Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Side 3
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993 3 Fréttir Húsvikingar íhuga að afþakka þjónustu Flugleiða: Skemmdarstarfsemi - segir Einar Njálsson bæjarstjóri um fækkun áætlunarferða Flugleiðir: Ferðum ekki fjölgað í sumar Gyffi Kris^ánsson, DV, Akureyri: „Félagið sá slg knúlð til þess að fækka í flugflota sínum í innan- landsflugi og leigja eina af Fokk- ervélunum. Þetta var aðallega af tveimur ástaeðum; versnandi af- komu og því aö í lok ársins verð- ur lagður virðisaukaskattur á innanlandsflugið sera gæti aukiö rekstrarkostnað okkar vegna þess um allt að 100 milljónum," segir Einar Sigurðsson, blaðafull- trúi Flugleiða. Einar segir að þrátt fyrir þetta sé sutnaráætlun Flugleiða innan- lands í meira en 80% tilvika óbreytt og þetta hafi ekki þýtt nema 5% fækkun ferða. Því mið- ur hafi orðið að fækka um tvær ferðir á viku til Húsavikur en þess beri að geta að Flugfélag Noröurlands hafi íjölgaö sínum ferðum þangað um tvær. Þá sagöi Einar að skiptinguna á flugleiðinni Reykjavík-Húsavik 1990 mætti rekja til samþykktar bæjarstjórnar Húsavikur í októb- er 1989, þess efnis að fleiri aðilum gæfist kostur á að fljúga á þessari leiö. „Það er auðvitað slæmt ef þessi ákvörðun Flugleiða hefur komið illa við feröaþjónustuaöila á Húsavík en þvi miöur veröur ekki hægt að íjölga ferðum þang- að að óbreyttum aðstæöum. Hins- vegar bendir ýmislegt til þess að hægt verði að fjölga ferðum á þessari flugleið þegar vetraráætl- un tekur gildi i haust," sagði Ein- ar. Sprenging í dráttarvél Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Eldur kom upp í dráttarvél á bæn- um Tjamargerði í Eyjaíjarðarsveit í gær. Verið var að nota dráttarvélina við heyskap. Á meðan ökumaður hljóp eftir vatni til að slökkva eldinn varð sprenging í dráttarvéhnni og stýris- hús hennar varð alelda um leið. Brotist inn í Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri: Mjög ölvaður maður var handtek- inn við Sparisjóð Árskógsstrandar við Melbrún í fyrrinótt, eftir að við- vörunarkerfi sparisjóðsins hafði far- ið í gang. Lögregla frá Akureyri kom fljótt á vettvang og handtókmanninn utandyra. í ljós kom að maðurinn hafði brotist inn í sparisjóðinn með því að spenna upp glugga og síðan hafði hann farið um húsnæðið. Loðnuskipin til Jan Mayen GyB Kristjánsson, DV, Akureyri: Loðnuveiðar mega heíjast um mánaðamótin og er hugur í mörgum útgerðarmönnum og sjómönnum að hefja veiðamar sem allra fyrst. Talið er að nú strax fari 10-15 skip á mið- in, en á þessum árstíma heldur loðn- an sig við Jan Mayen. Ef vel tekst til er líklegt aö í næstu viku gæti fyrsta loönan á vertíðinni borist á land. Maðurinnsemlést Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Vestmannaeyjum á mánudag hét Jón Trausti Úranusson til heimihs að Boðaslóð 6 í Vestmannaeyjum. Trausti var fæddur 19. júní 1952 og varókvænturogbarnlaus. -pp Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég líki þessu við skemmdarstarf- semi gagnvart ferðaþjónustunni á þessu svæði og staðan getur auðvitað leitt til þess að við förum fram á það að Flugleiðir láti okkur í friði og við leitum þjónustu hjá öðrum flugfélög- um," segir Einar Njálsson, bæjar- stjóri á Húsavík. Húsvíkingar em mjög óánægðir með að Flugleiðir hafa fækkað ferðum til Húsavíkur um tvær á viku og telja það óviðun- andi flugtíðni þangað. Bæjarstjóm Húsavíkur hefur sam- þykkt ályktun um máhð og krefst þess að Flugleiðir þjóni því áætlun- arleyfi sem félagið hefur á flugleið- inni. Gerist það ekki séu Flugleiðir að neyða bæjaryfirvöld til að leita annarra leiða um flugsamgöngur. „Við erum mjög reiðir, Húsvíking- ar, á því er engin launung," segir Einar Njálsson. „Á fundi með Flug- leiðamönnum 16. júní útskýrðu þeir fyrir okkur ástæðu þessarar fækk- unar ferða hingað og að þeir heíðu orðið að leigja eina af Fokker-vélum sínum til útlanda. En þetta er eldra mál; árið 1991 vom hingað tíu ferðir á viku, í fyrra vom þær sex og nú em þær orðnar fjórar. Þetta er því ekki bara vegna leigu Flugleiða á ein- um Fokker til útlanda núna. Þetta kemur sér sérstaklega illa fyrir ferðaþjónuaðila hér á svæðinu sem m.a. hafa skipulagt dagsferðir til Mývatns og Dettifoss fyrir ferða- menn og þá treyst á morgun- og kvöldferðir Flugleiða. Það er alveg búið aö eyðileggja þá markaðssetn- ingu og þess vegna hef ég líkt þessu við skemmdarstarfsemi." BJÖRK - DEBUT Pað kemur engum á óvart að þessi plata kemur öllum á óvart. Nú þegar hefur laglð “Human Behaviour" náð fyrsta sœti hér á landi. Ðjörk heldur áfram að syngja slg Inn f hjörtu manna með þessari frábœru plötu. BOGOMIL FONT OG MILLJÓNAM7ERINGABNIR - EKKI FESSI LEIÐINDI Gleðlgjaflnn mikli útdeiUr ananas. sölaryl og ást með þessari elnstöku ballplótu. Ressi útgáfd hefur fengið ótrúleg viðbrögð og elns og Bogomll segir sjálfur: "Ég var atUaf betri en Ðertl f boUanum." NULL OG NIX 2 Samansafn af lögum 33 fslenskra hljómsvelta. NúU og nix sýnlr einfaldlega vel hve mlkil flölbreytnl rikir f fslensku tónllstarlífl. Lifandi samansafn. Helvítis rokk. Djöfuls relf. HAM - SAGA ROKKSINS Ham sjálfum sér Uklr og gefast ekki upp. Hór hafa þelr endurskrifað rokksögu fslands með einstökum lagasmfðum hvort sem þeir kljást vlð hugljúfar ballöður eða mjög þungt rokk. SH DRAUMUR - ALLT HEILA KLAÐÐIÐ Tímabœr endurútgáfa á öllum lögum elnstakrar hljómsveltar. Plötur þelrra hafa verlð ófáanlegar um langt skelð. Kunnur spekúlant sagði að þetta vœri betra en REM. SNIGLAÐANDIÐ - PETTA STÓRA SVARTA Petta stóra svarta er í raun og veru tftið sllfurUtað og er nýr geisladiskur frá þessum fjörplnnum uppfullur af galsa og œrslafullum skilaboðum. VINIR DÓRA - MÉR LÍÐUR VEL Vinlr Dóra hafd leitt "blúsbylgjuna" á fslandl. Meðal gesta eru Chlcago Ðeau, Jimmy Dawklns, Pinetop Perklns. Dletra Parr o.fl. Skemmtlleg og Ufandl útgáfa. sem lœtur öUum Uða veL SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS / PETRI SAKARI "Flutnlngur Petri Sakarl og S.f. er laus við alla tllgerð og fylltur kraftt. Pað hljómar elns og flytjendurnir njótl þess að spila þessi verk...Ég mœU eindregið með þessart útgáfu." (R.L. Gramophon Júlf 1993)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.