Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1993, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 Fréttir Amal Qase hótað öllu iUu ef hún þegi ekki: Hótað að drepa hana og barnið hennar búin að kæra símtölin til RLR sem hefur aðvarað tvo hringjendur „Ég hætti ekki að tala um þessi mál þó að mér sé hótað í hvert skipti sem ég opna munninn og tjái mig um þau,“ sagði Amal Qase sem í helgar- blaðsviðtali DV ræddi meðal annars um aðbúnað kvenna frá Asíu og Afr- íku hér á landi og viðhorfm hér á landi til hörundsdökkra kvenna. í símtölunum er Amal hótað að bamið hennar og hún verði drepin og hefur hún kært það til rannsókn- arlögreglu. Póstur og sími hefur rak- ið símtöl og að sögn Sigurbjöms Víð- is Eggertssonar, aðstoðaryfirlög- regluþjóns hjá RLR, em mál sem tengjast þremur símtölum til Amal á borðinu hjá þeim. Tveir aöilar hafa verið kallaðir fyr- ir og þeim gerð grein fyrir að síminn sé hleraður og ef þeir haldi áfram að hóta Amal verði þeir kærðir. Ekki hefur enn náðst í þriðja aðilann sem hringt hefur að minnsta kosti fimm sinnum en Amal segir það vera konu sem gagnrýndi skoðanir hennar í vikublaði fyrir skömmu. Sú kona er reyndar ekki skráð fyrir símanum heldur er það íslendingur tengdur henni og kom hann reyndar í símann líka og hótaði Amal, að hennar sögn. Amal segir að ef fram haldi sem horfi leggi hún fram kærur á hendur einstakiingunum sem hringja í hana en láti ekki nægja að kæra símtölin. -PP Slæm umgengni á Vaöláheiöi: Vatnsból Sval- barðsstrand- arbúa í Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er mjög alvarlegt ef einhver efni af fjallinu hafa komist í vatnsból okkar íbúanna á Svalbarðsströnd og þar fyrir utan er umgengnin og við- skilnaðurinn hér á fjallinu alls ekki tíi fyrirmyndar, rusl og drasl um allt,“ segir Svanberg Laxdal, bóndi á Svalbarðsströnd, um viðskilnað Flugmálastjómar og Pósts og síma á Vaðlaheiði við Eyjaflörð. Efst á flailinu, norðan við gamla þjóðveginn þar yfir, byggði Flug- málastjóm hús og möstur um 1960 og Póstur og sími byggði þar hús og kom fyrir öflugum möstrum til end- urvarps sjónvarps nokkrum árum síðar. Þegar bændur á Svalbarðs- strönd fóm þama upp, m.a. í þeim tilgangi að huga að framtíðarvatns- bólum, ráku þeir augun í rusl og hættu? drasl allt í kringum húsin og eru þar í haug, m.a. rafgeymar, spennar og ýmislegt jámadrasl. „Neysluvatn okkar í dag er yfir- borðsvatn af flailinu og rennur m.a. í læk skammt frá þessum mannvirkj- um. Við erum einnig að huga að nýju vatnsbóh sem sennilega yrði skammt frá þessum mannvirkjum en það er ekki skemmtileg tilhugsun ef jarð- vegurinn hér er orðinn mengaður af þessum úrgangi. Við höfum m.a. fundið hér spenni sem öll oha er far- in af og við vitum ekki hvort á honum hefur verið PCB sem er baneitrað efni. Við höfum leitað til hehbrigðis- yfirvalda sem hafa skoðað þetta og vonandi fæst úr því skorið með mæhngum hvort þessi efni hafa haft einhver áhrif á jarðveginn. En hvað sem því hður þarf að hreinsa þennan óþverra upp,“ sagði Sveinberg. Sveinberg Laxdal í einni ruslahrúgunni á Vaðlaheiði og heldur á einum rafgeymanna sem þar er að finna. DV-mynd gk Heildarstuðningur við landbúnað mestur á íslandi: Vísitölufjölskyldan skatt- lögð um 255 þúsund á ári - innflutningur landbúnaðarvara myndi spara 6 milljarða króna Hver flögurra manna flölskylda styður landbúnaðinn um 255 þús- und kr. á ári á íslandi. Ahs nemur stuðningurinn um 16,7 mihjörðum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um landbúnaðarstefnu Norður- landanna og hag heimhanna. Skýrslan var unnin af Hagfræði- stofnun Háskóla íslands. Margar sláandi staðreyndir má lesa úr skýrslunni. íslenskir neyt- endur gætu sparað sér 6 mhljarða króna með því að fá landbúnaðar- vörur á heimsmarkaðsverði. Það jafnghdir 90 þúsund kr. á hveija flögurra manna flölskyldu sem er um 14% af áætluðum matarreikn- ingi heimihsins. Fram kemur að með því að fella niður allan stuðning og innflutn- ingshömlur á landbúnaðarvörur á íslandi mætti lækka hehdarútgjöld heimhanna th matvælakaupa um rúm 40%. Þá er tillit tekið th skatta- lækkana neytenda með afnámi op- inberra styrkja. Hehdarstuöningur viö landbún- að á íslandi sem hlutfah af fram- leiðsluverðmæti er 110,7%. Það er meira en helmingi hærra en gerist innan Evrópubandalagsins og meira en þrefalt það sem þekkist í Bandaríkjunum. Ekki er þó tillit tekið th útflutningsbóta í þessum tölum. í skýrslunni er ennfremur reikn- að hvemig hagur flögurra manna flölskyldu getur vænkast við afnám innflutningshafta á landbúnaðar- vörum og styrkja ríkisins th land- búnaðar. Niðurstöðumar sýna að hehdarútgjöld heimihs lækkuðu um 90 þúsund krónur á ári með afnámi innflutningshafta. Ef öh höft og styrkir yrðu hins vegar af- numdir væru tölumar öhu hærri. Hehdarútgjöld heimhanna lækk- uðu þá um tæp 14% sem samsvarar' 40% lækkun á matarreikingi flög- urra manna flölskyldu, 255 þús- undum króna á ári. Við gerð skýrslunnar nutu höf- undamir fyllri upplýsinga um landbúnaðarmál á Islandi en áður hafa fengist th slíkra verka. Unnið var úr upplýsingum frá ámnum 1988-90 samkvæmt reikniaðferðum OECD, Efnahags- og framfara- stofnunarinnar í París. Engar breytingar hafa orðið á viðskiptavemd frá þeim tíma. Beinir styrkir hafa þó lækkað vegna búvörasamningsins, úr 11,2 mihjörðum í 7,5 mhljaða. Hehd- arstuðningur neytenda viö land- búnaðinn mundi því líklega reikn- ast um 13 milljarðar kr. í stað 16,7 mhljarða, miðað við nýjar upplýs- ingar. Á móti vegur þó að í skýrsl- unni er ekki th tekinn stuðningur við blóma- og grænmetisræktendur né heldur hömlur og álögur á vörur í flokkum sem era í samkepppni við landbúnaðarvörur, s.s. snflör- líki. -DBE Stuttar fréttir Samvinna um kúfisk Fyrirtækin ísex á Sauðárkróki og Norðursjór í Neskaupstaö hafa undimitað samning um samstarf í vinnslu á kúfiski. RÚV greíndi frá þessu. Nýtthlutafélag Nýtt hlutafélag hefur tekið við rekstri Síldarverksmiðja ríkisms á Siglufirði sem ber heitið SR- mjöl hf. Hlutafé er 650 mhljónir ki-óna og er allt í eigu ríkisins. Minnifjárfestmgar Fjárfestingar fyrirtækja eru minni nú en nokkru sinni áður samkv. frétt Tímans. Iðnaðarmenn varaðir við í nýju fréttabréfi Landssam- bands iðnaðarmanna era félags- menn hvattir til að fara sér hægt viö undirskrift samninga um de- betkort þar sem samningar hafa ekki tekist við bankana um hver eigi að greiða þjónustugjöld kort- anna. Hestar með Laxfossi í fyrsta sinn voru hestar fluttir með skipi á heimsmeistaramót þegar 7 hestar fóru um borð í ms. Laxfoss í gær á leiö th Danmerk- ur. Ekki er talið aö hestamir muni þjást af sjóveiki. ÓveðuráAkureyri Samkvæmt mælingum Veður- stofunnar í júli hafa aldrei áöur mælst jafnfáar sólskinsstundir á Akureyri í þeim mánuði siðan mælingar hófust í byrjun aldar- innar. Í sl. júlí kom mesti flöldi er- lendra ferðamannai sögunni sem komið hefur í einum mánuði, eða tæplega 38 þúsund sem er 7,3% meira en í júli 1992. Duglegir Þjóðverjar Flestir hinna erlendu ferða- manna í júlí komu frá Þýska- landi, eöa um 11 þúsund talsins. Bandaríkjamenn voru næstflest- ir og siðan komu Frakkar, Sviss- lendingar, Bretar og Sviar. Nær 100 þúsund túristar Það sem af er árinu era erlend- ir feröamenn orðnir um 97 þús- und talsins. Þetta er 6,9% flölgun frá því í fyrra. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.