Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1993, Blaðsíða 4
Fréttir FIMMTUDAGUR 5. AGÚST 1993 Úttekt á tekjum apótekara: Sá hæsti með tæpar tvær milljónir á mánuði - en sá lægsti langt undir framfærslu Sala lyfja virðist vera hin arðvæn- legasta atvinnugrein samkvæmt upplýsingum um útsvar lyfsala. Þó virðast menn komast misjafnlega vel af í þessu, eins og öðru, því munur- inn á mánaðartekjum þess tekju- hæsta og þess tekjulægsta er rúmar 1,9 milljónir. Tíu tekjuhæstu lyfsalarnir reka apótek á höfuðborgarsvæðinu og sá tekjuhæsti á landsbyggðinni er ekki hálfdrættingur á við þann tekju- hæsta í Reykjavík og nágrenni. Sá sem er í efsta sætinu að þessu sinni er Andrés Guðmundsson í Háa- leitisapóteki, með tæpar tvær miUj- ónir í tekjur á mánuði á síðasta ári. Næstur honum kemur Mattias Ingi- bergsson í Kópavogsapóteki með rúmlega 1,8 milljónir. Wemer Rassmussen í Ingólfsapó- teki er að þessu sinni í 14. sæti með rúm sex hundruð þúsund í mánaðar- tekjur og athygli vekur að sam- kvæmt álagningarskrá var Oddur C. Thorarensen í Laugavegsapóteki með aðeins rúmar 6.000 krónur í tekj- ur á mánuði árið 1992. Apótekarar í miðbænum virðast hins vegar ekki komast eins vel af og kollegar þeirra í úthverfunum, eins og sjá má á meðfylgjandi töflu, því í næstneðsta sæti er Jóhannes Skaftason í Reykjavíkurapóteki með rúm 240.000 í mánaðartekjur. Nokkru ofar, eða í 13. sæti, er Kjart- an Gunnarsson í Lyfjaversluninni Iðunni meö rúm 600 þúsund í mánað- artekjur. Rétt er að taka fram að úttekt þessi nær einungis til tekna en ekki til launa. Um er að ræða skattskyldar tekjur á mánuði eins og þær voru gefnar upp eða áætlaðar og útsvar reiknast af. Tekjurnar miðast við 1992 og framreikningur á þeim hygg- ist á hækkun vísitölu frá meðaltah 1992 þartilíágúst 1993. -bm Siglufjörður: Grútarmengun drap æðarunga - slys, segir framk væmdastj óri Síldarverksmiðju ríkisins „Umhverfisnefndin hélt fund með Þórði Jónssyni, framkvæmda- stjóra Síldarverksmiðju ríkisins, og þar kom fram að sjór hafði farið með þegar verið var aö landa og ekki tókst að stoppa dælurnar nógu fljótt. Smávegis af grút fór í sjóinn og fólkið fann eitthvað af slöppum ungum en þeir voru ekki rannsak- aðir. Ungamir hafa verið að drep- ast af kulda því að það var svo hrikalega kalt á þessum tíma og miklar rigningar og þess vegna töldum við að það gæti átt sinn þátt í slappleika unganna," segir Gunnjóna Jónsdóttir, formaður umhverfisnefndar Siglufjarðar- kaupstaðar. Valgeir T. Sigurðsson, íbúi á Siglufirði, sendi umhverfisnefnd staðarins bréf nýlega til að vekja athygh á mikilli grútarmengun á hafnarsvæði kaupstaöarins, allt út að Nestá, um miöjan júh. í bréfinu segir að mengunin virðist upp- runnin frá’ loðnubræðslu Síldar- verksmiðju ríkisins og að hún hafi haft þau áhrif á lífríki fjarðarins að „gífurlegur fjöldi æðarunga" hafi drepist. Valgeir T. Sigurðsson hefur ásamt ættingjum sínum byggt upp æðarvarp á Siglunesi í 14 ár „og þykir því ansi hart að láta ofan- greint fyrirtæki hér í bæ átölulaust og með stórfehdri vanrækslu sinni ganga freklega á eignarrétt sinn“, segir í bréfinu. Hann óskar eftir því að komið verði í veg fyrir að þetta komi fyrir aftur með því aö finna út hvað fór úrskeiðis í mengunar- vömum síldarverksmiðjunnar á Siglufiröi. Þórður Jónsson, framkvæmda- stjóri sfidarverksmiðjunnar, segir að farið hafi veriö í fjörur eftir að grútarmengimin kom fram og að einungis hafi fundist „vottur af grút á nokkmm steinum inn við bæinn". Hann segir að ekki sé ljóst hvers vegna ungamir hafi dáið en allt sem sett sé í sjóinn geti komið upp í fjörumar. Þama hafi aðeins verið um slys að ræöa. Ekki náðist í Valgeir T. Sigurðs- son vegna málsins. -GHS Laun lyfsala Framreiknaöar mánaðartekjur I þúsundum króna á árinu 1992 miðað við verðlag í ágúst 1993. 500 1.000 1.938 1.843 1.557 1,444 1.396 1.380 1.208 1.122 971 848 826 737 644 610 503 467 442 416 244 6 Andrés Guðmundsson Háaleitisapóteki s i Mattías Ingibergsson Kópavogsapóteki ««»?■'■ i . i s í ívar Daníelsson Borgarapóteki Kristján P. Guðmundsson Vesturbæjarapótek l i Stefán Sigurkarlssson Breiðholtsapóteki l i Örn Ævarr Markússon Garðsapóteki l ! Ingólfur Lilliendahl Holtsapóteki I I Siguröur Jónsson Austurbæjarapóteki Vilhelm H. Lúðvíksson Laugarnesapótek Steingrímur Kristjánsson Árbæjarapótek Vigfús Guðmundsson Húsavikurapóteki l Kristinn Gunnarsson Borgarnesapóteki l Kjartan Gunnarsson Lyfjaverslun löunna I Werner Rassmussen Ingólfsapóteki I Hjálmar A. Jóelsson Apóteki Egilsstaöa Jón Björnsson Akra resapóteki Asbjörn Sveinsson safjarðarapóteki Halldór Magnússon Selfossapóteki Jóhannes Skaftaso r Reykjavíkurapóteki Oddur C. Thorarens sen Laugavegsapóte|;i 1.500 l - ] I 2.000 DV í dag mælir Dagfari______________ Vel heppnuð helgi Menn em almennt þeirrar skoðun- ar að verslunarmannahelgin hafi verið með besta móti. Veður var auðvitað frábært og líka þar sem rigndi og umferð gekk vel og slysa- laust að mestu og það var rólegt á samkomustöðunum og útihátíðun- um um land aht. Engin stórslys og ölvun eðlileg. Allir em hamingju- samir með góða helgi. Á sama tíma og öh þessi ham- ingja brýst út og lögreglan og um- ferðaryfirvöld og skipuleggjendur útihátíða fallast í faðma yfir vel- gengninni, segir frá því í DV á þriðjudaginn að tuttugu og þrjár líkamsárásir hafi átt sér stað um þessa sömu vel heppnuðu helgi. í miðbæ Hafnarfjarðar var ráðist á mann með þeim afleiðingum að ekki er enn vitað hvort hann held- ur sjón á öðra auga. í Keflavík th- kynnti lögreglan að tvær minni háttar hkamsárásir hefðu átt sér stað i sumarbústað í nágrenni bæj- arins. Á Akureyri segir varðstjóri í lög- reglunni að „gífurlegt fyllirí hafi verið í bænum og mér telst th að 32 menn hafi gist fangahúsiö vegna ölvunar og slagsmála. Þrettán vora fluttir á slysadehd". Varðstjórinn segir að þar hafi ekki verið um stór- vægheg meiðsl að ræða, einn var nefhrotinn og annar viðheinsbrot- inn. Akureyrarbær var illa útleik- inn eftir hátíðina, blóm rifin og glerbrot um aht og ekki var unnt að fylgjast með umferð vegna anna lögreglu við að halda fólki í skefj- um. í Heijólfsdal var þrettán ára drengur skorinn með hnífi að því er virðist að tilefnislausu. Samtals bárast nítján kærumál th lögreglu og forsvarsmaður þjóðhátíðar segir að „þetta hafi verið besta helgi sem ég hef upplifað til þessa. Fulltrúi björgunarsveitarinnar á staðnum segir að í Eyjum hafi verið thtölu- lega rólegt, htið um slagsmál, mun minna um þjófnaði en í fyrra og stelpur vora áberandi varar um sig“. Þetta síöasta er athyglisvert, enda hefur það lengi loðað við úti- hátíðir að þær hafi verið notaðar th nauðgunar á ungum stúlkum og í rauninni gerir björgunarsveitar- maðurinn ráð fyrir að sá ásetning- ur hafi enn verið fyrir hendi en minna orðið úr framkvæmdum vegna þess hve stúlkumar vora varar um sig! Ef ekki, hefði allt gengið sinn vanagang í nauðgunar- málum helgarinnar. Á Búðum gekk aht vel eins og annars staðar, menn vora ánægðir með árangur helgarinnar. Þar var ráðist á sofandi mann og sparkað í höfuð hans. Varð að flytja mann- inn th læknis á Grundarfirði en læknirinn gerði fremur htið úr meiðslunum. Sjúkhngurinn var með meðvitund ahan tímann með- an gert var aö sáram hans. Af árás- armanninum er það að frétta að hann náðist og var yfirheyrður en sleppt aö því loknu og ekki hefur verið gefin út ákæra á hendur hon- um. Sennhega hefur ekki þótt taka því, enda sá sem varð sofandi fyrir árásinni með meðvitund ahan tím- ann og komst aftur að Búðum th að taka þátt í vel heppnaðri skemmtan þar á staðnum. í Varmahhð var maður fluttur th Reykjavíkur með áverka á auga og 1 andhti effir slagsmál um verslun- armannahelgina. Samkvæmt lýs- ingu sjónarvotta féh maðurinn á götuna og unnu þá árásarmennirn- ir á honum hggjandi og var augað sokkið í manninum og hann hla rifinn í andliti eftir að hann hafði verið klóraöur af öðrum árásar- manninum en þó tókst hinum hggj- andi manni að sparka í klofið á árásarmönnunum og er þetta mál enn í rannsókn. Af öðram minni háttar atburðum í Varmahlíð þessa helgi er það að segja að annar aðili var nefhrotinn að thefnislausu og að sögn lögreglu brotnaði maðurinn það hla að nefið lá út á vanga hans. Þetta mál hefur enn ekki verið tekið th rannsókn- ar, enda minni háttar mál þótt eitt nef hggi út á vanga í ljósi þeirrar friðsemdar og velhðunar sem hreiddist um landið þessa verslun- armannahelgi. Eins og sjá má af þessari upptaln- ingu hefur helgin verið vel heppn- uð og farið ágætlega fram, miðað við það hvað margt fólk var saman- komið á hinum ýmsu útihátíðum. Er fuh ástæða th að bera lof á skipuleggjendur og þátttakendur og aha góða íslendinga fyrir frið- semd og náungakærleika í ham- ingjusömum leik og skemmtan vítt og breitt um landið. Það er vissu- lega hægt að taka undir að þetta sé besta helgi sem við höfum upplif- að th þessa. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.