Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1993, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 11 Utlönd BorísJeltsín segistvera við hestaheilsu Borís Jeltsin Rússlandsfor- seti vísaði á bug fréttum um að beilsa hans færi versnandi og aö hann væri að missa völdin í landinu })egar hann kom til suð- urhluta Rússiands í gær. Jeltsín viðurkenndi þó að hann væri áhyggjufullur vegna vax- andi andstöðu þingsins viö póli- tíska og efhahagslega umbóta- stefiiu sína. „Ég veit ekki hvaöan þessi orö- rómur um að heilsu minni fari hrakandi kemur. Ég er við hesta- heilsu," sagði Jeltsín viö frétta- menn. Tveirmafíósar viðriðnirdauda Falcones Tveir menn sem sitja í haldi á Ítalíu, grunaðir um aö vera í mafíunni, hafa verið tengdir morðinu á Giovanni Falcone rannsóknardómara árið 1992. ítalska sjónvarpið sagði í frétt- um í gær að lögregla teldi menn- ina tvo, Gino La Barberaog Sant- ino Di Matteo, vera lykilmenn í morðsamsærinu gegn aöalóvini maflunnar. Falcone, eiginkona hans og þrír lífverðir létu lifið þegar mafían sprengdi bil dómarans i loft upp á leið frá flugvellinum i Palermo inn til borgarinnar. La Barbera er grunaður um að hafa látið morðingjana vita að Falcone væri kominn á flugvöll- inn en Di Matteo er grunaður um að hafa átt þátt í aö koma spreng- ingunni af stað. Saksóknari seg- irafsérvegna ölvunaraksturs Danski ríkissaksóknarinn fyrir Kaupmannahafnarsvæðið, H.C. Abildtrup, hefur sagt af sér emb- ætti þar sem hann hefur verið ákærður fyrir að aka undir áhrif- um áfengis. Saksóknarinn hefur verið frá störfúm í tæpa sex mánuði, eða frá því að óbreyttur danskur borgari skýrði frá ölvunarakstri embættismannsins. Abildtrup á yfir höfði sér óskil- orðsbundna refsingu fyrir athæf- ið og i því tilfelli hefði oröið að víkja honum úr starfi. Nóbelsþegifor- dæmirviðskipta- bannáKúbu Rigoberta Menchu, frið- arverðlauna- hafi Nóbels og baráttukoná fyrir réttindum indíána 1 heimalandi sínu, Guate- mala, fordæmdi á þriðjudag við- skiptabann Bandaríkjanna á Kúbu. Hún sagði það óréttlátt og að kúbverska þjóðin ætti að fá að viðhalda því pólitíska kerfi sem hún óskaðL Rigoberta Menchu var á Kúbu þar sem hún tók viö sérstakri heiðursorðu úr hendi Fidels Castro Kúbuforseta. Á fimdi með fréttamönnum sagðist hún sjálf hafa upplifaö áhrif viðskiptabanns Bandaríkj- anna á daglegt líf Kúbveija í fimm daga heimsókn sinni til eyjarinnar. Reuter, Ritzau Bandaríkjaforseti heitir á almenning til stuðnings: Meirihlutinn er á móti Clinton Ný skoðanakönnun í Bandaríkjun- um sýnir að almenningur ætlar ekki að taka áskorun Bills Clinton forseta um stuðning við nýtt fjárlagafrum- varp þar sem ætlunin er að vinna bug á þrálátum halla með niður- skurði og skattahækkunum. Skoðanakönnunin sýndi þó að að- spurðir hafa ekki meiri trú á tillögum annarra í fjármálum ríkisins. CUn- ton hefur ríka ástæðu til að óttast að fjárlagafrumvarp hans verði fellt vegna þess að flokksmenn hans eru margir fullir efasemda um að ráð forsetans dugi Heldur vænkaðist þó hagur Clint- ons í gær þegar Dennis DeConcini, öldungadeildarþingmaður demó- krata, lýsti yfír stuðningi við frum- varpið. Hann sagði þó að sér liði eins og verið væri aö snúa upp á báða handleggina á sér. Heltist engin úr lestinni í öldunga- deildinni hér eftir ætti frumvarpið að ná í gegn þar. Meiri efasemdir eru um að meirihlutinn haldi í fulltrúa- defidinni enda óttast margir um fylgi sitt ef þeir samþykkja hærri skatta. Einkum hræðast þingmenn skatt á bensín enda hugmyndin lítt fallin til vinsælda. Reuter SS Fjárlaganiðurskurði 15223 hafnað vestra Hér sjást helstu niðurstööur skoðanakönnun- ar USA TODAY, CNN og Gallup eftir sjón- varpsávarp Bills Clínton Bandaríkjaforseta, þar sem hann kynnti 496 milfjarða dala niður- skurð á fjárlögum. Ætti að samþykkja áætlunina? Mun hún minnka fjárlagahallann? Já Nei Mun hún bæta efnahagslífið? já r Nei 33% Já 31% 1 44% Nel 54% Hver hefur bestu efnahagsúrræðin? 37% Er hún sanngjörn gagrv vart skattborgurum? Clinton Ross Perot Repúblikanar 35% 30% 24% Hæfileg fóm 43% Of kröfuhörð Stephen Conley, USA TODAr USA TODAY, CNN og Gallup létugera simskoiana- könnun um öll Bandaríkin þar sem 672 kjósendur létu í Ijós skoöanir slnar á sjónvarpsávarpi Clintons Bandarikjalorseta á þríöjudagskvöld. Skekkjumörk: ±4%. Kleve- nning- armálaráð- herra Noregs, er í forystu fyr- irráðstefnu um menningar- samvinnu á Barentshafs- svæðinu sem verður haldin í Kirkenes um næstu mánaðamót. í boðinu til ráðstefhunnar er bent á að opnun landamæra austurs og vesturs hafi gert þessa sam- vinnu mögulega. Menningarmálaráðherrar Noröurlandanna allra og frá Rússlandi hafa þekkst boð Kleve- land um að koma til ráðstefnunn- ar, svo og fhlltrúi frá fram- kvæmdastjórn Evrópubanda- lagsins. Ekkikærðurfyr- reglu um aðstod Joe Friar, sem býr í bænum Faversham á Englandi og neitaði að aðstoða lögregluþjón við að handtaka innbrotsþjóf, sagðist í gær vera ósköp feginn aö vera ekki sóttur til saka á grundvelli lítt kunnrar lagaklásúlu frá tim- um Viktoríu drottningar. Saksóknarar höfðu ákært Friar á grundvelli laga sem aðeins hef- ur verið beitt þrisvar á síðustu 150 árum. Þeir féllu síðar frá ákærunni þar sem þeir voru ekki vissir um sigur. Reuter ítalska þingið samþykkir ný ítalska þingið samþykkti ný kosn- ingalög í gær og innan fárra mánaða ætti stjórnkerfi sem enginn hefur lengur trú á að heyra sögunni til. „Gamla skipulagið framdi sjálfs- morð með því að greiða nýju kosn- ingalögunum atkvæði," sagði Um- berto Bossi, leiðtogi Bandalags norð- anmanna, sem berst fyrir sambands- ríki á Ítaiíu. Tahð er að bandalagið muni hagnast vel á nýju lögunum. Breytingamar þar sem hlutfalls- kosningu er að mestu varpaö fyrir róða eiga að ryðja brautina fyrir kosningar sem búist er við að verði haldnarsnemmaánæstaári. Reuter Umberto Bossi. Símamynd Reuter Reykingamenn fá f lugfélag Freedom Air, leiguflugfélag sem eingöngu er ætlað reykingamönnum, heldur upp í fyrstu ferð sína frá Chicago til Los Ángeles þann 28. sept- ember. Tvær ferðir til viðbótar eru svo áætlaðar í október. Til þessa hafa fáir pantað miða en forráðamenn félagsins telja þetta vera það sem reykingamenn hafí beðið eftfr. Reuter '-í/í’f. ‘Baldwin • Jvíecf' Lfpú trúir tkki búium dqjn mufum trcyítu þc fijjrta þinu. TLigðu rómantísfd ágústkvöíd. PRELUDE T° A KISS er komin á allar fielstu myndbanda- íeigur. v' Láttu tilfinninqamar ráða f með peim rAlec rBatdwin og Ovteq rRy og pantaðu eintak V apTrelude to a Xiss á nœstu myndbandaleicju

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.