Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1993, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 15 Mannréttindadómstóll Evrópu: Viðurkennir takmörkun Undanfarið hefur nokkur um- ræða farið fram í fjölmiölum um dóm Mannréttindadómstóls Evr- ópu í máli Sigurðar Sigurjónssonar á hendur íslenska ríkinu vegna þess að honum var gert að vera í Bifreiðastjórafélaginu Frama til þess að geta stundað leiguakstur á Reykjavíkursvæöinu. Aðhald Það hefur aðallega verið fjallað um fordæmisgildi málsins en ekki hvað þetta þýðir í raun fyrir leigu- aksturinn á þessu svæði og á öðr- um svæðum þar sem takmörkun ríkir. Þó hafa verið birt viðtöl við Sig- urð Siguijónsson þar sem hann lýsir því yfir að þessi dómur sé aðeins áfangi í því að breyta fyrir- komulagi í leiguakstri í þá veru að KjaUarinn Sigfús Bjarnason formaður Bifreiðastjóra félagsins Frama „Það hljóta því að vera mikil vonbrigði fyrir Sigurð að þó að hann hafi unnið málið fyrir mannréttindadómstólnum þá efast dómstóllinn ekki um að Frami hafi eftirlitshlutverki að gegna.. bifreiðastöðvum verði falið að sjá um aðhald í þessum efnum og af- nema atvinnuleyfi til einstakra bif- reiöastjóra. Það er eðlilegt að Sigurður sé þessarar skoðunar þar sem hann rekur bifreiðastöð. Nú rekur hann Sendibíla hf. en áður rak hann Bif- reiðastöð Steindórs. Það varð að leggja niður rekstur Steindórs á sínum tima vegna þess að þeir menn sem hafa atvinnuleyfi til fólksflutninga vildu ekki aka á stöðinni. Þetta á einnig við um þá sem stóðu með honum í Steindórs- deilunni á sínum tíma og fengu at- vinnuleyfi. Þeir kusu frekar að aka á öðrum bifreiðastöðvum. í ágóðaskyni? Með þessari játningu Sigurðar má ljóst vera að hann fór ekki í þessi málaferli vegna umhyggju fyrir mannréttindum heldur að- eins í ágóðaskyni. Hann vill láta afnema takmörkun á fjölda leigu- bifreiða til þess að hann geti rekið leigubOastöð þar sem hann hefur ráð leigubOstjóra í hendi sér. Það hljóta því að vera mikO von- brigði fyrir Sigurð að þó að hann hafi unnið málið fyrir mannrétt- indadómstólnum þá efast dómstóU- inn ekki um að Frami hafi eftirUts- hlutverki að gegna sem þjóni al- menningshagsmunum en ekki að- eins atvinnuhagsmunum bifreiða- stjóra. M.ö.o., MannréttindadómstóU Evrópu viðurkennir að takmörkun á flölda leigubifreiða sé í þágu al- menningshagsmuna. Hins vegar segir dómstóUinn að leysa megi þetta með öörum hætti en að binda félagaskylduna í lög. Þess vegna væru það öfugmæU Sigurður Á. Sigurjónsson, forstjóri Sendibíla hf., kynnir sér niðurstöðu mannréttindadómstólsins. ef Alþingi afnæmi takmörkun á fjölda atvinnuleyfa sem nú er við lýði í leiguakstri. Enda treystum við því að Alþingi kynni sér hvaða afleiðingar það hefur haft erlendis að breyta þessu fyrirkomulagi á leiguakstri. Mjög ströng skilyrði Viðurkennt er, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum, að leiguakstur á fólki verði að sæta mjög ströngum skUyrðum tíl að tryggja öryggi þeirra sem njóta þjónustunnar. Það eru ekki hagsmunir leigubifreiða- stjóra sjálfra sem er verið að tryggja með þessum hætti enda væri þaö ekki verjandi í dag. Svíar hafa brennt sig illdega á því þegar þeir fóru svipaða leið og Sig- urður Sigurjónsson er að leggja til að farin verði hérlendis. Komið hefur í ljós að afbrotamenn hafa sótt í stéttina og margir Svíar treysta leigubUstjórum ekki til að aka sér á milli staöa. Einnig hefur verið okrað á ferðamönnum og eru þeir eindregið varaðir við að nota leigubíla. Þetta bitnar á ferðaþjón- ustunni. Við leigubUstjórar treystum því aö Alþingi íslendinga láti skynsem- ina og hagsmuni farþega okkar ráða í þessum efnum þegar lögum um leigubifreiðar verður breytt nú í haust. Sigfús Bjarnason Hver er þessi Húsavíkur-Jón? Á vordögum ákvað sjónvarpið, sem við eigrnn öU, að sýna okkur vænan skammt af þjóðlegum fróð- leik. Við fengum fjóra langa þætti á jafnmörgum sunnudögum í röð um mannvonsku forfeðranna. Höf- undur fróðleiksins mun vera efna- eða eðUsfræðingur sem vitnað var um í fjölmiðlum að væri undra vit- ur og ákaflega sögufróður. Ný söguskoðun? Þjóðinni var tjáð að í þáttum þessum væri kynnt ný söguskoðun byggð á raunsæi vísdómsmanna. Nú skyldi þjóðin ekki lengur standa í þeirri trú að forfeðurnir hefðu verið samansafn dándis- manna og hetja. Nei, samkvæmt hinni nýju söguskoðun voru það bjargálna bændur íslenskir sem báru ábyrgð á eymd þjóðarinnar. Þeir börðu niðursetninga og vinnu- fólk, nauðguðu konum og bömum, myrtu fólk ef svo bar undir, bönn- uðu að beita ormum fyrir fisk og komu í veg fyrir að góðir menn gætu komið upp þéttbýli á landinu þjóöinni tíl heilla. Það væri versti glæpurinn því að, eins og höfundurinn kynnti á öðr- um stað og öðram tíma, verðmæti þjóða skapast ekki af basli og púli við framleiðslustörf heldur þar sem hægt er að rækja kaup- mennsku og fjármálaspekúlasjón-, ir. Þá gaf að skilja að misþyrming- ar, nauðganir, morö, svindl, brask KjaUarinn Sigurjón Valdimarsson sjálfstætt starfandi blaðamaður og aðrir viðlíka verknaðir, sem við- gengust í útlendum borgum, væru borgarmenning en ekki glæpir. Við vorum í þessum nytsömu þáttum upplýst um fjölmörg fúl- menni úr bændastétt á íslandi og viðbjóð verka þeirra. Verstur þeirra var Húsavíkur-Jón. Sá var svo afleitur að sjálfur myrkrahöfð- inginn í neðra treysti sér ekki tíl að taka við honum. Slíkt varmenni var ekki vitað um fyrr í heimssög- unni. Hver var hann svo þessi Húsavík- ur-Jón, þetta versta afstyrmi gjör- spOltrar bændastéttar? Uppruni hans er þekktur. Sagan er þessi: Uppruni Húsavíkur-Jóns Sigfús Eymundsson, sá sem stofnaði bókaverslun í eigin nafni fyrir rúmlega 120 árum, nam bók- band í Kaupmannahöfn. Hann var sonur Eymundar í Borgum í Vopnafirði sem hafði sín viðskipti við Örum og Wulf, stórt danskt verslunarfyrirtæki sem einnig rak yerslun á Húsavík. Verslunin styrkti Sigfús til náms- ins með fjárframlögum til uppi- halds. Bróðir Sigfúsar heimsótti hann í Kaupmannahöfn en veiktist þar og varð aö leggjast á sjúkra- hús. Sigfús leitaði eftir viðbótar- styrk til að standa straum af sjúkrahúsvistinni. Þegar hann kom á skrifstofu fyrirtækisins þeirra erinda var þar staddur- Johnsen, faktor verslunarinnar á Húsavík. Sá mælti ákaflega gegn erindi Sigfúsar og réð ráðamönn- um frá að láta íslenskan náms- mann blekkja sig, þeir væru allir drykkjuræflar og aumingjar og svifust einskis tO að véla sér út eyðslufé. Sigfús hvessti brúnir og bað Johnsen aö blanda sér ekki í önnur mál en þau sem honum kæmi við og hann fékk styrkinn. Þegar heim kom skrifaði hann smásöguna um Húsavíkur- Johnsen. Uppistaðan var reynslan frá því fyrr um daginn ásamt danskri sögu sem hann hafði lesið. Sagan var prentuð í litlu upplagi og mun vart finnanlegt eintak af henni lengur. Jónas Rafnar (sonur Jónasar frá Hrafnagili) fékk sög- una hjá Sigfúsi og kom henni á framfæri í safni sínu en breytti nafni söguhetjunnar í Húsavíkur- Jón. Væntanlega eru aðrar heinúldir nýrrar söguskoðunar traustari en sagan af Húsavíkur-Jóni. Sigurjón Valdimarsson „ ... samkvæmthinninýjusöguskoð- un voru það bjargálna bændur íslensk ir sem báru ábyrgð á eymd þjóðarinn- ar.“ mestu mali „í því íjaðrafoki sem þeytt hef- ur verið upp um vaxta- breytingar ís- landsbanka hcfur það gleymst sem mestu máli skiptir. en þaðeruraun- vextirnir. Á föstudaginn í síöustu viku tilkynnti íslandsbanki, einn banka, lækkun vaxta á verð- tryggðum útlánum um 0,4%. Þessi lækkun raunvaxta byggði á tilsvarandi lækkun ávöxtunar- kröfu á eftirmarkaði spariskír- teina og er vonandi fyrsta skrefið í þá átt að vaxtastig verði hér á landi með þeim hætti að nýsköp- un geti tekið við sér i atvinnulíf- inu. Þetta er þaö sem mestu máli skiptir þegar til lengri tíma er lit- ið. Hin fréttin, sú sem skiptirharla litlu þegar frá líður, er hækkun nafnvaxta. Uro margra raánaða skeið höföu bankaraenn eins og aðrir landsmenn lifað í þeirri trú að verðlagsbreytingar yrðu hér mjög hægar næstu misserin. í lok maímánaöar töldu vísustu spá- menn áhöld um hvort verölags- breytingar á síöari hluta ársins yrðu 0,7 eða 0,8% og á þeim for- sendum voru vaxtaákvarðanir reistar, Gengisbreytingin koll- varpaöi þessum áætlunum. Verðlagsáhrif gengisbreýtíngá koma ekki fram í áfóngum á löng- um tíma. Áhrifrn koma fram mjög hratt og eru nú talin ganga yfir aö mestu í ágúst og septemb- er. Á þessum tíma verður verð- bólgan um 9% og á þeirri for- sendu byggjast vaxtaákvarðanir bankans. Bjöm Björnsson, framkvæmdastjóri í íslandsbanka. Alvegúrtakti „Mér finnst yaxtahækkun íslandsbanka alveg úr takti við það sem ég haföi búist við að kæmi frá bankan- um. Það eru mér von- brigöí að þetta skuli hafa gerst I íslandsbanka því hækkunin er hættuleg fyrir bankann. Hún er úr takti við raunveruleikann, likt og Lands- banka- og Seölabankamenn hafa sagt. Aður en til gengisfellingarinnar kom i júni töldu menn að það væru forsendur fyrir verulegri vaxtalækkun i öllum bönkunum en þarna er íslandsbanki greini- lega að taka skarpasta toppinn á verðbólgunni, sem skapast vegna gengisfellingarinnar, og dreifir honum ekki yfir neitt tímabil eins og Landsbankinn virðist vera að reyna að gera. : Þess vegna er vaxtahækkunin algjörlega úr takti við það sem við höfum verið að reyna aö hafa samvinnu viö bankanna um, í : sambandi við efnahags- og verð- bólgumál. Ég heföi fyrir löngu viljað sjá aö bankarnir lækkuöu sína vexti áður en gengisfellingin kom tíl. Vaxtahækkunin sem kom fýrst eftir gengisfelbnguna heföi að mínu mati átt að vera verulega núnni því tiiefni tii lækkunar var ekki notað áður.“ -bjb Benedíkt Daviðs- son, forseti ASÍ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.