Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1993, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 Spumingin Hvenær lýkur sumrinu? Rúnar Eggertsson: Það stendur fram í október. Guðmundur Björgvinsson: Ég vona að það endist sem lengst. Þröstur Ingimarsson: í byrjun sept- ember. Jarl Stefánsson: Ég hugsa að það standi út ágúst. Hrafnhildur Siguróardóttir: Með þessu áframhaldi vona ég að það verði sem lengst. Sighvatur Björgvinsson: Sumariö stendur fram á haust. Lesendnr Sjálfstæð þjóð - sjálf- stæðar ákvarðanir Á atvinnuleysi hér að miðast við hvað gengur og gerist meðal Evrópu- þjóða? - Þýskir atvinnuleysingjar ganga til skráningar. Konráð Friðfinnsson skrifar: Sú skoðun hefur komiö fram að hér á landi sé ekkert það til staðar er bendi á að atvinnuleysi eigi að vera minna en gengur og gerist hjá hinum Evrópuríkjunum. En þar er sagt ríkja allt að 20% atvinnuleysi. Þetta er sjónarmið eitt og sér. En er staðhæfing þessi rétt? Er þessu virkilega þannig farið að ef atvinnu- leysi kemur upp hjá einu ríki hljóti sama ástand sjálfkrafa að skapast í öðrum ríkjum þessarar heimsálfu? Og sé þessi kenning sannleikanum samkvæmt hlýtur maður að spyija sjálfan sig hvar sjálfstæði þessara þjóða sé á vegi statt. Hvað sem því líður sé ég ekki aö þama þurfi endilega að vera eitt- hvert samhengi á milli. Auðvitað eru löndin háð hvert öðru í vissum skiln- ingi og þá sér í lagi í viðskiptalegu tilliti. Einnig gildir sinn siðurinn í hveiju landi og áherslur og forgangs- verkefni mismunandi. Framleiöslu okkar íslendinga er nauðsynlegt aö selja á góðu verði svo þjóðin geti framfleytt sér sæmilega og þó gott betur. Og við kaupum aft- ur þá vöruflokka er við teljum okkur vanhaga um. Aðaláherslur íslenskra stjómvalda hafa og verið þær að all- ir menn njóti þeirra sjálfsögðu mannréttinda sem full atvinna óneit- anlega er, svo og hitt, að allt landið skuli byggt, eða að svo miklu leyti sem skynsamlegt er. Þessa kröfu verðum við að líka að gera til vald- hafa á hverjum tíma. Ekki þá kröfu að þeir líti t.d. til Englands á þriggja mánaða fresti eða svo til að kanna atvinnuleysi á þeim slóðum og haga síðan stjómarstefnu sinni sam- kvæmt þeim upplýsingum. Að vísu beijumst við gegn atvinnu- leysi núna en þannig var þetta ekki fyrir fáeinum missemm. En fámenn þjóð þohr ekki atvinnuleysi um lang- an tíma. Slíkt ástand er útilokað sið- ferðilega séð. Lítum á aðstæður í dag, á tímum enn eins þorsksam- dráttarskeiðsins. Aðstæður er vara jafnvel næstu árin. Ríkisstjórninni ber skylda til þess að gera aht sem í hennar valdi stendur til að „brúa bihð“ þetta skerðingartímabil. Jafn- vel með því að taka erlent lán ef heppilegri aðferðir finnast ekki. En atvinnuleysi er og verður þjóðarböl hér hvað sem Evrópulöndunum hð- ur. íslendingar eru sjálfstæð þjóð, og sjálfstæö þjóð tekur sjálfstæðar ákvarðanir. Brýnast er af nám verðtryggingar Páll Sigurðsson skrifar: Hvað sem hður ummælum banka- stjóra um að þeir séu svartsýnir á að raunvextir geti lækkað, hlýtur að því að koma innan mjög skamms tíma aö verðtrygging á lánum, bæði til skamms tíma og lána til lengri tíma, verði afnumin. Einfaldlega vegna þess að forsendur eru ekki lengur fyrir því aö halda verðtrygg- ingu í gangi á þann veg sem hingað tíl. Það er hins vegar rétt sem Sverr- ir Hermannsson, bankastjóri Lands- bankans, segir að forsenda raun- vaxtalækkunar sé að ríkið sjálft minnki haharekstur sinn og um leið ásókn í lánsfé. Ég er þó hræddur við yfirlýsingar bankamanna, annarra en þeirra í Landsbankanum, um að framtíðin sé svo óviss að ekki sé hægt að lækka vexti. Eins tel ég að umræða ein- stakra banka, svo sem íslandsbanka, um að gera thraunir með það sem kahað er samstarf stærstu lánveit- enda um skuldbreytingar einstakl- inga í erfiðleikum sé sett fram með það að markmiði að deyfa umræðuna um afnám verðtryggingar. Verð- tryggingin er áreiðanlega mikið hagsmunamál fyrir bankastofnanir, einkum ef þær standa höhum fæti eins og mörgum sýnist að íslands- banki hljóti að gera er hann hækkar skyndhega vexti hjá sér einhhða. Það er á ahra vitorði að stærstu erfiðleika einstakhnga og íslenskra heimha má rekja th þeirrar afar ó- sanngjörnu verðtryggingar og ann- arra verðbótaþátta sem leggjast ofan á afborganir, jafnt styttri sem lengri lána, og það á sama tíma og engar verðbætur hafa komið th móts við launþegana. - Brýnast er því að verð- tryggingin verði afnumin með lögum eins fljótt og auðið er. Bráöabirgða- lög hafa nú verið sett um minna efni. Fátt ógnar í Húsdýragarðinum Aðdáandi Húsdýragarðsins skrifar: Mig langar til þess að mótmæla skoðun Magnúsar H. Skarphéðins- sonar, sem oft er nefndur hvalavin- ur, og ummælum hans um Húsdýra- garðinn sem birtust í blaðinu hinn 29. júlí sl. Ég er honum algjörlega ósammála í þessu máh. Dýrunum hður alls ekki hla þama og þau eru alls ekki geð- veik. Enn síður tel ég að í Húsdýra- garðinum sé aíbrigðhegt umhverfi fyrir dýrin og að þeim líði hla því þama er mjög góð aðstaða fyrir þau og er hún miklu betri en gengur og gerist á bestu sveitabæjum. Hringið í síma 632700 milli kl. 14 og 16 -eða skriflð Að vísu deyja einhver dýr þama sem ógnar þeim. en það gerist líka á öðmm stöðum. Mín skoðun er sú að Húsdýragarð- Ég tel að vhltu dýrin í Húsdýragarð- urinn eigi að vera áfram við lýði og inum eigi mun betri lífsmöguleika leyfa eigi borgarbúum og öðrum en annars staðar því að þar er fátt gestum að njóta dýranna. Bréfritari telur villtu dýrin í Húsdýragarðinum eiga mun betri lifsmöguleika því þar sé fátt sem ógni þeim. Guðm. Gunnarsson hríngdi: Fyrir svo sem 10 dögum birtist óhugnanleg frétt á Stöð 2 um miklar skemmdir sem unnar voru á sumarbústað við Þing- vallavatn. Sýnd vom verksum- merki en nánast allt innanstokks var skilið eftir í rúst, - Frétta- maður lýsti þessum verknaði og taldi hann sýna umfram aht and- legt gjaldþrot þess er verknaðinn framdi. Nú hefði manni fundist eölilegt að ÍTjótlega heyrðist um framhald á rannsókn málsins og speh- virkja væri leitað aht hvað af tæki. En svo bregður við að eng- inn minnist á þennan atburö lengur frekar en hann hefði íhdr- ei átt sér stað! - Er máliö þá að fuhu upplýst eða kannski ekkert við það að athuga? fréttir af nýliðinni verslunar- mannahelgi. Sums staðar er þess getiö að þetta sé ein besta versl- : unar mannahelgi í áratugi. í fréft- um eru þó talin upp oíbeldisverk fleiri og stærrí en oft áður. - í Reykjavík 11 líkamsárásir og vopnað rán. Og á Akureyri yfir- íullar fangageymslur. Er þetta góð verslunarmannahelgi? Gengisbreyt- Hjálmar skrifar: Gengisbreytingamar í Evrópu um sl. helgi veikja enn vonir okk- ar íslendinga um bata i efnahags- málum. Þrátt fyrir ummæh seðla- bankastjóra að hér þurfi ekki aö breyta gengismáliun verður nið- m-staðan þveröfug. Miklar gengis- breytingar eru einmitt í aðsigi hér meö thheyrandi verðbólguspreng- ingu. Ekkert getur stöðvað þessa þróun héðan af. Rrihafnarsvæðið iLeifsstöð Guðlaug hríngdi: í hinu landsfræga kjötmáli í Leifsstöð var sagt frá því aö sá er olli mestu fjaðrafokinu og lak sögunni tíl Qölmiðla, starfsmaður í landbúnaðarráðuneytinu að sögn, hefði veriö staddur í Leifs- stöð th að taka á móti konu sinni úr utanlandsreisu. En á venjuleg- ur farþegi, sem staddur er utan : fríhafnarsvæöisins, að geta séð hvað fram fer á milli farþega og tollvarðar sem afgreiðir viðkom- andi farþega? Eða fékk maöurinn aðfarasérstaklega inn á fríhafnar-. svæðið th að taka.á móti konu sinni? Ekki fæ ég slikt leyfi oghef þóþurftað taka á móti ættingjmn í Leifsstöö. Sá sem einu sinni er kominn inn á frihaíharsvæðið á þarmeðgreiðan aðgangaö fríhöfn- inni. Hafa starfsmenn ráðuneyta þau friðindi fram yfir aðra sem taka á móti fóiki í Leifsstöð að fá að fara inn á fríhafnarsvæðið? Adstodaróskað Gladys Esosa skrífár: Ég skrifa th blaös ykkar i mik- ilh örvæntingu. Ég er ung 16 ára stúika í borginni Benin í Nígeríu og hef mikinn áhuga á aö komast í skóla og læra. Ég er fædd í fá- tækt og örbirgö og foreldrar mín- ir eru látnir en ég bý hjá aldraðri öromu minni sem ekki liel'ur efni áaö sjá okkur farborða, hvað þá menntun fyrir mig. Ef einhverjir hetöu áhuga á að veita mér aöstoð í formi bóka, t.d. enskra orða- bóka, skrifiæra, reiknivasatölvu, skólatösku og annars sem nota mætti til hvers konar náms og/eöa peninga yrði ég afár þakk- lát og myndi greiða síðar er ég hefkomistáleiöis. Heimilisfangið er: P.O. Box: 97, Benrn City, Ni- geria West, Africa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.