Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1993, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1993, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 17 Niðurskurður eða lántökur hjá Reykjavíkurborg? 110 milljón krónum lægri bætur frá ríkinu Borgarsjóöur hefur 110 milljónum króna minni tekjur en gert var ráö fyrir samkvæmt fjárhagsáætlun 1993 þar sem aðstöðugjöld á þessu ári heföu orðið 110 milljónum króna lægri en í fyrra ef lögin um aðstöðu- gjöld hefðu haldist óbreytt og sveitar- félögin haldið áfram að fá þau í kass- ann. Þetta er um fimm prósenta tekjusamdráttur ef miðað er við tekj- ur Reykjavíkurborgar af aðstöðu- gjöldum en rétt innan við eitt prósent af öllum tekjum borgarsjóðs. Þetta segir Jón G. Tómasson borgarritari. „Við erum búnir að fá niðurstöðu- tölur sem benda til þess að aðstöðu- gjaldið hefði orðið 110 milijónum króna lægra í ár en í fyrra. í okkar áætlunum reiknuðum við með að aðstöðugjöldin yrðu óbreytt milh ára,“ segir Jón. í fyrra voru aðstöðugjöldin felld niður sem tekjustofn sveitarfélaga og tók hið opinbera að sér með lögum að bæta sveitarfélögum missinn með því að greiða 80 hundraðshluta af álögðu aðstöðugjaldi. Hið opinbera mun því borga Reykjavíkurborg 110 milljónum króna minna í bætur á þessu ári vegna aðstöðugjaldanna en áætlað var. „Það er ljóst að ef tekjur lækka um 110 milljónir þá verða menn annað tveggja að skera niður eða útvega peningana með öðrum hætti, sem heita þá væntanlega lántökur. Ég vil engu um það spá til hvaða ráða borg- aryfirvöld grípa, hvort einhveijum útboðum eða stærri verkrnn verður frestað eða hvort reynt verður að halda í horfinu og fá lántökur á mód,“ segir Jón. Samkvæmt fiárhagsáætlun þessa Framkvæmd- ir að hefjast við Iðnó Borgarráð samþykkti í gær að taka tilboði verktakafyrirtækisins ístaks hf. upp á 30,5 milljónir króna í fyrsta áfanga í endurbyggingu Iðnó utan- húss. Tilboð ístaks var um 17 prósent um fram fjárhagsáætlun en samkvæmt áætlun var gert ráð fyrir að 27 millj- ónir króna færu í fyrsta áfanga. Fimm tilboð bárust í verkið og var Húsafl með hæsta tilboðið en það nam rúmum 43 milljónum króna. Framkvæmdir við Iðnó hefjast fljótlega en fyrirhugað er að hafa í húsinu menningarstarfsemi af ýmsu tagi,kaffihúsogfleira. -GHS ÓlafsQörður: Skerðingin togarakvóti Helgi Jónsson, DV, Ólafefiröi; Nýtt kvótaár tekur gildi 1. septemb- er og samkvæmt upplýsingum, sem DV hefur aflað sér, mun kvótaskerð- ingin hér verða um 1640 tonn. Það er rúmlega einn togarakvóti og til samanburðar má geta að eftir skerð- inguna verður kvóti Sólbergs ÓF 1616 tonn. Þetta er gífurleg skerðing. Verðmæti kvóta, sem skerðist, er 235 millj. króna á markaðsverði í dag. Á því kvótaári, sem brátt lýkur, var kvóti Ólafsfjarðarskipa og báta 11.000 tonn en verður 9.360 tonn á næsta kvótaári, sem er 15% skerðing. árs eru tekjur borgarsjóðs 12,2 millj- arðar. Gert var ráð fyrir að tekjur borgarinnar vegna aðstöðugjaldsins yrðu tæplega 2,2 milljarðar króna. Jón segir að tekjulækkunin vegna aðstöðugjaldanna hljóti að þýða að velta fyrirtækjanna í borginni hafi verið minni 1992 en 1991 þar sem aðstöðugjöld séu veltuskattur á fyr- irtæki í borginni, „sem náttúrlega hlýtur að endurspegla samdrátt," segirhann. -GHS Fréttir Regína Thorarensen, DV, Gjögri; Séra Jóm ísleifssyni, þeim mik- ilhæfa presti, varð aö ósk sinni í kirkjunni hér í Ámeshreppi sL sunnudag þegar hann bað himna- föðurinn um gott veður, því síðan hefur verið sól og þurrkur hér í hreppnum. Bændur hófu þegar slátt og hafa slegið dag og nótt síðan. Aka grasþurru heyinu heim i flat- gryfiumar, Já, svona eiga prestar að vera eins og séra Jón. nandí Meðþuíaðsniella afá Kodakfilmu ísumargeturðu unnið úlglœsilegra verðlauna í Ijósmyndasamkeppni Kodak og Hvort sem þú ert á ferðalagi innanlands eða erlendis skaltu setja Kodakfilmu í myndavélina og gera þannig góðar minningar að varanlegri eign. Veldu síðan bestu sumarmyndina þína og sendu til DV, Þverholti 11 í Reykjavík, fyrir 15. september í haust. '4,,:; Myndval: Mjódd. Hafnarfjörður: Filmur og Framköllun. Keflavík: Hljómval. Akranes: Bókaverslun Andrésar Níelssonar. ísafjörður: Bókaverslun Jónasar Tómassonar. Aðalverðlaun: fyrir bestu innsendu sumarmyndina á Kodakfilmu. ★ Canon EOS-IOO Ijósmyndavél, að verðmæti 70.000 kr. Önnur verðlaun: fyrir þrjár bestu sumarmyndirnar á Kodakfilmu frá ferðalagi erlendis og þrjár bestu sumarmyndirnar frá ferðalagi innanlands ★ 3 ferðir innanlands fyrir 2 í áætlunarflugi Flugleiða og gisting á hóteli í 2 nætur og ★ 3 flugmiðar fyrir 2 í áætlunar- flug Flugleiða til útlanda, 2 til Evrópu og 1 til Bandaríkjanna. Sérstök unglingaverðlaun: fyrir fjórar skemmtilegustu myndirnar á Kodakfilmu hjá 15 ára og yngri. ★ Canon Prima 5 Ijósmyndavél. Skilafrestur er til 15. september 1993. Myndum ber að skila til DV, Þverholti 11. • **•••*■* e s a e Tryggðu þér litríkar ogskarpar minningar með Kodak Express gœðaframköllun. Höfuðborgarsvæðið: Verslanir Hans Petersen hf: Austurveri, Bankastræti, Glæsibæ, Grafarvogi, Hamraborg (Kópavogi), Hólagarði, Kringlunni, Laugavegi 1 78, Lynghálsi og Skeifunni. Tokyo: Hlemmi. Myndhraði: Eiðistorgi. Ferðastmeð Flugleiðum innanlands Sauðárkrókur: Bókaverslun Brynjars. Akureyri: Pedrómyndir. Egilsstaðir: Hraðmynd. Selfoss: Vöruhús K.Á. Stœkkuð Ijósmynd gefur meira. Kynntu þér möguleikana á stækkun hjá Kodak Express. Kodak GÆÐA FRAMKOLLUN Gott verð Kodak gæði Þinn hagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.