Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1993, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1993, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 31 koraði sigurmarkið á KR-velli í gærkvöldi. DV-mynd GS ininíknattspymu: Ivíkingum ra langa igu Vals? mönnum liðsins að stöðva hina löngu sig- urgöngu Vals og komast í úrslitaleikinn. Keflvíkingar hafa reyndar harma að hefna því árið 1988 léku þessi félög til úrslita í bikarkeppninni og þar fógnuðu Valsmenn 1-0 sigri. Liðið sem vinnur fer í Evrópukeppni? Það er til mikils að vinna í kvöld því nokk- uð ljóst er að sigurliöið í leiknum í kvöld verður fulltrúi íslands í Evrópukeppni bikarhafa á næsta ári þar sem Skagamenn verða að öllum líkindum íslandsmeistarar og leika því í Evrópukeppni meistaraliða. -GH íþróttir Mjólkurbikarkeppnin 1 knattspymu: Risinn rotaði KR Ólafur Adolfsson tryggði ÍA sæti í úrslitaleiknum með marki í lokin „Boltinn barst út til vinstri, síðan kom fyrirgjöf, ég laumaði mér inn í markteiginn og stóð þar einn óvald- aður þegar boltinn rataði á hausinn á mér og það var ekkert annað að gera en að koma honum í netið. Ég er nú vanur að skalla tuðruna upp í loftið í svona færum en þama stýrði ég boltanum í jörðina og þaðan skoppaði hann í netið,“ sagði Olafur Adolfsson, hetja Skagamanna, við DV eftir að ÍA hafði borið sigurorð af KR-ingum, 0-1, í framlengdum leik í undanúrslitum Mjólkurbikar- keppninnar í knattspyrnu á KR-velli í gær. Er ekki mikill skorari Mark Ólafs kom sjö mínútum fyrir lok framlengingar þegar flestir voru famir að búa sig undir vítaspyrnu- keppni. „Ég er nú ekki mikill skorari þó svo að þetta hafi verið þaö þriðja í síðustu tveimur leikjum en þetta er að sjálfsögðu það langþýðingar- mesta. Ég get ekki neitað því að það væri ansi gaman að fá aö kljást við litla bróður í úrslitaleiknum og ég hef trú á það verði raunin þó svo að KR (0) (0) 0 ÍA (0) (0) 1 0-1 Ólafur Adolfsson á 113. mín- útu. Lið KR: Óiafur Gottskálksson, Daði Dervic, Þorsteínn Þorsteins- son, Atli Eðvaldsson, Sigurður Óroarsson, Rúnar Kristinsson, Einar Þ. Danielsson, Steinar Ingi- mundarson (Gunnar Skúfason 108. min), Heitnir Guðjónsson, Ómar Bendtsen, Tómas I. Tómasson. Lið ÍA: Kristján Finnbogason, Lúkas Kostic, Ólafur Adolfsson, Sturlaugm- Haraldsson, Sigur- steinn Gíslason, Alexander Högnason, Sigurður Jónsson, 01- afur Þórðarson, Haraldur Ingólfs- son, Mihajlo Bibercic, Þóröur Guð- jónsson. Gul spjöld: Rúnar, Heimir, Þor- steinn og Steinar í KR og Kristján, Sigurður. Ölafur A, Bibercic, Olaf- ur Þ. í iiði ÍA. Ðómari: Guöraundur S. Marías- son. dæmdi veL v' 1 Áhorfendur: 3130 borguðu sig ínn. Heildartala áhorfenda því um 3500 sem er met á KR-velh. Aöstæður: hægur vindur, skýjað og völlur mjög góöur. Landsliðin ígolfivalin Landslið íslands í golfi, sem keppa á Norðurlandamótinu í Finnlandi 14. og 15. ágúst, hafa verið valin. Kvennalandsliðið skipa: Karen Sævarsdóttir, Ragn- hildur Sigurðardóttir, Ólöf María Jónsdóttir og Herborg Arnars- dóttir. Karlaliðið skipa: Þorsteinn HaUgrímsson, Sigurjón Arnars- son, Björgvin Sigurbergsson, Úlf- ar Jónspn, Björn Knútsson og Þórður Ólafsson. Lentini kominn til meðvitundar Gianlugi Lentini, leikmaður AC Milan, sem lenti í bílslysi í fyrra- dag, er kominn til meðvitundar og er á góðum batavegi. Hann var fluttur með þyrlu til Mílanó í gær, að beiðni AC. Félagið hefur titilvörn sína í deildinni 5. sept- ember gegn Genúa og á heima- leik, en verður að leika í minnst 300 km fjarlægð frá borginni í refsingarskyni fyrir ólæti áhorf- enda liösins. -GH/BL Keflvíkingar séu til alls líklegir," sagði Ólafur sem er stóri bróðir Steinars Adolfssonar í Val. Leikurinn var annars mjög skemmtilegur á að horfa enda hrað- ur og gríðarleg barátta leikmanna beggja liða setti svip sinn á hann. Leikurinn var ekki nema 15 sekúnda gamall þegar Þórður Guðjónsson komst í gott færi en skot hans rataði beint í fang Ólafs Gottskálkssonar. Skagamenn réðu meira ferðinni í byrjun fyrri hálfleiks en KR-ingar komu smám saman meira inni í leik- inn og voru sterkari síðari hluta hálf- leiksins. í byrjun síðari hálfleiks munaði minnstu að Þórður kæmi Skaga- mönnum í forystu þegar hann pijón- aði sig skemmtilega í gegnum vörn KR en skot Þórðar lenti í innan- verðri markstönginni. Það sem eftir lifði síðari hálfleiks sóttu liðin á víxl en ekki var þó mikið um opin mark- tækifæri. Sama var uppi á teningnum í fyrri hálfleik framlengingarinnar. Liðin skiptust á aö sækja en flestar sóknir fjöruðu út þegar nær dró marki. í „Það er bara eitt orð yfir þetta, stórkostlegt. Við töluðum okkur saman í hálfleik framlengingarinnar og ákváðum að leggja allt í sölurnar og markið gat varla komið á betri tíma,“ sagði Sigurður Jónsson, Skagamaður, sem átti stórleik með liðinu sínu á KR-vellinum í gær. „Mér fannst leikurinn í miklu jafn- vægi, bæði lið fengu færi og sigurinn hefði getað enda hvorum megin sem var. Þetta var sannur bikarleikur þar sem ekkert var gefið eftir. Ég veit hvemig KR-ingunum líður en svona er fótboltinn. Við erum komnir í úr- slitin og það er það sem skiptir máli og því er mér nokk sama hvort við fáum Val eða ÍBK. Nú er bara að skemmta sér yfir því að hafa komist í úrslitaleikinn og mæta svo galvask- síðari hálfleik framlengingarinnar náðu Skagamenn tökum á leiknum og uppskáru eina mark leikins á 114. mínútu. Ólafur Þórðarson tók stutta hornspyrnu á Harald Ingólfsson sem sendi fyrir markið og þar kom risinn Ólafur Adolfsson á fleygiferð og skallaði í netið. KR-ingar reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin og ekki munaði miklu að Einar Þór Daníelsson skoraði fyrir KR á loka- mínútunni en skot hans fór hárfínt framhjá. Enginn bikar í vesturbæinn þetta árið? Það var dauft andrúmslofið í herbúð- um KR-inga eftir leikinn og það ekki nema von þar sem draumur leik- manna og hinna fjölmörgu stuðn- ingsmanna að vinna bikar á árinu er nánast fyrir bí. KR-ingar stóðu fyllilega uppi í hárinu á íslands- meisturunum í þessum leik en lukkudísirnar voru ekki þeirra að þessu sinni. Einar Þór Daníelsson lék best KR-inga, fljótur og mjög lunkinn leikmaður, Rúnar gerði marga góða hluti en hvarf þess á milli og Heimir ir héma í vesturbæinn á sunnudag- inn,“ sagði Sigurður. Þeirfáað svitna á sunnudaginn „Þetta var hrikalega svekkjandi enda skammt eftir af leiknum. Bæði lið hefðu geta verið búin að skora áður í leiknum. Við sváfum á verðinum þegar þeir tóku stutta homið í lokin og menn ekki komnir í dekkinguna. Við hefðum viljað mæta þeim hérna með okkar sterkasta lið en meiðslin hafa leikið okkur grátt en ekki lið ÍA,“ sagði Atli Eðvaldsson KR-ingur viðDV. „Ég held að við höfum gert allt sem við gátum til að vinna þá, við fengum okkar tækifæri og þeir sín en ég held að ÍA hafi ekki fengið jafnlítið af færum í sumar og í þessum leik. Þeir Guðjónsson var sprækur. Daði Dervic lék nú í stööu aftasta vamar- manns og skilaöi hlutverki sínu vel og hin ungi Þorsteinn Þorsteinsson stóð fyrir sínu. Stórleikur hjá Sigga Eftir sjö ára hlé frá bikarúrslitaleik em Skagamenn komnir í úrshtin. Þetta besta lið landsins hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið í sum- ar og Guðjón þjálfari Þórðarson hef- ur bætt enn einni skrautfjöðrinni í glæsilegan þjálfaraferil sinn. Sigurð- ur Jónsson átti stórleik í liði IA og var þeirra besti maður. Sigursteinn Gíslason steig vart feilspor og er mjög mikilvægur fyrir liðið og vörn Uösins meö Olaf Adolfsson, Lúkas Kostic og Harald Sturlaugsson var feikisterk. Guðmundur Stefán Maríasson, góöur dómari leiksins, hafði í nógu að snúast því níu sinnum þurfti hann að veifa gula spjaldinu enda leikur- inn mjög fast spilaður af beggja hálfu en samt drengilega. -GH vinna okkur ekki á sunnudaginn. Þeir fá að svitna í þeim leik en við gerðum það núna,“ sagði Atli. Spáin rættist „Skömmu áður en Óli skoraði mark- ið sagði ég Samúeli Emi, kollega þín- um á Sjónvarpinu, að Óli Adolfs myndi skora og það var ekki leiðin- legt að sjá það rætast. Ég var búinn að messa yfir strákunum að vera þolinmóðir því ég vissi að við mynd- um skora áður en yfir lyki. Nei, ég var ekki búinn að sjá fyrir mér víta- spymukeppni því ég átti mér alltaf von og sú von brást ekki. Mér er al- veg sama hvaða lið við fáum í úrslit- um, við ætlum að vinna bikarinn," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, við DV eftir leikinn. -GH Gott hjá stelpunum íslensku stelpumar í u-20 ára lið- inu áttu góðan leik gegn Bandaríkj- unum er liðin skildu jöfn, 0-0, á NorðmTandamótinu í Danmörku í gær. Á eftir hverjum leik í keppninni heyja liðin vítaspymukeppni og sigr- uðu íslensku stúlkurnar, 4-3. Steind- óra Steinsdóttir, markvörður ís- lenska liðsins, varði þá tvær víta- spymur. Logi Ólafsson landsliðsþjálfari var ánægður með leik stúlknanna í gær. „Það leikur ekkert lið betur en and- stæðingamir leyfa og í dag (gær) leyfðum við bandaríska liðinu ekki að sýna meira. Liðið lék mjög vel og er þessi árangur fyrst og fremst ár- angur liðsheildarinnar," sagði Logi. í dag eiga stúlkurnar frí en á morg- un leika þær gegn Svíum. -ih íslenska u-20 ára liðið sem tekur þátt i NM í Danmörku. Logi Ólafsson, þjáifari, Magnea Guðlaugsdóttir, Katrin Jónsdóttir, Ásthildur Helgadóttir, Hjördís S. Símonardóttir, Margrét Ólafsdóttir, Helga Ó. Hannesdóttir, Steindóra Steinsdóttir, Birna Björnsdóttir. Fremri röð: SoHia Ámundadóttir, Olga Færseth, Ásgerður H. Ingibergsdóttir, Ás- dis Þorgilsdóttir, Rósa Steinþórsdóttir, Kristbjörg ingadóttir, Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir, Auður Skúladóttir. DV-mynd ih Sagteftirleikinn: „Sagði að Öli myndi skora“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.