og þriðja flokki í sumar enda fara
Ríkharður Daðason og Atli Einars-
son væntanlega að koma inn í hóp-
inn. Ég vona hins vegar aö ég kom-
Þorbjörn Atli Sveinsson.
ist kannski á varamannabekkinn
og yrði ánægöur með það,“ segir
Þorbjörn sem hlaut eldskirn sína i
meistaraflokknum í Reykjavíkur-
mótinu í vor. Þar gekk framherjan-
um unga mjög vel. Hann kom inn
á í fjórum leikjumogskoraði fjögur
mörk og þar af var eitt í úrslitaleik
mótsins gegn Valsmönnum sem
Framarar unnu, 2-0.
Þorbjörn bjó í Grindavík fyrstu
árin en síðan lá leiðin í höfuðborg-
ina og í raðir Víkinga en undanfar-
in ár hefur framhetjinn klæöst
Frampeysunni. Hann er ennfrem-
ur vel liötækur í snóker og hefur
keppt á heimsmeistaramóti í þeirri
íþróttagrein í aldursflokknum 21
ársogyngri.
Þorbjörn, sem ætlar að hefja nám
á íþróttabraut við Fjölbrautaskól-
ann í Ármúla í haust, er þessa dag-
ana aö vinna við fegrun höfuðborg-
innar eins og fleiri jafnaldrar hans
en þegar vinnudeginum lýkur tek-
ur knattspyman viö. „Það fer mik-
ill tími í fótboltann enda snýst liflö
hjá mér nánast um hann,“ segir
Þorbjörn sem á sér þann draum,
eins og fleiri ungir knattspymu-
menn, að komast í atvinnumennsk-
una á meginlandi Evrópu.
í kvöld fara fram þrír leikir í
1. deild. Skagamenn heimsækja
Framara á Laugardalsvöll, Vest-
manneyingjar taka á móti FH-
Íþróttiríkvöld
ingum og Keflvíkingar fá Vals-
menn í heimsókn.
1-deild karla:
Fram-ÍA kl. 20
ÍBV-FHkl. 20
ÍBK-Valur kl. 20
Skák
Á pólska meistaramótinu í ár kom þessi
staöa upp í skák Grabarczyk og Maci-
ejewski sem hafði svart og átti leik. Síö-
asti leikur hvíts í stöðu sem hann ætti
að vinna, 1. Kd2-e3, virðist eins góður og
hver annar. En nú kom svartur auga á
óvænta leiö til björgunar:
1. - Hgl! og svartur eltir hvita hrókinn
eftir g-línunni. Ef 2. Hh2 Hg2!, eða 2. Hh3
Hg3! - ef hrókur drepur hrók er svartur
patt og skákin jafhtefli. Takið einnig eftir
að ef 2. Be4 Hxhl 3. Bxhl blasir sömuleið-
is jafntefli við því að biskupinn fær ekki
valdað uppkomureit hvíta h-peðsins.
Keppendur sömdu þvi um jafntefli.
Jón L. Árnason
Bridge
Þátttaka í sumarbridge hefur verið jöfn
og góð í upphafi sumars og ekki er óal-
gengt að á milli 40 og 50 pör mæti á
kvöldi. Metaðsóknin var í Epson-
alheimstvímenninginn sem spilaður var
fóstudaginn 4. júní en þá spiluðu 62 pör.
Spilað er alla daga vikunnar nema laug-
ardag og hefst spúamennskan klukkan
19. Síðastliðinn miðvikudag kom þetta
skemmtúega spú fyrir. Sagnhafi var Jón
Steinar Gunnlaugsson og hann fékk
verðskuldaöan topp fyrir gott úrspú í
einu grandi. Sagnir gengu þannig, suður
gjafari (áttum snúið tú hagræðis) og eng-
inn á hættu:
♦ ÁG5
V G4
♦ 109872
+ 542
♦ D10864
V ÁD65
♦ Á54
+ 6
♦ 932
V K1083
♦ 63
+ K1098
* K7
V 972
♦ KDG
+ ÁDG73
Suður Vestur Norður Austur
1 g pass pass pass
Eitt grand suðurs lofaði 15-17 punkta
jafnskiptri hendi og útspú vesturs var
spaði. Jón Steinar hleypti þvi heim á
kóng og spúaði þar næst tígulgosa! Vest-
ur sá ekki ástæðu til að leggja ásinn á
og þá kom næst tíguldrottning, Vestur
drap á ás og spúaði aftur spaða. Jón
Steinar svínaði þá sgaðagosa, tók spaðaás
og henti tígulkóng. í tígultíuna flaug síð-
an laufþristur heima. Austur gætti ekki
að sér og henti tveimur laufum þegar tígl-
amir voru teknir. Jón svínaði síðan gal-
vaskur laufi og 4 slagir á þann lit. Hann
fékk því aús 11 slagi, 3 á spaða, 4 á tígul
og 4 á lauf og þáði að sjálfsögðu hreinan
topp fyrir vikið.
ísak örn Sigurðsson