Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Side 11
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993 11 Útlönd Refsaðmeð magaæfingum Forsætisráðherrann í fylkinu Bihar á Indlandi neyddi erabætt- ismenn, sem misnotuðu opinbera sjóði, til að gera magaæfingar opinberlega. Indverska frétta- stofan United News of India greindi frá þessu í gær. í fréttinni sagði aö forsætisráð- herrann hefði komist að misnotk- un hjá nokkrum embættismönn- um er gerð var skyndikönnun á stöðu þróunarverkefna I höfuð- borg fylkisins. Ekki var greint frá hversu mörgum var refsað né hversu margar magaæfingar þeir þurftu að gera. Brasiliuforseti nýrDonJuan Forseti Bras- ilíu, Itamar Franco, sem 'rm * ■ 1 varð 63 ára í . ðí3FVi iJBAX vikunni og er fráskilinn, hef- ur nú fengið viðumefnið í Brasilíu hafa verið óspör á aö greina frá faömlögum forsetans og kossum, ekki bara á kinn held- ur einnig munn, við opinberar athafnir. Eitt blaöanna fullyrðir að forsetiim trylh konur yfir fer- tugt upp úr skónum rétt eins og Robert Redford. Forsetinn þykir ekki beint hta út eins og grískur guð. Þaö er einkum vegna gamaldags sjarma og nærgætni sem hann er vin- sæll meöal kvenna. LeitaðaðLoch Nessskrímslinu Visíndamenn hafa nú hafið enn eina leitina að hinu fræga skrímsli sem sögusagnir herma að lifi í vatninu Loch Ness í Skot- landi. Skrímshð, sem kallað er Nessie og hefur aflað feröa- mannaiðnaöinum í Skotlandi mikils íjár, á að hafa sést síðast fyrir viku. Við leitina að skrímshnu verða notuð sónartæki og neöansjávar- myndbandstökuvélar. Neitaraðhafa bariðTinu Tónhstar- maöurinn Ike Turner neitaöi þvi á fundi með fréttamönnum í vikunni að hafabariðfyrr- um eiginkonu sina, stór- stjörnuna Tinu Tumer. í kvik- mynd um ævi söngkonunnar, sem sýningar eru hafnar á, er því haldiö fram að Ike hafi bæði bar- ið Tinu og nauðgað henni þar til hún gafst upp eftir 18 ára hjóna- band. Ike hefur átt við ýmis vandamál að stríða síðan hjónabandinu lauk. dauðafyrir mannát Dómstóll á Filabeinsströndinni í Afríku hefur kveðið upp dauða- dóm yfir þremur liberískum flóttamönnum fyrir mannát. Fómarlambið var tveggja ára drengur sem flóttamennirair fundu í þorpi nálægt bænum Tabou. Flóttamennirnir voru að flýja borgarastríðið í Líberíu þeg- ar þeir frömdu glæpinn árið 1990. Þeir vora upphaflega fjórir en einn þeirra lést viku eftir mann- átið. Reuter Saf naði munum f órnarlambanna Fjöldamorðinginn Joel Rifkin sem játað hefur á sig morð á sautján vændis- konum í New York. Simamynd Reuter Atvinnulaus skrúðgarðyrkjumað- ur í New York, sem kveðst hafa myrt sautján vændiskonur, safnaði nær- fatnaði og bókasafnskortum fórnar- lamba sinna auk ýmissa annarra muna. Þegar lögreglan í New York stöðv- aði garðyrkjumanninn Joel Rifkin fyrir umferðarlagabrot á mánudag- inn fann hún lík af vændiskonu í bíl hans. Rifkin, sem var stöðvaður fyrir að vera ekki með númersplötur, ját- aði þá á sig morð sextán vændis- kvenna til viðbótar. Lögreglan hefur nú tengt átta morð við Rifkin. Við leit á heimili Rifkins, sem býr með móður sinni og systur, fann lög- reglan keðjusög og hjólbörur. Lög- reglan fann einnig skilríki eins og ökuskírteini, krítarkort og bóka- safnskort tíu kvenna. Lögreglan gat þó ekki tjáö sig um hvort þau til- heyrðu þeim konum sem Rifkin hef- ur verið tengdur við morðin á. Skil- ríkin sem fundist hafa verða mikil- væg gögn við rannsókn málsins. Lög- regla frá nágrannafylkjum tekur þátt í rannsókninni og leit fer nú fram þar sem Rifkin segist hafa komið lík- um vændiskvennanna fyrir. Lögreglan segir að ef Rifkin segir satt frá sé hann einn af verstu fjölda- morðingjunum sem komist hefur UppumíNewYork. Reuter ÞRIKEPPNI STODVAR 2 OG TITAN Í SIGLINGUM, HJÓLREIÐUM OG GOLFI 2. OG 3. JÚLÍ 1993 í HAPNARFIRDI 16.00 19.30 21.30 8.00 9.00 10.00 13.00 13.30 14.00 15.00 18.00 19.30 2IJ0 FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ Sigling hefst frá Rauðarárvík utan Reykjavíkurhafnar. Koma fyrstu seglskútunnar til Hafnarfjarðar (áætlaður tími). Kokkar frá A. Hansen grilla gómsætar skútusteikur á vægu verði á smábátabryggju, þar sem líta má á skúturnar. LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ Golf hluti Þríkeppninnar hefst hjá Golfklúbbi Keilis á Hvaleyrarholti. Á 16. braut geta keppendur unnið Combi-Camp Family Modena tjaldvagn með aukabúnaði að verðmæti kr. 500 þúsund með holu í höggi. Almenningi boðið að reyna við holu í höggi á 16. braut til kl. 11.00 og er Laser 4,7 seglbátur að verðmæti kr. 360 þúsund í verðlaun. Lengd brautar er 129 metrar og fær bver eina tilraun. Meðlimir Fallhlífaklúbbs Reykjavíkur reyna að koma golfkúlu í holu með frjálsri aðferð úr 25 feta hæð. Fjallahjólreiða hluti Þríkeppninnar á Norðurbakka hefst, þar sem keppendur hjóla 20 km. vegalengd. A Norðurbakka sýna fjallahjólamenn listir sínar á hjólum. Hjólreiðakeppni Fálkans fyrir börn og unglinga. Keppt í 2 flokkum, 9-12 ára (10 km.) og 13-15 ára (15 km.). Tímalengd fer eftir þátttöku. Siglingar í Þríkeppni hefjast að nýju, sigldur verður ca. 3ja tíma þríhyrningur fyrir utan Hafnarfjörð. Dagskrá í höfninni meðan stóru skúturnar keppa; * Laser sýningarsigling. * Samæfing Björgunarsveitarinnar Fiskakletts og þyrlu Landhelgisgæslunnar við björgun á sjó. * Bátasmiðja Guðmundar sýnir veiðar og siglingar á hraðfiskibát. Reynt verður við íslandsmet í fjöldadrætti á sjóskíðum. * Vatnasport-sjóskíðasýning og ótrúlegir Shetland hraðbátar. Áætlaður komutími fyrstu seglskútu inn í Hafnarfjarðarhöfn og verða þá dregnir út hinir heppnu sem fá að fara í skemmtisiglingu með skútu frá Hafnarfirði til Reykjavíkur á sunnudag kl. 13.00. Verðlaunaafhending á Norðurbakka. Sigurvegaraveisla á A. Hansen, kr. 2.500 pr. mann. Borðapantanir í síma 651130. PALKINN ÞEKKING, REYNSLA OG ÞJDNUSTA UTILIF" 1 HEKLA SERSTAKAR ÞAKKIR FÁ HAFNARFJARDARBJER, HAFNARFJARDARHÖFN OG SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR hafnarfjörður Þann 3. júlí verða bílar frá HEKLU og tjaldvagnar frá TÍTAN til sýnis á Þórsplani.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.