Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Qupperneq 30
42 FIMMTUDAGUR i. JÚLÍ1993 Veiðivon Fjöldinn var ótrúlegur við Elliðaárnar þegar Árni Steinsson veiddi 65. laxinum á Þingeying á Neðri-Breiðunni. Á innfelldu myndinni er laxinn kominn á land og áhorfendur eru mættir á staðinn. Elliðaámar: Veiðin lifnaði verulega - smálaxinn að mæta í Kjósina Kristin Vignisdóttir með tvo laxa úr Laxá í Kjós fyrir fáum dögum. DV-myndir G.Bender „Þetta er meiriháttar barátta við laxinn og hann tekur skemmtilega í, laxinn er vænn,“ sagði Stefán Guðjohnsen en hann var einn af þeim fjölmörgu sem mættu á stað- inn þegar 65. laxinn veiddist í Ell- iðaánum í fyrradag. Það var Árni Steinsson sem veiddi fiskinn á Neðri-Breiðunni og hann var 8 punda og tók Þingey- ing. Árni var í fimmtán mínútur að landa laxinum og baráttan var fjörleg. Ekki færri en 100 manns fylgdust með viðureigninni við fiskinn. Það veiddust 17 laxar í fyrradag og 10 þeirrakomu fyrir mat. Elliða- árnar hafa gafið yfir 80 laxa. Það er rétt, til að forðast allan misskiling, að geta þess að veiði- vörðurinn í Elliöaánum sagði fólki oft á veiðidegi fjölskyldunnar að hætta veiðum í Höfuðhylnum. Það kom bara alltaf aftur og sagöi að fyrst það væri veiðidagur fjölskyld- unnar mætti það veiða í ánni. Hofsá hefur gefið 20 laxa „Hofsá í Vopnafirði hefur gefið 20 laxa og sá stærsti er 15 punda en það er sama tala í Selánni, enn- þá 12 pund,“ sagði Eiríkur Sveins- son í veiðihúsinu við Selá á þriðju- dagskvöld en áin var þá htuð og ekki hægt að renna fyrir lax. „Það er mikið vatn í Hofsá en veiðimenn reyna þar, í Selá hafa veiðst tveir 15 punda laxar,“ sagði Eiríkur ennfremur. Miðfjarðará hefur gefið 55 laxa „Við vorum að koma úr Miðfjarð- ará og veiddum fjóra laxa, 17, 15, 10 og 8 punda," sagði Egill Guðjo- hnsen en hann var að koma úr Miðfjarðará með Gylfa Gauti Pét- urssyni. „Hollið veiddi 5 laxa í heildina og áin hefur gefið 55 laxa og hann er 17 pund sá stærsti. Þaðvoru lax- ar í vesturánni í Túnhylnum, slangur í Miðfjarðará í Teighúsa- hyl og Brekkulækjarstrengnum og laxar eru í austuránni. Við fengum Qóra laxa á maðk og einn á spún. Eg var i Stóru-Laxá í Hreppum fyr- ir fáum dögum á svæði þrjú og þar var enginn lax kominn á land. Svæði eitt og tvö hafði gefið 2 laxa, 15 og 12 punda," sagði Egill enn- fremur. 300 laxa múrinn rofinn í Norðurá „Það reyttist upp úr Norðuránni þessa daga og núna eru komnir yfir 300 laxar á land, hann er 16 pund sá stærsti," sagöi Halldór Nikulásson, veiðivöi ður í Norðurá, á þriðjudagskvöld. Aðalsvæðið hef- ur gefið 255 og Munaðarnesssvæðið hefur gefið 50 laxa. „Hollið, sem hættir á hádegi á morgun, hefur fengið 40 laxa og áin hefur dottið niður í dag í vatni. En hann er rigningarlegur í Norðurár- dalnum þessa stundina," sagði Halldór ennfremur. Síðustu tveir dagar hafa gefið 36 laxa „Veiðin hefur gengið vel í Laxá í Kjós síðustu tvo daga og það hafa veiðst 36 laxar, núna eru komnir 115 laxar á land,“ sagði Rúnar Ósk- arsson, leiðsögumaður við Laxá í' Kjós, í fyrradag. „Laxamir hafa verið að koma inn síðustu sólarhringa og á neðstu svæðunum eru laxar, þetta er mest 5-6 punda laxar sem veiðast,“ sagði Rúnar í lokin. Húseyjarkvísl hefur gefið 15-20 laxa Húseyjarkvísl hefur gefið 15-20 laxa en áin hefur verið illveiðanleg síðustu daga. Áður en vatnið jókst í ánni höfðu veiðst 3-4 laxar á dag. -G.Bender TUkyimingar Þórsmerkurferð SUF Hin árlega Þórsmerkurferð Sambands ungra framsóknarmanna verður farin helgina 2.4. júli nk. og eru allir velkomn- ir. Lagt verður af stað frá BSÍ kl. 20 fóstu- daginn 2. júlí. SUF mun standa fyrir ýmiss konar afþreyingu þegar í Mörkina er komið, s.s. göngu- og skoðunarferðum í fylgd leiðsögumanns, hráskinnsleik, náttúruskoðun og frisbí-móti auk þjóð- lagasöngs við gítarundirleik. Allar nán- ari upplýsingar um ferðina fást á skrif- stofu SUF í síma 91-624480. Kvenfélagið Freyja Kópavogi Félagsvist að Digranesvegi 12 í kvöld kl. 20.30. Molakaffi og spilaverðlaun. Félagsmiðstöðin Gjábakki Kópavogi Farið verður í stutt ferðalag frá Gjábakka mánudaginn 5. júlí kl. 13. Takið með ykk- ur brauðsneið. Verð 300400 krónur. Miðnæturhlaup A.Hansen verður í kvöld, fimmtudagskvöld, og hefst kl. 23. Verðlaun og frí þátttaka. Meðal verðlauna er borð og bíll fyrhr tvo, verðlaunapeningar fyrir þá tíu fyrstu. Hlaupið verður frá veitingahúsinu A. Hansen út Vesturgötu-Flókagötu-Hjalla- braut, niður Reykjavíkurveg og endað við veitingahúsið A. Hansen. Vegalengd 3,4 km. Mæting kl. 22.30 við veitingahús- ið. Verðlaunaafhending kl. 23.40. Þríkeppni Stöðvar 2 og Títan í siglingum, hjólreiðum og golfi verður haldin 2. og 3. júli í Hafnarfirði. Föstudag- inn 2. júli hefst sigling frá Rauðárvik utan Reykjavíkurhafnar kl. 16. Á laugardag hefst dagskráin kl. 08 með golfhluta þrí- keppninnar hjá Golfklúbbi Keilis á Hval- eyrarholti og verður samfelld dagskrá allan daginn. Fjölskyldu- og húsdýra- garðurinn í Laugardal er opinn afla daga vikunnar frá kl. 10-21. Féiag fráskilinna fer í útivistarferð 3.-4. júh. Mæting á bensínstöð Esso við Ártúnshöfða. Fund- ur í Risinu, Hverfisgötu 105, 2. júli kl. 20.30. Neistaflug ’93 Ákveðið hefur verið að halda fjölskyldu- hátíð í Neskaupstað um verslunar- mannahelgina. Það er ferðamálafélag Neskaupstaðar og nágrennis sem stendur fyrir þessari hátið, auk flestra hags- munahópa (aðila) í bænum, og er stefnt að því að gera þessa hátíð að árlegum viðburði. Engin aðgangseyrir verður að hátíðinni en stefnt er að því að halda uppi stanslausri dagskrá frá fóstudegi til mánudags. Tjaldstæði bæjarins verður opið gestum hátíðarinnar án endurgjalds. Reiki - heilun Opið hús öll fimmtudagskvöld kl. 20 í Bolholti 4, 4. hæð. Allir velkomnir, bæði þeir sem hafa lært reiki og hinir sem vilja fá heilun og kynnast reiki. Safnadarstarf Hjónaband Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa í dag kl. 10-12 og 13-16. Grensóskirkja: „Ný dögun“: Samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Opiö hús í Grens- áskirhju kl. 20.30. Laugarneskirkja: Kyrrðarstund kl. 12.00. Orgelleikur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu að stundinni lokinni. Tónleikar Tónleikar í Kristskirkju Þriðjudagskvöldið 6. júh verða haldnir tónleikar i Kristskirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Á þessum tónleikum mun kammerhljómsveit ungra hljóðfæraleik- ara frá borginni Cervera í Katalónfu leika tónverk eftir Rachmaninoff, Grieg og katalónska tónskáldið Toldra. Tónleikar katalónsku ungmennanna verða endur- teknir 8. júlí kl. 20.30 í Borgameskirkju. Aðgangur er ókeypis á báða tónleikana. Þann 29. mai voru gefin saman í hjóna- band í Seljakirkju af sr. Valgeiri Ástráðs- syni Berglind Pálsdóttir og Luc Leroy. Heimili þeirra er í Frakklandi. Laugavegsleikur á löngum laugardegi Mikill fjöldi fólks lagði leið sína á Lauga- veginn á löngum laugardegi þann 5. júni. Það rikti sanköiluð kamivalstemmning á Laugaveginum þennan dag. Laugavegs- leikurinn var á sinum stað. Laugavegs- bangsinn var aö þessu sinni staddur í glugga sportvömverslunarinnar Spörtu, Laugavegi 49. Sparta gaf vinninga í leikn- um, fimm vöruúttektir. Þátttaka var mjög góð og bámst rúmlega 3000 svör. Reykjavík: Sri Chinmoy friðarhöfuðborg Laugardaginn 26. júní sl. var Reykjavík tilnefnd friðarhöfuöborg og þar með er hún komin í hóp með Ottawa í Kanada og Canberra í Ástraliu, tveimur af virt- ustu Sri Chinmoy friðarstöðum af rúm- lega 500 slíkum í heiminum. Friðarstað- irnir em helgaðir alheimsfriði, vináttu og samlyndi milli maima. Tileinkun Reykjavikur sem friðarhöfuöborg var í tengslum við Friðarhlaupið ’93 en auk Reykjavikur vora Mosfellsbær, Hafnar- fjörður, Garðabær og Kópavogur út- nefndir friðarbæir. Á hverjum stað tók fulltrúi viðkomandi bæjarfélags við skildi, úr hendi framkvæmdastjóra hlaupsins, með áletran þess efnis að stað- imir væra tileinkaðir friði. PeterGullin endar landsreisu á Sóloni íslandus Um síðustu helgi lék á Djasshátíðinni á Egilsstöðum sænski saxófónleikarinn Peter Gullin og tríó hans. Á þessari vel heppnuð hátíð vora þeir aðaigestir og léku við mikla hrifningu gesta. Gullin og félagar hans, Danimir Morten Kargárd, gítarleikari, og Ole Rasmussen, bassa- leikari, óku síðan suðurleiðina í átt til Reykjavlkur, léku á Kirkjubæjarklaustri á mánudagskvöld og Þorlákshöfn í fyrra- kvöld og þótt ekki sé mikill fjöldi á þess- um stöðum kom fjöldi fólks að hlýða á þá félaga. í gærkvöldi lék Gullin síðan í Vestmannaeyjum og í kvöld endar hann íslandsfór sína með því að leika á Sóloni íslandus og hefjast tónleikar hans klukk- an 10. Tónhst tríósins er mjög lagrænn djass og á efnisskránni má finna lög eins og Dalakofann og gömul bítlalög, auk klassískra djassverka og frumsaminna verka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.